Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986 31 Leiðtogar fjögurra Afríkuríkja innan breska Samveldisins, þar sem fólki er haldið án dóms og laga — sumum jafnvel árum saman. Frá vinstri: Robert Mugabe, forsætisráðherra Zimbabwe, Jerry Rawlings, þjóðarleiðtogi í Ghana, Babangida, þjóðarleiðtogi Nígeríu og Kenneth Kaunda, forseti Zambíu. Hveijir kvarta undan mann- réttindabrotum í S-Afríku? Nokkur dæmi um Afríkuríki innan breska Sam- veldisins sem knýja vilja fram refsiaðgerðir Í SÁTTMÁLA sem ríki breska Samveldisins undirrituðu árið 1971, skuldbundu allir leið- togarnir sig til að tryggja frelsi einstaklingsins og beij- ast gegn kynþáttamisrétti. Hin virta og óháða stjórn- málastofnun, Freedom House í New York, hefur í gegnum árin haldið skrá yfir þróun stjórnmálafrelsis allra þjóða heimsins. Bretar eru efstir á listanum yfir þær þjóðir, sem veita þegnum sínum f ullkomið pólitiskt frelsi. Ekki verður hið sama fullyrt um öll önnur ríki Samveldisins. Atján ríki Samveldisins eru afar neðarlega á þessari skrá Freedom House. Mörg þeirra eru þau sömu og hætt hafa við þátttöku í Sam- veldisleikunum, sem hefjast í Skotlandi í dag, í mótmælaskyni við stefnu Breta í málefnum Suð- ur-Afríku. Eftirtalin dæmi eru tekin úr skýrslum Amnesty Intemational og má telja fullvíst að stofnuninni sé ekki kunnugt um fjölda annarra mannréttindabrota sem þar hafa verið framin. Gambía Þar ræður ríkjum Sir Dawda Jawara, sem var kjörinn forseti, en í Gambíu er fjölflokkakerfi og þingræði. Þrátt fyrir að stjóm- málaflokkar séu leyfðir, vom sjö menn handteknir þann 25. október 1983 fyrir að vera meðlimir í „ólög- legum samtökum". Mennimir vom allir leystir úr haldi u.m.þ. hálfu ári síðar, nema einum, Momodou Saho. Fjölskyldu hans og vinum hefur verið meinað að hitta hann og ekki er vitað hvar hann er niður- kominn, ef hann er þá enn á lífi. Ghana Þar tók völdin Jerry Rawlings, flugliðsforingi, í byltingu hersins fyrir um þremur ámm. Síðan í bytjun ársins 1984 hefur 31 maður verið tekinn af lífí, en margir þeirra vom dæmdir til dauða fyrir „fjár- hagsleg hermdarverk," eða fyrir að undirbúa byltingu. Aðrir 33 hafa verið dæmdir til dauða og bíða þess að verða teknir af lífi. Dómararnir í málum þessara manna hafa sumir hveijir ekki fullgild dómarar- eða lögmanna- réttindi. Kenýa Þar er eins flokks kerfí undir forystu Daniels Arap Moi, forseta. Stjóroarandstöðuflokkurinn KPU, var bannaður árið 1969. Sam- kvæmt lögum, sem sett vom til að tryggja „almannaöryggi," er leyfilegt að handtaka fólk og hneppa í varðhald án þess að dæmt sé í málum þess og er slíkt varð- hald ekki háð tímatakmörkunum. Amnesty Intemational fullyrðir að a.m.k. 20 manns sé haldið án dóms og laga í Kenýa. Malawi Malawi býr einnig við eins flokks kerfí undir stjórn Dr. Hast- ings Banda, sem skipaður er til æviloka. Þar er þingræði, en for- setinn hefur vald til að skipa eins marga þingmenn og honum þókn- ast. Orton Chirwa, fyrrum dóms- málaráðherra, og eiginkona hans, Vera, vom handtekin í desember 1981, ásamt syni þeirra Fumbani. Þau höfðu öll tekið þátt í friðsam- legum mótmælum gegn stjóm Banda. Foreldramir vom dæmdir sekir fyrir landráð í maí 1983, en sonur