Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986 Tsi bæði skeggrætt um bæjarins gagn og nauðsynjar og ákvarðanir tekn- ar. Kristján var liðtækur skák- og bridsmaður og mikill keppnismaður. Hann lagði oft leið sína út á „loft", þ.e.a.s. í félagsheimili taflfélagsins við Grensásveg. Við áttum margar góðar stundir saman við skákborð- ið. Kristján var bæði kappsfullur og hugmyndaríkur, ekki síst þegar öll sund virtust lokuð. Að gefast upp var Kristjáni al- gjörlega framandi og margan vinninginn, sem andstæðingur hans taldi sinn, fékk Kristján á dirfsku og fijóleika, sem virtist ganga þvert á hefðbundið stöðumat. Kannski er það þess konar dirfska og útsjónar- semi, sem gerði mönnum kleift að byggja Snæfjallaströnd, nokkuð sem virðist mótsagnakennt í huga þess sem býr við hitaveitu á Reykjavíkursvæðinu. Kristján hafði góða heilsu fram til þess er Jósefína lést, en þá fór frekar að halla undan fæti. Síðustu árin átti hann erfítt með ýmsar hreyfíngar og tjáningu í orðum. Var það þungbært, því hann hafði enn frá mörgu að segja og vildi einnig spyija fregna af ástvinum. Þegar erfíðleikarnir við tjáningu í orðum urðu honum um megn, þá leitaði hann á náðir söngsins, það mál kunni hann til hinstu stundar. Ég vil þakka Kristjáni okkar góðu kynni. Orn Helgason og var ávallt vel útbúinn til flestra ferða og það sem á vantaði bætti hann úr með kunnáttu sinni og góðu úrræði. Ég hef oft hugsað til þess að þó hart nær tuttugu ár væru á milli okkar þá varð maður sjaldan var við þann aldursmun, þvi kynslóðabil var ekki til í návist þessa manns. Hann gat nánast að- lagast öllum aðstæðum og gaf sér yngri mönnum ekkert eftir. Þegar maður lítur til baka þá kemur ýmis- legt fram í hugann um góðan félaga og samferðamann eins og Óli var. Hann hafði gott skopskyn til að bera og brá oft á leik við okkur, enda grunnt á stráknum í fari hans. Hann hafði einnig næmt fegurð- arskyn og komst oft í nána snert- ingu við þá náttúrufegurð sem hann sótti svo mikið í. Kvað oft svo rammt að þessu að hann gleymdi bæði stað og stundum þeim tækjum er hann var að veiða með þá stund- ina. Við sem nutum samferða Óla munum oft sakna hans sem góðs drengs og félaga sem alltaf var borinn og búinn til að aðstoða og taka þátt í gleði og sorg annarra. Far í fírði og ég þakka sam- verustundimar. Sólmundur Tr. Einarsson ' W18!.1 mnm mr'-pF! m§’m Á hátíðinni í Rostock lék lúðrasveit verkalýðsins bæði innandyra og úti, á götum og torgum. Rostock er gamall Hansabær við Eystrasalt. Lúðrasveit Verkalýðsins: Tónleikar í Tívolí og fjórðu verðlaun í Rostock Jónshúsi, 16. LÚÐRASVEIT verkalýðsins hélt skemmtilega tónleika á stóra sviðinu í Tívolígarðinum 1G. júli. Voru áheyrendabekkirnir þétt- skipaðir og undirtektir mjög góðar í blíðviðrinu og sterkjuhita. Einkum gerði lagasyrpa hljómsveitimar mikla lukku enda frábær- lega vel útsett af hljómsveitarstjóranum og fjörlega leikin. Stjórnandi Lúðrasveitar verkalýðsins er Ellert Karlsson en for- maður hennar er Torfi Karl Antonsson. Hljómlistarmennimir em nú á heimleið eftir hljómleikaför í Austur-Þýzkalandi þar sem lúðra- sveitin tók þátt í tónlistarhátíðinni Musikantentreff Ostsee í Rostock. Hún er hluti af „Rostöcker Som- mer-festtage“ sem er fjölþætt listahátíð, þar sem tónlist er leik- inn, ljóð lesin, íþróttir stundaðar o.fl. þess háttar. Einnig fer þar fram sönglagakeppni í „evró- visjón-stíl“, sem stendur yfir í þijá daga. Vinafélag íslands og Austur- Þýskalands hafði milligöngu um ferðina. Stóð mót þetta í 9 daga og hélt hljómsveitin 10 tónleika, bæði úti og inni. Þátttakendur vom 15 hljómsveitir frá 12 lönd- um, þar á meðal frá öllum Norðurlöndunum