Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986 NILS-FATASKÁPUR Kostar aðeins Boðun eða miðlun Nokkrir punktar frá norrænni ráð- kr. 2.190,- (með hillu og slá) Húsi verslunarinnar, Kringlunni7,108 Reykjavík. Sími 686650. stefnu um trú og siðfræði í fjölmiðlum eftir Pétur Pétursson Fyrr í sumar var haldin í Kung- álv í Svíþjóð norræn ráðstefna um trú og siðfræði í fjölmiðlum og stóðu að henni fréttafulltrúar kirknanna á Norðurlöndum en blaðamenn og aðrir sem starfa við fréttamennsku varðandi trúar- og kirkjumál, voru sérstaklega boðnir þangað. Þar voru fluttir fyrirlestrar um hinar margvíslegu hliðar þessa máls og greint frá nýjustu rannsóknum á sviði fjölmiðlunar, einkum hvað varðar trúarlegt efni. Þá var þama einnig mættur einn af biskupum sænsku kirkjunnar, Bertil Gártner, til að segja frá reynslu sinni af fjöl- miðlum, en hann hefur mest allra biskupa í Svíþjóð komið þar fram, að vlsu fremur nauðugur en viljug- ur, vegna afstöðu sinnar til kven- presta. Staðreyndir og tilgangnr Aðalfyrirlesturinn flutti dr. Ing- mar Lindqvist en hann sér um allt sjónvarpsefni sem fer í gegnum fínnska fjölmiðla á sænsku frá lúth- ersku þjóðkirkjunni í Finnlandi. Fyrirlestur þessi var mjög fræðileg- ur og mótaði mikið af þeirri umræðu sem síðan varð á ráðstefnunni. Fyr- irlesturinn hét: „Hvað viljum vér kristnir með fjölmiðla?" og kom hann þar inn á þekkingarfélags- fræði og fjölmiðlarannsóknir með sérstöku tilliti til kristinnar boðun- ar. Hann velti mjög fyrir sér hugtakinu staðreynd og hvort fjöl- miðlar gætu yfír höfuð miðlað staðreyndum á hlutlægan hátt og efaðist hann um það fyrir sitt leyti. Hann hélt því fram að í raun og veru væru engar hreinar og sannar staðreyndir til, heldur aðeins ólík sjónarmið og mynstur sem veruleik- inn væri miðaður við. Ekki voru allir þátttakendur á ráðstefnunni tilbúnir að skrifa und- ir þetta og einhver benti á að vart væri hægt að hugsa sér nokkum viðræðugrundvöll fólks með ólík sjónarmið ef ekki væri hægt að ganga út frá sameiginlegum for- sendum og skilgreiningum á því hvað væru staðreyndir. Ráðstefnur sem þessi væra ómark ef hver og einn væri aðeins takmarkaður við sitt sjónarmið. En þá fór fyrirlesar- inn að tala um hugtakið tilgang og benti á að hinar svokölluðu stað- reyndir væra ætíð í einhveiju ákveðnu samhengi og tilheyrðu ákveðnu mynstri. Fjölmiðlar búa oft til nýtt samhengi og á bak við þá mynd sem þeir miðla býr oft ákveð- inn tilgangur og hagsmunir. Þannig er hlutverk fjölmiðla í raun frekar að skilgreina veraleikann en að miðla staðreyndum. í þessu liggur vald fjölmiðla en um leið takmörk og ófullkomleiki. Það hefur sýnt sig að fjölmiðlar hneigjast oft til að viðhalda ríkjandi mynstri, og því sem vinsælast er í þjóðfélaginu á hveijum tíma, til þess að falla sem flestum kaupendum í geð. Rann- sóknir hafa auk þess sýnt að fólk tekur oftast til sín úr fjölmiðlum aðeins það sem fellur því vel og staðfestir fyrri viðhorf. Fjölmiðlar era því hluti af hinu ríkjandi mynstri og endurspegla fordóma og galla hverskonar. Það athyglisverðasta í fyrirlestri dr. Ingmars var þegar hann kom inn á hlutverk kristinnar boðunar. Það má iíta á líf og starf Jesú Krists sem nýtt mynstur, sem opinn faðm