Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 Vantar 4ra-6 herb Höfum traustan og góðan kaupanda að nýlegri 4ra-6 herb. blokkaríbúð í Reykjavik. Sérhæð kemur þó til greina. Kaupverð allt að 6 millj. Góð útborgun. 26600 Fasteignaþjónustan Amtuntrmti 17,«. 26600. jgy Þorsteinn Stemgnmsson, S lögg fasteignasah ■Einbýli með atvinnuhúsn.. Vorum að fá til sölu 137 fm mjög snoturt einbhús ásamt 70 fm bílgeymslu og 120 fm fyrsta flokks atvinnuhús- næði. Hægt að tengja bílgeymslu og atvinnuhúsn. saman. í garði er vatnsnuddpottur ásamt afgirtri sól- verönd (algjör sumarparadís). Verð á öllu aðeins 7,5 millj. Ýmis skipti koma til greina. 26600 Fasteignaþjónustan Autlurtlrmti 17,«. 2UC0. Þorsteinn Stemgrimsson. lögg fasteignasali Þingás — einbýli Til sölu 171 fm fokhelt einbýli á einni hæð. 48 fm bílskúr. Til afh. strax. Verð 3400 þús. ÞEKKING OG ÖRYGGI í I-YRIRRÚMl________________ Opið: Mánud.-fimmtud. 9-19 föstud. 9-17 og sunnud. 13-16. Sölumenn: Sigurður Dagbjartsson Hallur Páll Jónsson Birgir Sigurösson viðsk.fr. MK>BORG=* Skeifunni 17 (Ford-húsinu) 3. hæð. Sími: 688100 Ath.: Opið virka daga frá kl. 9-19. Opið sunnudaga frá kl. 13-17. Athugið! Erum fluttir úrmiðbænum iSkeifuna. Bjóðum alla fyrrverandi og tilvonandi viðskiptavini velkomna. 2ja-3ja herbergja JÖKLAFOLD. 65 fm á 2. hæð. Tilb. u. trév. Verð 1780 þús. KRUMMAHÓLAR. 50 fm 2ja herb. á 4. hæð ásamt bílskýli. Verð 1650 þús. SUÐURGATA. 2ja og 3ja herb. íb. við Suðurgötu 7. Glæsil. íb. í hjarta Reykjavíkur. Skilast tilb. u. trév. í des. 1986. Nánari uppl. og teikn. á skrifst. ENGJASEL. Falleg 3ja herb. íb. á 2. hæð. 90 fm. Ákv. sala. Verð 2,3 millj. LANGHOLTSVEGUR. Falleg 3ja herb. íb. með sérinng. Verð 1800 þús. LYNGMÓAR. Glæsileg 3ja herb. íb. ásamt bílsk. Verð 2,7 millj. 4ra herbergja VESTURBERG. 115 fm ib. á 3. hæð. Eign í toppstandi. Glæsi- legt útsýni. Verð 2,8 millj. EFSTALAND. Glæsileg íb. á 2. hæð. Suðursv. Möguleiki á skiptum á 2ja-3ja herb. ib. í Seljalandi. Verð 3 millj. HRAUNBÆR. Glæsileg 110 fm íb. á 2. hæð. Skipti mögul. á einb., raðhúsi eða sérhæð í Mosfellssveit. Uppl. á skrifst. ÞVERBREKKA. 117 fm glæsil. íb. á 3. hæð. Mikið útsýni. V. 2700 þús. í smíðum SUÐURGATA. Glæsileg versl- unar- og þjónustuhæð ca 270 fm sem hægt er að skipta í þrjá hluta. Nánari uppl. og teikn. á skrifst. FUNAFOLD. 160 fm einbýli auk bílsk. Afh. fokhelt, fullfrág. að utan í okt. Teikningar á skrif- stofu. Verð 3,5 millj. ÞJÓRSÁRGATA. 2 efri sér- hæðir ásamt bílsk. Afh tilb. u. tréverk nú þegar. Verð 2500 þús. og 2750 þús. KÁRSNESBRAUT. Sökklar að glæsilegu einbýli á góðum út- sýnisstað i Kópavogi. Einstakt tækifæri. Uppl. á skrifst. KROSSHAMAR. 180 fm einb. á einni hæð. Selst í fokheldu ástandi. Verð 3 millj. SEUENDUR ATHUGIÐ ! Nú er rétti tíminn t il ad selja, Eflirspmm er nú meiri en frumboð. Óshum fwi eflir öllum stœrðum oy yerðum fast- eigna á söluskrá. — Skoðum og verðmetum sumdœgurs. — Höfum fjöldan allan af góðum kaupendum að 2ja, Sja og J,ra herbergja íbúðum. Sverrir Hermannsson, Bæring Ólafsson, Stríð í Kaliforníu Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Austurbæjarbió: Cobra ☆ ☆ Leikstjóri George Pan Cosmat- os. Handrit Sylvester Stallone, byggt á sögunni Fair Game e. Paulu Gosling. Tónlist e. Syl- vester Levay. Framleiðendur Golan og Globus. Aðalleikendur Sylvester Stalione, Brigette Nielsen, Reni Santoni, Andrew Robinson. Bandarisk. Warner Bros 1986. Þá getur blessað fólkið í Los Angeles og nágrenni andað léttar. Og spígsporað um jafn- vel myrkustu götur á hvaða tima sólarhringsins sem er án þess að eiga á hættu að verða fórnardýr blóðþyrstra morð- varga. Stallone er búinn að drepa þá alla. Oft hefur þessi karakter- sterki en vita hæfileikalausi leikari gengið berserksgang með morðtól sin og slátrað sem í akkorði á hvita tjaldinu, en sjaldan eða aldrei sem nú. Und- ir lokin gerir hann sér