Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986
flERKST
Adalsteinsson,
spelande trána
rél Saab.
• Þorbergur í þann mund að skora eitt fjölmargra marka sinna fyr-
ir fólag sitt, Saab, í sœnsku 1. deildinni f fyrravetur.
síðasta vetur og þar gekk allt upp
hjá honum. Liðið vann sig upp í
Allsvenskan sem er úrvalsdeild
þeirra og í sænskum blöðum þakka
menn Þorbergi fyrst og fremst
þennan árangur liðsins. Þorbergur
verður áfram hjá félaginu og mun
freista þess að halda liði sínu í
úrvalsdeildinni en hann býst við
að það verði geysilega erfitt.
VERÐUR ERFITT í
VETUR HJÁ SAAB
„Já, ég er viss um að þetta verð-
ur erfiður vetur. Við ætluðum að
fá tvo til þrjá nýja leikmenn en það
gekk ekki upp, ekki að sinni að
minnsta kosti. Einn þeirra sem við
ræddum við var Páll Ólafsson en
hann hafði meiri áhuga á að fara
til Þýskalands og verður því ekki
með okkur. Liðið verður því svipað
og í fyrra nema hvað ég losaði
mig við þrjá leikmenn sem ekki
féllu nógu vel inn í liðsheildina og
aö auki rak ég liðsstjórann og fékk
mér nýjan.. Þessum breytingum var
mjög vel tekið af /orráðamönnum
félagsins enda eru þeir reiðubúnir
að gera allt fyrir okkur. Saab var
einu sinni „stóra“ liðið í Svíþjóð
en gleymdi að yngja upp hjá sér
og féll því niður í 1. deildina og
hefur verið þar í átta ár. Nú er lið-
ið komiö upp í úrvalsdeildina og
það eru allir ánægðir með það.
Ég hafði hugsað mér að leika
minna með næsta vetur en ég hef
gert en þar sem við fengum enga
nýja leikmenn verð ég með á fullu.
Ég fer í háskóla þarna úti í vetur
og verð þar í markaðsfræðum og
það er nú meginástæðan fyrir því
að ég gef ekki kost á mér í lands-
liðið."
— Er mikill munur á að vera
handknattleiksmaður í Sviþjóð og
á íslandi?
„Já, það er talsvert mikill mun-
ur. í Svíþjóð er allt mun betur
skipulagt. Við hjá Saab skipuleggj-
um til dæmis allt keppnistímabilið
fljótlega eftir að keppnistímabilinu
lýkur, þá er gengið frá æfingaleikj-
um fyrir keppnistímabilið og leikj-
um í jólafríinu auk þess sem
leikjaniðurröðunin liggur fyrir mjög
snemma. Saab er íþróttaklúbbur
innan Saab-Scania-fyrirtækisins
sem framleiðir herþotur. Margir
af strákunum vinna létta vinnu þar
og geta nokkurnveginn haft það
eins og þá listir og ef menn vilja
frekar vera í skóla þá geta þeir þaö
líka.
Svíar eru ekki eins viljugir að
æfa og við íslendingar en það kem-
ur á móti að mér finnst þeir hafa
meiri handbolta í sér. Þeir hafa
betur menntaða þjálfara og ungu
strákarnir fá þennan handbolta í
sig snemma.
Annað sem er ágætt þarna líka
er að maður getur komist á samn-
ing hjá fyrirtækjum og við hjá Saab
erum á samningi hjá fyrirtæki sem
framleiðir Bagheera-íþróttafatnað
og síðan er ég á sérsamningi hjá
fyrirtækinu og þar fær maður
ágætan pening lika.“
— Kom ekkert til tals að þú
tækir að þér þjálfun hjá öðrum
félögum eftir þetta góða gengi
sfðasta vetur?
„Eiginlega ekki en ég fékk sex
tilboð. Eitt sem hljóöaði upp á
ótrúlegar upphæðir en það var frá
Kuwait en ég hafði ekki áhuga á
að fara þangað. Ég ætla að klára
námið fyrst í Svíþjóð áður en ég
hugsa mér til hreyfings. Ég er sem
sagt ekki á leiðinni heim næstu
2-3 árin en eftir það er aldrei að
vita hvað maður gerir. Kannski
skreppur maður til Kuwait að
þjálfa, það eru rosalegir peningar
í boði þar," sagði Þorbergur Aðal-
steinsson brosandi að lokum.
