Morgunblaðið - 07.08.1986, Síða 33

Morgunblaðið - 07.08.1986, Síða 33
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 33 180 þátttakendur í norrænni ráðstefnu um sjávarútvegsmái Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason Sigþór ÞH 100 frá Húsavík við viðlegukant framan við Slippstöðina þar sem hann er í yfirbyggingu. Næg* verkefni framund- an hjá Slippstöðinni NÆG verkefni eru tim þessar mundir hjá Slippstöðinni á Akur- eyri. Verið er að vinna við 9 skip og eitt er væntanlegt frá Kanada í september. Nú er verið að vinna við endan- legan frágang á tveimur rækjuskip- um, sem hafa verið í byggingu um nokkrun tíma. Þau á að afhenda fyrir áramót, en kaupendur eru Oddeyri hf. á Akureyri og Særún á Blönduósi. Unnið er að endur- bótum íbúða og rafkerfís auk fleiri þátta á Ioðnuskipinu Heimaey VE og verið að sandblása loðnuskipið Gígju RE. Sigþór ÞH frá Húsavík er kominn í yfirbyggingu, Sval- bakur EA í sandblástur og frekara viðhald og Frosti ÞH frá Grenivík kemur um helgina í vélarskipti. Þá er verið að mála Núp EA og Am- þór EA. Sigurður Ringsted, yfírverkfræð- ingur í Slippstöðinni, sagði í samtali við Morgunblaðið, að eins og fyrr- greind upptalning bæri með sér, væri nóg að gera um þessar mund- ir og fram undir áramót. DAGANA 18. til 20. ágúst næst- komandi verður haldin á Akur- eyri norræn ráðstefna um sjávarútvegsniál. Bcinir þátttak- endur verða um 180 talsins, en með mökum þeirra og fleiri fylgi- fiskum verða um 300 manns á Akureyri þessa dagana í tengslum við ráðstefnuna. Af þessum sök- um er nánast allt gistirými í bænum upptekið þennan tíma. Hér er um að ræða 20. norrænu fiskimálaráðstefnuna, en hún er hald- in annað hvert ár með þátttöku allra Noðurlandaþjóðanna. Síðast var ráð- stefnan haldin í Álasundi í Noregi, en hún hefur þrisvar áður verið hald- in á íslandi, síðast árið 1976. Ráð- stefnan verður sett á Hótel KEA klukkan 9 á mánudagsmorgun 18. ágúst og verða fundarhöld þar þann dag og á miðvikudagsmorgun. Seinni hluta miðvikudagsins verður fundað í Alþýðuhúsinu. I tengslum við ráð- stefnuna verður á mánudag iýrsti formlegi fundur sjávarútvegsráð- herra Norðurlandanna. Á þriðjudag munu ráðstefnugestir lieimsækja Mývatnssveit og á miðvikudag fara þeir í heimsókn til Útgerðarfélags Akureyringa. Fyrir maka ráðstefnu- gesta er fyrirhugað kaffisamsæti á Hrafnagili og heimsókn í- sútunar- verksmiðjur Iðunnar. Fyrsti dagur ráðstefnunnar verður helgaður fiskeldi. Um það mun full- trúi frá hverju landi fyrir sig flytja erindi og að þeim Ioknum verða al- mennar umræður. Þá mun Olafúr Karvel Pálsson, fiskifræðingur, fjalla um fískirannsóknir hér við land í samvinnu við útgerðir og skipstjóra Japönsku togaranna“. Á þriðjudag verður eins og áður sagði, farið í Mývatnssveit, en á miðvikudag flytur Gunnvör Hoydal frá Færeyjum erindi um menntun í sjávarútvegi á Norður- löndunum, Svíinn Lennart Hannerz flytur erindi um mengun sjávar og áhrif hennar á fiskveiðar og Daninn Svend Aage Hansen fjallar um sjálf- virkni í flakasnyrtingu. Ráðstefnunni lýkur með umræðum um beztu mögu- iega þróun á fiskmörkuðum, en þeim stjómar Björn Dagbjartsson, alþing- ismaður. Krakkamót KEA á laugardag Akureyri. KRAKKAMÓT KEA í fótbolta verð- ;ir íialdið næstkomandi laugardag, 9. ágúst á íþróttavelli KA á Akur- eyri. Mótið hefst klukkan 10 og því lýkur síðdegis sama dag. fr Keppendur eru úr yngstu flokkum félaga sem starfa á félagssvæði Kaup- félags Eyfírðinga. Þau