Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986
Ásta Pálsdóttir sýnir í
Golfskálanum í Leiru
í GOLFSKÁLANUM í Leiru á
Suðurnesjum verður í dag, 24.
júlí, kl. 16 opnuð sýning á mál-
verkum eftir Ástu Pálsdóttur
myndlistarmann.
Á sýningunni eru 35 vatnslita-
myndir og sækir Ásta myndefni
sitt að mestu í Leiruna og aðra staði
á Suðumesjum.
Þetta er önnur einkasýning Ástu,
fyrri sýningin var á Sauðárkróki
árið 1982. Einnig hefur hún tekið
þátt í nokkrum samsýningum bæði
hér heima og erlendis.
Sýningin stendur fram yfír lands-
mótið í golfí sem verður haldið á
Hólmsvelli í Leiru í ár og lýkur
henni 5. ágúst.
NÝTT StMANÚMER
69-11-00
Auglýsingar 22480 • Afgreiðsla 83033
ÍTiyPfíN v
BÆJARFELOG,
VERKTAKAR
FYRIRTÆKI
OG EINSTAKLINGAR
sem hafa með gatnagerð og lóðafrágang að
gera: KANTSTEYPAN hf. er nýtt fyrirtæki sem
tekur að sér að steypa GÖTUKANTA. Ný og
fullkomin tæki. Starfsreyndir fagmenn sem
tryggja hámarksgæði. Leitið hagstæðra verðtil-
boða. Upplýsingar eru góðfúslega veittar í síma
91-687787.
ViA kynnum
matreiðslu-
sparibaukinn
f rá § SANYO
Þessi örbylgjuofn frá Sanyo sparar þér ekki
aðeins tíma og rafmagn við matseldina, hann
kostaraðeins:
13.400,-«
. . . Og það fylgir honum
matreiðslubók á íslensku,
athugaðu það.
Nú skellir þú þér
á einn.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16 91-35200
.Galdranomin í fullum skrúða tilbúin að hjóla af stað'
Hinn mannlegi þáttur/Ásgeir Hvítaskáld
Undir berum himni
Það kólnaði stöðugt og brátt
var orðið ískalt. Ég vakti Gústa
og fékk hann til að víxla höfða-
lagi, þannig að hann notaði
fætuma mína sem kodda og ég
var með andlitið klesst utan í
DETTO-hjólreiðaskó hans. Vitund
mín fylltist af rúskinnsþef. Svona
hafði fólk sofíð í torfbæjunum í
gamla daga til að nýta plássið og
halda á sér hita, það fannst Gústa
bijálað. Nú tókum við minna pláss
og gátum vafíð hluta af geim-
farateppinu utan um okkur. Síðan
breiddum við tuskur yfír; töskum-
ar líka. Þama lágum við í hnipri
eins og eitt hrúgald. Æðislega
spennandi að sofa úti undir bemm
himni, ekki satt.
Það var eins og ég héldi vakt
á meðan Gústi svaf. Ýmist var
ég að kafna úr rúskinnsþef eða
af frumskógarolíunni á andliti
mínu. Aldrei sást neitt mýbit.
Skyndilega heyrði ég þmsk í
trénu, augu mín galopnuðust, eyr-
un sperrtust og ég fékk hjartslátt.
Af öllum merkjum að dæma var
þetta ljón. Mér fannst ég heyra
andardráttinn í því. Ég ætlaði að
rísa upp en þá var ég fastur.
Hausinn á mér var klemmdur á
milli tveggja DETTO-fóta. Gústi
ríghélt um fætur mína og svo
þeir vom allir orðnir dofnir. Nú
myndi ljónið koma og éta mig.
Þá sá ég stjömuhrap og ég flýtti
mér að óska ljóninu burt. Um leið
mundi ég að það em engin ljón í
Danmörku. Frekar hefði ég átt
að óska að ég losnaði úr skrúf-
stykkinu.
Klukkan fjögur var orðið of
kalt til að liggja þama og við
skulfum báðir úr kulda. Morgun-
verðurinn var fátæklegur; rúsínu-
bollur og sandkaka. Stirðir og
kaldir hjóluðum við af stað. Hann
var í gulri regnslá, með klútinn
um hausinn eins og galdrakerling
og hjólaði hratt til að hita sér.
Ég var ekki beint upplagður til
hjólreiða, allur dofínn eftir skrúf-
stykkið og ósofínn. Gústi rak á
eftir mér með frekju. Þoka var
yfír ökmnum og á vissan hátt
fallegt, en mér var kalt og hrollur
fór um mig allan. Svo varð ég
strax uppgefínn í fótunum.
Á malbikinu lá dauður héri í
stómm blóðpolli. Ég rannsakaði
málið. Blóðið var óstorknað og
hérinn volgur, þetta var nýskeð.
Keyrt hafði verið yfír hausinn og
framhluta dýrsins, þannig að allt
lqötið var heilt. Það hefði verið
fínt að steikja kjötið yfír báli með
spýtu á rómantískum stað inn í
skóginum. Þessi fallegi héri var
kosemer dauður og engum til
gagns, yrði bara að klessu er liði
á daginn.
„Gústi, lánaðu mér vasahníf,“
sagði ég.
En Gústi steig á hjólið og hjól-
aði burt.
„Láttu ekki svona, þá getum
við fengið heitt kjöt sem einhver
næring er í og við fáum orku til
að hjóla."
Gústi hjólaði langt á undan og
ég varð að flýta mér ef ég ætlaði
ekki að missa af honum. Við þut-
um framhjá beljum sem stóðu
fyrir utan fjós og bauluðu en
gláptu er þær sáu okkur. Ég ull-
aði.
