Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 64
m
SEGÐU
RMARHÓLL
ÞEGAR
Þtí EERÐ ÚTAÐ BORÐA
-----SÍMI18833-----
FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986
VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
Vatnsrenni-
braut í
Öskjuhlíð?
UMSÓKN um leyfí til að
byggja vatnsrennibraut í
-Öskjuhlíð var lögð fram á fundi
borgarráðs á þriðjudag. Um-
sækjandi er Jón Hlíðar Guð-
jónsson. Umsókninni var vísað
til skipulagsnefndar til nánari
umfjöllunar.
Morgunblaðið/S ímamynd/ómar Valdimarsaon
Húnn Snædal um borð í nýja
farkostinum á Akureyri í gær.
Þriöja
loftfarið
HÚNN Snædal flugmaður og
flugvélasmiður á Akureyri hefur
lokið smíði nýrrar listflugvélar.
Alls tók smíðin 2.800 klukku-
stundir og verður henni reynslu-
flogið á næstunni. Þetta er
þriðja loftfarið, sem Húnn
smíðar og um þetta áhugamál
sitt segir Húnn Snædal: „Veður
á íslandi er með þeim hætti að
það er erfítt að hafa flug fyrir
tómstundagaman. Það er auð-
veldara að veija flugtímanum
til flugvélasmíði".
Sjá nánar blaðsíðu 37.
Hringferð um landið á hestbaki
Morgunblaðið/Einar Falur
ÞRÍR hestamenn með fjórtán hesta eru nú á leið hringinn í
kringum landið og er það ætlun þeirra að loka hringnum á
morgun. Ferðin hefur gengið mjög vel og heilsast mönnum og
hestum vel. Hið besta veður hefur fylgt leiðangrinum, ef frá
eru taldir undanfarnir síðustu dagar á Suð-Vesturlandi. Ferðin
hófst þann fyrsta júlí á Selfossi og var riðið hringinn austur
fyrir land. Myndin er tekin í Kaldadal á leiðinni frá Húsafelli
til Þingvalla, en þá var úrhellisrigning.
Sjá nánar frétt á bls. 27.
Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra:
Ottast viðskipaþving-
anir Bandarí kj amanna
— vegna útflutnings íslendinga á hvalaafurðum og túlkunar
á samþykktum Alþjóða hvalveiðiráðsins í Bandaríkjunum
„VIÐ fengum eftir óformlegum
leiðum frá Bandaríkjastjórn
fréttir um að við hefðum að
þeirra dómi gerst brotlegir við
samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðs-
ins vegna þess að við neytum
ekki meirihluta hvalkjötsins inn-
anlands. Af þeim sökum væri
þeim óhjákvæmilegt að leggja til
við viðskiptaráðherra Banda-
ríkjanna að mælast til þess við
Bandaríkjaforseta að íslending-
ar yrðu beittir efnhagsþvingun-
um.“ sagði Steingrímur
Landbúnaðarráðherra ákveður 20% verðlækkun á kindakjöti:
„Er algjörlega á
jábyrgð seljenda“
- segir Þorsteinn Pálsson, en ákvörðun um
niðurgreiðslur hefur ekki verið tekin
Landbúnaðarráðuneytið hefur
ákveðið að verð á kindakjöti
lækki um 20% í dag. Að sögn
Guðmundar Sigþórssonar, skrif-
stofustjóra, verður verðlækkun-
in líklega fjármögnuð með
niðurgreiðslum. Þorsteinn Páls-
son, fjármálaráðherra, sagði að
^enn hefði ráðuneyti hans enga
' ákvörðun tekið um hvort, eða
hversu miklu, fé yrði veitt til
útsölunnar. Sér kæmi það því
spánskt fyrir sjónir að hún skyldi
hafin. Væri afslátturinn algjör-
lega á ábyrgð seljenda þar til
ákvörðun um niðurgreiðslu ligg-
-^ir fyrir. Hann bjóst við að taka
afstöðu til málsins í dag.
Á fundi sínum sl. fímmtudag
samþykkti ríkisstjómin tillögu fjár-
málaráðherra um að hann kannaði
ásamt landbúnaðarráðherra og við-
skiptaráðherra frekari niðurgreiðsl-
ur á kindakjöti. Verðábyrgð ríkisins
nær til nær allrar kindakjötsfram-
leiðslu bænda á síðasta ári. Það er
því skuldbundið til að greiða fyrir
kjötið, hvórt sem það selst eða ekki.
