Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 46
Jr MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986 Kynbótasýning á Landsmóti: Myndir: Einar Falur Valdimar Kristinsson Ber að minnka kröfur til ungu hrossanna? _______Hestar Valdimar Kristinsson NÚ AÐ afloknu Landsmóti má búast við að umræður hefjist manna á milli um kyn- bótahrossin sem þar komu fram og dóma sem þau hlutu. Reikna má með að flestir séu ánægðir með útkomuna, áhorfendur jafnt sem eigend- ur hrossanna, því fullyrða má að sýningin að þessu sinni sé sú besta fram að þessu. Margir hrossræktendur hafa ástæðu til að gleðjast yfir góðri framgöngu sinna hrossa en þó enginn eins og Sveinn Guðmundsson á Sauð- árkróki og hans fjölskylda. Þótt Sveinn hafi oft átt góðu gengi að fagna á Landsmót- um er sennilegt að þarna hafi hann og ræktunarstarf hans unnið sinnt stærsta sig- ur. Að vera með efstu stóð- hesta í fjögra og fimm vetra flokki, efstu hryssu í heiðurs- verðlaunum fyrir afkvæmi, efstu hryssu í fjögra vetra flokki, eina hryssu í góðum fyrstu verðlaunum er talandi dæmi um góðan árangur af áratuga ræktunarstarfi Sveins og ósennilegt að þetta verði leikið eftir af öðrum í bráð. Gáski 920 frá Hofstöðum með 8.03. Afkvæmi hans minna um margt á föður sinn sem er mjög geðslegur hestur en enn sem komið er virðast þau standa honum að baki bæði að byggingu og reiðhestakostum en þess ber þó að geta að þau eru flest frekar ung að árum. I þriðja sæti varð svo Ófeigur 882 frá Flugu- mýri með sömu einkunn og Gáski. Ófeigur er arfhreinn og gefur þar af leiðandi aðeins bleik- eða móál- ótt afkvæmi. Reyndar getur skjótt komið inn í báða litina en þetta gerði það að verkum að Ófeigs- hópurinn var mjög samstæður að sjá. Hvort þessi erfðaeiginleiki telst kostur eða galli ræðst væntanlega af því hvort menn hafa smekk fyr- ir þessum litum eða ekki. En ekki var annað að sjá en Ófeigur lofi góðu og má geta þess að undan honum er hinn kunni gæðingur Snjall frá Gerðum en hann hlaut í einkunn 8.23 fyrir hæfileika sem er óvenju hátt hjá skeiðlausum hesti. Hinir þrír hestamir sem þama komu fram em eins og áður segir Máni 949 frá Ketilstöðum og Hlyn- ur 910 frá Hvanneyri en báðir voru Ófeigur 818 frá Hvanneyri hefur alltaf vakið athygli fyrir vasklega framgöngu og hér fer hann fyrir afkvæmahóp sínum, knapi er Reynir Aðalsteinsson. Otur 1050 frá Sauðárkróki sýndi að hann býr yfir miklum hæfileikum og varð hann efstur fjögurra vetra hesta. Knapi er Einar Oder Magnússon. Rúmar og fallegar hreyfingar hjá Adam 978 frá Meðalfelli, knapi Erling Sigurðsson. Viðar 979 frá Viðvík efstur sex vetra stóð- hesta, knapi Páll Bjarki Pálsson. Ófeignr 818 og Náttfari 776 í heiðursverðlaun Afkvæmasýningar stóðhesta eru án efa mikilvægasti hlekkurinn í kynbótadómum og njóta þar af leið- •■®andi mestrar athygli. Þeir Ófeigur 818 og Náttfari 776 fóru nú í heið- ursverðlaun fyrir afkvæmi sín og má reikna með að þeir hafi lokið sínum ferli í kynbótasýningum, í það minnsta hefur ekki tíðkast að þeir hestar sem hafi náð þessum lokaáfanga hafi verið endursýndir til heiðursverðlauna. Ófeigur hlaut 8.16 sem er 0.01 lægri einkunn en Hrafn 802 frá Holtsmúla náði á Landsmótinu. Þessir tveir hestar voru sýndir sex vetra 1974 og stóðu efstir í sínum flokki og hefur verið skemmtilegt að fylgjast með árangri þeirra í gegnum tíðina. Ófeigur er nú sýnd- ur í þriðja skiptið með afkvæmum, •>og hlaut hann fyrstu verðlaun í bæði skiptin. Á Landsmótinu ’82 var fyrirhugað að reyna með hann í heiðursverðlaun en tókst ekki og má rekja ástæðuna til þess hversu lítið hann var notaður á tímabili. Eftir tvö fjórðungsmót sem haldin