félög sem áhuga hafa á þátttöku eru loeðin að liringja í Gunnar Kárason í vinnusíma 21866 eða heimasíma 22052. Þetta er annað firið í i-öð sem slíkt mót er haldið. f fyrra var það haldið á íþróttavelli Þórs í Glerárhverfí og komu þá á annað hundrað böm á mótið. KEA býður keppendum upp á pylsur og ávaxtasafa á tneðan á mót- inu stendur, en stjómendur yngri flokka KA sjá um framkvæmd á sjálfu mótinu. Bílvelta í Hörgárdal BÍLL ineð tveimur mönnum valt við Rauðalæk í Hörgárdal síðdegis á þriðjudag. Meiðsli voru minniháttar. Það var um klukkan 18.30 sem óhappið varð og telur ökumaður skýringu þess þá, að hann hafí dott- að við stýrið. Bfllinn er talinn ónýtur enda lagðist hann saman með þeim afleiðingum ;ið ökumaður festist inni í honum og varð að skera bflinn sundur til að losa ínanninn. „Myndi drukkna teldi maður sig sérfræðing á öllum sviðum“ - segir Sigfús Jónsson nýr bæjarstjóri á Akureyri Akureyri. SIGFÚS Jónsson tók formiega við embætti bæjarstjóra á Ak- ureyri síðastliðinn þriðjudag. Helgi Bergs hafði þá gegnt því embætti í tæp 10 ár. Sigfús er 35 ára gamall og hefur undan- farin tvö ár verið sveitarsljóri á Skagaströnd. Hann er fæddur Akureyringur en flutti 5 ára gamall til höfuð- borgarinnar með foreldrum sínum og lauk þar tveggja ára háskóla- námi. Leiðin lá síðan til Bretlands þar sem hann dvaldi í fimm ár, tók MA-próf í landafræði frá há- skóla í Durham og flutti sig þá til Newcastle og lauk doktors- gráðu í faginu í ársbytjun 1981. Eftir námið fékk Sigfús styrk frá Kanadíska vísindasjóðnum og dvaldi ásamt konu sinni, Krist- björgu Antonsdóttur, á Nýfundnalandi í ár, þar sem hann vann að rannsóknum í sjávarút- vegi og skrifaði jafnframt bók um íslenskan sjávarútveg og greinar í blöð og tímarit. Blaðamaður brá sér í heimsókn til nýja bæjarstjórans á skrifstofu hans og var hann þá önnum kaf- inn við að koma sér inn í bæjar- málin. „Ég var að ganga frá mínum málum á Skagaströnd frani á síðasta dag, en hef þó setið einn bæjarstjórnarfund á Akureyri og er þessa dagana að kynna mér starfsemi bæjarins," sagði Sigfús. „Sjávarútvegsmál, atvinnumál og skipulagsmál eru þau mál sem ég tel mig þekkja vel til. Hins vegar veit ég ekkert um listir og menningarmál, enda myndi mað- ur bara drukkna ef maður teldi sig sérfræðing á öllum sviðum. Sjávarútvegurinn er þó hálfgert hugarfóstur hjá mér, en það þýðir ekkert að ætla sér að koma sér inn í þau mál með því að liggja upp í blokk í Breiðholti. Þess vegna fór ég ef til vill til Skaga- strandar til að læra og það fór svo að mér líkaði mjög vel. Ég hefði orðið þar áfram hefði ég ekki verið beðinn um að koma til Akureyrar. Bæjarstjórastaðan hér var aldrei auglýst, heldur var hringt í mig skömmu eftir kosn- ingar og mér boðin staðan." Meirihluti bæjarstjómar Akur- eyrar samanstendur af Sjálfstæð- isflokki, sem hefur fjóra fulltrúa, og Alþýðuflokki, sem hefur þrjá fulltrúa. „Alþýðuflokkurinn til- nefndi mig en Sjálfstæðisflokkur- inn fékk að ráða forseta bæjarstjórnar, sem nú er Gunnar Ragnars. Ég tel mig ekki pólitísk- an, þó ég hafi gegnt trúnaðar- störfum fyrir Alþýðuflokkinn. Bæjarstjóri er fyrst og fremst embættismaður og á alls ekki að blanda sér í stjómmál á meðan hann gegnir embætti. Flokkarnir hér á Akureyri lögðu allir mikla áherslu á uppbyggingu atvinnulífs á staðnum og ég held að ég hafi verið ráðinn með tilliti til þess. Á Akureyri þarf að rífa upp atvinnulífið og hef ég ýmsar hug- myndir á