Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 Filippía Kristjánsdóttir beðið var eftir afgreiðslu fóru kon- urnar að ræða verðlagið á land- búnaðarvömm og erfiðleika neytenda vegna þungra greiðslukj- ara. „Já, það er nú heldur léttara fyrir bændurna að lifa,“ sagði önn- ur þeirra. „Þeir þurfa ekki nema út í móana til þess að ná í kjötið." Hún hefur sennilega haldið að það yxi þar fyrirhafnarlaust á þúfunum. Enn þann dag í dag lyktar af þessum skringilega hugsunarhætti. Þarna glittir í anga af öfundsýki sem fæðir af sér orðskrípi um „sveitaómenninguna". Hvemig stendur svo á því að það er kapp- hlaup að koma blessuðum bömun- um í sveitina til sumardvalar í þessa menningarfátækt „bændadurg- anna“. Er ekki með því verið að stefna sálarheill þeirra í voða? Hvað segja svo bömin sjálf: „Ég hlakka svo til til þegar skólinn er búinn, þá fæ ég að fara í sveitina þar sem ég var í fyrra og sumarið þar áður. Það var svo gaman.“ Bragð er að þá bamið finnur. Höfundur er Hugrún skáldkona. Stórhljómsveitin Dúndur, efri röð frá vinstri: Sigurgeir Sigmunds- son, Hjörtur Howser, Jóhann Asmundsson og Bjartmar Guðlaugsson. Neðri röð frá vinstri: Eiríkur Hauksson, Pétur Kristjánsson og Gunn- laugur Briem. Þekktir hljómlistar- menn stofna „Dúndur“ Koma fram í fyrsta skipti í kvöld NÝ hljómsveit, Dúndur, kemur fram i fyrsta sinn í kvöld í veit- ingahúsinu Evrópu við Borgar- tún. í hljómsveitinni eru þekktir tón- listarmenn í íslenzka poppheimin- um, þeir Pétur Kristjánsson, Eiríkur Hauksson, Bjartmar Guðlaugsson, Hjörtur Howser, Sigurgeir Sig- mundsson og loks Mezzoforte- félagarnir Gunnlaugur Briem og Jóhann Ásmundsson. „Við ætlum að endurlífga gömlu góðu fimmtudagskvöldin í Klúbbn- um sáluga," sagði Pétur Kristjáns- son í samtali við blaðið. „Þarna er meiningin að verði beztu hljómsveit- ir landsins á fimmtudagskvöldum í framtíðinni," sagði Pétur. Dúndur verður víða á ferðinni næstu vikurnar, skemmtir í Glaum- bergi í Keflavík á föstudagskvöld og Dalabúð í Búðardal á laugar- dagskvöldið. „Við munum spila þekktustu lög Eiríks, Bjaitmars og mín auk þess sem við verðum með öll nýjustu rokklögin í dag,“ sagði Pétur. Ovinanáman: Veröldin eftir 100 ár? Kvikmyndir „Þeir þurfa ekki nema út í móana til að ná í kjötið“ Arnaldur Indriðason Óvinanáman (Enemy Mine). Sýnd í Bíóhöllinni. Stjörnugjöf: ☆ ☆ ☆ Bandarísk. Leikstjóri: Wolf- gang Petersen. Handrit: Edward Khmara. Framleið- andi: Stephen Friedman. Kvikmyndataka: Tony Imi. Tónlist: Maurice Jarre. Helstu hlutverk: Dennis Quaid og Lou- is Gossett jr. Það er ekki laust við að manni finnist við Islendingar eiga svolít- ið í þessari amerísku geimfant- asíu, Óvinanáman (Enemy Mine), sem sýnd er í Bíóhöllinni. En það er blekking ein. Því mið- ur. Óvinanáman, sem sjálfsagt hefur verið beðið eftir hér á landi með nokkurri eftirvæntingu vegna tengsla hennar við ísland, er ágæt mynd, óvenjuleg, spenn- andi og vel leikin og það hefði verið gaman að eiga í henni nokkra.ramma. Hún er blessunarlega ólík svo mörgum öðrum geimmyndum að því leyti að hún er laus við ljósa- dýrðir og loftbardaga, Máttinn og misgáfuð vélmenni og hetjur með leiserbyssur um mjöðmina. Hún er fyrst og fremst um okkur sjálf, um manninn og samskipti hans við það sem hann kallar óæðri kynþætti, um stríðandi öfl sem sameinast í baráttu fyrir lífi sínu á harðbýlli eyðiplánetu. Þessi eyðipláneta átti að vera Skógarsandur og Vestmannaeyj- ar. Kvikmyndaliðið lenti hér vorið 1984 með leikstjórann Riehard Loncraine í fararbroddi og risafur- ur voru reistar og braki úr geimskutlu dreift. Liðinu