voru ’84 var ljóst að hann næði heiðursverðlaunum og nú er hann tölulega séð samkvæmt núverandi dómskerfi annar besti stóðhestur landsins. Náttfari 776 var sýndur í fyrsta skipti með afkvæmum í fyrra og hlaut þá góð fyrstu verðlaun. Sem einstaklingur er Náttfari einn þekktasti stóðhestur landsins og hlýtur nú 8.11 í einkunn fyrir tólf afkvæmi og er það nákvæmlega sama einkunn og faðir hans Sörli 653 frá Sauðárkróki hlaut þegar hann fyrstur stóðhesta hlaut heið- ursverðlaun samkvæmt þá nýju kerfi. Öfugt við það sem áður hefur tíðkast voru ekki samin dómsorð um afkvæmahrossin á dómsstað svo ekki er hægt að vitna í þau en í dómsorðum um afkvæmi Ófeigs frá ’82 segir m.a. að háls sé frekar grannur og vel settur en fulldjúpur, herðar langar, bakið lítið sveigt og lendin öflug en ekki löng. Einnig segir að Ófeigur sé sá stóðhestur sem gefí hvað snarpastan vilja allra afkvæmadæmdra hesta. Svo þá ættu menn að vita hvert þeir eiga að leita ef þá vantar viljann. í dómsorði um afkvæmi Náttfara frá því í fyrra segir m.a. að þau séu sviplík, misjöfn að reisn, herðar í góðu meðallagi, nokkuð djúp um bijóst, bak beint, lendin löng, brött og mikil. Um reiðhestakosti segir að þau séu viljug, brokk og skeið rúmt og tilþrifamikið en töltið að- eins bundið. Dreyri 834 komi í fyrstu verðlaun Sex stóðhestar með afkvæmum kepptu til fyrstu verðlauna og stóð þeirra efstur Dreyri 834 frá Álfs- nesi með 8.04. Dreyri var sýndur á Kaldármelum ’84 með afkvæmum ásamt flórum öðrum hestum en ekki náðist samkomulag í dóm- nefndinni um hvaða stóðhestar ættu að hljóta fyrstu verðlaun og varð endirinn sá að Dreyri var settur í önnur verðlaun ásamt þremur öðr- um. Með þessum árangri nú má segja að Dreyri hafi hrist af sér slyðruorðið og skaut hann aftur fyrir sig tveimur kunnum hestum sem hlotið höfðu fyrstu verðlaun áður, þeim Mána 949 frá Ketilsstöð- um og Hlyni 910 frá Hvanneyri. Næstur Dreyra í einkunn varð þeir sýndir ’84 á sitthvoru fjórð- ungsmótinu. Hlynur hækkar sig um 0.02 en Máni bætir sig um 0.07. Sjötti hesturinn var svo Sörli 876 frá Stykkishólmi en hann ásamt þeim Ófeigi og Gáska kemur fram í fyrsta skipti með afkvæmum. Sörli hlaut í einkunn 7.95. Ekki er óeðlilegt að menn leiði hugann að hvort einhver af þessum hestum muni skila sér í heiðursverð- laun á komandi árum og er sjálfsagt erfitt um það að spá. Þar spilar inn í aldur hestanná og vinsældir þeirra. Máni 949 þótti líklegur sem slíkur eftir afkvæmasýninguna ’84 á Fornustekkum þar sem hann kom mjög vel út með ung afkvæmi frá aðeins einum bæ, Ketilstöðum. Dreyri er orðinn nokkuð fullorðinn en vinsældir hans hafa aukist nokk- uð eftir íjórðungsmótið á Kaldár- melum ’84 og nú er það spumingin hvort þær eigi enn eftir að aukast eftir sýninguna á Landsmótinu. Þá virðast þeir Gáski 920 og Ófeigur 882 vera líklegir til að gefa af sér góð afkvæmi og má búast við að þeir eigi eftir að bæta einkunn sína á komandi árum. Annars eru hug- renningar sem þessar kannski út í loftið því til stendur að breyta til- högun á afkvæmadómum þannig að stuðst verður við tölvuspána svo- nefndu þegar valin verða hross til afkvæmasýninga á fjórðungs- og Landsmótum. Eins og þessi tölvu- spá er í dag má búast við frábrugð- inni útkomu því röð stóðhestanna er ekki í samræmi við þær einkunn- ir sem þeir hafa fengið í afkvæma- sýningum á undanfömum árum og Dreyri 834 frá Álfsnesi hefur nú hrist af sér slyðruorðið og hefur nú hlotið fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi sín. Knapi á Dreyra er Hólmar Pálsson formaður Hrossaræktarsambands Dalamanna sem á hestinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.