Morgunblaðið - 07.08.1986, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986
wamc tnazc.
i
Spáspilið Mímisbrunnur
Sálarköfun
í Þrídrangi
Um næstu helgi, 9.-10. ágúst,
heldur Gisli Þór Gunnarsson
námskeið í Þrídrangi, Tryggva-
götu 18 i Reykjavík. Þar mun
hann m.a. kynna leiðir til að
virkja það sem Indverjar kalla
dulvitund mannkyns (Akashic
Records). Einnig kynnir hann
spáspilið „The Magic Maze“, sem
hann nefnir Mímisbrunn á
íslensku.
Gísli Þór hefur stundað sjálf-
stæðar rannsóknir á samanburðar-
trúfræði og trúarbragðasögu og í
þeim tilgangi ferðast víða um heim.
Hann hefur undanfarin þrjú ár
stundað háskólanám í Bandaríkjun-
um og fengið styrk frá Edgar
Cayce-stofnuninni. Síðasta ár
stundaði Gísli framhaldsnám í sam-
félagslegri sálarfræði við Ríkis-
háskólann í Kalifomíu.
Spáspil Gísla, Mímisbrunnur,
hefiir nýlega verið sett á markað í
Bandaríkjunum en það byggist á
blöndu af íslenskri rúnafræði og
indverskri dulspeki. Á námskeiðinu
verður notkun spilsins kennd. Að-
ferðina nefnir Gísli „Sálarköfun".
Skráning fer fram í Þrídrangi
eftir kynningarfyrirlesturinn þann
7. ágúst.
Samskonar námskeið verður
haldið á Akureyri, í Lundi við Auðs-
völl, helgina 16.-17. ágúst.
Þrjú presta-
köll laus til
umsóknar
BISKUP íslands hefur auglýst þrjú
prestaköll laus til umsóknar og er
umsóknarfrestur til 10. september
nk. Þau eru:
Hruni í Ámesprófastsdæmi. Þar
hefur séra Sigurbjöm Sveinbjöms-
son prófastur þjónað síðan hann
vígðist 16. júní 1944, en lætur nú
af embætti vegna aldurs.
Hvanneyrarprestakall í Borgar-
fjarðarprófastsdæmi. Sóknarprest-
urinn þar, sr. Olafur Jens
Sigurðsson, hefur verið ráðinn
fangaprestur kirkjunnar og lætur
því af embætti.
Höfðakaupstaður í Húnavatns-
prófastsdæmi. Sr. Oddur Einarsson,
sem þjónað hefur prestakallinu und-
anfarin ár, hefur fengið lausn frá
embætti og gerst bæjarstjóri í
Njarðvíkum.
Einnig auglýsir Biskupsstofa
nýtt embætti laust til umsóknar,
en það er starf fjármálafulltrúa,
sem samþykkt var á síðustu fjárlög-
um. Leitað er eftir viðskiptafræð-
ingi eða lögfræðingi með
bókhaldsþekkingu enda er fjár-
málafulltrúanum ætlað að annast
fjárreiður biskupsembættisins.
Óvenjumikil hreyfing hefur að
undanfömu verið á prestsembætum
að sögn Bemharðs Guðmundsson-
ar, fréttafulltrúa kirkjunnar, og er
þegar búið að veita 8 embætti á
þessu ári. Tólf prestköll, þ. á m.
Breiðholtsprestakall, Útskálar í
Reykjanesi, Húsavík, Ólafsfjörður
og Grenjaðarstaður, voru nýlega
auglýst laus til umsóknar og rennur
fresturinn út á morgun.
„Hef ákveðnar hug-
myndir
siálfum
svona með
mér“
— segir Florencio Campomanes, forseti
FIDE, í samtali við Morgnnblaðið
London, 6. ágúst. Frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins.
hann á Park Lane hótelinu. „Ég
„ÉG VIL engu spá, enda væri
það ekki rétt, en ég veit að sá
sem sigrar er sá sterkari." Þetta
sagði Florencio Campomanes,
forseti FIDE, skömmu áður en
fimmta skákin milli Karpovs og
Kasparovs hófst á Park Lane í
gær.
