Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986
Alltaf á föstudögum
v
Hvað segja hálsbindin um þá sem
bera þau?
Hver býr til raunveruleikann?
Viðtal við Kjartan Pierre Emilsson um
hvernig list og vísindi fléttast saman
Snyrting — hvaða áhöld er best að
nota við snyrtingu
Myndbönd
Neytendamál
Hvað er að gerast um helgina?
Föstudagsblaðið er gott forskot á helgina
Glæsilegur og vandaður sundfatnaður frá
GOLDENCUP.
GOLDEN CUP-sundfatnaður á börn og fullorðna
faest nú í helstu sportvöruverslunum um allt land.
Látið hvern dag vera dag sundsins. Syndið dag-
lega. Sund erhollt.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Pakistan:
Benazir virðist ekki
vinna tiltrú landa sinna
SENN eru liðnir þrír mánuðir frá því Benazir Bhutto, dóttir fyrrv-
weandi hæstráðanda, Zulifikars AIi Bhutto, sneri heim til
Pakistan. Hún boðaði að ætlunin væri að efna til funda um landið
þvert og endilangt og beita stjóm Zia U1 Haaq svo miklum þrýst-
ingi, að hún neyddist til að efna til lýðræðislegra kosninga.
Bhutto spáði þvi að í þeim kosningum myndi hún vinna sigur og
þar með yrði unnt að endurreisa lýðræðið í landinu.
Fyrstu vikumar eftir að Benaz-
ir kom til Pakistans þyrptist fólk
á fundi hennar og hvarvetna var
henni fagnað. Málflutningur
hennar virtist fá hljómgrunn með-
al þegna hennar. En svo var
eiginlega ekkert fleira sem gerð-
ist. Bhutto hafði hvatt fólk til að
gæta stiliingar á fundunum og
sagði að Zia myndi áreiðanlega
grípa fyrsta tækifæri til að banna
henni að koma fram opinberlega
og jafnvel reka hana úr landi ef
hann teldi sig fá átyllu til. Menn
hafa orðið við hvatningu hennar,
en undanfarið er eins og kraftur-
inn hafi líka nokkuð farið úr
Bhutto og stuðningsmönnum
hennar. Zia U1 Haaq forseti hefur
látið veru Bhuttos í landinu sem
vind um eyru þjóta og sagði við
féttamenn, að þar sem hún virtist
ekki hafa neina málefnalega
stefnuskrá að vinna eftir myndi
fólk snúa frá henni, þegar mesta
nýjabrumið væri farið af. Zia hef-
ur augljóslega gefið ríkisstjóm-
inni fyrirmæli um að taka Bhutto
ekki of hátíðlega og þótt Benazir
Bhutto hafí verið hvassyrt í gagn-
rýni á Zia og stjómina hefur
ekkert haggað ró stjómarinnar.
Því segja nú erlendir sérfræðingar
að takist Bhutto ekki að sannfæra
landa sína um það að hún hafí
annað fram að færa en „tilfínn-
ingasamar froðusnakksyfírlýsing-
ar“ sé hætt við að fylgi hennar
renni út í sandinn.
Sjálf segir hún að erfíðleikar
hennar stafí ekki sízt af því, að
hún sé kona. „Það er óhugsandi
fyrir marga múhammeðstrúar-
menn að kona geti stjómað landi.
Eg geld þess." En óneitanlega var
hún bjartsýn til að byija með og
hún segir að það eigi eftir að
koma í ljós á næstu vikum, að
hún muni knýja Zia til að halda
kosningar.
Benazir Bhutto er elzt ijögurra
bama Zulifíkars Ali Bhutto og
konu hans Nusrat. Hún ólst upp
undir handarjaðri enskra bam-
fóstra og gekk í kaþólskan
klausturskóla. Hún bjó við góð
efni í foreldrahúsum og ensk áhrif
vom ráðandi í heimilishaldinu.
Hún hreifst í æsku af Nasser
þáverandi Egyptalandsforseta og
hugmyndum hans. Hún var send
til Bandaríkjanna sextán ára, nán-
ar til tekið á Radcliffe-mennta-
skólann í grennd við Boston. Sagt
er að hún hafí verið feimin og
einmana, hún sætti sig illa við
verðráttuna og varð þrumu lostin
yfír frjálslegu viðmóti nemenda
gagnvart kennurum sínum.
