Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986
Konunglegt brúðkaup á Bretlandi
Brúðhjónin
arinnar, en
af Wales.
benda í átt að fjöldanum, sem hópaðist saman fyrir neðan svalir Buckinghamhallar. Lengst til vinstri sést í móður brúð-
lengst til hægri er drottningarmóðirin og Edward prins. Fyrir framan drottningarmóðurina sést í Vilhjálm litla, prinsinn
Andrew Bretaprins geng-
ur að eiga Söru Ferguson
London, AP.
BRÚÐKAUP Andrews Breta-
prins og Söru Ferguson fór
fram við mikla viðhöfn í Lund-
únum i gær. Tugþúsundir
manna tóku þátt í hátíðahöld-
unum og 300 miljónir í 42
löndum gátu fylgst með því sem
fram fór í beinni útsendingu.
Mörg þúsund manns höfðu þeg-
ar á þriðjudag komið sér fyrir
meðfram leiðinni sem ekin var
milli Buckinghamhallar og West-
minster Abbey, þar sem athöfnin
fór fram og snemma á miðviku-
dagsmorgun var mannþröngin
slík að hvergi sást í dökkan dfl.
Miklar öryggisráðstafanir voru
gerðar og gekk allt að óskum.
Ymsir höfðu haft áhyggjur af
veðrinu þar sem spáð hafði verið
rigningu, en sólin braust gegnum
skýin og glampaði á skrautlegum
hestvögnum, svörtum Rolls-Royce
bifreiðum, aktygjum hestanna og
hjálmum riddaranna. Brúðkaups-
gestimir 2.000, þ. á m. móðir
Sara mismælti
sig við altarið
Lundúnum, AP.
SARA FERGUSON hafði lýst
þvi yfir að hún kynni fullkomna
aðferð við að leggja á minnið
hjúskaparheit sitt, er hún gengi
að eiga Andrew prins. Ekki
tókst þó betur til en svo, að hún
ruglaðist þegar hún þuldi upp
nöfnin fjögur.
Sara, eða Fergie, eins og hún
er oftast kölluð, hafði margsinnis
lýst því yfír að orðið „ACE“ myndi
hjálpa sér við að muna nöfnin
Þijú, sem koma á eftir Andrew,
eða Albert Christian Edward.
Henni fípaðist eitthvað þegar kom
að því að þylja nöfnin upp og
tvítók hún nafnið Christian.
Fergie er ekki ein um að hafa
mismælt sig við hjúskaparþuluna,
þar sem Díönu prinsessu varð
einnig á í messunni þegar hún
giftist Karli Bretaprins. Hún
ruglaði nafnaröðinni og í stað
þess að bindast Charles Philip
Arthur George, að eilífu, sagðist
hún lofa að elska Philip Charles
Arthur George ævilangt.
Fleiri uppákomur áttu sér stað
við brúðkaupið, en það staðfesti
aðeins að þrátt fyrir blátt blóð,
er kóngafólk jafn mennskt og
annað.
Karl, arftaki krúnunnar, tárað-
ist við athöfnina og tók fram
vasaklút til að þerra gleðitárin
sem læddust niður kinnar hans.
Drottningin, Elísabet II, virtist
aftur á móti mjög hugsi á meðan
á athöfninni stóð og jafnvel örlítið
taugaóstyrk.
Hins vegar fékk Vilhjálmur,
sonur Karls og Díönu, drottning-
una til að brosa og móður sína
til að flissa. Brúðarmeyjamar og
sveinamir, fjórir drengir og fjórar
stúlkur á aldrinum fjögurra til sex
ára, höfðu æft sig lengi til að
mynda beina röð fyrir aftan brúð-
hjónin. Þrátt fyrir að röðin væri
svolítið skökk, tókst bömunum
ágætlega upp og settust þau síðan
á litla, bleika stóla fyrir neðan
altarið. Þá tók við 45 mínútna
bið, á meðan athöfnin fór fram
og voru bömin misróleg á meðan
á biðinni stóð. Það vakti mikla
kátínu viðstaddra þegar Vilhjálm-
ur litli, sem klæddur var í sjóliða-
föt frá 19. öld, tók af sér
höfuðfatið og fór að naga höku-
bandið. Athöfnin var sýnd á
myndbandaskermi í kirkjunni og
sáu því allir hvað fram fór, þegar
kvikmyndatökumennimir beindu
vélum sínum að piltinum unga.
Fimm ára frændi Söru, Seamus
Makim, líkti eftir prinsinum og
sátu þeir tveir alsælir með nóg
til að narta í.
