Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR' 7. ÁGÖST'1986
ÚTVARP / SJÓNVARP
Sinna
w
Eg lofaði því í gærdagsgreininni
að minnast í dag á Sinnu, þátt
um listir og menningarmál líðandi
stundar, sem er í umsjón Ragnheiðar
Gyðu Jónsdóttur og Þorgeirs Ólafs-
sonar uppúr hádegi á laugardögum.
Þáttur þessi er býsna áheyrilegur og
mjög í hóf stillt músíkinnskotum en
þau voru reyndar helsta umræðuefni
síðasta þáttarkoms. Annars er ekki
sama hvar og hvemig maður nálgast
útvarpsefni. Þannig vildi til að ég
nálgaðist Sinnuna í afar menningar-
legu umhverfi önnum kafinn við að
rífa uppmosasteina úr landi Reykjaví-
kurborgar á Grafarvogshæðum.
Viðtækið í bílnum hamast í kapp við
kríuna og þegar augun hvarfla frá
moldarbörðunum og steinhrúgunum
blasir við skjannahvít Áburðarverk-
smiðjan eins og töfrahöll og svo
framundan öskuhaugunum Viðey
skreytt litfögrum tjöldum og við einn
voginn ofurlítil skúta máski nýkomin
frá Atlantis og ögn til vinstri heiðblár
Jakinn við Sundahöfn gneistandi af
sólargeislunum. Getur dauðlegur
maður vænst nokkurs betra í þessu
lífi? Jú ekki sakar að heyra af heims-
menningunni af Erró á bíenalinum,
en þau Ragnheiður Gyða og Þorgeir
ræddu við Gunnar Kvaran listsagn-
fræðing sem er nýkominn frá Feneyj-
um þar sem hann Erró blessaður vakti
meiri athygli en aðrir fulltrúar Norð-
urlandanna og svo upphófust Valkyij-
ur Wagners svo mikilfenglegar að
krían lagði andartak við hlustimar
og síðan tók Arthúr Björgvin Bollason
við og lýsti Bayreuth-hátíðinni þar
sem fimmtíu þúsund manns hittast
ár hvert og hlýða á hinn mikla hring:
Der Ring des Nibelungen.
Tveirgóðir
Lýsing Arthúrs Björgvins á Bayr-
euth-hátíðinni var álíka vönduð og
lýsing Guðmundar Heiðars FVímanns-
sonar á breska skólakerfinu er ég gat
um í gærdagspistli. Þannig rakti Art-
húr Björgvin sögu Bayreuth-hátíðar-
innar og leit vítt yfir óperusvið
dagsins í dag. Slíkir útvarpsmenn eru
gersemi því þeir vinna starf sitt af
kostgæfni og hlustendur fara ríkari
af fundi. Þeir Guðmundur Heiðar og
Arthúr Björgvin eru líka prýðilega
máli famir og er greinilegt að þeir
spretta úr frjóum jarðvegi íslenskrar
alþýðumenningar. Þá félaga þarf ekki
að auglýsa í lit. Auðvitað er notalegt
að hafa brandarakalla við hendina
þegar grámi hversdagsins leggst á
sálartetrið en ósköp verður maður nú
stundum leiður á þessum síbrosandi
náungum er halda að þeir fljóti enda-
laust á bröndumnum. Hér sem annars
staðar gildir hið fomkveðna að verkið
lofar meistarann.
300þúsund
Eins og ég sagði áðan hittast
fimmtíu þúsund menn ár hvert á
Bayreuth-hátíðinni að hlýða á hinar
tyrfnu tónsmíðar meistara Wagners
en vissuð þið lesendur góðir að 300
þúsund manns fá ekki miða eða svo
sagði Arthúr Björgvin okkur í Sinnu.
Þegar ég heyrði þessa tölu þá rann
upp fýrir mér ljós og mosagijótið
hreinlega rauk upp úr mosabreiðunum
hans Davíðs. Ef Þjóðveijar geta lokk-
að til sín 300 þúsund manns í biðraðir
fyrir utan Bayreuth þá getum við ís-
lendingar Iiæglega lokkað til sögueyj-
arinnar álíka marga að horfa á
íslendingasögumar sviðsettar úti í
hinni hrikalegu og ónumdu náttúru
landsins. Hugsið ykkur allar milljón-
imar er þyrstir eftir að komast til
fjarlægrar eyjar þar sem sagnir fortí-
ðar kvikna til lífs í ægifögru landslagi.
Fáum Jón Pál og Schwarzenegger
þann er lék villimanninn Conan til að
auglýsa söguleikana og síðan sjá
Hrafn og Bergman um sviðsetning-
una.
Ólafíir M.
Jóhannesson
------
linni sést
Heitar krásir úr köldu stríði:
Trausti Jónsson veðurfræðingur. Á innfelldu myndinni sést Magnús Þór Jóns-
son, Megas.
