Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986
Jöfur
yfirtekur
Hafrafell
JÖFUR hf. hefur keypt 80% hluta-
fjár í Hafrafelli, sem um árabil
hefur verið umboðsaðili fyrir
Peugeot-bíla. Innan skamms
verður öll starfsemi Hafrafells
flutt í húsakynni Jöfurs og hús-
eignin að Vagnhöfða 7 seld. „Ég
tel að nú séu runnir upp þeir
timar í viðskiptaheiminum að
fyrirtæki renni æ meira saraan
i sterkari heildir" sagði Eyjólfur
Brynjólfsson, framkvæmdasljóri
Jöfurs. „Við bætum við úrvalið
án þess að auka fastan kostnað,
og rennum styrkari stoðum und-
ir reksturinn."
Jöfur var stofnaður árið 1946.
Fyrirtækið hefur umboð fyrir
Skoda, Alfa Romeo og Chrysler
bifreiðar. „Með tilkomu Peugeot
bílanna bætum við „millibíl" inn í
úrvalið. Verðin sem við höfum sam-
ið um fyrir næsta ár eru okkur
hagstæð. Ekki sakar að Peugeot er
í sókn bæði í Frakklandi og utan
þess“ sagði Eyjólfur. Hann bætti
við að þegar væru komnar inn 50
pantanir fyrir næstu árgerð
bílanna. „En bflasala á þessu ári
er líka fáránlega mikil. Ég er
hræddur um að á næstunni fái
menn í þessari grein mikla timbur-
menn.“
LESBCE
u la ni a [u] ® m b a ® si in ® m
HLÉ verður á útgáfu Les-
bókar í 4 vikur yf ir
hásumarið. Næsta Lesbók
kemur út laugardaginn 16.
ágúst.
TEKIÐ var til hendinni í Fossvoginum í gær I fullorðinna tók þátt í þessari vinnu með
er unglingar úr Vinnuskóla Kópavogs lögðu I krökkunum og var ekkert gefið eftir þó tals-
göngustíg frá Birkitúni að Daltúni. Hópur | vert rigndi í gær.
Fengn
20% launa-
hækkun
SAMNINGAR hafa náðst í vinnu-
deilu Alþýðusambands Aust-
fjarða og VSI og Vinnumálasam-
bands samvinnufélaganna vegna
starfsfólks í fiskimjölsverksmiðj-
um. Samkomulag varð um að
meðaltali 20% álag á 19. launa-
flokk ASÍ.
Hrafnkell A. Jónsson, formaður
verkalýðsfélagsins Árvakurs á
Eskifirði, sagði í samtali við Morg-
unblaðið, að þessir starfsmenn
þægju laun samkvæmt 19. launa-
flokki ASÍ. Samið hefði verið um
ákveðið álag á þann launaflokk,
mismunandi eftir starfsaldri. Byij-
endur fengju 15% álag, eftir tvö
ár yrði álagið 20%, 25% eftir 6 ár
og 30% eftir 9 ár, en flestir starfs-
menn verksmiðjanna væru með
tveggja til sex ára starfsaldur. Auk
þess hefði verið samið um að verk-
smiðjumar sæju starfsmönnum
sínum fyrir viðeigandi hlífðarfatn-
aði þeim að kostnaðarlausu og fleiri
smærri atriði.
Stal banka-
bókum og
náði út
tæpum 200
þúsund kr.
Hitaveitan í Vestmannaeyjum:
Raforka tekur fljót-
lega við af hrauninu
- Hraunið getur ekki sinnt orkuþörfinni að fullu nema til
loka næsta árs segir Sveinbjörn Björnsson eðlisfræðingur
„HRAUNIÐ í Vestmannaeyjum
mun líklega ekki geta sinnt allri
orkuþörf Vestmannaeyja nema
til loka næsta árs, “sagði Svein-
björn Björnsson, eðlisfræðingur,
en hann hefur ásamt Þorbimi
Sigurgeirssyni unnið sem ráð-
gjafi á vegnm Raunvísindastofn-
unar Háskólans fyrir Hitaveitu
Vestmannaeyja um það hvernig
nýta megi hraunið.
„Virkjunaraðferðin sem notuð er
í dag gengur út frá samfelldu lagi
af bráðnu hrauni", sagði Sveinbjöm.
„Ef hraunið er storkið í gegn og
komið gat á pönnuna hleypir það í
gegn vatninu sem vökvað er á og
verður það þá ekki að gufu. Þetta
gerist jafnvel þó að hraunið sé enn
allt að 7-800 stiga heitt. Þannig
minnkar alltaf smám saman sú orka
sem hraunið getur veitt.
Það verður þó áfram hægt að fá
verulega orku úr hrauninu en hún
mun ekki geta sinnt þörfinni þegar
orkuþörfin er sem mest. Yfir hávet-
urinn getur orkuþörfin farið upp í
allt að 18 MW en er að jafnaði
ekki nema einn þriðji af því, allt
niður í 5 MW á góðum sumardög-
um.
Hraunið gæti vel enst sem orku-
gjafi í ein 10-15 ár til viðbótar en
mundi þá ekki geta sinnt nema
kannski fjórðungi af orkuþörf bæj-
arins. Þá fer þetta líka að verða
spuming um það, hvort það borgi
sig að vera að eltast við hitann.
Tilkostnaðurinn er kannski orðinn
það mikill að aðrir orkugjafar reyn-
ast hagstæðari.
Það er líka hugsanlegt að í
framtíðinni verði hægt að nýta þann
hita sem er að finna í Eldfellinu
sjálfu. En þar þyrfti þá að nota
allt aðrar virkjunaraðferðir en við
þekkjum í dag og sem þyrfti að
þróa upp, en það tæki auðvitað sinn
tíma. Éins og stendur þekkir enginn
maður á íslandi aðferð sem hægt
væri að nota,“ sagði Sveinbjöm
Bjömsson.