Andrew tókst að fara með hjú-
skaparheit sitt átakalaust, en
þegar kom að því að læða gifting-
arhringnum á fíngur Söm, var
sverð hans í vegi fyrir honum.
Öllum til undrunar dró Sara hring
á litla fíngur Andrews, án þess
að mæla orð frá vörum.
brúðarinnar og stjúpfaðir, tignar-
fólk hvaðanæva að úr heiminum,
erlendir stjómarerindrekar og
Nancy Reagan, kona Bandaríkja-
forseta, biðu í kirkjunni þar sem
breskir þjóðhöfðingjar hafa verið
krýndir, giftir og grafnir undan-
farín 920 ár. Mannfjöldinn fyrir
utan konungshöllina söng þjóð-
sönginn „God Save The Queen"
er Elísabet II Bretadrottning ók
ásamt manni sínum, Philip prins,
í fremsta vagninum af stað til
athafnarinnar. Brúðguminn,
Andrew, ók í vagni með yngri
bóður sínum, Edward og ríkisarf-
anum, Karli ásamt konu hans,
Díönu. Brúðurin, Sara Ferguson,
ók með föður sínum, Ronald
Ferguson, í glervagninum frá ár-
inu 1910.
Athöfnin í kirkjunni þótti mjög
hátíðleg. Brúðguminn, íklæddur
sjóliðsforingjabúningi, beið brúð-
arinnar við altarið ásamt svara-
manni sínum, sem var bróðir hans
Edward. Er brúðurin kom inn í
kirkjuna var blásið í lúðra og síðan
leiddi faðir hennar, sem var svara-
maður, hana upp að altarinu á
meðan sunginn var sálmur. Beðið
hafði verið með eftirvæntingu
þess að sjá hvemig brúðarkjóllinn
liti út. í ljós kom að hann var úr
fflabeinslitu silkisatíni, með 5,4 m
löngum slóða og skreyttur perlum
er mynduðu þistla og býflugur,
sem eru í skjaldarmerki hennar
og öldur og akkeri vegna tengsla
prinsins við sjóherinn. Þykkt rautt
hárið féll niður á axlir, en jrfír því
bar Sara slör og höfuðdjásn, gim-
steinum skreytt. Erkibiskupinn af
Kantaraborg, Robert Runcie, gaf
brúðhjónin saman.
Eftir athöfnina var haldið til
Buckinghamhallar, þar sem gest-
imir gæddu sér á brúðartertunni,
humar, lambakjöti og jarðarbeij-
um. Brúðhjónin komu fram á
svalir hallarinnar ásamt nánustu
íjölskyldumeðlimum og veifuðu til
mannfjöldans sem fagnaði ákaft,
hrópaði og bað um hinn hefð-
bundna brúðarkoss, sem Andrew
smellti þegar á brúði sína. Að
veislunni lokinni héldu hertoga-
hjónin af York, en hertogatitilinn
hlaut prinsinn einum og hálfum
klukkutíma fyrír brúðkaupið, af
stað í vikulanga brúðkaupsferð til
Azoreyja, að því er sagt var, og
þar mun konungssnekkjan „Brit-
annia" bíða þeirra. Fjölskyldur
Andrews og Söm, gestir og
starfsfólk hallarinnar kvöddu þau
með tilþrifum, vörpuðu bréfræm-
um yfír þau og á vagninn sem
þau óku í hafði verið fest eftirlík-
ing af gervihnattardisk, þar sem
á stóð „Phone home", hringið
heim. Var álitið að þama hefði
prakkarinn Edward verið að verki.
Meðfram leiðinni til Chelsea Royal
Hospital, þar sem þyrla er flutti
brúðhjónin til Heathrow-flugvall-
ar, beið þeirra, var mikill mann-
fjöldi er fagnaði þeim ákaft og á
flugvélina er þau flugu í til Azor-
eyja hafði verið málað „Just
married" -nýgift.
/ ' mmmmm i
Hér kyssast hin nýgiftu brúðhjon, Sara og Andrew, á svölum
Buckinghamhallar. Til vinstri sést i brúðarmeyjuna Zöru Phillips.
AP/Símamynd
Brúðkaupsterta Andrews og
Söru var bökuð í matreiðslu-
skóla breska sjóhersins. Bakst-
urinn tók tiu vikur, kakan var
1,67 m á hæð og 108,8 kg að
þyngd. Henni var ætlað að
metta tvö þúsund munna.
Risastór bangsi fékk að fljóta með brúðhjónunum, þar sem þau
héldu frá Buckinghamhöll á leið i brúðkaupsferðina. Þau óku um
í skrautvagni stuttan spöl, áður en þau stigu um borð í þyrlu,
sem flutti þau til Heathrow-flugvallar.