Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986 17 Norskt herskip í heimsókn V ísindastyrkir Annar þáttur í starfi Atlantshafs- bandalagsins sem almenningur veit lítið um er stuðningurinn við vísindastarfsemi, fyrst og fremst styrkir til vísindamanna til náms í öðrum ríkjum bandalagsins. Um 1000 stórir styrkir eru veittir á ári til náms og rannsókna í hinum fjöl- breyttustu vísindagreinum auk margra smærri ferðastyrkja og til námskeiðahalds. Á þeim 25—30 árum síðan vísindastyrkir NATO hófust hafa yfir 250 þúsund vísindamenn notið þeirra, þar á meðal hundruð íslendinga. Uppi eru nú áform um að tvöfalda kvóta Is- lendinga af NATO-styrkjum. Þessi stuðningur NATO við rann- sóknir og vísindi kemur ekki aðeins vísindamönnum, styrkþegunum til góða. Hann styrkir vísindastarfsemi bandalagsríkjanna, eflir kunnings- skap og skilning þjóða í milli og eyðir tortryggni. Það er eftirtektar- vert að mest af NATO-styrkjunum hefur runnið til náms í greinum sem eru gersamlega óskyldar aðalhlut- verki bandalagsins, þ.e. vamarkerf- inu. Rannsóknastyrkir í vistfræði, hagfræði og þjóðfélagsfræði eru eins algengir og styrkir til eðlis- fræði- og verkfræðirannsókna. Það er ekki einu sinni spurt að því hvort styrkþegar séu fylgjandi NATO eður ei. Sannast sagna virðist það nú óþarfi að styrkja grimma and- stæðinga til náms og mætti vel velja og hafna á þeim forsendum. Eitt málefni enn sem rétt er að minnast á og Norður-Atlantshafs- þingið hefur látið sig miklu skipta Leikmanni gæti virst sem það væri varla mjög flókið verk að gera pörunarforrit. En úr því það hefur ekki tekist bærilega enn, hlýtur að leynast fískur undir steini: „Þetta virðist vera auðunnið verk, það er rétt. En það er margs að gæta, og eftir því sem mótið er stærra er málið erfíðara viðfangs," segir Daði. „Grundvallarreglan er sú að menn með jafna vinninga eiga að tefla saman. Segjum að átta menn séu með 5 vinninga eftir 9 um- ferðir. Það væri einfalt að para þá saman ef þeir hefðu ekki sumir hveijir áður teflt innbyrðis, eins og næsta víst er. Þá þarf að flytja ein- hveija þeirra niður í næsta vinn- ingahóp, láta suma tefla við menn sem hafa 4 V2 vinning. En hveija á að flytja og hveija á að velja á móti þeim úr lægri hópnum? Þegar slík ákvörðun er tekin þarf að taka tillit til ótal hluta, svo sem skák- stiga og jöfnun lita — en það er reynt að tryggja að menn hafi jafn oft svart og hvítt í hverju móti. Þetta getur orðið býsna flókið þeg- ar keppendur eru margir. Enn- fremur er það hugmynd okkar að bæta ýmsu öðru inn í forritið: láta það reikna út möguleika á titilvinn- ingum einstakra skákmanna eftir hveija umferð, annast skákstigaút- reikninga, raða mönnum upp eftir vinningum og ýmislegt fleira," út- skýrir Daði. Daði er vongóður um að hægt verði að koma forritinu á markað erlendis: „Okkur reiknast svo til að við komum út með sæmilegum hagnaði ef okkur tekst að selja 100 forrit. Kaupendur yrðu þá einkan- lega mótshaldarar og taflklúbbar, og hafa nokkrir aðilar þegar ákveð- ið að kaupa af okkur forrit. Oft er rætt um nauðsyn þess að íslending- ar notfæri sér þá sérþekkingu sem þeir búa yfir. Skákin er svo sannar- lega eitt af þeim sviðum þar sem íslendingar standa hvað fremstir í flokki. Þá er ég ekki eingöngu að tala um skákstyrkleika, heldur einnig um stjórnun skákmóta. Mik- ill fjöldi alþjóðlegra skákmóta hefur verið haldinn hér á landi á undan- förnum árum og hefur framkvæmd þeirra undantekningarlaust verið með miklum ágætum. Með sam- vinnu við Skáksamband íslands tel ég að við getum nýtt þessa miklu reynslu til að útbúa heildarkerfi fyrir stjórnun skákmóta sem væri mun