Morgunblaðið - 07.08.1986, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 07.08.1986, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 3 Fjölmennt við Geysisgos Tíu sjónvarps- skermar eru á húsum án leyfis Borgaryf irvöld standa enn í stappi við sendiráð Sovétríkjanna Morgunblaðið/Ámi Sœberg Yfir tvö þúsund manns fylgdust með þegar Geysir í Haukadal var látinn gjósa síðastliðinn laugar- dag. Hátt í tvo tíma og um 50 kíló af sápu þurfti til áður en hverinn sýndi styrk sinn. „ÞAÐ ER ekki mjög mikið um að fólk setji upp sjonvarpsskerma í óleyfi, en þó eru nú um 10 skermar í Reykjavik, sem ekki hafa fengist leyfi fyrir,“ sagði Gunngeir Pétursson, skrifstofustjóri hjá byggingafulltrúanum i Reykjavík. I Morgunblaðinu hinn 31. júlí birtist auglýsing frá byggingafíill- trúanum í Reykjavík þar sem athygli húseigenda var vakin á því að auk samþykkis meðeigenda þurfi leyfi bygginganefndar fyrir því að setja upp sjónvarpsskerma. Megi þeir sem sett hafa upp slíka skerma án leyfis búast við því að þeim verði gert að fjarlægja þá að viðlögðum dagsektum. Gunngeir Pétursson sagði það hlutverk byggingafulltrúans í Reykjavík að fylgjast með því að skermarnir væru ekki settir upp þannig að þeir væru of áberandi. „Við viljum til dæmis ekki að skermarnir séu fyrir framan hús, heldur á þaki þeirra, þar sem minna ber á þeim. Þá er það einn- ig okkar sjónarmið að það eigi ekki að vera fleiri en einn skermur á húsi. Það er ótækt að það séu margir skermar á fjölbýlishúsum og helst ætti að vera einn skermur fyrir heilu hverfin, þar sem því verður við komið. Það væri hroða- lega ljótt ef allir væru með skerm. Við viljum að þeir fari vel og af- lagi ekki húsin,“ sagði hann. Ekki kvaðst Gunngeir vita hve margir skermar væru nú í Reykjavík. Hann sagði að enn væri staðið í stappi við sendiráð Sovétríkjanna vegna sjónvarps- skerms sem komið var fyrir á bústað sendiherrans fyrir nokkrum árum. „Við höfum rætt þetta mál við þá Sovétmenn og þeir lofuðu að færa skerminn, en þeir hafa ekki staðið við það,“ sagði Gunn- geir. „Við viljum að skermurinn verði færður á minna áberandi stað, því það er ekki hægt að stað- setja svona stóra hluti blint. Það hefur verið reynt að knýja fram niðurstöðu í þessu máli í gegnum utanríkisráðuneytið, en án árang- urs. Lögfræðingar deila líka um hvort hægt sé að beita sendiráðs- menn dagsektum, en það telst hæpið,“ sagði Gunngeir Pétursson að lokum. Atkvæði lög- reglumanna talin á morgun NIÐURSTAÐA úr atkvæða- greiðslu lögreglumanna um kjarasamninga verður Ijós á inorgun. Lögreglumenn hafa að undan- förnu fengið atkvæðaseðla senda heim í pósti. Á skrifstofu landssam- bands lögreglumanna fengust þær upplýsingar í gær, að í dag yrðu atkvæðaseðlar þeir er borist hafa til landssambandsins teknir saman og atkvæði yrðu síðan talin á morg- un, föstudag. REYKJAVÍK AKUREYRI NJARÐVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.