Morgunblaðið - 07.08.1986, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986
7
M- 'l~*i i.v
Varði doktorsritgerð
um Asmund Sveins-
son myndhöggvara
GUNNAR B. Kvaran, listfræð-
ingnr, varði í lok júnimánaðar
doktorsritgerð sína um Asmund
Sveinsson, myndhöggvara.
„Eg hef unnið að ritgerðinni
síðustu fjögur árin og varði hana
við háskólann í Aix-en-Provenee í
Frakklandi, þar sem ég hef stundað
nám í listfræðum síðan 1976,“ sagði
Gunnar. „Ritgerðinni er skipt í þtjá
kafla og fj'allar sá fyrsti um upp-
runa Ásmundar og bakgrunn hans.
Hann er alinn upp í myndlausri
veröld, þar eru engin málverk og
engar höggmyndir, aðeins myndirn-
ar í landslaginu. Hann les ævintýri
og þjóðsögur og myndgerir það sem
hann les, eins og allir gera. Þær
myndir sækir hann í náttúruna.
Síðan rek ég það hvernig Ásmundur
kemst að því að hægt er að búa til
list á marga vegu, það er hægt að
nota margs konar stílbrigði til að
teikna eða móta sama manninn.
Annar kaflinn flallar síðan um það
að það er rökrétt þróun í list Ás-
mundar, þótt oft hafi verið talað
um að hann hafi verið sundurlaus
í list sinni. Þriðji kaflinn fjallar um
náttúruna, sem er megin inntak
allra verka hans. Þar fjalla ég um
áhrif uppruna hans og um þjóðem-
issinnann Ásmund, sem í byrjun
aldarinnar er að skapa nýja list
fyrir nýtt þjóðfélag," sagði Gunnar
B. Kvaran.
Gunnar kvaðst hafa fengið áhuga
á að vinna að ritgerðinni þegar
hann kom heim frá Frakklandi að
loknu magisterprófi árið 1982. Þá
var Ásmundur á sjúkrahúsi og safn-
ið var í umsjá Ásdísar dóttur hans.
„Þarna var um 90% allra verka
Ásmundar á einum og sama stað
og ég fann einnig ótal teikningar
og bréf,“ sagði Gunnar. „Þá var
ég svo heppinn að finna dagbækur
Asmundar frá þriðja áratug aidar-
innar, sem lýsa vel hugarheimi og
Sveitar-
stjóri á
Kjalarnesi
HREPPSNEFND Kjarlarnes-
hrepps hefur ráðið sveitarstjóra.
Mun hann taka til starfa kringum
miðjan þennan mánuð. Síðastlið-
inn fimmtudag kom hrepps-
nefndin saman til fundar til að
taka ákvörðun um ráðningu
hans. Fyrir fundinum lágu 12
umsóknir.
Hreppsnefndarmenn samþykktu
með samhljóða atkvæðum að ráða
Pétur Friðrik Þórðarson, skóla-
stjóra á Eiðum í starfið. Þar hefur
hann verið skólastjóri grunnskólans
um 9 ára skeið. Hann er 35 ára
gamall. Hann er fyrsti sveitarstjóri
Kjalarneshrepps. Aður hefur starf-
að með hreppsnefndinni rekstrar-
stjóri. Kona sveitarstjórans er frú
Guðrún Ólafsdóttir og eiga þau
þijár dætur.
heimssýn Ásmundar á þessum tíma.
Það var því mun þægilegra að vinna
að þessari ritgerð en ef ég hefði
valið til dæmis Kjarval eða Jón Stef-
ánsson. Þá hefði það sjálfsagt tekið
mig nokkur ár að safna þessum
upplýsingum. Svo varð það úr að
ég var ráðinn sem forstöðumaður
Ásmundarsafns svo ritgerðin hefur
í raun verið hluti af starfi mínu.“
Þegar Gunnar var inntur eftir
því hvað tæki við að lokinni rit-
gerðinni sagðist hann ætla að starfa
áfram á Asmundarsafni. „Ég hef
mikinn áhuga á að halda áfram að
kanna list Ásmundar og mestan
áhuga hef ég á tímabilinu 1940-
1950. Þá byrjaði Ásmundur að
vinna út frá íslenskum þjóðsögum
og tengja þær íslensku landslagi.
Hann gerði sér grein fyrir því að
Formaður FAO-nefndar
er leiðbeinir um varn-
ir gegn geislavirkni
Gunnar B. Kvaran,
hann gat ekki notað myndmál Pic-
asso eða annarra í Evrópu til að
túlka íslendingasögurnar eða þjóð-
sögur. Hann bjó því til nýtt
myndmál sem glöggt kemur fram
í myndum eins og Tröllkonunni eða
Sonatorreki," sagði Gunnar B.
Kvaran.
DR. BJÖRN Sigurbjörnsson hefur
verið skipaður formaður nefndar
á vegum FAO, Matvæla- og land-
búnaðarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna, sem hefur það hlutverk
með höndum að að veita leið-
beiningar um varnir gegn geisla-
virkni í matvælum. Björn hefur
undanfarin ár veitt forstöðu sér-
stakri deild á vegum FAO og
Alþjóða kjarnorkumálastofnunar-
innar, sem fjallar um nýtingu
kjarnorku í landbúnaði.
„Þessi nefnd var sett á laggimar
í maí síðastliðnum, fyrst of fremst
vegna kjamorkuslyssins í Chemobyl.
Raunar má segja að öll bráð hætta
af því slysi sé liðin hjá, en slysið
varð til að opna augu manna fyrir
nauðsyn þess að til væri sérstök ráð-
gjafanefnd á vegum Sameinuðu
þjóðanna, sem safnaði upplýsingum
um áhrif geislavirkni á matvæli, jarð-
veg og skepnur og veitti ráðgjöf í
Dr. Björn Sigurbjörnsson
því efni,“ sagði Bjöm nánar aðspurð-
ur um hlutverk nefndarinnar.
Bjöm sagði að nefndinni hefðu
borist mikið af fyrirspumum víðs
vegar að úr heiminum.
mmmmmmmmm
mmmm^m^^m
I LANDSBANKANUM FÆRÐU
DOLLARA, PUND, MÖRK,
FRANKA, PESETA, FLÓRÍNUR
ESCUDOS OG LÍRUR
HVORT SEM ÞÚ VILT 1 SEÐLUM EÐA FERÐATEKKUM
EJ
g þá er ekki allt upp talið. í öllum afgreiðslum Landsbankans geta
ferðalangar nánast fyrirvaralaust gengið að gjaldmiðlum allra helstu viðskiptalanda
okkar vísum.
Ferðatékkar, bankaávísanir og seðlar
eru ávallt fyrirliggjandi, í öllum
helstu gjaldmiðlum.
Við minnum líka á Visakortið,
- athugaðu gildistímann áður
en þú leggur af stað.
Góða ferð.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Heyskap
að ljúka
HEYSKAP er lokið eða að
ljúka um allt land. Hey eru
yfirleitt góð, en ekki mikil að
vöxtum.
Jónas Jónsson búnaðarmála-
stjóri segir að heyskapurinn
hafi gengið vel um allt land og
honum sé víðast hvar lokið eða
að ljúka. Alls staðar væru þó
menn innanum sem ættu eitt-
hvað eftir. Em heyskaparlokin
mun fyrr en vant er og að sögn
Jónasar eru mörg ár síðan ekki
hefur verið óþurrkahljóð úr ein-
hveijum héruðum eins og nú.