Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FÍMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986 áster... Vu .. .okkar eigið lag TM Reg. U.S. Pat. Otl.—all rights reserved e 1986 Los Angeles Times Syndicate Ég bjargaði fuglinum í fyrra, í nokkur skipti, úr olíumengun hér við fjör- una! Með morgunkaf&nu Þú munt kunna að . meta mömmu og pabba. — Þau sofa bæði! HÖGNI HREKKVISI „Hafa skal það er sannara reynist“ Sigurkarl Stefánsson skrifar: „Mig langar til að gera athugasemd við bréf Einars Einarssonar, Hveragerði, þar sem hann vitnar í eftirmæli Páls Ólafssonar um uppá- halds hest sinn, Bleik. Þar er í síðustu línu fímmtu vísu Vinnings- númerin eru veitt í síma 29107 Bragi Jónsson í happdrættis- nefnd Samtaka um byggingu tónlistarhúss hafði samband við Velvakanda og vildi koma eftir- farandi á framfæri: „Fyrir skömmu kvartaði kona yfir því í dálkum Velvakanda að hún gæti ekki fengið upplýst vinningsnúmerin í happdrætti Samtaka um byggingu tónlistar- húss. Því er til að svara að símsvarinn okkar var í sambandi til miðs febrúar á þessu ári en síðan hafa upplýsingar verið veittar í skráðum síma samtak- anna, 29107. Þetta símanúmer er að fínna í símaskránni þannig að vandalaust ætti að vera fyrir fólk að fá upplýsingar um vinn- ingsnúmerin." sagt „þar til ég fínn marinn“ en á að standa „þar til fínn ég rnarinn". Einnig var ég að hlusta á þátt sr. Bolla Gústavssonar í Laufási í útvarpinu í gær- kvöldi og er ekki sáttur við hvernig farið var með vísuna sem byrjaði þar á vísuorðun- um: „Ber af öllum snótum snót..." Hana lærði ég fyrir nærri 80 árum og á þennan hátt: Aldrei verður Ljótunn ljót, ljótt þótt nafnið beri. Ber af öllum snótum snót, snótin blessuð veri. I seinni tíð hef ég hins veg- ar orðið þess var að menn eru famir að snúa vísunni við og hafa seinni partinn á undan og fyrri partinn á eftir, líkt og gert var í þætti sr. Bolla. Mér sýnist hins vegar augljóst að vísan sé rétt eins og ég lærði hana forðum, því að sé seinni parturinn hafður á und- an, verður ekki með neinu móti séð við hvaða snót er átt fyrr en seint og um síðir. Eins er vísan betur ort með því móti sem ég lærði hana, því að þá enda stuðlalínur vísunnar í báðum tilfellum á sama orði og höfuðstafalín- umar bytja á.“ Vísa vikunnar Manna sættir mildar stríð mismunandi póla. Þannig eru brosin blíð og bamsleg mildi Óla. Hákur Víkverji skrifar Samfélag manna verður stöðugt flóknara. Um leið eykst þörfín fyrir ýmiss konar nýja þjónustu til mæta kröfum tímans og endur- bætur á þeirri sem fyrir er. Agætt dæmi um slíkt er trygg- ingastarfsemi. Hérlendis starfa mörg tryggingafélög — amk. ef miðað er við höfðatölu. Milli þeirra ríkir nú orðið þó nokkur samkeppni en engu að síður bjóða þau flest upp á mjög áþekka trygginga- flokka. Einhvem veginn hefur maður það á tilfínningunni að í því efni séu hérlend tryggingafélög talsvert á eftir því sem gerist víða á Vesturlöndum. Kannski stafar það af því að íslendingar eru ekk- ert sérlega nýjungagjamir á þessu sviði og ekki tilbúnir að borga það sem til þarf. Hér tryggja menn bílinn sinn, hús og innbú og þeir framsýnustu fá sér e.t.v. húseig- endatryggingu. Einhveijir kaupa sér jafnvel ferðatryggingu — en mikið meira er það nú varla hjá hinum almenna borgara. Fólk er líka almennt tortryggið gagnvart tryggingastarfseminni því að þjóð- sagan um smáletursgreinamar á tryggingaskírteininu, sem trygg- ingafélögin geti alltaf skotið sér á bak við, hefur reynst vera býsna lífseig. Astæðan fyrir því að hér er vikið að tryggingastarfsemi er að Víkverji rakst nýlega á grein í bandarísku blaði, þar sem verið var að segja frá ýmsum furðulegum og skemmtilegum uppákomum í trygg- ingastarfseminni þar vestra. Það sem upp úr stendur er hversu mik- il tryggingavemd hinum almenna borgara þar virðist standa til boða. Hér eru nokkur dæmi: í vor fékk tryggingafélag eitt í Bandaríkjunum t.d. sérkennilega kröfu á sig. Maður sem valdur hafði verið að árekstri á hraðbraut í Michigan krafðist þess að trygg- ingafélagið bætti allt tjónið í árekstrinum, þar sem sökin hefði ekki verið hans heldur músar er skreið eftir fæti hans. Við athugun kom í Ijós að líklega hafði mús sloppið inn í bílinn meðan hann stóð á bílastæði skömmu áður og maður- inn síðan misst stjóm á bílnum þegar hann fann eitthvað hreyfast í annarri buxnaskálminni. Trygg- ingafélagið greiddi nærri 150 þúsund krónur í bætur vegna árekstrarins. Annað félag bætti nýlega dæld á bílþaki sem varð þannig til að maður var að grilla steik út á svöl- um hjá sér. Skyndilega skrapp ein sneiðin úr höndum hans, yfir svala- handriðið og maðurinn mátti horfa á eftir steikinni sinni falla niður 17 hæðir og beint ofan á þak bíls fyr- ir neðan. Á öðrum stað í Bandaríkjunum varð skötuhjúum illilega sundur- orða. í bræði sinni henti stúlkan trúlofunarhring sínum í unnustans, sem tók hann upp með tilburðum og gleypti. Tryggingafélagið greiddi foreldrum stúlkunnar nærri 10 þúsund krónur fyrir hringmiss- inn. Enn annað tryggingafélag greiddi manni í New Jersey nærri 40 þúsund krónur í bætur eftir að hann hafði tekið aðvörun í útvarpi of bókstaflega og mölvað rúður í öllum gluggum heima hjá sér. í útvarpstilkynningunni hafði fólki verið ráðlagt að „rífa upp“ alla glugga hjá sér til að draga úr hættu á fokskemmdum af völdum felli- bylsins Gloríu. Maðurinn réðst því með hamri á alla glugga á heimili sínu og mölvaði allar rúðumar. Flest hjákátleg slys af þessu tagi verða af hreinu hugsunarleysi. Dæmi um það er maðurinn sem fékk sex ára syni sínum ör og boga og sagði honurr. að fara út í garð að leika sér. Nágranninn í næsta húsi, sem flatmagaði makindalega í garðstólnum sínum, varð of freist- andi skotmark fyrir skyttuna ungu. „Örin hæfði bakhlutann á nágrann- anum, olli skrámu og batt enda á góða og áralanga vináttu," er haft eftir starfsmanni tryggingafélags- ins sem þurfti að leggja út sem svarar um 4.000 krónum í bætur. Þeim þætti sennilega ekki ónýtt, einhveijum hér uppi á Fróni, ef tryggingafélögin bættu vinslit, eins og ástandið er á þessum síðustu og verstu tímum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.