Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986
Overjandi að ákveða
. veiðikvóta án talningar
— segir Skotveiðifélag íslands í opnu bréfi til menntamálaráðherra
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftírfarandi bréf frá Skotveiðifé-
lagi fslands til Sverris Hermanns-
sonar menntamálaráðherra,
dagsett þann 23. júlí.
„Eins og yður er kunnugt um gerði
Skotveiðifélag fslands bréflega fyrir-
spum til ráðuneytisins þann 24. apríl
sl. varðandi talningu hreindýra.
f bréfí 29. maí s.á. til Skotvíss sögð-
uð þér að ekki væri til fjárveiting né
nokkuð annað fé til hreindýratalningar
á þessu sumri og gæti því ekki orðið
af henni. Með hliðsjón af þessu fór
Skotvís þess á leit við ráðuneytið í
bréfi dagsettu 29. maí sl. að okkur
væri úthlutað 10% hreindýrakvótans
í ár til ráðstöfunar gegn sanngjömu
gjaldi og að þetta gjald stæði síðan
undir kostnaði við talningu hreindýra
í ár, rannsóknum og eftirliti með veið-
unum. Svar við þessu bréfi barst okkur
þann 23. júní sl. þar sem þér hafnið
þessu alfarið og berið við að ekki sé
til þess heimild í lögum. Samkvæmt
núgildandi lögum um hreindýraveiðar
og reglugerð þar að lútandi getið þér
auðveldlega veitt okkur þessa íhlutun
í hreindýrakvótanum sem jafnframt
leysti vanda ráðuneytis er snýr að
kostnaði við talningu, eftirlit etc.
Við teljum það hreint og beint óverj-
andi að ráðuneytið ákveði veiðikvóta
án þess að talning hreindýra hafi far-
ið fram eða aðrar þær rannsóknir sem
við teljum að gera þurfi áður. Eins
finnst okkur þvílík landsbyggðarat-
kvæðalykt af þessum hreindýramálum
öllum að ekki tekur neinu tali.
Við höfum í nokkur ár reynt að
tala máli okkar félagsmanna, sem
flestir em reyndir og góðir veiðimenn,
að þeir fái einhveija hlutdeild í þessum
veiðum og þurfi því ekki að leita á
erlend mið, en alltaf talað fyrir daufum
eymm. Við höfum hlerað að veiðileyfí
á hreindýmm hafi gengið kaupum og
sölum fyrir austan og sum margseld.
Slælegt eftirlit er með veiðunum í
heild og lítil sem engin vísindaleg
gögn berast frá veiðimönnum hvað
þá heldur að hirt sé um að gefa skýrslu
um veiðamar t.d. fjölda dýra eftir
kyni og fleira. Það er eins og öll vits-
munaleg umræða sé orðin útlæg í
þessu landi og gæði þessa lands séu
aðeins fyrir fáa útvalda. Til þess að
gera sér betur grein fyrir því hvað
hér er í húfi í peningum talið, þá hef-
ur okkur reiknast til að andvirði
þessara 700 hreindýra sem ráðuneytið
af alkunnu örlæti sínu gefur bændum
og búaliði, sé tíu milljónir og fimm
hundmð þúsund krónur (10.500.000
kr.). Þetta gerir ráðuneytið talandi um
það að ekki séu til peningar í vörslu
þess til að kosta talningu sem er áætl-
uð nema um 80.000 kr. og horfandi
upp á slælegt eftirlit með veiðum og
að nánast engar rannsóknir fari fram
eða gagnasöfnun samhliða veiðunum
sem er talið mjög æskilegt.
Við í Skotvís viljum enn á ný fara
fram á það við ráðuneytið að við fáum
hlutdeild í hreindýraveiðunum í haust
með fyrri skilmálum treystandi því að
enn sé hægt að fá hljómgmnn fyrir
rökstuddu máli.“
Virðingarfyllst,
f.h. Skotveiðifélags íslands,
Sólmundur Einarsson,
Sverrir Scheving Thor-
steinsson.
Bubbi Morthens hefur skipulagt tónleika til styrktar Samtökunum um kvennaathvarf, en athvarfið á i miklum
fjárhagsörðugleikum um þessar mundir.
Bubbi styður kvennaathvarfið
— fjáröflunartónleikar í Roxzý annað kvöld
Bubbi Morthens hefur skipulagt tónleika til styrktar Samtökunum um
kvennaathvarf, en samtökin eru í mikilli fjárþröng um þessar mundir.