líkaði vel við bæði land og þjóð og það var gagnkvæmt en yfírmenn í Hollywood voru ekki eins ánægðir °g þegar um 30 prósent myndar- innar höfðu verið tekin hér spörkuðu þeir Loncraine og fengu þýska leikstjórann Wolfgang Pet- ersen (Kafbáturinn, Sagan enda- lausa) í hans stað og hann bytjaði frá grunni. íslandstökumar komu honum ekki að neinu gagni. Hvað það var sem olli leik- " eftir Filippíu Kristjánsdóttur Ég hefí lengi haft andúð á þeim ósóma, sem nú virðist uppáhalds- efni einstakra manna að fara óverðugum orðum um bændafólkið og það sem sveitalífínu fylgir. Það sem kom mér nú til þess að rita þessar línur var grein sem kom nýlega í DV með yfirskriftinni „Hver er sjálfum sér næstur". Þar var rætt um hundahald að gefnu tilefni. Þar stóð orðrétt: „Fomar leifar hans (hundsins) hafa jafnvel fundist í gröfum egypsku faróanna, sem svo sannarlega voru engir „bænda- durgar með hor“.“ Þessi ósmekklegu orð komu róti á mig. Hver er tilgangurinn með þessari kjánalegu setningu? Túlkar hún virkilega innri mann höfundar og álit hans á bændastéttinni, sem svo sannarlega verðskuldar rétt mat og tilhlýðilega virðingu? Það er sífelldlega talað um „sveita- mennsku" þegar eitthvað þykir ekki nógu menningarlegt, rétt eins og fólkið sem býr í sveitum landsins sé einskonar annars flokks mann- verur. Þetta ósmekklega orðaval kemur oft úr hörðustu átt. Það ætti flestum að vera ljóst að allir íslendingar eiga rætur sínar að rekja til sveitanna. Éigum við ekki að bera virðingu fyrir minningu forfeðra og mæðra, sem börðust eins og hetjur hinni góðu baráttu heiðarleika og karl- mennsku, oft í sárri fátækt, til þess að geta séð sér og sínum farborða? Þá varð hver að bjarga sér án nokk- urra styrkja úr ríkiskassanum. Upp úr þessum annars hijóstruga jarð- vegi uxu oft andleg stórmenni sem við eigum skuld að gjalda. Þeir urðu margir hveijir máttarstólpar þjóðarinnar. Það er nú okkar að veija hana hruni, en það verður ekki gert með oflátungshætti og lítilmennskuhjali, eða á fölskum forsendum. Grandvarleiki og Guðs- trú hefur alla tíð verið og verður heiðurskóróna hvers manns með góðri nýtingu náðargjafanna, en þeirra er kærleikurinn mestur. Það skulum við hafa hugfast alla okkar ævidaga. Með hann sem kjölfestu í lífínu verður mat okkar á náung- anum til sjávar og sveita réttmætt og engum til vansæmdar. Það koma „Eigrim við ekki að bera virðingn fyrir minningri forfeðra og mæðra, sem börðust eins og hetjur hinni góðu baráttu heiðar- leika og karlmennsku, oft í sárri fátækt, til þess að geta séð sér og sínum farborða? Þá varð hver að bjarga sér án nokkurra styrkja úr rí kiskassanum. “ oft nýir siðir með nýjum herrum. Nú er allt miðað við kvóta, víst bæði til sjávar og sveita. Ég á er- fítt með að fella mig við þá niður- stöðu þeirra sem völdin hafa að bændastéttin sé orðin of fjölmenn, vegna offramleiðslu búskaparaf- urða. Þarna hlýtur að vera einhver skekkja í stjómarfarinu. Auðvitað hafa búin stækkað með allskonar hagræðingu og tækni. Nú er ég víst að fara út á hálan ís og verð að viðurkenna að tilfínningasemi á þarna sterkan þátt. Ég er undrandi og mér finnst þetta ekki þjóðleg lífsskoðun. { ungdæmi mínu kepptust bænd- ur við að stækka tún og fjölga bústofni. Nú er verið að neyða þá til þess að skera hann niður svo jarðirnar fara í órækt eða eyði. Það má segja að engan þurfi að undra þó jarðir fram í afdölum fari í eyði, en þegar ég á ferðum mínum um landið horfi á reisuleg býli í þjóð- braut fara í eyði finn ég sárlega til einhvers saknaðar. Það er rétt eins og gluggar hinna auðu húsa horfi ásakandi