og er ísland nú með öðm sinni en í fýrra tók Homaflokkur Kópavogs þátt í mótinu. Var dvölin í Rostock öll hin ánægjulegasta að sögn for- manns kórsins og móttökur höfðinglegar. Bjuggu íslending- amir, sem vom 56 talsins, þar af 42 hljóðfæraleikarar, í íbúðum og var uppihald kostað af þarlend- um aðilum og dagpeningar auk þess greiddir. „Við vissum að við fengjum frían mat og húsnæði, en að það yrði veisla upp á hvem einasta dag áttum við ekki von á,“ sagði Torfí. Þá höfðu þau túlk, Hartmúut Mikkelsted, sem talaði íslensku eins og innfæddur þótt hann hafí aðeins einu sinni komið til íslands, í þijár vikur fyrir þrett- án ámm. Hann er íslenskukennari í Austur-Þýskalandi. Efnisskrá Lúðrasveitar verka- lýðsins var fjölbreytt á tónleikun- um, bæði íslensk og erlend lög, þ. á m. Öxar við ána, vikivakar og ísl. rímnalög. Var sveitin valin í 4. sæti af 15 manna dómnefnd en 5 efstu hljómsveitimar fá eftir- sótta viðurkenningu. Fékk hún verðlaunin fyrir „alþjóðlega efnis- skrá“. Alls vom um 1.000 manns viðstaddir tónlistarhátíðina. Hér i Danmörku dvaldi hópur- Myndin Guðmundur Jón AiberUson Lúðrasveit verkalýðsins lék i Tívolí í Kaupmannahöfn 16. júlí sl. i blíðskaparveðri og við mjög góðar undirtektir. inn í 5 daga í sumarhúsunum í Karlslunde og hélt lúðrasveitin hljómleika þar suður frá og svo í Tívolí eins og að ofan greinir. Áður hefur Lúðrasveit verka- klýðsins leikið erlendis, er hún tók þátt í norrænu móti kóra og hljómsveita í Osló 1977. Vom þar um 8.000 manns samankomin. Lúðrasveitin er stofnuð 8. mars 1953 og hefur góðum kröftum á að skipa. Margt er þar líka af ungu fólki, sem flest ef ekki allt hefur öðlast þjálfun og reynslu í skólahljómsveitum. Vom lúðra- sveitarmennimir verðugir fulltrú- ar íslands á eriendri gmnd. Lúðrasveitinni hafa nú í fram- haldi af þessari ferð borist óformleg boð á lúðrasveitamót í Belgíu og Tékkóslóvakíu, á næsta ári. G.L.Ásg. Morgunblaðið/Úlfur Kristinn Guðbrandur við nokkur verka sinna á sýningunni i Slunka- ríki á ísafirði. ísafjörður: Kristinn Guð- brandur Harð- arson sýnir í Slunkaríki ísafirði. KRISTINN Guðbrandur Harðar- son opnaði myndlistarsýningu í Slunkaríki á Isafirði sl. laugar- dag. Mjög góð aðsókn hefur verið að sýningunni og ísfirðing- ar tekið listamanninum vel. Kristinn sýnir olíumálverk og grafíkmyndir og eru öll verkin til sölu. Kristinn hóf nám í Myndlistar- og handíðaskólanum árið 1977, en að loknu námi þar hélt hann til Haag í Hollandi og dvaldi þar við nám árin 1977 og 1978. Síðan hef- ur hann gert víðreist og haldið sýningar á Ítalíu, í Frakklandi, Sviss, Svíþjóð og Bandaríkjunum auk þess sem hann hefur sýnt í Hollandi og á íslandi. Hann undir- býr nú aðra málverkasýningu í Svíþjóð sem opnuð verður f vetur. Þetta er í annað sinn sem hann kemur til ísafjarðar, en hann var þar einnig í fyrra. Aðspurður sagði hann að sér líkaði afar vel að dvelja með Vest- firðingum og andrúmsloftið væri gott á ísafirði. Hann reynir að ferð- ast um og skoða áhugaverða staði á Vestfjarðakjálkanum. Síðasta sumar fór hann á Homstrandir og sótti þangað örvun og myndefni í hrikaleika þess stórbrotna lands- svæðis. Nú hyggst hann fara í pílagrímsferð til Bolungarvíkur og skoða bemskustöðvar föður síns, sem þar er fæddur. Sýningunni í Slunkaríki lýkur 31. júlí nk., en þangað til er opið síðdeg- is á hveijum degi. Úlfar Leiðrétting: B YKO kaupir á 75 milljónir SAMNINGUR BYKO og Hagkaups um kaup á 1600 fermetmm í Kringlunni hljóðar upp á 75 milljón- ir króna en ekki rúmlega 60 milljón- ir, eins og ranghermt var í frétt blaðsins í gær. Þetta leiðréttist hér með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.