Teng Yi og Seng unnu tvfliðaleik karía á opna bandaríska meistaramót-
inu. Áður hafði Teng tryggt sér sigur f einliðaleik.
Sannfærður um
að ég get orðið
heimsmeistari
- segirTeng Yi, semernú
talinn besti borðtennis-
leikari heims
„MIKILVÆGASTA atríðið fyrir þá
sem spila borðtennis er að hafa
heilastarfsemina í fullkomnu lagi
og geta einbeitt sér að kúlunni
og vera nánast blindir fyrir öllu
öðru á meðan keppni stendur,u
sagði Teng Yi, kínverskur lands-
liðsmaður f borðtennis, sem nú
er talinn besti borðtennisleikarí
heims. Hann hefur þó ekki fengið
tækifæri til að sanna getu sfna,
þvf heimsmeistaramót eru haldin
á tveggja ára fresti. Næsta
keppni er á næsta árí, en Teng
hefur í ár lagt alla bestu keppend-
ur heims að velli á mótum
víðsvegar um heim. Hann vann
einliðaleik og tvfliðaleik karla á
bandarfska meistaramótinu.
„Ég hef spilað borðtennis í rúm
tíu ár, en ég er 25 ára gamall. Það
er mikill áhugi á borðtennis í
heimalandi mínu, hundruðir þús-
unda stunda þetta dag hvern, í
skólum eða í æfingahöllum. Af
þessum sökum eigum við besta
keppnislið heims ár eftir ár," sagði
Teng í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins. Reyndar þurfti á
túlk að halda, þar sem Teng talar
enga ensku. „Þó við keppum víða
höfum við ekki tíma til að læra
erlend tungumál, ég geri það
seinna þegar ég þarf ekki að hugsa
um hvítu kúluna," sagði Teng bros-
andi. Það er nánast ótrúlegt hvað
hugurinn þarf að vera mikið við
þetta. Ég æfi minnst fjóra tíma á
dag, bæði með því að spila og
gera líkamsæfingar. Fyrir stórmót
æfi ég meira, þetta er mikilvægt
því andstæðingar gefa ekkert eftir
og maður er fljótur að tapa snerpu.
Það eru svo margir góðir að nokk-
Einherja-
keppnin
1986
HIN árlega golfkeppni Einherja,
en það nefnast þeir sem fariö
hafa holu f einu höggi, verður
haldin hjá Golfklúbbi Suðurnesja
hinn 27. júlf 1986. Ræst verður
út frá klukkan 12-14. Skráning
fer fram f golfskálanum f sfma
92—4100.
Morgunblaðið/Gunnlaugur
• Teng með tilþríf gegn jap-
önskum mótspilara, sem varð að
lúta f lægra haldi eins og aðrir
andstæðingar Kínverjans.
ur mistök í keppni kosta sigurinn."
„Við notum ýmsa taktit í leikjum.
Oftast vil ég sækja, spila stíft á
andstæðingum, en passa mig á
því að breyta um leikstfl á milli
móta svo andstæðingarnir læri
ekki á mig. Það nota margir sál-
fræðibrögð, sveifla t.d. hendinni
sem þeir nota ekki til að halda á
spaðanum, eða nota villandi
líkamshreyfingar. Sumir stappa
niður löppinni eftir uppgjafir til að
bregöa mótspilaranum, en víða
hefur það þó verið bannað. Enda
er það tækni spilaranna, sem á
að ráða úrslitum, ekki brögö."
Aðspurður um árangurinn á
bandaríska meistaramótinu sagði
Teng: „Þetta var ekki mjög sterkt
mót, þó vissulega væru góðir spil-
arar. Það vantaði t.d. marga góða
Kínverja, sem eru að æfa sig fyrir
stórmót í sumar. Á næsta ári er
síðan heimsmeistarakeppnin og
þangað ætla ég. Ég er sannfærður
um að geta sigrað, hef þegar unn-
ið þá bestu í öðrum mótum. En
málið er að vera í toppæfingu og
hafa taugar og heilastarfsemina í
lagi. Það er lykillinn að því að vera
bestur," sagði Teng.
- GR.
61
*
RENOLB
kedjur
tannhjól
og girar
f v/ v
B
pjÓN
USTA
pEKK||v,G
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8
SÍMI 84670
m.