Morgunblaðið - 07.08.1986, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986
Loftárásirnar á Líbýu:
Möltustjóm varaði
við loftárásunum
— en Líbýumenn sinntu því ekki
Valletta, Möltu, AP.
SKÖMMU áður en Bandaríkja-
menn gerðu loftárás á Líbýu 15.
apríl sl. vöruðu Möltumenn
stjórnina í Trípólí við og skýrðu
frá því, að flugvélar nálguðust
landið. Talsmaður Möltustjórnar
sagði frá þessu í gær og bætti
því við, að Líbýumenn hefðu lát-
ið viðvaranirnar sem vind um
eyru þjóta.
Paul Mifsud, talsmaður stjómar-
innar á Möltu, sagði, að 30 eða 40
mínútum fyrir loftárásina hefði
hópur óþekktra flugvéla komið
fram á ratsjárskermum á Möltu og
hefðu þær stefnt í átt til Líbýu.
„ Við létum Líbýumenn vita af þessu
en þeir virtust ekki bregðast við
þessum upplýsingum á neinn hátt,“
sagði Misfud, sem kvaðst vilja skýra
frá þessu vegna frétta um, að loft-
árásimar hefðu komið Líbýumönn-
um algjörlega í opna skjöldu.
Misfud sagði, að Möltustjóm
hefði varað stjórnina í Líbýu við
vegna þess, að þjóðimar hefðu gert
með sér vináttusáttmála árið 1984.
Kvað hann Möltumenn mundu vara
ilabýumenn við í annað sinn ef svo
bæri undir og einnig aðrar „vina-
þjóðir", t.d. Bandaríkjamenn og
Itaii.
Stjómin á Möltu hefur gert sér
nokkurt far um það að undanfömu
Flóttinn
reyndist
vera gabb
Herlín, AP.
ÞJÓÐVERJINN sem hélt því
fram, að hann iiefði farið
milli Austur- og
Vestur-Berlínar, dulbúinn
sem sovéskur hermaður og
það í fylgd þriggja verslun-
argina, játaði á rnánudag, að
um gabb hefði verið að ræða.
Maðurinn, Heinz Braun, játaði
þetta fyrir lögreglu á miðvikudag,
en Morgunblaðið skýrði frá málinu
í gær. Hann sagði að hann hefði
flúið til Vestur-Berlínar hinn 16.
júní, en orðið sér úti um gínumar
og bíl sinn eftir á. Astæðuna sagði
hann vera þá, að hann hefði viljað
vekja athygli á 25 ára afmæli
Berlínarmúrsins, sem verður 13.
þessa mánaðar.
Kýpur:
Kennsl borin
á árásarmenn
Nikósía, AP.
LÖGREGLAN á Kýpur telur
sig hafa borið kennsl á tvo
menn sem tengjast árásinni á
bresku herstöðina í Akrotiri
á sunnudag. Ekki hefur tekist
að hafa hendur í hári þeirra
og er þeirra ákaft leitað.
Lögreglumenn er ekki vilja láta
nafna sinna getið segja, að tveir
bílaleigubílar er notaðir voru í
árásinni hafi fundist yfirgefnir í
borginni Limasol. Tveir menn,
Elias Bitar og Malik Nazban, er
báru líbönsk vegabréf, tóku bílana
á leigu á laugardag. Bitar mun
hafa búið á hóteli í Limasol í
nokkrar vikur fyrir árásina, en
talið er sennilegt að Nazban hafi
komið á ólöglegan hátt til eyjar-
innar.
að bæta samskiptin við Bandaríkja-
menn en náin samskipti hennar við
Líbýustjórn hafa verið þeim tilraun-
um Þrándur í Götu.
Pólland:
Michnik
sleppt?
Varsjá, AP.
RÍKISSAKSÓKNARI Póllands
hefur farið þess á leit við Hæsta-
rétt landsins, að andófsmannin-
um og sagnfræðingnum Adam
Michnik, verði sleppt úr haldi,
að því að talsmaður réttarins
sagði á miðvikudag.
Saksóknarinn lagði fram ósk sína
á þriðjudag, en málið verður tekið
fyrir á föstudag. Pólskir dómstólar
hafa reynt að flýta afgreiðslu mála
sem þessara.
Michnik var einn af helstu ráð-
gjöfum Samstöðu, hinnar ólöglegu
verkalýðshreyfingar Póllands.
Hann var handtekinn í desember
1981, þegar herlög voru sett í
landinu, en sleppt við almenna sak-
aruppgjöf 1984. í febrúar í fyrra
var hann aftur handtekinn og
dæmdur í tveggja og hálfs árs fang-
elsi, fyrir ólöglega verkalýðsstarf-
semi. Hin almenna sakaruppgjöf,
hinn 23. síðastliðinn tók ekki til
Michnik og nokkurra annarra and-
ófsmanna.
AP/Símamynd
Þrír Nóbelsverðlaunahafar minntust fórnarlamba kjarnorkusprengjunnar í Hiroshima í gær. Frá
vinstri: Bandaríski efna- og líffræðingurinn Linus Pauling, breski efnafræðingurinn Dorothy Hodg-
kin og Desmond Tutu biskup í Jóhannesarborg, en hann fékk friðarverðlaun Nóbels.
Minningarathöfn í Hiroshima:
N óbels ver ðlaunahafar
vara við kjarnorkuvá
firAcliíni'k Tol Airitf .4 II
Hiroshíma, Tel Aviv, AP.
ÞRÍR Nóbelsverðlaunahaf-
ar vöruðu við kjarnorku-
vánni við sérstaka
minningarathöfn í Hiroshí-
ma í gær, en þá var 41 ár
liðið síðan kjarnorku-
sprengju var varpað á
borgina. Þúsundir manna
söfnuðust sarnan ii friðar-
garði, sem gerður var í
minningu fórnarlamba
kjarnorkusprengingarinn-
ar, en talið er að á bilinu
80-140 þúsund manns hafi
látið þar lífið.