Hann bætti við: „Auðvitað hef
ég sjálfur ákveðnar hugmyndir,
svona með sjálfum mér. Þær skák-
ir, sem tefldar hafa verið hingað
til hafa verið glæsilegar og það
er óneitanlega ævintýralegt að sjá
taflmennsku Kasparovs - þar með
segi ég ekki að hann hafi sigur;
það leiðir tíminn í ljós. Ég er held-
ur ekki uppveðraður yfir djörfum
fómum; þær eru sannarlega ekki
einhlítar einar sér, það þarf fleira
til; hljóðlátur, vitsmunalegur leikur
getur skilað ekki síðri árangri."
Í gær, þriðjudag, var hér all-
æsingslegur blaðamannafundur,
þar sem Campomanes var m.a.
sakaður um að annarlegar hvatir
lægju að baki því að hann vilji að
verðlaunaféð verði lagt inn á
svissneskan banka. Campomanes
var einnig sakaður um andstöðu
gegn ísraelum, þar sem Ólympíu-
skákmótið verður í Dubai og af
því leiðir að ísraelar taka ekki
þátt í því. Við mig sagði Campom-
anes að ísraelar hefðu fullkomlega
skilið afstöðu FIDE og sæst á
málið.
„Ég veit ekki af hveiju ég er
kallaður einræðisherra," sagði
Campomanes þegar ég talaði við
get ekki gert neitt án þess að ráð-
færa mig við stjóm FIDE. Ég lem
ekki í borðið - það er ekki minn
stíll, en skynsemin verður að ráða.
Skákin, og þeir sem hana stunda,
eru blanda af frumlegum snilling-
um og raunsæjum reiknihestum
og þetta tvennt er flókið að sam-
ræma.
Ég vil veg skáklistarinnar sem
mestan. Mér hefur verið legið á
hálsi fyrir það, þótt undarlegt sé.
Þið íslendingar, sem eigið fleiri og
betri skákmeistara en nokkur önn-
ur þjóð, miðað við fólksfjölda,
hljótið að skilja þetta. Ég hef reynt
að ýta undir og örva skák í þriðja
heiminum. Ég er líka dæmdur
hart af vestrænum blaðamönnum
fyrir það. Vægast sagt skrýtið, því
að skákin í sjálfu sér örvar og
bætir og ég bara spyr: Viljum við
ekki öll stuðla að betri heimi?
ísland er algerlega sér á báti
hvað skák varðar. ísland er á
toppnum og mér er sönn gleði að
fylgjast með ungu strákunum ykk-
ar, Helga, Margeiri, Jóni Amasyni
og Jóhanni, sem ég þekki þó einna
minnst til. Friðrik Ólafsson er nú
nánast hættur keppni, en hann var
stórkostlegur áður og fyrrum.
Hann er mikill sjentilmaður og
prúðmenni fram í fingurgóma og
mér og öðrum ógleymanlegur sem
skákmaður, þegar hann var upp á
sitt besta," sagði Campomanes.
„Sjálfur lærði ég mannganginn
þegar ég var 14 ára. Faðir minn
kenndi mér og íj'órum árum síðar
var ég orðinn númer tvö á Filipps-
eyjum. Fór svo til Bandaríkjanna
og lærði og telfdi."
En hvers vegna hefur hann ver-
ið talinn hlynntari Karpov?
