Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986 SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI/ Ólafur Ormsson „Að sólín hafi boðið til veislu“ Fjöldi fólks er í sumarleyfum í júlímánuði og ekki óalgengt að dvalið er um mánaðartíma fjarri heimilum, ýmist úti á landsbyggð- inni eða erlendis. Að koma til Reykjavíkur að loknu fjögurra vikna sumarleyfi er auðvitað misjafnlega skemmtilegt. Þeir sem standa í stórframkvæmdum, húsbyggingum eða íbúðarkaup- um, koma margir að pósthólfinu fullu af „gluggapósti". Glugga- póstur eru bréf og tilkynningar frá bönkum og lánastofnunum varðandi gjalddaga á víxlum og skuldabréfum. Það henti mann einn í Breið- holtinu sem ég veit deili á og var að koma úr mánaðarferðalagi hér innanlands að koma að pósthólf- inu fullu af „gluggapósti". Hann er að byggja og sendingamar komu honum því ekkert svo mjög á óvart. Hann hafði haft það svo gott í sumarleyfinu að hann var helst að hugsa um að slá öllu upp í kæruleysi og framlengja sumar- friið í allt að. hálfan mánuð og leggja upp á hringveginn að vest- anverðu en ekki að austan eins og hann hafði gert í sumarleyf- inu. Fara sem sagt hringveginn umhverfis landið í annað sinn. Þar sem hann er þekktur fyrir annað en að gefast upp þegar erfiðleikar steðja að þá áttaði hann sig á því að auðvitað bar honum að greiða sína gíróseðla, sinn „gluggapóst", eða að semja einhvem veginn um greiðslufrest á þeim lánum sem komin vom í gjalddaga. Hann fór því gegnum „gluggapóstinn" og ekki var staðan beint glæsileg, skuldir hér og skuldir þar. Knattspyman er hans líf og yndi og hann er mikill aðdáandi KR, fæddur og uppalinn á Kapla- skjólsveginum ekki langt frá KR-heimilinu. Auðvitað sá hann alla leikina frá heimsmeistara- keppninni i sjónvarpinu og hélt með Þjóðverjum. Þegar ég hitti hann á fömum vegi um hálfum mánuði eftir að hann kom úr sum- arleyfinu sagði hann brosandi. — Þegar ég spjaliaði við þig, nýkominn úr sumarleyfinu var staðan þannig að ég hafði fengið á mig þijú mörk og ekki tekist að skora eitt einasta. Það var í hálfleik og ég hélt að ég væri að tapa leiknum. í síðari hálfleiknum skeði það hins vegar að ég skor- aði fjögur mörk og vann sem sagt leikinn 4-3. Þetta leit afar illa út þama í byijun með afborganir af lánum en mér tókst að bjarga þessu og er nú kominn yfir erfið- asta hjallann í húsbyggingarmál- unum. — Hvemig fórstu að því? spurði ég forvitinn. — Nú, ég fékk styrk frá Vetrar- hjálpinni. Nei. í alvöm talað. Með aðstoð góðia manna tókst mér að bjarga málum í bili a.m.k. Það er nánast kraftaverk að koma þaki yfír höfuðið á sér. Allt efni til bygginga er svo dýrt. En húsið skai upp hvað sem hver segir, sagði hann bjartsýnn þegar við kvöddumst. Hann var heldur daufari þegar ég hitti hann nokkrum dögum síðar. Ekki vegna húsbyggingar- mála, heldur vegna frammistöðu Knattspyrnufélags Reykjavíkur í íslandsmótinu í knattspymu. Kvöldið áður hafði KR tapað fyrir Víði úr Garði. KR tókst ekki að skora, Víðir skoraði eitt mark. Maðurinn úr Breiðholtinu var í sámm og sagðist ekki hafa nokkra trú á því að KR kæmi til með að blanda sér í baráttuna um Islandsmeistaratitilinn. — Að þeir skuli geta gert okkur þessa skömm! Ég er miður mín vegna KR-liðsins. Að tapa fyrir liði frá þorpi sem er varla að finna á íslandskortinu. Þetta á ekki að geta komið fyrir. Sumir em svo störfum hlaðnir að þeir mega ekki vera að því að taka sumarleyfi. Einn þeirra er Óskar Mikaelsson. Hann rekur fasteignasöluna Hugin. Um dag- inn var hann að flytja úr Templ- arasundinu þar sem hann hefur verið með fasteignasölu undan- farin ár og yfir í Pósthússtræti 17, í vistleg húsakynni. Óskar kann ljómandi vel við sig á nýja staðnum. Hann er búinn að tölvu- væða alla starfsemina og er svo bjartsýnn á framtíðina að þegar ég leit inn nýlega til að heilsa upp á hann þá var eins og hann ætti allan heiminn, í það minnsta hálf- an. Hann bauð upp á kaffi og ijómatertu í Kökuhúsinu við Aust- urvöll og yfir tjúkandi kaffí og gómsætum tertum flutti hann áhrifaríkt erindi um nýjustu tíðindi í málefnum húsbyggjenda og íbúðarkaupenda og var svo sannfærandi að hann hefði getað fengið stórskuldugan húsbyggj- anda til að kasta af sér öllum áhyggjum og fara út í enn frek- ari fjárfestingar. Mánudaginn 21. júlí var slík himinsinsblíða hér í Reykjavík að segja má að sólin hafi boðið til veislu. Það var heiðskírt og sólsk- in allan daginn og hlýtt í veðri. Gangstéttir við helstu umferðar- götur yfirfullar af fólki og mikið bar á erlendum ferðamönnum, eiginlega sama