Á mörgum stöðum var græn-
meti í húsagörðum við veginn.
Glorsoltinn ætlaði ég að stíga af
hjólinu og teygja mig í það. Gústi
rak þá alltaf á eftir mér og sagði
að bráðum kæmi bakarí. Eins og
hann hefði eitthvað á móti því ég
fengi mér nokkrar gulrætur.
Hann var enginn ævintýramaður,
enginn indíáni. Alltof taminn. En
það kom ekkert andskotans bak-
arí. Það kom ekki einu sinni þorp.
Bara eitt og eitt hús við veginn
með matjurtagarði. Ég fékk aldrei
neina pásu. Og hann hjólaði langt
á undan mér.
Loks tókst mér að fá hann til
að stoppa með því að þykjast
þurfa að pissa. Þá fór ég að út-
skýra fyrir honum þetta með
hjartað:
„Veistu, að hjartað tekur alltaf
pásu á milli slaga. Þó það sé ekki
nema brot úr sekúndu er það nóg
til að hjartað endist heila manns-
ævi. Heldurðu að hjartað gæti
unnið hvíldarlaust í 90 ár. Nei,
mannslíkaminn verður alltaf að
fá hvíld inn á milli.“
Þetta hafði engin áhrif á hann.
Um leið og ég hafði lokað buxna-
klaufínni urðum við að halda
áfram.
Nokkru seinna, uppi á hæð,
uppgötvaði ég að hnakkurinn
hafði sigið. Þannig að fætur mínir
voru krepptir er ég hjólaði og
blóðrásin því ekki eðlileg til fót-
anna. Þetta var mjög alvarlegt
mál hjá Gústa og nú urðum við
að nema staðar á meðan hann
gerði við með alls konar skiptilykl-
um úr léttmálmi. En ég á veg-
kantinum og hámaði í mig
hundasúrur.
Eftir þetta var ég hressari og
við ákváðum að þrauka til næsta
bæjar, stimpla okkur inn á far-
fuglaheimili og fara að sofa. Hjóla
svo heim næsta dag í rólegheitum.
Gleyma þessu með Óðinsvé.
Loks komum við í lítið þorp.
Þar fór Gústi í næstu mjólkurbúð
og þambaði heilan lítra af súr-
mjólk. Við fundum farfuglaheimili
en það var ekkert laust pláss.
Fyrir utan var allt fullt af hjól-
andi Svíum, stór hluti gamlar
kerlingar á hjólum. Þá ætluðum
við í sundlaugina á staðnum til
að hressa okkur en hún var lokuð.
„Af hveiju er þessi andskotans
sundlaug lokuð," spurði ég reiður,
þar _sem við stóðum við skiltið.
„I Danmörku eru sundlaugam-
ar alltaf lokaðar á sumrin vegna
þess ..."
Ég leyfði honum ekki að klára
og blótaði öllu því sem danskt er.
Eftir að hafa fengið heitan mat
og reynt að sofna á hörðum bekkj-
um, ákváðum við að þrauka til
Korsar. Þá værum við komnir á
vesturströnd Sjálands, þar gátum
við farið á ströndina og legið í
sólinni. Ætluðum ekki að taka
feijuna yfir á Fjón. Hættir við það
allt. Vildum bara finna stað þar
sem við gátum sofíð. Síðan ætlaði
hann að senda mig til baka með
lest, hjólið og allt. En nú fékk ég
það í gegn að við hjóluðum í hálf-
tíma í senn og tækjum 5 mínútna
hvíld á milli.
Á þjóðveginum hittum við
Ameríkana. Hann var hlaðinn far-
angri og hjólaði á stuttbuxunum
einum, kaffíbrúnn. Hann og Gústi
röbbuðu saman, hlið við hlið, en
ég rembdist við að fylgja þeim
eftir og hlusta á samtalið. Hann
hafði lagt af stað frá Kaup-
mannahöfn þennan sama morgun
klukkan 6 og var kominn alla
þessa leið. Hann var frá New
York og hafði hjólað fram og aft-
ur um alla Evrópu, nú var hann
að flýta sér til Ámsterdam til að
ná flugvél heim. Fætur hans voru
stæltir stinnum vöðvum. Ferðalag
okkar Gústa var hlægilegt miðað
við hans. Við mættum stöðugum
straum af hjólreiðafólki sem veif-
aði okkur á hinum vegkantinum,
eftir farangrinum að dæma var
það langferð. Og á veginum blúss-
uðu bílar. Svo spítti Kaninn í og
Gústi nam staðar:
„Hvað,“ sagði ég.
„Ætlarðu ekki í pásu?“ sagði
hann.
„Nei, gleymum því, verum sam-
ferða Kananum.“
„Nei. Þú verður að hvíla þig.“
Þetta með hjartað var farið að
virka á hann og nú fékk ég axla-
nudd.
Sundlaugin í Korsor var líka
lokuð.
„Dönsk sundlaugarmenning er
frat, laugamar kosemer alltaf
kaldar,“ sagði ég til að spæla
Gústa, en þar skjátlaðist mér.
Því rétt fyrir hádegi komum
við niður á strönd. Þar var steikj-
andi sól. Hvítur sandur og öldurn-
ar glömpuðu eins og skíra gull.
Þegar ég steig berfættur í sandinn
brenndi ég mig á iljunum. Og
stelpur gengu um bijóstahaldara-
lausar. Þetta var ekta sundlaugar-
menning. (Framhald síðar.)