Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986
Atlantshafsbandalagið er ann-
að og meira en varnarbandalag
eftir Björn
Dagbjartsson
Þegar minnst er á Atlantshafs-
bandalagið, NATO, dettur ýmsum
fyrst í hug kjamorkukafbátar, eld-
flaugar, herþotur eða herforingja-
ráð. Það er svo sem ekki óeðlilegt
að menn tengi vamartæki og vam-
arvopn við þessa bijóstvöm hins
vestræna heims. Auðvitað hefur
NATO á sér visst yfirbragð her-
mála og vamarbandalag krefst
hergagna ef það á að koma að
nokkm gagni. En það krefst líka
pólitískrar samstöðu þátttökuþjóð-
anna. Engin þjóð er neydd til
þátttöku gegn vilja meiri hluta síns.
Skemmst er að minnast þjóðarat-
kvæðagreiðslunnar á Spáni þar sem
yfírgnæfandi meirihluti kaus
áframhaldandi vem í NATO þrátt
fyrir háværar kröfur og spá um hið
gagnstæða. Við munum líka undir-
skriftasöfnunina „Varið land“ á
sínum tíma.
Þingmannasamband
Til þess að efla samvinnu á öðr-
um sviðum og til að tryggja hina
pólitísku samstöðu um vamarmál
var þingmannasamband NATO-
ríkjanna stofnað um miðjan sjötta
áratuginn. Þingmenn hittast tvisvar
á ári, 184 fulltrúar og jafnmargir
staðgenglar sem eiga rétt til setu
á þessu Norður-Atlantshafsþingi,
þar af 4 íslenskir þingmenn. Þar
em teknar ákvarðanir og greidd
atkvæði um stefnumörkun í vamar-
málum í efnahagsmálum, í vísinda-
og tæknimálum og mannréttinda-
málum svo eitthvað sé nefnt. Þá
er ótalinn þáttur þingsins í upplýs-
ingamiðlun og þróunaraðstoð.
Auðvitað em ekki allir sammála
á þessum samkomum. Þar ber mest
á tveim fylkingum, þ.e. hægri
mönnum, sem í em breskir íhalds-
menn, kristilegir demókratar í
Þýskalandi og víðar, hægri flokkar
Norðurlanda og sjálfstæðismenn
íslands. Síðan em það sósíalistar,
eins og breski Verkamannaflokkur-
inn, og kratar Norðurlanda og
Mið-Evrópu. Bandaríkjamenn og
Kanadamenn em svolítið sér á
parti. Kommaflokkar, eins og Al-
þýðubandalagið íslenska, em að
sjálfsögðu ekki með á þessu þingi
og „framsóknarflokkar" em ekki í
neinum fylkingum þó að þeir fylgi
oftar hægri mönnum að málum. A
þessum þingum em raunvemlega
greidd atkvæði um stefnumál eins
og geimvamaráætlunina, aðgerðir
gegn hermdarverkamönnum,
tæknisamvinnu o.fl. Oft fer einnig
drjúgur tími í umræður um mál sem
efst em á baugi hveiju sinni í al-
heimsfréttunum. Þannig var á
nýafstöðnu vorþingi rætt mikið um
slysið í kjamorkuverinu í Chemobyl
og loftárásina á Líbýu. Menn kvört-
uðu um að áróðurinn væri alltaf
vestrænum ríkjum í óhag. Frelsið í
fréttaflutningi og fjölmiðlum á
Vesturlöndum gerir Austurblokk-
inni svo auðvelt fyrir að ljúga sig
út úr vandræðum og koma Iyga-
fréttum á kreik. Þannig hefur
trassaskapur og skeytingarleysi
sovéskra yfirvalda í byggingu
kjamorkuvera snúist á Vesturlönd-
um upp í mótmæli gegn friðsam-
legri nýtingu kjamorkunnar. Þetta
atvik, sem fyrst og fremst sýnir að
Rússum er ekki einu sinni treyst-
andi til eftirlits með notkun kjam-
orku til raforkuframleiðslu, er nú
notað af vestrænum kommum til
að mótmæla vamarbúnaði NATO.