hvar komið var. Þó einna mest við Laugaveginn. í verslun fyrir miðjum Laugaveg- inum varð Reykvíkingur sem alið hefur allan sinn aldur í Reykjavík og er kominn yfir fertugt fyrir þeirri reynslu að þegar hann kom inn í búðina og ætlaði að ná sér í eitthvað í hádegismatinn þá spurði ung og myndarleg stúlka sem var innanbúðar: — What can I do for you? Það þýðir á íslensku: Hvað get ég gert fyrir þig? — Ekki annað en það að ég ætla að fá einn sviðakjamma og rófustöppu, sagði maðurinn og brosti. Þennan sólskinsdag í hádeginu sá ég hvar Heiðar Amason, vél- virki hjá Vélamiðstöð Reykjaví- kurborgar, gekk á gangstétt við Snorrabrautina, gekk hratt og ákveðið, með sólina í fangið, í létt- um ljósum sumarfötum og mér sýndist hann svo heillaður af sum- arstemmningunni í borginni að hann hefði tæplega veitt því at- hygli þó skyndilega hefði farið að rigna... Leiðrétting Jámörninn í Stjörnubíói Svo viðkvæmir sem höfundar ævinlega eru fyrir birtingu fyrstu ritsmíðar sinnar á prenti er óhæfa annað en leiðrétta í frásögn Gísla Guðmundssonar frá Bollastöðum af „Skógarför á sumardaginn fyrsta 1883“ síðari tíma innskot tvívegis í upphafi máls að bílsæti hafi verið á þriðja klassa í lestinni; danska orðið „billed" hafði á þessum tíma fengið á sig myndina „bílæti" með- al íslendinga en „miðar“ lítt þekktir þótt ekki hafi verið slíkt fágæti sem bílsæti voru 1883. Samskonar utan- viðsigheit hafa fjölgað utanfélags- mönnum úr 4 í 44 og bið ég yður í nafni nákvæmnismannsins Gísla að koma þessari leiðréttingu að í Lesbók Morgunblaðsins villulausri eða Morgunblaðinu ef ekki reynist unnt að koma leiðréttingu í Les- bókina nú um hásumartíð. í inngangi mínum að frásögn Gísla er farið rangt með embættis- heiti Finns Sigmundssonar Lands- bókavarðar, — ekki þjóðskjalavarð- ar. Þjóðskjalasafn og handritadeild Landsbókasafns eru sitt hvað: handrit þessi eru skrifuð gögn sem annað hvort eru keypt til safnsins eða gefin þangað með eða án skil- yrða; á „þjóðskjölum" hvílir aftur á móti afhendingarskylda, pappírum sem einkum koma frá veraldlegum eða andlegum embættismönnum og varða stjómsýslu þeirra. Dagbækur Gísla komu ekki fram á þjóðskjala- safni heldur handritadeild Lands- bókasafns. Vert er að nota tækifærið og vísa frá hverskonar misskilningi sem leitt geti af orðalaginu „koma fram“; starfsfólk handritadeildar er langþreytt orðið á óljósu orðalagi um tildrög þess að gögn af deild- inni koma fyrir almenningssjónir: með orðum mínum á ég við að umræddir pappírar bámst deildinni nýlega (11.3. 1986). Urðu þjóðar- eign. Komu fram í dagsljósið. Gögn á handritadeildinni eru skráð og nánast innan seilingar öll: enginn einn maður hefur lesið nema brot af þessum gögnum til neinnar hlítar: það er því vissulega hægt að uppgötva staðreyndir þar innan- veggja en öllu minni líkur á að maður finni þar nokkuð sem þá merkingu hafi fyrir annan en hann sjálfan. Menn eru mismunandi veiðnir og svipað gildir um lag manna við að nota skrár handritadeildar. Ég var svo heppinn að Grímur Helgason, forstöðumaður handritadeildarinn- ar, sýndi mér gögn þau sem frá Gísla Guðmundssyni voru komin: mitt hlutverk hefur orðið að finna þeim aðgengilegra snið en á þeim var. Óumbeðinn. Til eru gömul sögn um mann sem týndist í helli einum, segir sagan að maður þessi hafi síðar komið fram í öðrum landsfjórðungi. Gögn þau sem Gísla varða, hann sjálfur í vissum skilningi, hafa komið fram á handritadeild Landsbókasafns. Og hafði þá allt of lengi verið á reiki — hver veit hvar? Ekki á handritadeild Landsbóka- safns. Með þökk fyrir birtinguna, Þorsteinn Antonsson Samþykkur ofanrituðu Ogmundur Helgason STJÖRNUBÍÓ frumsýnir banda- rísku kvikmyndina „Járnörninn" í dag. Myndin var gerð í fyrra. Leikstjóri er Sidney J. Furie, en með aðalhlutverkin fara Louis Gossett jr. og Jason Gedrick. Um efni myndarinnar segir í fréttatilkynningu frá Stjómubíói að faðir Doug Masters, sem Gedrick leikur, hafi verið skotinn niður og tekinn í gíslingu í Mið-Austurlönd- um. Ríkisstjórnin getur ekkert aðhafst og tíminn er á þrotum. Hann leitar því til Chappy Sinclair, flugliðsforingja á eftirlaunum, sem leikinn er af Gossett, og saman taka þeir lögin í sínar hendur og gera loftárás aldarinnar. Framleið- endur myndarinnar leggja áherslu á að flugatriði myndarinnar séu raunveruleg, tekinn í F-16 vélum bandaríska flughersins. Fjöldi kunnra hljómsveita flytur tónlistina í myndinni, þ. á m. Queen, Tina Turner, Twisted Sisters, Katrina and the Waves o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.