er brýtur niður gömul og syndug kerfí og leiðir vonina inn í vonlausa veröld. Fagnaðarerindið var svo róttækt þegar það kom fram að veijendur hins gamla mynsturs urðu að dæma Jesú til dauða, en krossinn varð engu að síður sá von- argeisli sem lýsir upp veröldina fyrir kristnum mönnum. Þannig var veraleikinn skilgreindur upp á nýtt. Heimur út af fyrir sig Sr. Bernharður Guðmundsson fréttafulltrúi íslensku Þjóðkirkjunn- ar var einn af þeim sem skipulögðu ráðstefnuna og flutti hann fyrirlest- ur með fyrirsögninni „Veraleikinn sem fjölmiðlar búa til“. Fjallaði haun þar m.a. um vandann sem allir fjölmiðlar eiga við að stríða, sem er að ná til þeirra sem miðlað er til. Fjölmiðlar era heimur út af fyrir sig en venjulegu fólki er það veraleikinn sem snýr að því sjálfu. Hvar kemur Guð inn í þann vera- leika? Er hann nálægur eða langt í burtu? Bemharður kom einnig inn á það hvemig fjölmiðlar, oft á tíðum óafvitandi, gefa fólki neikvæða sjálfsímynd. Fjölmiðlamir hafa áhrif á fólk, en gefa því ef til vill minna sem jákvætt eða uppbyggj- andi getur talist. Þeir ná ekki niður á hið persónulega svið og geta ekki komið í staðinn fyrir persónuleg tengsl. Það er hætta á því að fólk verði sinnulaust um aðstæður ná- ungans sem og annarra þjóða þó það hafi aðgang að mörgum fjöl- miðlum og miklu efni. Fleiri á þessari ráðstefnu höfðu einmitt áhyggjur út af því að hin persónu- leg tengsl í boðuninni verði aldrei virk þegar um fjölmiðla er að ræða. Orðið var hjá Guði Gamalreyndur prestur, Sten Höglund, sem mikið hefur starfað að fjölmiðlamálum fyrir sænsku kirkjuna kom með athyglisverðar athugasemdir og var bjartsýnn varðandi möguleika til ákveðnari og meiri boðunar kristinnar trúar með hjálp nýjustu fjölmiðlatækni. Hann benti á að miðlun væri kjami í allri boðun en ekki einhver auka- grein. Miðlunin er ekki aðeins tæki heldur einnig boðskapurinn, þetta fellur í eitt og verður ekki aðskilið. Vitnaði hann í þessu sambandi til upphafsorða Jóhannesarguðspjalls þar sem stendur: „í upphafí var orðið, og orðið var hjá Guði og orð- ið var Guð“. Hann auglýsti eftir sérstakri fjölmiðlaguðfræði sem gjömýtti þau tækifæri sem fram- þróun á sviði fjölmiðlunar byði upp á. Gártner biskup kvartaði Bertil Gártner ræddi vítt og breitt um áhrif ijölmiðla á viðhorf fólks til kirkjunnar og sérstaklega um reynslu sína sem var mjög nei- kvæð. Andstaða hans gegn kven- prestum og neitun hans að vigja konur til prests hefur verið stans- laust fréttaefni nú í mörg ár og sagði Gártner að fjölmiðlar hefðu búið til og viðhaldið hinni hræðileg- ustu mynd. Fólk trúir því nú orðið, sagði hann, að ég sé kynferðislega truflaður, sótsvart afturhald og full- ur fordóma. Hann benti á að skoðun sín á prestsembættinu væri grand- völluð á túlkun hans á biblíunni, þ.e.a.s. guðfræðileg og hefði ekkert með mannasetningar eða lýðræðis- hugmyndir að gera. „Hvemig eiga jafnréttisráð og ríkisstjómir að geta kveðið upp úrskurð varðandi þetta guðfræðilega atriði?" spurði Gártn- er, sem sagðist nú skilja betur aðstöðu minnihlutahópa ýmiss kon- ar eftir þá útreið sem hann hefur fengið í fjölmiðlum. „Af hveiju láta þeir kaþólska biskupinn í friði sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.