Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986
Flugskólastýra S AS
Birgitta Rydbeck
Aðeins ein kona í heiminum er
skólastjóri flugskóla hjá stóru
flugfélagi, eftir því að best er vit-
að. Það er óneitanlega sérstætt að
kvenmaður skuli sitja á slíkum
skólastjórastól, en það er SAS flug-
félagið, sem er svona jafnréttissinn-
að. Skólastjórinn, eða öllu heldur
skólastýran, heitir Birgitta Rydbeck
og skólinn er SAS „flugakademí-
an“, þar sem áhafnir félagsins
hljóta menntun sína og þjálfun.
Þegar Birgitta tók við embættinu
blés ekki byrlega fyrir henni, því
þá var það hefð að flugskólastjórinn
væri karlkyns flugmaður. Og nú
var sem sé komin manneskja, sem
ekki kunni að fljúga og var kona í
þokkabót.
Samtök flugmanna báru fram
andmæli gegn ráðningu hennar, en
Birgitta lét það ekki buga sig. Hún
vissi að það þurfti ekki flugmann
til að stjóma flugskóla og það hef-
ur hún svo sannarlega sýnt hinum
vantrúuðu fram á, því hún hefur
staðið sig með afbrigðum vel, ef
marka má orðróminn innan SAS.
Birgitta Rydbeek á sæti í stjóm
flugrekstrardeildar SAS þar sem
hún var lengi vel eina konan. Fyrir
skömmu barst henni liðsauki þegar
kynsystir hennar settist í stjómina,
en sú hefur yflrumsjón með þjón-
ustunni um borð í SAS vélunum.
Birgitta segir að starfsandinn
verði betri þegar konur og karlar
starfl samhliða og bætir við, að á
meðan að kvenyfírmennimir séu
svona fáir hjá SAS, þá sé minni
innbyrðis metingur en ella.
„Hvers vegna ekki að reyna hlut-
ina, áður en því er slegið föstu að
þeir gangi ekki? Ég held nefnilega
að maður fari á mis við margt, ef
ekki er alltaf stefnt fram á við.
Sjálf hóf ég feril minn hjá SAS, sem
flugfreyja og samhliða fluginu lagði
ég svo stund á viðskiptafræðinám,"
segir þessi kjamakona.
Birgitta segir það krefjast mikils
tíma og áhuga að gegna starfí flug-
skólastjórans. Samverkamennimir
eru 250 talsins og segist hún ekki
hafa gert sér í hugarlund að starfíð
væri eins krefjandi og erfítt og raun
væri.
„Konur, og þá einkum vel mennt-
aðar konur, eru í áberandi sókn,
jafnt innan SAS sem á hinum al-
menna vinnumarkaði. Staða
konunnar hefur breyst mikið
síðustu árin enda eru þær orðnar
miklu sjálfstæðari," segir hún.
En hvemig skyldi Birgittu ganga
að samræma hið krefjandi starf og
Qölskyldulífíð? „Ég hef bamapíu í
fiillu starfí sem annast syni mína
tvo. Annars hefði ég aldrei getað
þetta." Við skulum láta þessi orð
vera lokaorðin í annars ánægjulegri
umfjöllun um hina ungu konu á
framabraut, mitt í öilu karlaveidinu,
sem flugrekstrardeild SAS annars
er.
„KONUR eru almennt alltof rag-
ar við að sækja fram á starfsvett-
vangi,“ segir kjarnakonan
Birgitta Rydbeck, sem stýrir
flugakademíu skandinavíska
flugfélagsins, SAS.
Fílsterkur f roskur
Ingrid Carlson í hlutverki hins
látna listræna prins, Eugen.
Myndarmaður, ekki satt?
Nei, það er ekki ofsögum sagt að líkamsræktaræðið breiðist nú
út eins og eldur i sinu. Menn, jafnt sem málleysingjar gera sér nú
æ betur grein fyrir sannleiksgildi málsháttarins: Heilbrigð sái í
hraustum líkama.
Forsætisráðherra
frú á fiölunum
segir hann, „en það er greinilegt að hún
hefur hæfíleika á þessu sviði," segir ráð-
herrann. Ekki hefur Ingrid Carlsson þó
hugsað sér að leggja leiklistina frekar
fyrir sig. Frægð og frami freista hennar
ekki. Hún starfar sem bókasafnsfræðingur
í heimabæ sínum Tyresö og segist vera
hæstánægð í því starfi „en óneitanlega
hefur þetta verið bæði spennandi og
skemmtilegt. Aldrei hefði það hvarflað að
mér að ég ætti eftir áð spreyta mig á
sviðinu," segir Ingrid og hlær.
Einhver glöggur áhugaleikari tók eftir
því fyrir skömmu að forsætisráðherra-
frú Svíþjóðar, Ingrid Carlsson væri sérlega
lík þeim myndum sem til væru af Eugen
prins, sem m.a. var þekktur fyrir málara-
hæfíleika sína. Það tók hann tíma að herða
hugann upp í að spyija frúna hvort hann
mætti prófa að farða hana upp í karl-
mannshlutverk og sjá svo hvort hann hefði
ekki rétt fyrir sér. Ingrid Carlson brást
vel við þessari bón og viti menn. Er verk-
inu var lokið var hún ótrúlega lík hinu
látna aðalsmanni. Þar sem áhugaieikhúsið
var að setja á svið leikrit þar sem Eugen
kemur við sögu, var þess farið á leit við
Ingrid að hún tæki hlutverkið að sér. Setn-
ingar prinsins í stykkinu eru fáar svo
málið var auðsótt. Ingrid klæðir sig því
nokkur kvöld í viku í karlmannsföt og
kemur fram sem konunglegur listamaður.
Hefur hún hlotið mikið lof fyrir leik sinn
og látbragð og er bóndi hennar hæstán-
ægður með frammistöðu frúarinnar.
„Fyrst fannst mér þetta fráleit hugmynd,"
„Það kom mér svo sannarlega á óvart hversu vel
hún hefur staðið sig í hlutverkinu. Hún hefur
greinilega hæfileika á þessu sviði,“ segir bóndi
Ingridar, Ingvar Carlson.
Verið að leggja síðustu hönd á verkið. Ingrid klæðir sig í karl
mannsföt nokkur kvöld í viku.
fclk I
fréttum