Seinna hélt hún til Oxford og lagði
stund á stjómmálavísindi, heim-
speki og hagfræði. Bhutto hafði
á þeim árum mestan hug á að
leggja fyrir sig lögmannsstörf og
sýndi ekki áhuga á stjómmálum.
Það var raunar ekki fyrr en eftir
að faðir hennar var settur af og
varpað í fangelsi hvar hann beið
síðan dauða síns, að Benazir tók
að huga að þeim málum. Hún fór
í útlegð til London árið 1984 og
hefur ekki fengið leyfi til að koma
heim, fyrr en nú. Að vísu fékk
Benazir Bhutto hefur ekki orð-
ið Zia sú ógnun sem hún vonaði.
Zia U1 Haaq virðist öruggur i
sessi.
hún að flytja til Pakistans jarð-
neskar leyfar Shahnawas bróður
síns þegar hann lézt í Frakklandi
á sl. ári.
Eftir að herlögum var aflétt í
Pakistan fyrir nokkmm mánuðum
ákvað hún síðan að snúa heim og
taldi að sér bæri heilög skylda til
að taka upp merki föður síns.
Eins og áður sagði virtist blása
byrlega í upphafí. En þegar
Benazir varð á sú skyssa að fara
að lílcja Zia U1 Haaq við Ferdin-
and Marcos, sem hafði þá nýlega
verið velt úr sessi á Filippseyjum,
þótti ýmsum sem hún hefði skotið
yfír markið. Enda þótt Zia hafí
verið gagnrýndur, m.a. fyrir harð-
ræði og mannréttindabrot, hefur
enginn treyst sér til að væna hann
um fjármálaspillingu. Nema síður
væri. Andstæðingar Benazir gripu
þetta skeyti á lofti og sendu það
snarlega til baka og sögðu þetta
vera enn eitt merki um að hún
kynni lítið fyrir sér og vissi enn
minna og væri greinilega þeirrar
skoðunar, að nafnið Bhutto hefði
enn töframátt í Pakistan.
Það varð svo enn til að draga
úr athyglinni að nýtt stjómarand-
stöðuafl hefur komið fram innan
þings Pakistans. Þar með er
PLM-flokkur Juneyjeos forsætis-
ráðherra ekki einráður og allsráð-
andi á þinginu lengur. Meðal
þeirra sem lýstu yfír fylgi við
þessi nýju samtök er Fakhar Im-
am, fyrrverandi þingforseti. Hefur
vakið mikla eftirtekt að Imam
skyldi segja skilið við Junjeo for-
sætisráðherra. Iraam er virtur
stjómmálamaður og þekktur er-
lendis. Vitað er að Benazir Bhutto
hefur haft samband við Imam til
að ræða við hann um hugsanlega
samvinnu. Eftir því sem Hussain
Haqqani fréttaritari Far Eastem
Economic Review í Islamabad
segir í grein, tók Imam dræmt í
hugmyndir Bhutto. Hann telur
ekki ástæðu til að krefjast kosn-
inga í haust eins og hún og hefur
látið hafa það eftir sér að hann
líti svo á að það verði vænlegra
til árangurs að vinna skipulega
og markvisst innan þingsins að
því að byggja upp nýju samtökin,
og sýna stjómarflokknum sem
mest aðhald.
Því virðist að Benazir Bhutto
sé komin í blindgötu í bili og hún
verður að sýna bæði kænsku og
útsjónarsemi ef h'ún á að gera sér
vonir um að árangur verði. Það
gæti ella farið svo að landar henn-
ar sneru við henni baki eins og
Zia spáði, ef hún getur ekki eflt
tiltrú manna á sér og komið sér
upp annarri ímynd en þeirri að
hún sé tilfinningarík pabbastelpa
í stjómmálaleik.
(Heimildir: Far Eastem Economic
Review, Newsweek o.fl.)
VJterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamióill!
JHttgmiMátt*
Fréttirfráfyrstu hendi!