Loftárásin á Líbýu, eina tungumálið
sem Gaddafi, vemdari hryðuverka-
manna. skilur. hefur verið notað til
Björn Dagbjartsson
„Því er nauðsynlegt að
allir sem trú hafa á
málstaðnum taki hönd-
um saman og styðji við
bakið á NATO og láti
ekki rægja bandalagið
og níða niður í sín eyru
ómótmælt.“
ótrúlega svæsinna árása á vestræna
samvinnu. Það er áhyggjuefni
hversu auðveldlega almenningur í
Vestur-Evrópu trúir illu um Banda-
ríkjamenn og Bandaríkjaforseta.
Aróðursstríðið er og á að vera eitt
af viðfangsefnum Norður-Atlants-
hafsþingsins.
öþttum á, fktucía^JÚtK
|
O)
o
(0
Þegar þú velur trimmgalla frá World Apart velur þú sjálf(ur)
saman buxur og peysur. Fjölmargar gerðir - nýjustu
tískulitirnir. Stærðir: Small - Medium - Large.
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 42
oS
V*
se'ð
íslenskir tölvufræðingar hyggjast markaðssetja
pörunarforrit fyrir skákmót erlendis:
Islendingar búa yfir
mikilli sérþekkingu
við stjórnun skákmóta |
— segir Daði Jónsson reiknifræðingnr í samtali við Morgnnblaðið
TVEIR starfsmenn hjá Verk- og
kerfisfræðistofunni, Daði Jóns-
son reiknifræðingur og Valgarð-
ur Guðjónsson kerfisfræðingur,
hafa um nokkurt skeið unnið að
gerð tölvuforrits tíl að raða sam-
an keppendum á skákmótum,
sem tefld eru samkvæmt svoköll-
uðu svissnesku kerfi.
Bráðabirgðaútgáfa af forriti
þeirra var notuð á síðasta
Reykjavíkurskákmóti, en þeir vinna
nú að endurbótum þess, ásamt
tveimur starfsrnönnum Háskóla ís-
lands, Snjólfí Ólafssyni reiknifræð-
ingi og Snorra Agnarssyni
tölvufræðingi. Forrit af þessu tagi
hafa áður verið notuð á alþjóðlegum
skákmótum, en þótt með öllu ófull-
nægjandi. Verkið er langt komið
og gera þeir ijórmenningar ráð fyr-
ir að kerfíð verði tilbúið til prófunar
í ágúst.
„Það gefur augaleið að það spar-
ar mikinn tima og fyrirhöfn að láta
tölvu annast röðun keppenda á stór-
um mótum. Verk sem tekur tölvuna
um það bil eina mínútu að vinna
hafa þrír vanir menn eytt í allt að
þremur klukkustundum milli um-
ferða," sagði Daði Jónsson í samtali
við Morgunblaðið.
Meginhugmyndin við röðun sam-
kvæmt svissnesku kerfí er að koma
því svo fyrir að keppendur sem eru
jafnir að vinningum tefli saman.
Þó mega sömu keppendur aðeins
keppa einu sinni innbyrðis. Þetta
er gert til að jafna mót og koma í
veg fyrir að meistarar vinni heppn-
issigra með því að lenda oft á móti
veikum andstæðingum, eins og
gæti gerst ef tilviljun væri látin
ráða pöruninni.
„Við prufukeyrðum forritið á
Reykjavíkurskákmótinu og það
Starfsmenn Verk- og kerfisfræðistofnunnar, Daði Jónsson (sitjandi)
Og Valgarður GuðmÓnSSOn. Morgunblaðia/Einar Falur
reyndist nokkuð vel; var notað í
öllum umferðum nema tveimur.
Aður hafa einkum verið notuð tvö
forrit, eitt frá Sviss og annað frá
ísrael. Hið síðamefíida var reynt á
síðasta ólympíumóti, en brást hrap-
allega og var ekki notað eftir fjórðu
umferð. Þá veit égtil þess að banda-
rískur mótsstjóri hefur verið að
vinna að gerð slfks forrits. Hann
tefldi á Reykjavíkurskákmótinu og
var mjög hrifinn af okkar forriti.
Hann sagði mér að hann hygðist
hætta við að fullvinna sitt forrit og
kaupa okkar þegar það væri tilbúið
í endanlegri gerð,“ sagði Daði.