Dægnrflugnr ársins 1954
^■■■1 Trausti Jónsson
9Q00 veðurfræðingur
0g Magnús Þór
Jónsson, betur þekktur sem
Megas, verða í þessum
mánuði og fram í byijun
september með þátt á rás
2 sem þeir nefna Heitar
krásir úr köldu stríði.
í kvöld ætla þeir að leika
lög frá 1954 eða þar um
bil. Eða éins og Trausti
orðar það: „Við ætlum að
ímynda okkur að rás 2
hafi verið til árið 1954 og
leika lög í samræmi við
það.“
Þetta verða í bland lög
sem flestir kannast við og
lög sem hafa af einhveijum
ástæðum gleymst og heyr-
ast ekki lengur.
Reykjavík í
augum skálda
■■■■ í kvöld er á dag-
91 20 skrá rásar 1
" tíundi þátturinn
í þáttaröðinni um reykvísk-
ar bókmenntir. Þau Símon
Jón Jóhannsson og Þórdís
S. Mósesdóttir líta yfir
tímabilið frá 1955 til 1965.
Lesið verður meðal annars
upp úr Sálminum um blóm-
ið eftir Þórberg Þórðarson
og sögu eftir Astu Sigurð-
ardóttur og Jökul Jakobs-
son, og flutt verða ljóð eftir
Matthías Johannessen, Jón
Óskar, Þorgeir Þorgeirs-
son, Nínu Björk Ámadótt-
ur og Dag Sigurðarson.
I dagsins önn - efri árin:
Rætt við Mar-
gréti Helgu
Jóhannsdóttur
■■■■ í þættinum í dag
1 Q30 verður rætt við
A ó Margréti Helgu
Jóhannsdóttur. Þegar þátt-
Vinsældalisti hlustenda rásar tvö
■■■■ í dag milli
O/\00 klukkan 4 og 6
“vl gefst hlustend-
um rásar 2 kostur á að
hringja og velja vinsælustu
dægurlögin þessa vikuna.
Bæði er hægt að hringja í
síma rásarinnar í
Reykjavík, 91-687123 og á
Akureyri í síma 96-23056.
Þegar fram líða stundir
er ætlunin að gera jafn-
framt skyndikannanir
meðal hlustenda sem eiga
að hafa ákveðið vægi við
val á vinsældalistanum. 10
vinsælustu lögin verða
síðan kynnt af Leopold
Sveinssyni milli kl. 20 og
21 í kvöld og þau 30 vin-
sælustu á sunnudaginn
milli kl. 16 og 18. Stjórn-
andi þá er Gunnlaugur
Helgason.
urinn hóf göngu sína í vor
var sagt að rætt yrði við
fólk allt niður í 40 ára gam-
alt og það nánast fullyrt
að þegar fertugsaldri væri
náð væri fólk komið á efri
ár. Að sögn umsjónar-
manns þáttarins vakti
þetta lítinn fögnuð þeirra
sem voru rétt sloppnir yfir
40 ára markið. Það var þó
aðeins með hjálp þessarar
skilgreiningar sem Mar-
grét Helga slapp inn í
þáttinn. Að venju verður
spjallað um lífið, tilveruna
og ellina. Umsjón Ásdís
Skúladóttir.
UTVARP
FIMMTUDAGUR
7. ágúst
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
7.15 Morgunvaktin
7.30 Tilkynningar
8.00 Fréttir. Tilkynningar
8.15 Veðurfregnir
8.30 Fréttir á ensku.
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barn-
anna: „I afahúsi" eftir
Guðrúnu Helgadóttur.
Steinunn Jóhannesdóttir
byrjar lesturinn.
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar. Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
9.45 Lesið úr forystugreinum
dagblaðanna.
10.00 Fréttir
10.10 Veðurfregnir
10.30 Ég man þá tíð •
Hermann Ragnar Stefáns-
son kynnir lög frá liðnum
árum.
11.00 Fréttir.
11.03 Söngleikir á Broadway
1986. Fyrsti þáttur: Yfirlit.
Umsjón: Árni Blandon.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar
12.20 Fréttir
12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 í dagsins önn - Efri ár-
in. Umsjón: Ásdís Skúla-
dóttir.
14.00 Miödegissagan:
„Katrin", saga frá Álands-
eyjum eftir Sally Salminen.
Jón Helgason þýddi. Stein-
unn S. Siguröardóttir les
(28).
14.30 f lagasmiöju Georges
Gershwin.
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
15.20 Á hringveginum —
Norðurland. Örn Ingi, Anna
Ringsted og Stefán Jökuls-
son.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veöurfregnir.
16.20 Rapsódíur Franz Liszts.
Fimmti þáttur. Umsjón:
Guðmundur Jónsson.