þeirra var leystur úr haldi í febrúar. Dauðarefsingu foreldr- anna var breytt í lífstíðardóm vegna þrýstings frá Mannréttinda- stofnun Sameinuðu þjóðanna og ríkisstjómum nokkurra þjóða. Ekki em til tölur yfir Qölda pólitískra fanga, en um 80 manns bíða dauðarefsingar. Nígería í desember árið 1983 var borg- aralegri ríkisstjóm Nígeríu steypt af stóli í byltingu hersins, sem Buhari, yfir-ofursti stjómaði. í ágúst í fyrra var honum komið frá í friðsamlegri byltingu og tók þá Babangida, hershöfðingi, við stjóm. Þegar Buhari var við völd, vom yfír 500 manns handteknir og vom margir þeirra opinberir embættismenn. Samkvæmt lögum um öryggi ríkisins, er yfirvöldum heimilt að hneppa hvem þann í varðhald sem gerist sekur um að „óvirða öryggi þjóðarinnar", eða „eiga þátt í að kljúfa þjóðina efna- hagslega". í mars sl. vom 10 hermenn teknir af lífi fyrir stjóm- málaafskipti. Sierra Leone Stevens, forseti, var kosinn árið 1967 og hefur margoft verið end- urkjörinn í þessu eins flokks ríki. Á tímabilinu 1983 til 1984, létu a.m.k. 19 manns lífið á meðan þeir vom í varðhaldi í Koidu- og Pujehun-fangelsunum. Enginn hefur verið sóttur til saka vegna dauða þeirra. í mars árið 1985 vom 600 manns handteknir fyrir þátttöku í mótmælum. Einn þeirra er námsmaður, sem gmnaður var um að hafa skipulagt verkfall far- manna. Ekki hefur enn verið dæmt í máli hans. Uganda Núverandi ríkisstjóm í Uganda, með Museveni forseta í farar- broddi, komst til valda í janúar, eftir fimm ára skæruhemað. Sam- kvæmt upplýsingum Amnesty Intemational, vom í tíð Miltons Obote, fyrirrennara Musevenis, framin ótrúleg brot á mannréttind- um; pólitísk morð vom daglegt brauð, fangar vom pyntaðir og hundmðum manna haldið án dóms og laga. Zambía Forsetinn þar er Kenneth Kaunda og var hann kosinn með þjóðaratkvæði. Aðeins einn stjóm- málaflokkur hefur leyfi tií að starfa þar og í kosningum 1983 fékk Kaunda 93% allra atkvæða. Þar em einnig í gildi lög um ör- yggi ríkisins og samkvæmt þeim hefur forsetinn ótakmarkað vald til að halda mönnum föngnum án dóms og laga eins lengi og honum þóknast. Zimbabwe Robert Mugabe var kosinn for- sætisráðherra þar árið 1980 og tveimur ámm síðar varð mikil aukning á ásökunum um brot á mannréttindum í Zimbabwe. Þar em í gildi lög til að gæta friðar og reglu og samkvæmt þeim er hægj: að halda mönnum föngum ævilangt, án þess að dómur fari fram í máli þeirra. Hér hafa aðeins verið teknar fyrir örfáar Afríkuþjóðir, sem eiga aðild að breska Samveldinu, en vitað er að í mörgum öðmm ríkjum Samveldisins er mannréttindum mjög áfátt. Sum þeirra hafa hótað að segja sig úr Samveldinu, ef Bretar beita ekki efnahagslegum þvingunum gegn stjóm Suður- Afríku. Bretar ættu sjálfir að segja sig úr Samveldinu ef önnur lýðræð- isríki innan þess em ekki tilbúin til að beita refsiaðgerðum gegn þeim þjóðum, sem veita þegnum sínum ekki stjómmálafrelsi og beita þá misrétti. Að vera í banda- lagi við slík ríki er ekki sæmandi þjóð sem Bretum og hlýtur að draga úr virðingu hennar erlendis. Tekið saman úr grein eftir blaða- manninn David Hart, sem birtist f The Times þann 14. júli sl. Fréttaritari New York Times: Kínverjar vísa Burns úr landi Hong Kong, AP. JOHN