Fjöldi tónlistarmannna mun koma fram á tónleikunum sem verða á
skemmtistaðnum Roxzý á föstudagskvöldið kl. 2*2:00.
• Hugmyndina að tónleikunum fékk
Bubbi, að sögn Viðars Amarssonar,
umboðsmanns hans, þegar hann
heyrði um vanda Kvennaathvarfsins
í sjónvarpsfréttum á sunnudaginn
var. Meðal þeirra tónlistarmanna og
hljómsveita sem fram koma á tónleik-
unum eru Megas, Vunderfools,
Bluesbræður, Bjami Tryggva, Mike
Pollock, og Þorleifur Guðjónsson.
Verð aðgöngumiða er kr. 400 og renn-
ur andvirði þeirra óskipt til Kvennaat-
hvarfsins.
Af þessu tilefni ræddi blaðamað-
ur Morgunblaðsins við Guðrúnu
Jóhannsdóltur hjá Kvennaathvarf-
inu um stöðu athvarfsins og fjár-
hagsörðugleikana sem það á við að
•v stríða.
„Meginmarkmið Samtakanna um
kvennaathvarf er að veita húsaskjól
og aðstoð, þeim konum sem verða
fyrir andlegu eða líkamlegu ofbeldi
í heimahúsum og þeim konum sem
orðið hafa fyrir nauðgun. Athvarfið
er þessum konum algert neyðarúr-
ræði, þær eiga ekki í önnur hús að
venda. Hjá okkur geta þær hvílt
sig og hugsað ráð sitt í friði fyrir
LOKAHÁTÍÐ Vinnuskólans í
Hafnarfirði verður haldin á
morgun, föstudaginn 25. júlí.
Safnast verður saman við Lækj-
arskóla kl. 13 og gengið í skrúð-
göngu að Linnetstíg, þar sem
ágengum eiginmönnum," sagði
Guðrún.
í fyrra komu til dvalar í kvenna-
athvarfinu 145 konur og 106 böm.
Meðal dvalartíminn var u.þ.b. tíu
dagar en tæpur helmingur dvaldi
aðeins einn eða tvo daga í athvarf-
inu. Að meðaltali dvöldu 4-5 konur
í athvarfínu í einu en í ár hefur
aðsóknin aukist til muna og hafa
íbúar athvarfsins lengst af verið
milli 20 og 30 talsins. „Það eru 6
svefnherbergi í húsinu og þar hafa
dvalist allt að tólf konur með 17
böm. Á svona stóru heimili þar sem
þröngt er búið má nærri geta að
ýmislegt gengur úr sér. Nú er svo
komið að þakið er farið að leka,
gluggar óþéttir og eldhúsinnrétt-
ingin svo til ónýt,“ sagði Guðrún
Jóhannsdóttir.
Daggjald fyrir hvetja konu er 250
kr., en ókeypis fyrir böm. „Lang
flestar þeirra kvenna sem til okkar
leita em með eitt eða fleiri böm.
Margar em í lítilli og ótryggri vinnu
og íjárhagslega háðar eiginmönn-
kassabílarallý hefst kl. 14. Að því
loknu stendur Vinnuskólinn fyrir
dagskrá með ýmsum uppákomum
á Thorsplani og unglingahljómleik-
um með hljómsveitinni „No Time“
frá Reykjavík.
um sínum. Oft koma hingað konur
sem hyggjast sækja um skilnað en
em lentar í sjálfheldu því atvinnu-
lausar og húsnæðislausar standa
þær höllum fæti í deilum um for-
ræði bama. Við reynum að gera
okkar besta til að hjálpa þessum
konum, en hvetjum enga til skilnað-
ar, þær em alltaf velkomnar til
okkar aftur svo lengi sem þær
þurfa.“
Sjö og hálft stöðugildi em við
athvarfíð. „Launagreiðslur em í
algeru lágmarki. Konumar sem
vinna fyrir okkur em ævinlega
boðnar og búnar að veita aðstoð
utan vinnutíma. Sömuleiðis er reynt
að spara eins og hægt er í heimilis-
rekstrinum. Konumar koma hingað
oft með tvær hendur tómar og verða
sjálfar að kosta nauðsynlegar hrein-
lætisvömr, strætisvagnafargjöld og
bamamat. Það er samt sem áður
ljóst að við verðum að fá fjárhags-
aðstoð, ef ekki á illa að fara. Við
höfum fengið aðstoð frá Reykjavík-
urborg og nokkmm nágrannasveit-
arfélögum en mun minna en við
höfum þurft og hafa þeir peningar
hvergi dugað til. Fijáls framlög
hafa öll farið í rekstrarkostnað og
ekkert verið afgangs til endumýj-
unar á húsnæði og innanstokks-
munum.