„Spumingin er hvort við niðurgreið-
um kjötið innanlands, eða greiðum
útflutningsbaetur með því,“ sagði
Guðmundur. í landinu eru nú fyrir-
liggjandi um 3.500 tonn af kjöti,
og taiið hæfílegt að eiga um 1.200
tonna birgðir í upphafí næstu slát-
urtíðar. Guðmundur var spurður
hvort auglýsingaherferð fyrir
neyslu kindakjöts undanfarið hefði
ekki borið árangur. „Árangurinn
af henni er nokkur“, sagði Guð-
mundur, „en alls ekki nægur."
í gærkvöldi hélt landbúnaðarráð-
herra fund með kaupmönnum til
að kynna þeim söluátak á dilka-
Iqoti. Markmið hans var fræðsla og
gagnkvæm tjáskipti, að sögn Guð-
mundar. Meðal annars var rætt um
gerð hentugra umbúða og leitað
eftir hugmyndum um frágang og
sölu.
Hermannsson forsætisráðherra í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi.
„Bandarílqamenn segja þó að til
efnahagsþvingana þurfí ekki að
koma því að Japanir muni hætta
við að kaupa hvalaafurðir héðan ef
Bandaríkjastjóm lýsir yfír andstöðu
sinni við sölu hvalkjöts. En við bú-
umst við því að viðskiptaráðherra
Bandaríkjanna leggi þetta til við
forseta Bandaríkjanna á mánudag.
Forsetinn hefur síðan 60 daga til
að ákveða hváða aðgerða skuli grip-
ið til.
„Sá möguleiki er þó fyrir hendi
að einhverjir komi vitinu fyrir
Bandaríkjamenn. En ég tel vera hér
um svo gróf afskipti af innanlands-
málum annarrar þjóðar að ræða að
þetta er óþolandi. Ég veit ekki
hvemig Bandaríkjamenn geti tekið
sér slíkt lögregluvald um allan
heim. Minna má á að Bandaríkja-
menn drepa tugþúsundir höfmnga
svo að eitthvað sé nefnt.“
Hver verða viðbrögð íslenskra
stjómvalda?
„Ég mun leggja til að Banda-
ríkjastjóm verði ekki svarað á þessu
stigi máls. Við fengum fyrst eina
helgi til að svara tilmælum Banda-
ríkjamanna um að hætta við sölu á
hvalkjötinu en síðan eina viku,"
sagði Steingrímur.
Steingrímur sagðist ætla að gera
ríkisstjóminni grein fyrir þessu
máli í dag, en hann ætti ekki von
á því að ákvörðun yrði tekin um
það, þar sem Halldór Ásgrímsson
er erlendis.
Samkvæmt heimildarmanni
Morgunblaðsins í Washington verð-
ur engin ákvörðun tekin um hvort
litið verður svo á að íslendingar
hafi gerst brotlegir við samþykkt
Alþjóðahvalveiðiráðsins í þessari
viku. Hann sagði ennfremur að
legði viðskiptaráðherra til við
Bandaríkjaforseta að hann tæki
afstöðu til málsins, þá hefði Reagan
60 daga til að ákveða hvort gripið
verði til einhverra ráðstafana eða
ekki. Eins og málin stæðu nú væri
ekki til umræðu að beita íslendinga
efnahagsþvingunum.
íslendingar
munu sjá um
meistaramót
Þjóðverja
MEIST ARAMÓT Þýskalands í
hestaíþróttum verður _ haldið á
Falkenhorst þar sem íslending-
arnir Herbert Ólason og Aðal-
steinn _ Aðal3teinsson ráða
ríkjum. í tengslum við mótið
hafa þeir skipulagt íslandsviku
þar sem í ráði er að kynna
islenska framleiðslu og þjónustu
ýmiss konar.
Að sögn Herberts er búist við
að 6 til 8 þúsund manns muni koma
á þetta mót en auk þess verður sjón-
varpað beint um allt Þýskaland frá
mótinu. Veitingasala verður alfarið
í höndum íslendinganna á Falken-
horst. Unnið er að því að fá „Hófí“
til að mæta á staðinn til að afhenda
verðlaun í mótslok.
Sjá nánar á bls. 36.