Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÖLÍ 1986 VERÐLÆKKUN VEGNA NYRRA SAMNINGA VIÐ" VERKSMIÐJURNAR, TÓKST OKKUR' AÐ L/EKKA VERÐIÐ Á HEIMILIST/EKJUM. Meö fylgihlutum má breyta brettavogunum á einfaldan hátt í t.d.: Góifvogir fyrir lausa pakka. Hasbis lif KRÓKHÁLSI 6 • 110 REYKJAVÍK • SÍMI 671900 Ástralía: Beruðu brjóst sín er banda- rísk f lotadeild sigldi í höfn Perth, Ástralíu. AP. HÓPUR ástralskra nektardans- meyja, sem beruðu brjóst sín við komu bandarískrar flotadeildar til Perth, hefur lítillækkað Ástr- alíu, að mati þarlendra stjórn- málamanna. „Að mínum dómi var þetta ákaf- lega vanvirðandi fyrir ástralskar konur, en þó einkum fyrir land okk- ar,“ sagði þingmaðurinn Jo Vallent- ine. „Mér er sjjurn: Er það vilji okkar, að eftir Astralíu sé munað á þennan hátt?“ Konumar söfnuðust saman á hafnarbakka í Fremantle og beruðu bijóst sín í sömu mund og herskip- in sigldu inn í höfnina. Var tilgang- urinn sá að lokka bandarísku sjóliðana á næturklúbb einn í Perth. En konumar höfðu víst ekki er- indi sem erfíði. Talsmenn banda- rísku flotadeildarinnar sögðu, að vegna erfíðra veðurskilyrða og sjáv- argangs hefðu flestir sjóliðanna orðið að halda kyrm fyrir um borð. Áströlsku nektardansmeyjamar vom fljótar að fanga athygli bandarísku sjóliðanna, þegar lagt var að bryKgju- Egypzk olía á 7 dollara hver tunna Kairó, AP. HOSNI Mubarak, forseti Egypta- lands, hefur skýrt svo frá, að verð á egypzkri olíu sé komið niður í 7 dollara tunnan. Verð á olíu frá Egyptalandi í júní var 9,50 - 11,50 dollarar hver tunna, allt eftir gæðum hennar. í ræðu, sem Mubarak flutti á sunnudag, sagði hann, að Egypta- land myndi tapa um 1200 millj. dollumm á næsta ári, ef hið lága olíuverð héldist. „Olíuverðið hefur fallið úr 28 dollumm niður í 7 doll- ara tunnan. Við sjáum á bak 21 dollara á hveija tunnu. Þetta er feikileg fjárhæð," sagði Mubarak. Kókaín-aðgerðir umdeildar í Perú Lima, Trinidad, AP. VINSTRISINNAÐUR þing- maður í Perú hefur gagnrýnt sameiginlegar aðgerðir bóliv- ískra yfirvalda og banda- TOLEDÖ tfr rískra hermanna gegn kók- aínhreiðrum í Bólivíu. Segir hann Bandaríkjasfjórn ætla að nota eiturlyfjaherferðina sem yfirvarp við að koma á fót herbækistöðvum í Bólivíu. Á hinn bóginn segir í leiðara dagblaðs í Perú, að Bólivíustjóm eigi skilið hrós fyrir að biðja Bandaríkjamenn um aðstoð, þrátt fyrir fordóma og æsingaræður gegn slíkri beiðni. Segir blaðið, að Perúmenn ættu að fylgja for- dæmi Bólivíu, þar sem þeim muni aldrei takast hjálparlaust að koma eiturlyfjaframleiðslunni í landinu fyrir kattamef. Einkum sé málið erfítt viðureignar í fmmskógum Amazónsvæðisins, þar sem erfítt sé að fínna kókaínverksmiðjumar. Talið er, að árlegur, ólöglegur útflutningur á kókalaufí, hráefn- inu í kókaín, frá Perú sé að andvirði 500 til 1000 miljónir Bandaríkjadala. Sendiherra Bólivíu í Perú hefur vísað ásökunum þingmannsins á bug og segir Bólivíu aldrei munu leyfa erlendar herbækistöðvar í landi sínu. Áætlað er, að aðgerðimar í Bólivíu taki um tvo mánuði. Bóliv- ískur lögregluforingi sagðist vona, að Bandaríkjamennimir veittu meiri aðstoð og skildu eftir þijár af Black Hawk þyrlunum, sem þeir komu með til landsins. Markaði bílþjófinn Los Angeles, AP. MAÐUR, sem reyndi að stela bfl, meðan eigandinn lét bensín á farartækið, missti hluta af öðru eyranu í átökum við tann- hvassan bíleigandann. Ræninginn var vopnaður byssu og heimtaði lyklana af eigandan- um, sem sá, að byssan lá í farþegasætinu. Hann vatt sér því inn í bílinn og hófst nú hin harð- asta barátta. I látunum hljóp skot úr byssunni sem lenti í þjóhnöpp- um bfleigándans. Ræninginn reyndi nú að kyrkja bfleigandann sem brást við hart og beit mynd- arlegt stykki úr eyra andstæðings síns, en ræninginn flúði við svo búið blæðandi á brott. Er lögreglan á næstunni yfír- heyrir meinta bflþjófa, mun hún huga vandlega að eyrum þeirra og bera bútinn við í vafatilvikum. DÆMIUM VERD: UPPÞV0TTAVÉLEL2,° QÍ-Qf-„ ADURstgr.kr.42060-KOSTAR NÚ stgr O0,o0H,- UPPPVOTTAVÉLEL20° AÐUR stgr.kr. 36322 - KOSTAR NU stgr vJ tUÖ^T,” 7 HflflHfl SuóurlarKjsbraut 16 Simi 9135200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.