Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986 MorgunblaSiS/Óskar Sœmundsson • Ekki vitum viA hvað Hannos Eyvindsson ar að gera á þessari mynd en í næstu viku verður hann að keppa f Landsmóti kylfinga hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Landsmótið í golfi: Keppni hefst á mánudagí 2. og 3. flokki LANDSMÓTIÐ f golfi hefst á mánudaginn með keppni f 2. og i3. flokki karla og kvenna. Ræst verður út frá klukkan 8 árdegis en áður hafði verið búist við að ekki þyrfti að byrja fyrr en á þriðjudag. Frestur tii að skila inn þátttöku- tilkynningum rann út í gær og nú er Ijóst að það verða 242 kylfingar sem keppa á mótinu að þessu sinni. Það er rétt að ítreka það að 2. og 3. flokkur kvenna og karla byrj- ar strax klukkan 8 á mánudags- morguninn og jafnframt er nú Ijost að þegar búið er að leika 36 holur i 1., 2. og 3. flokki er nauðsynlegt að grisja hópinn og verður það gert á skori en samt sem áður •verða í það minnsta 24 í hverjum flokki sem komast áfram. í 1. flokki komast þeir áfram sem leika á 180 höggum eða minna, í 2. flokki eru það 190 högg og 198 Drengjalandsliðið á Norðurlandamót NK. SUNNUDAG, 27. júlí, heldur landslið íslands, skipað leikmönn- um 16 ára og yngri, til Danmerkur til þátttöku í Norðurlandamóti Drengjalandsliða. Mótið er haldið í Nyborg á Fjóni. Liðið leikur fyrsta leik sinn á mánudag gegn Svium. Á þriðjudag -ærður leikið gegn Finnum, á mið- vikudag gegn Dönum, föstudag gegn Færeyingum og ó laugardag verður leikið gegn núverandi Norð- urlandameisturum, Norðmönnum. Eftirtalda leikmenn hefur þjálfari liðsins, Lárus Loftsson, valið til fararinnar: Kri«tján Flnnbosamon KR Krlttjén Haraldsson KR Ingólfur Ingólfsson Stjaman Sigurður BJarnason Stjaman iörundur Svslnsson Stjsman Aml Kvaran Stjarnan Guðbjartur Auðunaaon, fyrirliðl Fram Haukur Pálmaaon Fram Gunnar Andrésson Fram Jaórður Jónason Vlklngur Jóhannas Jónsson Vfklngur Haraldur Ingólfsson lA Ami Halldórsaon ÍA Axel Vatnsdal Þór.Ak. Halldór Krlstinason KA Þorstainn Þorstalnsson Þróttur, R. Dómari fyrir fslands hönd varður Glsll Guðmundsson, Val. högg hjá 3. flokki. Svo gæti farið, ef skor verður lélegt, að tölurnar verði hækkaðar til að fá 24 kylfinga í hverjum flokki. Búið er að raða æfingatímum niður á klúbbana á laugardag og sunnudag og eru þeir sem hér segir, en frá klukkan átta til tiu, báða dagana, er frjáls tími: Kl. 10-11 11—12 12-13 13.-13.30 13.30-14 14.10 14.20-16 16-16.30 16.40-17.40 17.60—18.60 QR GK GS GOS, GHH, GJÓ, GE og Gf GG G V NK GR GK GS Enn eitt hneykslið á Ítaiíu: Heimsmeistararnir taldir hafa þegið ólöglegar greiðslur ENN EITT hneykslismálið skekur nú ftölsku knattspyrnuna. Upp- lýst hefur verið að allir leikmenn- irnir 22, sem þátt tóku í heimsmeistarakeppninni á Spáni 1982 fyrir hönd Ítalíu — og urðu heimsmeistarar, hafi þegið háar peningagreiðslur undir borðið frá franska fyrirtækinu Le Coq Sport- if, eftir að þeir unnu titilinn. Alfonso Marra, vararíkissak- sóknari Ítalíu, sagði í gær að allir leikmennirnir tuttugu og tveir hefðu fengið tilkynningu um aö verið væri að rannsaka þátt þeirra í málinu. Á meðal leikmannanna eru heimsfrægir knattspyrnu- menn, eins og Paolo Rossi, Bruno Conti, Sandro Altobelli, Dino Zoff, Antonio Cabrini, Gaetano Scirea, Giuseppe Bergomi, Giancarlo An- toniogni og Marco Tardelli. Upphæðin sem um er að ræða jafngildir rúmlega 11,5 milljónum • Bruno Conti er einn þeirra sem flæktur er í hneykslismálið. íslenskra króna og hana fengu leik- mennirnir frá fyrirtækinu, að því er virðist fyrir að auglýsa óbeint fatnað þess, en Le Coq Sportif er þekktur framleiðandi íþróttafatn- aðar og framleiddi búninga ítalska liðsins. Upphæðin var afhent í dollurum eftir sigurleikinn, og kom um hálf milljón íslenskra króna í hlut hvers. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknaraðila tilkynntu leikmennirnir ekki um peningana þegar þeir flugu heim til Ítalíu, og brutu þar meö ítölsk bankalög. Italskt viku- rit, sem upplýsti málið, fullyrti að leikmennirnir hefðu falið pening- ana í flugvélinni — sömu vél og Sandro Pertini, forseti landsins, kom heim með. Viðurlög við meintum brotum leikmannanna eru eins til sex ára fangelsi og/eða sektir allt að fjór- faldri upphæðinni sem stungið var undan. • Skagamenn fá að spreyta slg gegn Englendingum. Grimsby við ÍBV leikur ÍA og — auk Þróttar frá Neskaupstað GRIMSBY Town, enska 2. deild- arliðið, sem kemur hingað til lands 5. ágúst næstkomandi á vegum Þróttar frá Neskaupstað, mun leika brjá leiki hár á landi — við Þrótt, IBV og ÍA. Liðið leikur miðvikudaginn 5. ágúst við Skagamenn á Akranesi, laugardaginn 8. ágúst við gest- gjafana á Neskaupstað, og að lokum spila þeir við Vestmannaey- inga í Eyjum mánudaginn 10. ágúst. Liðið leikur því engan leik á höfuðborgarsvæðinu að þessu sinni. Grimsby kemur hingað fyrir milligöngu Jóns Olgeirssonar, ræðismanns og fiskkaupmanns í Grimsby, og notar ferðina til æf- inga fyrir keppnistímabílið í Eng- landi. Landsliðsmálin: SigiHeldvill aðOL-liðið æfi saman einu sinni í viku MÁLEFNI landsliðsins í knatt- spymu hafa verið til umræðu að undanförnu, einkum vegna þess að þremur landsleikjum, sem fyr- irhugaðir voru f sumar, hefur verið aflýst. Morgunblaðið ræddi við Ellert Schram, formann KSÍ, um þessi mál og spurði fyrst hvers vegna leiknum við Norð- menn hafi verið aflýst. „Það er fyrst og fremst af fjár- hagslegum ástæðum sem þessi ákvörðun var tekin," sagði Ellert. „Því miður varð gífurlegt tap á Reykjavíkurleikunum sem við efnd- um til hér í vor, það nemur líklega um tveimur og hálfri milfjón þegar upp er staðið. KSÍ hefur ekki ótæmandi sjóði og þetta tap kem- ur illa við fjárhaginn. Það var því ekki verjandi að taka aðra áhættu með leiknum við Nor- eg. Engin skynsamleg rök benda til þess að við myndum fá marga áhorfendur á þann leik, sem líklega hefði verið leikinn með hálfgerðum varaliðum beggja þjóða. Þá var hætt við Grænlands- ferðina vegna þess að sú þriggja landa keppni, sem fyrirhuguð var þar, á milli íslands, Færeyja og Grænlands, datt uppfyrir þegar Færeyingar lögðu ekki í þátttöku, kostnaöarins vegna. Við það brustu forsendur þeirrar farar", sagði Ellert. — Skýtur þá ekki svolftið skökku við að hafa hér þjálfara á fullum launum þegar engir lands- leikir eru? „Síðastliðin tvö ár hefur starfað fyrir okkur landsliðsþjálfari, sem bjó erlendis og hafði lítið af okkar knattspyrnu að segja nema í nokkra daga fyrir landsleiki. Þetta mæltist illa fyrir. Því var ráðist í það að fá þjálfara hingaö til dvalar að sumrinu, sem gæti fylgst vel með íslenskum knattspyrnumönn- um sem hér leika, og jafnframt fylgst með þeim leikmönnum sem leika erlendis á veturna. Þetta sumar hefur verið honum mjög gagnlegt — hann hefur kynnst aðstæðum hérlendis, og viöhorfum leikmanna og forráða- manna. Hans verkefni er auðvitað fyrst og síðast að velja og undirbúa Á-landslið okkar fyrir landsleiki, en hann er einnig til ráðuneytis fyrir aðra þjálfara KSÍ og þeirra þjálfara hjá félagsliðunum sem þess óska. Sigi Held hefur mikla reynslu af knattspyrnu eins og hún gerist best og vonandi getur hann miðlað okkureinhverju af þekkingu sinni." — Er undirbúningur ólympfu- landsliðsins eitthvað á veg kominn? „Það er ekki búið að velja hóp ennþá, en Sigi Heid hefur lagt á það áherslu að hann verði valinn sem allra fyrst, og að hann muni koma saman til æfinga eins oft og hægt er, helst einu sinni í viku fram á haust. Það gæti reynst erf- itt að ná samkomulagi við félögin vegna þessa, en nú er verið að leggja drög að æfingaáætlun fyrir þetta landslið." Ellert Schram, formaöur KSÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.