17.00 Fréttir.
17.03 Barnaútvarpiö. Umsjón:
Kristín Helgadóttir og Sigur-
laug M. Jónasdóttir.
17.45 I loftinu. — Hallgrímur
Thorsteinsson og Guðlaug
María Bjarnadóttir. Tilkynn-
ingar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.50 Daglegt mál. Guðmund-
ur Sæmundsson flytur
þáttinn
20.00 Ég man. Jónas Jónas-
son leikur lög til minnis og
rabbar við hlustendur.
20.45 Tónlistarkeppni Elisa-
betar drottningar 1985. Nai
Yuan Hu sem hlaut fyrstu
verðlaun fyrir fiðluleik leikur
með Filharmoníusveit
belgíska útvarpsins. Stjórn-
andi: Alfred Walter. Fiölu-
konsert nr. 5 t A-dúr K.219
eftir Wolfgang Amadeus
Mozart.
21.20 Reykjavík i augum
skálda. Umsjón: Símon Jón
Jóhannsson og Þórdís Mós-
esdóttir.
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Fimmtudagsumræðan
— Kjarabaráttan. Stjórnandi:
Ingimar Ingimarsson.
23.20 Óbótónlist italskra
óperutónskálda. Síöari hluti.
Hansjörg Schellenberger
og Rolf Koenen leika á óbó
og píanó lög eftir Gaetano
Donizetti og Antonio Pasc-
ulli. Umsjón: Guðmundur
Gilsson.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
FIMMTUDAGUR
7. ágúst
9.00 Morgunþáttur
í umsjá Ásgeirs Tómassonar,
Gunnlaugs Helgasonar og
SJÓNVARP
19.16 Á döfinni. Umsjónar-
maður Marianna Friðjóns-
dóttir.
19.25 Litlu prúðuleikarnir.
(Muppet Babies). Þriðji þátt-
ur. Teiknimyndaflokkur eftir
Jim Henson. Þýðandi: Guðni
Kolbeinsson.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veöur
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Rokkarnir geta ekki
þagnað. Þáttur með Dúkku-
lísunum. Umsjón: Jón
Gústafsson. Stjórn upp-
töku: Björn Emilsson.
21.10 Kastljós
FÖSTUDAGUR
8. ágúst
Þáttur um innlend málefni.
21.45 Bergerac — Þriðji þátt-
ur.
Breskur sakamálamynda-
flokkur í tíu þáttum. Aöal-
hlutverk John Nettles.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
22.40 Seinni fréttir
22.45 Nafnalistinn
(The List of Adrian Mess-
enger)
Bandarísk bíómynd frá árinu
1963
Leikstjóri John Huston.
Aðalhlutverk: George Scott,
Clive Brook og Dana Wynt-
er. í aukahlutverkum eru
Robert Mitchum, Frank Sin-
atra, Burt Lancaster, Tony
Curtis og Kirk Douglas. Fyrr-
verandi rannsóknarlög-
reglumaður fær i hendur
nafnalista og kemst að því
að margir sem á honum eru
hafa farist voveiflega. Hann
grunar að þar sé að verki
kaldrifjaöur morðingi. Þýð-
andi: Bjöm Baldursson.
00.26 Dagskrárlok
Kolbrúnar Halldórsdóttur.
Guðríöur Haraldsdóttir sér um
barnaefni i u.þ.b. 15 minútur
kl. 10.05.
12.00 Hlé.
14.00 Andrá
Stjórnandi: Ragnheiður
Davíðsdóttir.
16.00 Djass og blús
Vernharður Linnet kynnir.
16.00 Hitt og þetta
Stjórnandi: Andrea Guð-
mundsdóttir.
17.00 Stórstirni rokkáranna
Bertram Möller kynnir tónlist
þekktra listamanna frá sjötta
áratugnum.
18.00 Hlé.
20.00 Vinsældalisti hlustenda
rásar tvö
Leopold Sveinsson kynnir tiu
vinsælustu lög vikunnar.
21.00 Um náttmál
Gestur Einarsson stjórnar
þættinum. (Frá Akureyri.)
22.00 Rökkurtónar
Stjórnandi: Svavar Gests.
23.00 Heitar krásir úr köldu stríði
„Napur gjóstur næddi um
menn og dýr. — Ár almyrkv-
ans“. ' Umsjónarmenn:
Magnús Þór Jónsson og
Trausti Jónsson.
24.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar kl. 9.00,
10.00, 11.00, 15.00, 16.00
og 17.00.
SVÆÐISÚTVARP
REYKJAVÍK
17.03—18.00 Svæðisútvarp fyr
ir Reykjavik og nágrenni — FM
90,1 MHz.
AKUREYRI
17.03—18.30 Svæðisútvarp fyr-
ir Akureyri og nágrenni — FM
96,5 MHz.