Ég á ekki orð til að lýsa undmn
minni og ánægju með þetta framtak
Bubba. Ég vil nota tækifærið og
þakka honum og öllum þeim sem
leggja athvarfinu lið bæði tónlistar-
mönnunum og þeim sem kaupa sér
miða á tónleikana," sagði Guðrún
að lokum. Einnig vildi hún benda á
gíróreikning Samtakanna nr.
44442-1. Samtökin um Kvennaat-
hvarf em ópólitísk samtök sem allir
geta gerst félagar í og er árgjaldið
kr. 500.
Vinnuskóli Hafnarfjarð-
ar með kassabílarallý
MorgunblaðiðAfaldimar Kristinsson
Hans Georg Gundlach og Skolli vaða elginn á Meistaramótinu ’84 sem
þótti með afbrigðum blautt mót og var hálfur völlurinn undirlagður
vatni. Þeir kappar munu mæta til leiks á Falkenhorst.
Meistaramót Þýskalands í hestaíþróttum;
Falkenhorstbændur
með Islandsviku í
tengslum við mótið
Hestar
Valdimar Kristinsson
ÞAÐ kemur í hlut íslendinganna á
Falkenhorst að halda Meistaramót
Þýskalands í hestaiþróttum að
þessu sinni en mótið verður síðustu
helgina í ágúst. Sagði Herbert Óla-
son, sem stendur fyrir rekstrinum
á Falkenhorst, að ákveðið væri að
halda sérstaka íslandsviku i tengsl-
um við mótið þar sem islenskum
aðilum yrði boðið að auglýsa og
kynna þjónustu sína eða fram-
leiðslu. Mótið sjálft mun hefjast
þann 29. ágúst á föstudegi og
standa yfir í þijá daga en íslands-
kynningin hefst á miðvikudeginum
þann 27.
„Aðstaðan á Falkenhorst er mjög
góð,“ sagði Herbert og höfum við þar
1000 m2 reiðhöll sem verður breytt
í veitingasal og verður stillt þar upp
stórum sjónvarpsskermum. Verður
sjónvarpað beint frá keppninni og
getur fólk því setið inni og fengið sér
næringu og slappað af án þess að
missa af því sem gerist utandyra.
Einnig verður fyrirtækjum gefinn
kostur á að sýna auglýsingamyndbönd
á þessum skermum.
Við reiknum með að hingað muni
koma milli 6 og 8 þúsund manns víða
að frá Evrópu því þótt þetta heiti
„Meistaramót Þýskalands" þá er þetta
orðið opið mót. Tel ég þetta kjörið
tækifæri fyrir íslenskar ferðaskrifstof-
ur að kynna sína þjónustu og einnig
má benda á að nú er lag fyrir íslenska
matvælaframleiðslu að koma sinni
framleiðslu á framfæri eftir slysið í
Chemobyl kjamorkuverinu því hér í
Þýskalandi er fólk þyrst í matvæli frá
löndum þar sem mengun er í lág-
marki. Þess mætti einnig geta að við
munum sjá um alla veitingasölu og
ætlum við að halda okkur eingöngu
við íslenskan mat og má þar nefna
hið margumtalaða „fjallalamb", lax
og fleira. Þá er í ráði að útbúa kalt
borð á laugardagskvöldið og verður
það sennilega stærsta kalda borðið
sem gert hefur verið“, sagði Herbert.
Sjónvarpað verður beint frá mótinu
um allt Þýskaland og sýnir það vel
hversu vinsæll íslenski hesturinn er
orðinn í Þýskalandi og má geta þess
að 1983 þegar Evrópumótið var hald-
ið í Roderath sýndu sjónvarpsstöðvar
mótinu lítinn áhuga.