Fulltrúar margra ríkja voru við-
staddir athöfnina, þar á meðal
Desmond Tutu biskup í Jóhannes-
arborg. Athöfnin stóð eina
klukkustund, og meðan á henni
stóð var einnar mínutu þögn í
borginni á sama tíma og sprengj-
ari sprakk árið 1945.
í Israel fór einnig fram athöfn,
og var þar sendinefnd frá Híróshí-
ma viðstödd og lagði hún blóm-
sveig að minnisvarða um þær sex
milljónir gyðinga, sem talið er að
hafi fallið í heimsstyijöldinni
síðari. Enn fremur fóru ísraelskir
læknar í mótmælagöngu, þar sem
þeir kröfðust þess að ríkin fyrir
botni Miðjarðarhafs yrðu gerð að
kjamorkuvopnalausu svæði.
Filippseyjar*
Yosef Harish, dómsmálaráðherra ísraels, gengur hýr á svip úr
sal hæstaréttar eftir að hafa hlýtt á úrskurðinn um staðfestingu
náðunar fyrrum yfirmanns leyniþjónustu landsins.
Israel:
Hæstiréttur
staðfestir náðun
Jerúsalem, AP.
HÆSTIRÉTTUR ísraels staðfesti á miðvikudag náðun
þá er forseti landsins veitti yfirmanni leyniþjónustunnar,
Shin Bet, vegna ásakana um að hann hafi fyrirskipað
aftöku tveggja Palestínumanna árið 1984.
Rétturinn staðfesti einnig
náðun þriggja leyniþjónustu-
manna er sakaðir voru um að
fela og falsa sönnunargögn og
hafnaði beiðni um sérstaka
rannsókn á því, hvort reynt
hafi verið að hylma yfir málið.
Gefíð var til kynna að lögreglu-
rannsókn er fram hefur farið
sé fullnægjandi. Einn dóma-
ranna þriggja skilaði séráliti
þar sem sagði að Herzog for-
seti hefði ekki haft vald til að
veita náðun áður en málið hefði
verið fullrannsakað og viðkom-
andi dæmdur sekur. Hinir
dómaramir töldu að um þjóðar-
öryggi hefði verið að tefla og
að forsetinn hefði farið rétt að.
Shalom sagði af sér emb-
ætti eftir að Herzog forseti
hafði náðað hann og leyniþjón-
ustumennina þijá. Shalöm
gegnir þó enn störfum sem
yfirmaður Shin Bet.
Samningavið-
ræður hafnar
Manila, Filippseyjum, AP.
JUAN Ponce Enrile, varnarmála-
ráðherra Filippseyja, sagði í gær
að herinn myndi standa að baki
forseta iandsins, Corazon Aqu-
ino, í samningatilraunum hennar
um að skæruliðar kommúnista
leggi niður vopn, hver svo sem
niðurstaða þessara samningavið-
ræðna yrði.
Enrile sagði þetta eftir vikulang-
an fund ríkisstjórnarinnar sem
Aquino stjómaði. Landbúnaðarráð-
herra landsins, Ramon Mitra, hefur
tilkynnt að hann hafi átt fund með
fulltrúum uppreisnarmanna, Satur
Ocampo og Antonio Zumel í 3*/*
klukkustund á þriðjudag og að þessi
fundur markaði upphaf samninga-
viðræðna við uppreisnarmennina.
Aquino sagði að hún væri mjög
GENGI
GJALDMIÐLA
Gengi Bandaríkjadollars féll
gagnvart öllum helstu gjald-
miðlum í Evrópu. Gull hækkaði
í verði.
Sterlingspundið kostaði 1,4775
dollara (1,4877) en annars var
gengi dollarans þannig að fyrir
hann fengust: 2,0897 vestur þýsk
mörk (2,0995), 1,6755 svissneskir
frankar (1,6907), 6,7500 franskir
frankar (6,8025), 2,3435 hollensk
gyllini (2,3625), 1.430,00 ítalskar
lírur (1.443,00), 1,3820 kanadískir
dollarar (1,3797) og 154,65 jen
(154,30).
ánægð með að samningaviðræðum-
ar hefðu nú loks hafíst.
Veður
víða um heim
Lægst Hœst
Akureyri 15 alskýjað
Amsterdam 9 24 heiðskírt
Aþena 23 35 heiðsklrt
Barcelona 28 léttskýjað
Berlin 16 25 heiðskírt
Brussol 10 21 heiðskírt
Chicago 18 27 skýjað
Oublin 10 17 rigning
Feneyjar 29 heiðskírt
Frankfurt 11 26 heiðskirt
Genf 17 22 skýjað
Jerúsalem 18 28 heiðskírt
Kaupmannah. 12 20 heiðskirt
lissabon 15 27 heiðskírt
London 13 23 heiðskirt
Los Angeles 17 26 heiðskfrt
Lúxemborg 24 léttskýjað
Malaga 27 heiðskírt
Mallorca 29 heiðskírt
Miami 29 31 skýjað
Montreal 15 26 skýjað
Moskva 13 25 heiðskírt
New York 20 29 rigning
Osló 9 21 skýjað
París 13 26 heiðskírt
Peking 20 31 heiðskírt
Reykjavík 11 súld
Ríóde Janeiro 13 34 heiðsklrt
Rómaborg 18 35 heiðskirt
Stokkhólmur 13 20 skýjað
Sydney 13 13 rigning
Tókýó 26 32 heiðskirt
Vínarborg 17 23 skýjað
Þórshöfn 12 léttskýjað