fullkomnara en þau kerfi sem fram til þessa hafa verið á markaðn- um,“ sagði Daði Jónsson. er jöfnuður í lífskjörum milli land- anna, sérstaklega bætt lífskjör í Portúgal, Grikklandi og Tyrklandi. Þessu verkefni hefur verið vel tekið hjá öðrum bandalagsþjóðum og miðað vel. Telja má fullvíst að NATO hafi aflað sér góðs stuðning í þessum þrem löndum. * Island verður áfram í NATO Það er af mörgu fleiru að taka um starfsemi Atlantshafsbanda- lagsins utan hins eiginlega varnar- starfs. Þess er að vænta og það er vonandi að bandalagið haldi áfram jafnvel þó ógnun frá austri linni. Hitt er alveg ljóst að NATO verður áfram pólitískur skotspónn vinstri- sinna og stjómleysingja. Því er nauðsynlegt að allir sem trú hafa á málstaðnum taki höndum saman og styðji við bakið á NATO og láti ekki rægja bandalagið og níða niður í sín eyru ómótmælt. Jón Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýðuflokksins talar um NATO sem sósíaldemókratísk sam- tök í Mbl-viðtali nýlega. Það hlýtur í hans munni að vera hið mesta hrós og gleður okkur hina, fylgis- menn NATO. Hvort Jón Baldvin Hannibalsson er að taka af öll tvímæli um að hann gæti orðið góður utanríkisráðherra skal ósagt látið, en eindregin afstaða hans og annarra þingmanna Alþýðuflokks- ins er ánægjuleg þar sem Nörður- landakratar eru ekki allir jafngóðir bandamenn og forverar þeirra voru í þessu tilliti. Það var hins vegar leiðinlegt að lesa það eftir Þórarni Þórarinssyni í Tímanum að við eigum hiklaust að tefla aðild okkar að vestrænni samvinnu á móti nokkmm tonnum af kinda- og hvalkjöti. Sala á dilka- kjöti og hvalkjöti mun ekki aukast þó við göngum úr NATO og ekki aukast þá flutningar til Keflavíkur. Þegar menn slá fram svona stund- arhugdettum veðrar að fyglja hugsun um það hvað við tekur ef NATO-aðild íslands sleppir. Höfundur er þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Norðulandskjör- dæmi eystra. SKIP úr Konunglega norska flot- anum, KNM Horten, kom til landsins á þriðjudagsmorgun í vináttuheimsókn. Það mun dvelja hér tii fimmtudags. KNM Horten er nú á leið heim til Noregs frá Bandaríkjunum þar sem skipið var meðal annars við- statt hátíðahöldin í sambandi við þjóðhátíðardag Bandaríkjamanna og aldarafmæli Frelsisstyttunnar þann 4. júlí síðastliðinn. KNM Horten er 2500 lestir að stærð og með 85 manna áhöfn. Horten er notað sem aðstoðarskip við kafbáta og hraðskreiða eftirlits- báta. Einnig notaði Olafur V Noregskonungur KNM Horten sem konunglega snekkju í maí til sept- ember 1985. Skipstjóri á KNM Horten er Tor Lien. EUDBA FOLK IHOPFERÐ TIL MALLORCA Það erengin tilviljun að Ferðaskrifstofan Polaris gefieldra fólkikostá haustferð til Mallorca. Á haustin erloftslagið á Mallorca einstaklega þægilegt, sólin skín og andvarinn afsjónum ersvalandi. íþriggja vikna hópferð býður Polaris eldri farþegum sinum þægilegt og forvitnilegt umhverfi og gistingu á hinu stórglæsilega íbúðahóteli Ciudad Blanca viðAlcudiaflóann. Á undanförnum árum hafaþúsundiríslendinga gefið þessu hóteli sin allra bestu meðmæli og það sem mestu skiptir er að hjá Polaris eru islenskir fararstjórar og íslensk hjúkrunarkona. Brottföríhaustferðer30. september. Valdís Blöndal, sérlegurfararstjóri aldraðra verðurmeð i ferðinni og verðurhún á Ferðaskrifstofunni Polaris, Kirkjutorgi 4, fimmtudaginn 24. júlíkl. 14.00-17.00. Þargeta eldri farþegar kynnt sér ferðina og þá glæsilegu aðstöðu sem þeim stendur til boða. Sextugur, sjötugur, áttræður... Aldurinn skiptirekki mali, í Polarisferð verða allir ungir íánnað sinn! FERÐASKR/FSTOFAN POLARIS wg/s Kirkjutorgi4 Sími622 011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.