Þegar Herbert var spurður um
mótið sjálft sagði hann ekki vafa á
því að þetta yrði geysi sterkt mót því
keppendur yrðu að ná ákveðnum
stigafjölda á mótum sem haldin hafa
verið í vor og sumar til að komast á
þetta mót. Nú þegar væri vitað um
marga þekkta keppendur sem munu
mæta eins og Hans Georg Gundlach
á Skolla og Evrópumeistarann í tölti
Wolfgang Berg og Funa, Bemdt Vith
og Örvar frá Kálfhóli. Þá kann svo
að fara að Walter Schmitz mæti með
Kóral frá Sandlækjarkoti en hann stóð
framarlega í B-flokki gæðinga á
Landsmótinu í sumar en hann fór utan
fljótlega eftir mótið. Þá sagðist Her-
bert búast við töluverðum fjölda
íslendinga í keppninni og nefndi hann
þar Sigurbjöm Bárðarson, Jón Stein-
bjömsson og Þórð Jónsson en tveir
þessir síðasttöldu búa í Þýskalandi.
„Einnig gæti svo farið að Eyjólfur
Isólfsson léti sjá sig þarna," sagði
Herbert „og þá setjum við að sjálf-
sögðu góðan hest undir hann. Við
Aðalsteinn Aðalsteinsson sem vinnur
hér á Falkenhorst með mér ætlum að
reyna að taka þátt í fimmgangi og
skeiði en þó gæti það reynst erfitt
fyrir okkur því framkvæmd mótsins
hvílir svo til eingöngu á okkur."
Auk þess sem keppt verður í honum
hefðbundnu íþróttagreinum verður
kynbótasýning í tengslum við mótið
og kvaðst Herbert leggja mikla
áherslu á að þeirra hross sem þar
kæmu fram stæðu framarlega. Einnig
vildi hann að það kæmi fram að þeir
tefla eingöngu fram hrossum fæddum
á Islandi þegar þeir tefldu fram kyn-
bótahrossum í keppni.
„Við erum með þrjár mjög góðar
hryssur sem þama munu koma fram
og einnig erum við með stóðhestinn
Cirkus frá Húsavík sem hefur nú þeg-
ar hlotið háan dóm hér í Þýskalandi
og tel ég að hann muni bæta sig núna
því hann er mun betri nú en þegar
við fórum með hann í dóm á sínum
tíma. Það er mikilvægt fyrir okkur á
Falkenhorst að vera með góð kyn-
bótahross því fólk hér lítur á hrossin
okkar sem íslenska hrossarækt í hnot-
skum,“ sagði Herbert.
Þá kom fram að þeir Falkenhorst-
bændur hyggðust setja nýtt Þýska-
landsmet í skeiði en núverandi met
setti Wallter Feldmann jr. í fyrra á
stóðhestinum Prata frá Hlöðutúni og
er það 22,5 sek. Kemur það í hlut
Aðalsteins að reyna við metið og mun
hann keppa á Dróma frá Stóra-Hofi
en þeir hafa náð bestum tíma 23,4
sek í sumar. Bestan tíma í Þýskalandi
í ár hefur náð Vera Reber á Frosta
frá Fáskrúðarbakka 23,2 sek.
Herbert gat þess einnig að unnið
væri að því að fá „Hófí“ fegurðar-
drottningu á staðinn og ef af því yrði
myndi hún afhenda verðlaun í lok
mótsins.
Annars er ætlunin að hafa upp í
kostnað með útgáfu á mjög veglegri
mótskrá eða blaði sem mun hafa tölu-
vert varðveislugildi og höfum við
fengið ýmsa góða menn til að skrifa
í það og þar má nefna Þorkel Bjama-
son sem verður reyndar hér á mótinu
og dæma kynbótahrossin. Munum við
selja auglýsingar í þetta blað og höfum
fengið til liðs við okkur ágæta menn
hjá Aðstoð sf. sem mun safna auglýs-
ingum á Islandi í blaðið en auk þess
munum við selja auglýsingar sem
verða staðsettar við keppnisvöllinn og
víðar um mótssvæðið. Við höfum ekki
leitað eftir stuðningi að heiman en
óneitanlega er þetta góður vettvangur
fyrir íslenska aðila til að auglýsa á,
því ég fullyrði að það er ekkert séris-
lenskt fyrirbæri sem hefur jafnmikið
aðdráttarafl hér í Evrópu og íslenski
hesturinn. Þess má einnig geta að
allt fram að þessu hefur I.P.Z.V. sem
er Landssamband íslandshestamanna
hér í Þýskalandi styrkt þá aðila sem
liafa séð um framkvæmd Meistara-
mótsins en það verður ekki gert núna,“
sagði Herbert að lokum.