pijónunum. Brýnast er að efla viðskipti og þjónustu. Akureyri er mistöð Norðurlands og hún á að geta staðið undir því nafni. Hér er til dæmis allt lokað á laugardögum, þegar fólk í ná- grannasveitunum þarf hvað mest á þjónustu að halda. Þetta tíðkast ekki í öðmm löndum. Eins þarf að vinna markvisst að því að fá hingað útibú frá ríkisstofnunun- um, sem allar em staðsettar í Reykjavík, og setja hér upp eina stjómsýslumiðstöð. Hins vegar er slæm reynsla frá Norðurlöndun- um af því að flytja ríkisstofnanir á milli staða." Sigfúsi fannst jákvætt að boðið skyldi upp á háskólanám á Akur- eyri, en þó sagðist hann myndu fara aðrar leiðir ef hann réði. „Ég mundi vilja hafa hér lítinn há- skóla, þar sem einungis yrðu kennd fög, sem ekki væri boðið upp á í Reykjavík, til dæmis sjáv- arútvegsfræði og fjölmiðlafræði. Ég álít að gott sé fyrir hvem mann að fara að heiman þegar Morgunbladið/Jóhanna Ingvarsdóttir Sigfús Jónsson í bæjarstjóra- stólnum á Akureyri, annan vinnudaginn. komið er að háskólanámi, svo þjóðfélagið sitji ekki eingöngu uppi með þröngsýna háskóla- menntaða menn. Það væri til dæmis alls ekki úr vegi að Reykvíkingar sæktu háskóla- menntun sína til Akureyrar til að víkka sjóndeildarhringinn og læra að gagnrýna eigið umhverfí í stað- inn fyrir að fara í Melaskóla, Hagaskóla, MR og HÍ og enda síðan á Elliheimilinu Grund. Nám felst venjulega ekki eingöngu í skólabókum. Ég myndi líka vilja blanda saman viðskipta- og tungumálanámi og koma á sam- vinnu við erlenda háskóla, þannig að hægt yrði að senda nemendur um tíma frá Háskóla Akureyrar á aðra skóla til að læra tungumál- in almennilega. Til dæmis gætu nemendur bytjað á fyrstu tveimur árunum í viðskiptanámi hér á landi, valið sér síðan tvö tungu- mál og varið næsta ári í tungu- málanám erlendis, hálft ár i hvoru landi, komið síðan heim og lokið þriðja árinu í viðskiptafræðinni. Slíkt fólk myndi nýtast vel í al- menn og alþjóðleg viðskipti.“ Nýi bæjarstjórinn sagðist nú búa á gistiheimili á Akureyri og myndi gera svo fram í september en þá fengi hann húsnæði það sem hann ætlaði að ieigja. Eiginkona hans og þriggja ;ira dóttir búa hins vegar á Skagaströnd ennþá og Sigfús einnig um lielgar. „Það er auðvitað mikill inunur á embætti sveitarstjóra á Skaga- strönd og embætti bæjarstjóra á Akureyri. Á Skagaströnd þurfti ég ekki að spyija neinn um hversu sver vatnsveiturörin ættu að vera, ég ákvað það sjálfur. Hins vegar er allt í ráðum og nefndum og sérfræðingaálit þarf á öllu því sem gera á á Akureyri. Kerfið er því nokkuð þyngra í vöfum hér. Starf- semi bæjarfélagsins á Akureyri þarf náttúrlega að spanna yfir alla þætti mannlífsins, alveg eins og í Reykjavík, þótt í smærri stíl sé.“ Sigfús sagði að nýverið hefði öllu stjórnkerfí bæjarins verið breytt þannig að ýmsar nefndir hefðu verið lagðar niður og aðrar sameinaðar og starfsandi allur væri mjög jákvæður. „Ég geri ekki ráð fyrir neinum fleiri breyt- ingum að svo stöddu, en hins vegar hefur aldrei verið nein logn- molla í kringum mig og geri ég ekki ráð fyrir að staðna. Húsnæðisvandamál bæjarskrif- stofanna eru mikil og eru hinar ýmsu deildir dreifðar um bæinn, í leiguhúsnæði hér og þar. Auðvit- að þyrfti að byggja nýtt húsnæði, en til þess eru örugglega ekki til peningar. Mér skilst að lausafjár- staða bæjarins sé erfíð, en bærinn á miklar eignir og að því leyti standa fjármálin á traustum grunni,“ sagði Sigfús Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.