BURNS, fréttaritari New York Times i Kína, kom i gær til Hong Kong eftir að hafa ver- ið gerður brottrækur frá Kína. Hann neitar ásökunum Kínverja um að hafa stundað njósnir þar í landi. Kínversk yfirvöld sökuðu Bums um að hafa tekið ljósmyndir af hemaðarlega mikilvægum mann- virkjum á bannsvæði, sem hann hefði farið inn á i heimildarleysi ásamt tveimur félögum sfnum. Bums var tekinn fastur og hafð- ur í haldi í tvo daga í Shaanxi- héraðinu, þar sem hann fór inn á bannsvæði, en látinn laus 7. júlí eftir að hafa skrifað langa ritgerð fulla af sjálfsgagnrýni. Hann var handtekinn að nýju í Peking 10 dögum seinna er hann var að leggja upp í sumarleyfi ásamt fjölskyldu sinni. Hann var yfirheyrður í 15 klukkutíma á flugvellinum og gerð húsleit heima hjá honum. Bums sagðist hafa farið inn á bannsvæðið, sem er á afskekktu svæði, fyrir slysni. Útilokað hefði verið að átta sig á að um bann- svæði hefði verið að ræða og hann kvaðst vita að útlendingar hefðu farið óhindraðir og vandræðalaust um viðkomandi slóðir, sem er milli tveggja vinsælla og §ölsóttra ferða- mannastaða. Bayreuth: Ikveikjutilraun skömmu fyrir Wagner-hátíð Bayreuth, AP. LÖGREGLAN í Bayreuth skýrði frá því að íkveikja hefði valdið eldsvoðanum i óperuhúsi borgar- arinnar á þriðjudagsmorgunn. Óperan er þekktust fyiir flutn- ing á verkum Richards Wagner, og hefst Wagner-hátið þar i vik- unni. Skemmdir voru metnar á um 3.000 mörk, eða tæplega 60.000 krónur islenskar. Brennuvargar köstuðu benzín- sprengju inn um glugga á búnings- herbergi kvenna, klukkan hálfþtjú á aðfaranótt þriðjudags. Nætur- verðir í ópemhúsinu urðu eldsins varir, og tókst að slökkva hann með handslökkvitælqum. Enginn meidd- ist. Talsmaður lögreglunnar sagði hana ekki hafa neinar vísbendingar um hvetjir brennuvargamir væm. Næsta föstudag mun hefjast í óper- unni hin árlega Wagner-hátíð. Gonzales við þingsetningu: Kjarnorkuvopn ekki leyfð á Spáni Madrid, AP. FELIPE Gonzales, forsætisráð- herra Spánar, sagði í stefnuræðu við þingsetningii i gær að stjórn sín myndi sjá til þess að kjarn- orkuvopn kæmu ekki á spánska grund. Gonzales sagði að stjóm sín mundi uppfylla skyldur sínar sem aðili að Atlantshafsbandalaginu (NATO) en herir Spánar myndu standa utan sameiginlegrar herstjómar banda- lagsins á kjörtímabilinu, sem er nýhafið. Gonzales sagði einnig að stjóm sín mundi halda áfram viðræðum við Bandaríkjamenn um fækkun bandarískra hermanna í fjórum her- stöðvum, sem þeir hafa afnot af á Spáni. Spánveijar gerðust aðilar að NATO í maí 1982. í október þess árs vann sósíalistaflokkur Gonzal- esar sigur í þingkosningum, en á þeim tíma var flokkurinn gegn aðild að varnarbandalaginu og hét því að efna til þjóðaratkvæðis um aðildina. Atkvæðagreiðslan fór fram 12. marz sl. og reyndist meirihluti Spánveija með aðildinni. Gonzales sagði ennfremur að stjórn sín mundi á næstu fjórum ámm aðlaga spænskt efnahagslíf aðildinni að Evrópubandalaginu. Jafnframt lýsti hann því yfir að stjóm sín muni aldrei semja við að- skilnaðarsamtök baska, ETA. STEYPUVÍBRATORAR BOR- og BROTHAMRAR HNALLAR JARÐVEGSÞJÖPPUR VALTARAR DÆLUR STEYPUSAGIR ASETA HE ÁRMÚLA 17A SÍMI 83940
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.