„Fáránleg della. Fáránlega farið
með staðreyndir. Það hefur verið
sagt að Karpov, eða læknir hans,
hafí á sínum tíma beðið mig um
að láta stöðva einvígið. Karpov
vildi halda áfram og ég legg
áherslu á það. Kasparov vildi það
líka, en hann var óumdeilanlega
sprækari í yfirlýsingum sínum. Ég
ákvað þetta af mannúðarástæðum
og þeir sem á annað borð skilja
það álag sem fylgir einvígi á borð
við þetta, ættu að sjá að þetta var
Florencio Campomanes
eina vitið á þeim tíma. En svo var
ég úthrópaður sem hlynntur
Karpov og það er ansi lítil skyn-
semi í því, að ég nú ekki tali um
raunsæi í þessaum málum," sagði
Campomanes að lokum.
Skömmu eftir að samtali okkar
lauk, settust svo Karpov og Kasp-
arov niður til að heyja fimmtu
skákina og var nú áheyrandasalur-
inn þéttsettnari en í fyrri skákum.
Heimsmeistaramót unglinga í skák:
Þrösturtapaði
fyrir Klinger
ÞRÖSTUR Þorhallsson tefldi í
gær við Josef Klinger frá Aust-
urríki í þriðju umferð heims-
meistaramóts unglinga, 20 ára
og yngri, í skák, sem fram fer
í Gausdal í Noregi. Þröstur tap-
aði, gaf skákina eftir 54 leiki.
Að sögn Davíðs Ólafssonar að-
stoðarmanns Þrastar var Þröstur
með mun betri stöðu Iengi framan
af á móti Austurríkismanninum,
sem er alþjóðiegur meistari og var
sá síðamefndi auk þess kominn í
tímahrak. Þröstur virtist vera að
vinna skákina og náði skiptamun,
en þá snerist taflið við og Aust-
urríkismaðurinn fékk óstöðvandi
frípeð og Þröstur gaf skákina eft-
ir 54 leiki eins og áður sagði.
Eftir þijár umferðir eru fjórir
skákmenn efstir og jafnir með 3
vinninga: Zuniga frá Perú, Anand
frá Indlandi, Wohl frá Vestur-
Þýskalandi og Horvath frá Ung-
veijalandi. Þröstur er með 1 'h
vinning.
Karpov fann svar við Grun-
felds-vörninni og i afnaði metin
Skák
Margeir Pétursson
ANATOLY Karpov tefldi
fimmtu einvígisskákina við
Gary Kasparov af miklu ör-
yggi, hann fékk valdað frípeð
í endatafli og kæfði síðan allt
mótspil heimsmeistarans.
Kasparov reyndi að losa tökin
með peðsfóm, en það bar engan
árangur, og þegar fyrirsjáan-
legt var að hann myndi tapa
öðm peði án þess að fá nokk-
urt mótspil gafst hann upp í
32. leik. Eftir góðan sigur í
fjórðu einvígisskákinni tefldi
Kasparov af allt of mikilli bjart-
sýni með svörtu, og lék þar að
auki of hratt á mikilvægum
augnablikum í skákinni.
Kasparov beitti Grunfelds:
vöm í þriðja sinn í einvíginu. í
fyrstu og þriðju skákunum náði
hann auðveldlega að jafna taflið,
en í gærkvöldi ákvað Karpov að
fara út í flóknara afbrigði en áð-
ur. Strax í 10. leik kom það á
óvart að heimsmeistarinn fór út
í endatafl, í stað þes að tefla með
drottningamar á borðinu. Hann
tók síðan aðra umdeilanlega
ákvörðun í 15. leik, er hann leyfði
Karpov að fá öflugt valdað frípeð
á d6. Slík frípeð eru afskaplega
sterk í endatafli, en Kasparov
hefur væntanlega talið að fjarlægt
frípeð sitt á a-línunni og biskupa-
par myndu veita nægjanlegt
mótvægi.
En Karpov tókst að halda öllu
mótspili niðri, og gróf annan bisk-
up Kasparovs lifandi. Örvænting-
arfull peðsfóm Kasparovs bar
engan árangur og þegar síðasta
tromp hans, frípeðið á a-línunni,
féll í valinn var kominn tími til
að gefast upp.