„Draumurinn er auðvitað að við
gætum komið okkur upp endanleg-
um grunnorkugjafa fyrir ársbyrjun
1988 til að koma til móts við orku-
þörfina," sagði Eiríkur Bogason
rafveitustjóri í Vestmannaeyjum í
samtali við Morgunblaðið. „Grunn-
aflið yrði þá rafskautskatlar og
síðan mundum við nýta hraunið eins
og við getum. Við erum að fara í
gang með samninga við Rafmagns-
veitur ríkisins um kaup á raforku
frá meginlandinu og hversu hag-
stæðir þeir verða mun ráða miklu
um framtíðina. Við eram með all
nokkum skuldabagga á bakinu og
það verður því að ráðast, hvort að
við höfum bolmagn til þess að koma
á endanlegum grunnorkugjafa
strax, eða hvort að við munum
þurfa að að bjarga okkur fyrir hom
með olíu fyrst í stað. Hún er þó
óhagstæðari, á því verði sem hún
er á í dag, en innlenda orkan miðað
við til dæmis þá samninga sem
Orkubú Vestfjarða er með.
Þetta er auðvitað stórmál fyrir
okkur hér og það varðar framtíðar-
búsetu í Vestmannaeyjum að takist
að finna lausn á þessum málum.
Auðvitað vonar maður að hraunið
Þorsteinn Gíslason sagði í samtali
við Morgunblaðið, að verðið væri út
í bláinn miðað við afurðaverð og
reksturinn gengi hreinlega ekki upp
miðað við óbreyttar forsendur.
Stjómendur SR hefðu verið að bíða
eftir verði, þegar haft hefði verið
samband við hann vegna Gísla Áma,
sem var á leið til lands með full-
fermi. Hann hefði lofað að beita sér
fyrir því, að þeir töpuðu ekki á því
að landa fyrsta farminum á Raufar-
geti enst okkur aðeins lengur en
spáð er, en allir útreikningar og
spádómar Raunvísindastofnunar-
innar hafa staðist hingað til og því
nauðsynlegt að haga sér í samræmi
við það,“ sagði Eiríkur Bogason.
höfn. Engar upphæðir hefðu verið
nefndar enda hefði þá ekki legið fyr-
ir með neinni vissu tilboð frá öðrum
verksmiðjum.
Þorsteinn sagðist telja það raun-
hæft verð, sem boðið væri erlendis,
ti! dæmis í Færeyjum, 1.600 krónur
fyrir lestina. Vegna lægra verðs á
svartoliu þar, kostaði það um 150
krónum minna að framleiða úr hverri
lest en hér. Við þennan samanburð
væri því enn lægra verð raunhæft
SÍBROTAMAÐUR, sem brotist
hafði inn i bæ í Grafningi og
stolið þaðan þremur bankabók-
um, var handtekinn í Borgarnesi
í fyrradag. Hafði hann þá tekið
180 þúsund krónur út af bókun-
um.
Maðurinn hafði farið í tvö banka-
útibú á Selfossi og leyst út 140
þúsund krónur úr einni bókanna og
40 þúsund krónur úr hinum. Hann
skrifaði nafn eiganda bókanna á
úttektarseðlana og sitt eigið nafn
undir. Því var strax farið að svip-
ast um eftir honum og á þriðjudag
hafði lögreglan spumir af honum á
Þingvöllum. Hann var síðan hand-
tekinn í Borgamesi á þriéjudags-
kvöld og hafði hann þá 130 þúsund
krónur í reiðufé á sér.
Nokkuð hefur verið um innbrot
í sumarbústaði í Grafningi að und-
anfömu og leikur gmnur á að þessi
maður hafi einnig verið þar að
verki.
hér eða um 1.500 krónur fyrir lest-
ina. Hann sagði vinnslu hafna á
Raufarhöfn, en hvert framhaldið
yrði, væri enn óráðið. Menn væru
enn að ná sér eftir undrunina á verð-
inu.
Magnús Bjamason, framkvæmda-
stjóri Hraðfrystihúss EskiQarðar,
sagði í samtali við Morgunblaðið, að
verðið væri það hátt, að enginn
grundvöllur væri til kaupa á loðnu
og vinnslu afurða. Jón Kjartansson,
eitt skipa fyrirtækisins, var á miðun-
um í gær og sagði Magnús, að tekið
yrði við þeim farmi, en um fram-
haldið væri allt óljóst.
Krossaness-verksmiðjan hefur
tekið á móti einum farmi, 810 lestum
af Súlunni. Ekki verður tekið við
loðnu af öðrum skipum fyrst um sinn
þar.
„Verðið út í bláinn
ogtap fyrirsjáanlegt“
Stjórnendur loðnuverksmiðju óánægðir með nýtt loðnuverð
EIGENDUR loðnuverksmiðja á landinu eru mjög óánægðir með loðnu-
verðið, sem ákveðið var á þriðjudag. Telja þeir það allt of hátt og
taprekstur fyrirsjáanlegan miðað við afurðaverð. Því er óákveðið í
flestum tilfellum hver framvinda mála verður og hvort verksmiðjum-
ar telja sér fært að vinna loðnuna. Þorsteinn Gíslason, stjómarformað-
ur Síldarverksmiðja rikisins, segir ákvörðun yfimefndar Verðlagsráðs
sjávarútvegsins kjánalega. Verksmiðjurnar á Raufarhöfn og Krossa-
nesi hafa hvor um sig tekið á móti einum farmi.