Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
163. tbl. 72. árg.
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Afvopnunarviðræður:
Möguleiki á víð-
tæku samkomulagi
— segir Max Kampelman
Washington,^ AP.
BANDARÍKJAMENN og Sovétmenn gætu náð víðtæku sam-
komulagi um að fækka kjarnorkuvopnum á þessu ári, að því
er helsti samningamaður Bandaríkjanna, Max Kampelman,
sagði í gær.
Kampelman kvaðst í viðtali
við bandarísku Worldnet-frétta-
stofuna, sem dreifir fréttum til
Vestur-Evrópu, bjartsýnn á að
samningaviðræðumar í Genf
beri ávöxt.
Hann hvatti aftur á móti til
þolinmæði í viðræðunum, sem
verður haldið áfram í september,
og sagði að umræðuefnin væru
það flókin að ekki megi vænta
þess að gengið verði frá samn-
ingum að fullu á þessu ári.
Ítalía:
Kristilegir
demókratar
styðja Craxi
Róm, AP.
KRISTILEGIR
demókratar
lýstu yfir því í gær að flokk-
urinn myndi styðja sósíalist-
ann Bettino Craxi til að vera
forsætisráðherra á Ítalíu þar
til gengið verður til kosninga
1988 með því skilyrði að
Sósíalistaflokkurinn sam-
þykki að eftirmaður Craxis
verði úr röðum kristilegra
demókrata.
Sósíalistar hafa ekki svarað
þessu boði opinberlega. Cririaco
de Mita, framkvæmdastjóri
flokks kristilegra demókrata,
gerði þetta tilboð í sjónvarpi.
Francesco Cossiga, forseti,
fól Craxi stjómarmyndun á
mánudag, eftir að Giulio Andre-
otti, utanríkisráðherra, hafði
greint forsetanum frá því að sér
hefði ekki tekist að mynda
stjóm. Sósíalistar höfnuðu
Andreotti sem forsætisráðherra.
ítalska stjómin féll 27. júní,
þegar Craxi sagði af sér eftir
að hafa tapað leynilegri at-
kvæðagreiðslu á þingi.
„En ef þú ert að tala um
víðtækt samkomulag, þá tel ég
það vissulega mögulegt," sagði
Kampelmann við viðmælanda
sinn.
Kampelmann sagði einnig að
Ronald Reagan, Bandaríkjafor-
seti, ætlaði líkast til að leggja
til að öldungadeild Bandaríkja-
þings staðfesti samninga frá
1974 til 1976 um bann við til-
raunum með öflugri kjarnorku-
sprengjur en 150 megatonn, ef
samkomulag næst um eftirlit til
að tryggja að bann þetta verði
haldið.
Viðræður milli bandarískra og
sovéskra sérfræðinga um eftirlit
með kjarnorkutilraunum hefjast
í Genf á morgun. Einnig fara
fram í Genf viðræður um SALT
Il-samninginn frá 1979 um tak-
mörkun langdrægra eldflauga
af tilteknum gerðum.
Brúðhjónin
til Azoreyja
Hin nýgiftu hertogahjón af
York ganga frá Westminster
Abbey í fylgd svaramanns
Andrésar, bróður hans Játvarð-
ar og brúðarmeyja og sveina.
Fremstur brúðarsveinanna er
Vilhjálmur, sonur Karls ríkis-
arfa og Díönu konu hans. Mikið
var um dýrðir i Lundúnaborg
í gær vegna brúðkaupsins, um
2.000 gestir voru viðstaddir
athöfnina og geysilegur mann-
fjöldi safnaðist saman hvar-
vetna þar sem brúðhjónin
birtust og fagnaði þeim inni-
lega. Miklar öryggisráðstafanir
voru gerðar og 3.600 her- og
lögreglumenn höfðu það hlut-
verk að halda uppi röð og
reglu. Eftir veislu í Bucking-
hamhöll héldu hjónin í brúð-
kaupsferð tíl Azoreyja, þar sem
portúgalski landstjórinn, Joao
Bosco De Mota Amaral, tók á
móti þeim og færði þeim gjaf-
ir. Breska konungssnekkjan
„Britannia" beið þeirra þar og
munu þau sigla umhverfis eyj-
amar í vikutíma og slaka á
eftir allt umstangið undan-
faraar vikur, uns haldið verður
aftur heim á leið eftir hátiðlega
kveðjuathöfn 28. júlí.
Vonumst til að finna svör
sem allir geta sætt sig við
- sagði Sir Geoffrey Howe við upphaf viðræðnanna við P.W. Botha, forseta Suður-Afríku
Addis Ababa, Washington og Jóhannesarborg, AP.
SIR GEOFFREY Howe, utanríkisráðherra Bretlands, átti í gær
tveggja stunda viðræður við P.W. Botha, forseta Suður-Afríku, um
afstöðu Evrópubandalagsins til aðskilnaðarstefnu stjórnvalda þar.
Eftir fund þeirra sagði Howe við fréttamenn: „Stormur breyting-
anna í Afríku skekur nú undirstöður þjóðfélagsins í syðsta landi
álfunnar."