til manns og næstum því tárfellandi. í einni svipan þrengir sagan sér fram. Gömul hjón, sem eitt sinn voru konungur og drottn- ing í ríki sínu, þurftu að yfírgefa óðal sitt af því nýi tíminn rændi frá þeim syninum eða dótturinni sem voru réttborin til þess að stjóma litla yndislega ríkinu þeirra. Þau voru orðin of hámenntuð til þess að setjast að þarna. Þá var ekki um annað að gera fyrir foreldrana en að yfírgefa sveitasæluna þar sem þau hefðu þó viljað vera allt til endaloka ævinnar, þar sem erfiði og hamingja höfðu í sameiningu ofíð þeim hinn fegursta minningar- sveig. Löngum hefur ýmsum í þéttbýl- inu orðið á að misskilja og mistúlka lifnaðarhætti bændasamfélagsins og þá stundum á broslegan hátt. Fyrir mörgum árum varð ég áheyr- andi að tali tveggja kvenna hér í borg. Við vorum staddar í mjólkur- búð á Laugaveginum, nánar tiltekið í Alþýðubrauðgerðinni. Á meðan Dennis Quaid og Louis Gossett jr. í hlutverkum sínum í Ovinanám- unni. stjóraskiptunum varð aldrei ljóst að fullu en á sínum tíma kom fram í Morgunblaðinu að skoðanir leik- stjórans um útlit myndarinnar og listrænt gildi stönguðust á við skoðanir þeirra j Hollywood. Fyrir bragðið varð Ovinanáman fok- dýrt fyrirtæki, frumsýningu á henni seinkaði um eitt ár eða svo og Island missti hlutverk sitt í henni. Myndin er byggð á vísinda- skáldsögu eftir Barry Longyear og á að gerast við lok 21. aldarinn- ar. Jarðarbúar eru hættir að heyja stríð sín á milli en eru teknir að kanna geiminn og hasla sér þar völl. Þeir eru aldeilis ekki einir í henni veröld og lenda í stríði við plánetuna Drakon þar sem Drakar búa. Óvinanáman gefur þá mynd af manninum að hann kanni geim- inn eins og hann áður kannaði Jörðina, með venjulegum yfír- gangi og frekju. 011 mótspyma er brotin á bak aftur, allt líf sém fyrir er, er honum óæðra: Gömlu nýlenduherramir hafa flutt sig út í geiminn. Davidge (Dennis Quaid) er orr- ustuflugmaður sem nauðlendir á eyðilegri og hættulegri plánetu og Draki (Louis Gossett jr.) nauð- lendir þar á sama tíma. Drakinn ér líkastur eðlu á tveimur fótum en þótt útlitið bendi frekar til þess að hann eigi meira sameigin- legt með pöddum en mönnum kemur í ljós að hann er búinn öllum bestu eiginleikum Mannsins og ef eitthvað er, virðist hann ljúf- ari og vinalegri. Til þess að lifa af verða þessir tveir óvinir að vinna saman og það tekst með þeim vinátta sem nær út fyrir gröf og dauða. Þeir byggja sér skýli saman og læra mál hvors annars og þegar Drakinn eignast. afkvæmi og deyr tekur Davidge það að sér. Það lendir í höndum þrætahaldara sem af og til koma á plánetuna í málmleit og Davidge er bjargað aftur til Mannheima. En hann hefur ekki gleymt Drak- anum litla. Að frádregnum heldur væmn- um endi tekst Petersen og handritshöfundinum Edward Khmara að höndla þetta efni á raunverulegan og spennandi hátt með hæfílegri blöndu af kímni og harmi. Óvinanáman gefur okkur talsvert, sennilega framtíðarsýn og leikmyndirnar ljá henni þann ævintýraljóma sem hinn ókannaði geimur býr yfír. Dennis Quaid er nánast óskrif- að blað í kvikmyndaheiminum (við sáum hann og bróður hans Randy, sem vegnað hefur betur, í Skálm- öld (The Long Riders) í sjón- varpinu fyrir stuttu). Hér leikur hann Róbinson Krúsó geimaldar- innar, oft með miklum æsingi og látum en Drakinn er hans Fijá- dagur í höndum Louis Gossett jr., sem tekst vel að spegla hlýjar og mannlegar tilfínningar sínar í gegnum forljótt skriðdýragerfíð. Það er ekki af ytra útliti sem menn skildu dæma aðra. Það sem inni býr skiptir mestu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.