Staðan í einvíginu er því orðin
jöfn, 2'/2-2>/2, en Kasparov
stendur þó enn heldur betur að
vígi, því honum dugir jafntefii,
12—12, til að halda heimsmeistar-
atitlinum.
5. einvígisskákin:
Hvítt: Anatoly Karpov
Svart: Gary Kasparov
Grilnfelds-vöra
I. d4 - Rf6, 2. c4 - g6, 3. Rc3
- d5, 4. Bf4 - Bg7, 5. e3 - c5,
6. dxc5 — Da5, 7. Hcl — Da5,
7. Hcl — Re4, 8. cxd5 — Rxc3,
9. Dd2 — Dxa2, 10. bxc3 —
Dxd2+
Miklu algengara er 10. — Da5,
en í því afbrigði hafa sovézku stór-
meistararnir Agzamov og puljko
teflt tvær skákir sl. vetur. I þeirri
síðari náði Guljko að jafna taflið
eftir 11. Bc4 - Rd7, 12. Rf3 -
Rxc5, 13. Be5 — Bxe5! 14. Rxe5
- f6, 15. Rf3 - 0-0.
II. Kxd2 - Rd7, 12. Bb5 - 0-0,
13. Bxd7 - Bxd7, 14. e4 - f5,
15. e5
Staðan sem upp er komin er
að mörgu leyti dæmigerð fyrir
Grunfelds-vömina. Hvítur hefur
peðamiðborð sem svartur ræðst
gegn. Þessi staða hefur áður kom-
ið upp í skákinni Schmidt-Gross,
í Naleczow í Póllandi 1984. Hún
tefldist: 15. — Hac8, 16. c6 —
Bxc6, 17. d6 — exd6, 18. exd6 —
Hf6, 19. Hal - Ha8, 20. Ha5 -
g5, 21. Be5 — He6 og jafntefli
var samið í 41. leik. I stað þess
að reyna að opna stöðuna fyrir
biskupana, gefur Kasparov and-
stæðingi sínum kost á að fá frípeð
valdað af öðru peði.
15. - e6?! 16. c4 - Hfc8, 17.
c6! — bxc6, 18. d6
Þarna er valdaða frípeðið kom-
ið. Það veldur svörtum einnig
miklum óþægindum að biskupinn
á g7 á engan aðgang að barátt-
unni á drottningarvæng, vegna
peðamúrs hvíts á miðborðinu.
18. - c5,19. h4 - h6,20. Rh3!
Áætlun Karpovs er einföld og
rökrétt. Hann ætlar að leika f3
og færa riddarann til d3, þar sem
hann stendur vel til bæði sóknar
og varnar. Kasparov svarar með
því að storma fram með frípeð
sitt, en það færir honum þó ekki
nægjanlegt mótspil.
Meiri mótspilsmöguleikar lágu
áreiðanlega í spili eftir b-línunni,
t.d. kom Hcb8 mjög vel til greina
í 21. leik.
20. - a5, 21. f3 - a4, 22. Hhel!
Að sjálfsögðu ekki strax 22.
Rf2? — g5 og Bg7 sleppur úr
prísundinni.
22. - a3, 23. Rf2 - a2, 24. Rd3
- Ha3, 25. Hal
Upphafið á annarri mjög ein-
faldri áætlun. Hvítur ætlar að
setjast á frípeðið á a2 og vinna
það. Nú reynir Kasparov að fóma
peði til að ná mótspili, en allt
kemur fyrir ekki.
25. - g5?! 26. hxg5 - hxg5, 27.
Bxg5 - Kf7, 28. Bff4 - Hb8.
Loksins kemur hrókur á opna
b-línuna, en það er allt of seint.
29. Hecl - Bc6, 30. Hc3! -
Ha5, 31. Hc2 - Hba8, 32. Rcl
Hér gafst Kasparov upp, enda
er baráttan með tvö peð undir og
lakari stöðu með öllu vonlaus.