íbúar Suður-Afríku geta sætt sig
við.“
Áformað er, að Howe ræði við
forystumenn blökkumanna úr efna-
hagslífi Suður-Afríku í dag og
ennfremur við ýmsa aðila, sem
„Þeir, sem standa fyrir utan,
kunna að sjá hluti, sem þeir, er nær
standa, sjá ekki,“ sagði Howe enn-
fremur. Fyrir fundinn hafði hann
sagt: „Við vonumst til að fínna svör
við mörgum spumingum, sem allir
Hassan segir viðræðurnar
við Peres árangurslausar
T'«l A iriv Damaakus AP
Tel Aviv, Damaskus, AP.
HASSAN II, konungur af Marokkó, sagði í sjónvarpsávarpi í gær-
kvöldi að viðræður sínar við Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels,
hefðu ekki reynst spor i átt til friðar í Miðausturlöndum.
Hassan sagði að ísraelum yrði
ekki haggað í afstöðu sinni gegn
Frelsissamtökum Palestínu (PLO),
sem þeir neita að viðurkenna, og
einnig neituðu ísraelar að gefa eft-
ir hemumin svæði.
Ræða Hassans tók 45 mínútur
og var fyrst og fremst beint til
þegna hans. Viðurkenndi Hassan í
raun að hinn sögulegi fundur sinn
og Peresar hefði ekki borið árangur.
Hassan kvað Ronald Reagan,
Bandaríkjaforseta, hafa reynt að
telja sig á að halda fundinn í Banda-
ríkjunum, en það hefði hann ekki
viljað af ótta við að verða sakaður
um að vera undir áhrifum frá
Bandaríkjamönnum.
Búist var við sameiginlegri yfir-
lýsingu ríkisstjórna ísraels og
Marokkós í morgun.
Peres er nú farinn frá Marokkó.
Heimsókn Peresar til Marokkó
var harðlega fordæmd í yfirlýsingu
frá A1 Fatah, sem em stærstu sam-
tökin innan Frelsissamtaka
Palestínu (PLO). Sagði í yfirlýsing-
unni að þetta frumkvæði Hassans
myndi auka á óeiningu í röðum
araba einmitt nú þegar sameiningar
væri þörf.
Peres og Hassan var óskað ár-
angurs í leiðurum egypskra dag-
blaða í gærmorgun og sagði að
fundur þeirra vekti vonir um að
allar arabaþjóðir myndu að lyktum
fylgja því fordæmi, sem Egyptar
settu fyrir níu árum, og kæmu á
friði í Miðausturlöndum.
mestu máli skipta í viðskiptatengsl-
um Bretlands og Suður-Afríku.
Síðan er ráðgert, að hann haldi til
Zambíu til viðræðna við Kenneth
Kaunda forseta þar.
Einingarsamtök Afríku (OAU)
skoruðu í gær á Bandaríkjaþing að
samþykkja harðar refsiaðgerðir
gagnvart Suður-Afríku og virða
þannig að vettugi áskorun Reagans
forseta um hið gagnstæða frá því
daginn áður. Fordæmdu samtökin
forsetann fyrir ræðu hans á þriðju-
dag.
I ræðunni hvatti forsetinn þingið
og bandalagsríki Bandaríkjanna til
þess að grípa ekki til refsiaðgerða
gegn Suður-Afríku, en lagði jafn-
framt hart að Suður-Afríkustjóm
að ákveða tímamörk fyrir endalok
aðskilnaðarstefnunnar.
Richard Lugar, formaður utan-
ríkismálanefndar öldungadeildar
Bandaríkjaþings, gagnrýndi forset-
ann í gær fyrir ræðuna og sagði,
að hann skorti „forystuvilja". „Ég
tel, að forsetinn verði að ganga
mun lengra," sagði Lugar.
Nancy Kassebaum, einn af þrem-
ur öldungadeildarþingmönnum
repúblikana, sem eindregið hafa
ráðlagt Reagan forseta að taka upp
hvassari stefnu gagnvart Suður-
Afríku, kvaðst í gær hafa orðið
fyrir sárum vonbrigðum yfir því,
að forsetinn hafði „valið þann kost
að boða ekki nýja stefnu. Ég álít,
að Bandaríkin geti ekki horft að-
gerðarlaus á ástandið eins og það
er nú,“ sagði Kassebaum.
14 blóðgjafar
reynast hafa al-
næmisveiruna
Providence, AP.
HEILBRIGÐISFULLTRÚAR
á Rhode Island sögðu á þriðju-
dag, að komið hefði í ljós að
14 blóðgjafar, sem gáfu blóð
á tímabilinu 1979 til 1985,
hefðu reynst vera með mót-
efni gegn alnæmi. Blóðgjaf-
arnir höfðu samtals gefið um
100 blóðskammta, en ekki er
enn vitað hversu margir þágu
blóðið.
Ronald Waynkee, forstöðu-
maður Blóðbanka Rhode Island,
sagði að slysið hefði komið í ljós
eftir að byrjað var að rannsaka
allt blóð, sem gefíð er. Hann
sagði að þrír blóðgjafanna væru
hommar, en þrír væru fíkniefna-
neytendur. Enginn þeirra er með
alnæmi, þrátt fyrir að þeir séu
smitberar.
Skrár yfír blóðþega verða nú
rannsakaðar og til að komast
að því hveijir fengu blóðið.
Læknar þeirra verða svo látnir
vita.