lítið fyrir og hreinlega upprætir heila mótorhjólaherdeild þeirra ófélegustu úrhraka og manndrápsmanna sem smalað hefur verið saman á skrifstofu atvinnulausra leikara í Hollywood. Undanfari þess er að um skeið hefur skálmöld ríkt í LA, fólk er murkað niður tvist og bast. Enginn fær nokk- urn botn i málið uns kallað er á okkar mann, Stallone, scm að þessu sinni gegnir nafninu Cobra. Svona til aðgreiningar frá öðrum myndum. Kobran beitir agni, (Brigittu Nielsen-Stallone), fyrir óþjóða- iýðinn, sem grípur feginn við, og dútlar síðan kempan við að salla hann inní eilífðina síðasta stundarfjórðunginn. Cobra fer aldeilis prýðilega af stað. Mikil vinna og natni hefur verið lögð í atriði undir titlum og upphafsatriðin lofa góðu. Einkum vopnaskak rumpulýðsins í iðrum stórborgarinnar, undir seiðmagn- aðri, óhugnanlegri tónlist. Þetta atriði og fleiri, framundir hlé, eru hrá, mögnuð og minna á kvik- myndasögulegan pönkstíl þeirra ágætu kvikmyndagerðarmanna Romero, Kaufmans (The Wand- erers), George (Mad Max) Millers og Caipenters — áður en hann „siðmenntaðist." En því miður rennur þetta kraftmikla og kvikmyndalega skæða upphaf útí gamalkunna Stallone/Golan/Globus/Cosmatos aðfarir — allsheijarslátrun sem er óskaplega þreytandi þegar til lengdar lætur og ófrumleg. Er að auki blóðidrifin útgáfa á lokaupp- gjörinu í Dirty Harry, þegar Eastwood elti uppi þjóðfélagsveir- una sína í gijótnámunni. Handritshöfundurinn Stallone (sem af alkunnu lítillæti setur nafn sitt næst leikstjóranum á kreditlistanum — slíkt mun líkast til einsdæmi) reynir að dramatís- era gjörðir morðhundanna með því að leggja þeim álappalegt byltingarfjas í munn og launa Gittu sinni giftinguna með „greindarlegum“ setningum. En Stallone hefur aldrei verið orð- anna maður . . . Með meiri yfii-vegun og jafn ágætri úrvinnslu og piýðir mynd- ina framanaf, hefði Cobra getað orðið eftirminnileg, mikilúðleg átakamynd. Og klipparinn, kvik- myndatökustjórinn og tónlistar- höfundurinn eiga allir hrós skilið. En Stallone og samstarfsmenn hans hafa stórskaðað Cobruna með sinni gamalkunnu patent- lausn þegar andagiftin er uppurin — að skjóta allt í hel. Líflegt í Laxá í Refasveit Þann 2. ágúst voru komnir 70 laxar á land úr Laxá í Refasveit og er það meiri afli en allt síðasta sumar. Líflegt er í ánni, nóg af laxi og fiskur í flestum hyljum. Eru menn ánægðir með frammistöðuna hjá ánni, því þetta er yfirleitt síðsumarsá og oft eftir litlu að sækjast fyir en í endaðan júlí. Að þessu sinni veiddist lax strax fyrsta daginn og síðan hefur verið að tínast upp fiskur og nú er bara talsvert af laxi í ánni og alltaf að bætast í safnið. 18 af löxunum 70 höfðu veiðst á flugu, þar af annar tveggja stærstu laxanna. Var það 20 punda lax sem Gunnar Dyrset veiddi í Grófarhyl á „Hólmfríði", straumflugu nr. 8. Laxinn veiddi Gunnar 27. júlí, en 4. júlí veiddi Jónas Clausen 20 punda fisk á maðk á Stallinum. Laxá er tveggja stanga á. Norðurá: Vatnið minnkar og veiðin dvínar Hópur sem lauk veiðum í Norð- urá fyrir fáum dögum fékk aðeins 40 laxa á allt stangarhafið á þrem- ur dögum, vatnið hefur farið þverrandi í ánni í þurrkunum að undanförnu og er Norðurá viðkvæm fyrir því eins og margar aðrar. Það vantar svosem ekki laxinn í ána, þvert á móti er talsvert af honum dreifðum um alla á, en ferskar göngur vantar og sá lax sem fyrir er er farinn að verða leginn og lat- ur að bíta á í hinum slæmu skilyrð- um sem verið hafa. Tæpur mánuður er eftir af veiðitímanum í Norðurá og ekki besti tíminn í þeirri á. Þó getur auðvitað allt gerst, sérstak- lega ef einhver væta kemur úr háloftunum. Rúmlega 1400 laxar eru þó komnir úr ánni og er það 3—400 löxum meira en allt síðasta sumar, þetta verður því góð vertíð þegar á heildina er litið þó laxinn sé tregur þessa dagana. Svipast um eftir laxi í Laxá í Kjós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.