Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 39 Að rifja upp kynn- in við Agöthu VERKSMHUU Erlendar bækur Agatha Christie gamla mannsins, hvað sem það á nú að þýða. Og svo framvegis og svo framvegis. Og taka nú menn að hrynja niður, myrtir, og fröken Marple tekur til óspilltra málanna að kanna málið. Upp komast svik um síðir, einu morðinu enn er af- stýit og allt gengui' upp. í Murder in the Mews eru nokkrir styttri þættir og þar er Poirot aðalpersónan og leikur listir sínar hugvitssamlega sem fyrr. Fyrsta sagan í þeirri bók er um konurnar tvær sem bjuggu saman, síðan er önnur myrt á dularfullan hátt. Eða kannski hún hafi framið sjálfsmorð þegar allt kemur til alls. Ágætis lesning og svo var raunar um hina þættina. í Evil in the Sun er Hereule Poirot staddur á sumarhóteli, ekki ósvipað og fröken Marple í A Caribbean Mystery. Ólíkt því sem er á karabísku eyjunni, liggur þó ljóst fyrir frá byijun hver viðbjóðs- lega manneskjan er. Hún er myrt og það hlakkar í höfundi og eigin- lega öllum sumardvalargestunum líka. En þó að manneskjan hafí verið illa innrætt dugir náttúrlega ekki að láta fólk komast upp með ódæðisverk og það er betra en ekki að Poirot skuli vera þarna í sumar- leyfinu. Eftir að hafa nú lesið þessar þijár bækur Agöthu í einni lotu, held ég að ég taki mér frí frá henni um stundarsakir. En þrátt fyrir ákveð- inn einfeldningshátt, tilbreytingar- leysi í vettvangs- og persónuvali og ótal annmarka sem. má sjálfsagt finna á bókunum hennar eru kost- irnir ótvíræðir. Þessir kostir gera þær að ágætum sakamálasögum, með smellnum húmor og skemmti- legum athugasemdum og hugrenn- ingum sem sýna að Agatha átti sannarlega fáa sína líka. Og það er líklegt að menn haldi áfram að lesa bækur hennar enn um langa hríð. Jóhanna Kristjónsdóttir LÍFSEIGAR ætla að verða bækur Agöthu sálugu Christie. Nú tíu árum eftir andlát hennar er ekkert lát á útgáfu bóka hennar frá öllum tímum ritferils hennar. Menn halda áfram að gleypa í sig frásagnir hennar af hinum spaugilega en kæna furðufugli Hereule Poirot og pipardömunni ungfrú Marple, sem leysa hveija morðgátuna af annarri af snöfurmonnsku og klókindum. Segja má, að bækur Agöthu séu ákaflega keimlíkar hver annarri. Vettvangurinn er einatt ósköp svip- aður frá bók til bókar. Ákveðnar manngerðir ganga aftur í bókunum með nokkrum tilbrigðum og at- burðarásin verður kunnugleg, þegar farið er að huga að. Þegar ég byrjaði að lesa bækur eftir Agöthu á ánjm áður var mér sagt að hún hefði þá formúlu að gera helzt allar sögupersónur sínar nema eina eða tvær tortryggilegar og þá gæti maður nokkurn veginn reiknað út að sá seki væri sá, sem sízt féll grunur á. Að vísu á þetta án efa við í mörgum bókanna, en þó tekst Agöthu alltaf að magna upp spennu og eftii-væntingu og fráleitt að það lánist nema stundum að vera á undan þeim Hercule Poi- rot eða fröken Marple að hafa upp á sökudólgunum. Almennt hafa þessar sögur flesta þá kosti sem bækur af þessari gerð mega prýða og þótt persónusköpun- in sé kannski ekki djúp hafa þau bæði, Poirot og frökenin, orðið harla ljósar pei'sónur og óborganlegar. Nú hef ég verið að lesa þijár Agöthu-bækur, ein þeirra, A Caribbean Mystery', gerist eins og margar fleiri á sólríkri cyju, þar sem saman eru komnir elskulegir og vammlausir gestir í paradísinni. Fröken Maqile er á svæðinu og þá er náttúrlega ekki að sökum að spyija. Gamall major, sem lifir í fortíðinni og er hálfgerð plága umhverfi sínu, leggur upp laupana. í fljótu bragði er ekkert athugavert við það, líkast til hefur hann lengi þjáðst af of háum blóðþiýstingi og gætti sín ekki í áfengisnotkuninni. Það kemur í ljós að majorinn hefur þó sennilega aldrei sjálfur talað um háþiýstingsplögun, en einhver hef- ur orðið til að koma sögunni á kreik. Ungu hjónin sem reka hótel- ið eru sérstaklega elskuleg, en þó amar eitthvað þar að líka: konan fær vondar martraðir og virðist heyra ofheyrnir og almennt líða afleitlega. En samt er það ekki al- veg eins og það á að vera heldur. Tvenn hjón eru þarna gestir og góðir vinir. Bæði hjónaböndin alveg framúrskarandi ánægjuleg og vel lukkuð. Og þó. Það skyldi þó ekki vera að eiginkona númer eitt héldi við eiginmann númer tvö og þar af leiðandi hljóta að verða alls kon- ar leiðindi. Ríkismaður, heilsulaus og geðillur, er þarna með ritara sinn og aðstoðarmann. Aðstoðar- maðurinn er sísnuðrandi í plöggum að norðan HEFST 1 DAG ÖDÝR FATNA-ÐUR Á ALGJÖRU LÁGMARKSVERDI H-húsið AUÐBREKKU- KOPAVOGI Opið: 10-19 virka daga/10-16 á laugardögum'' t Salix kojumar frá Viðju eru sterkar, stílhreinar og rúma jafnt unga sem aldna. Henta jafnt heima sem í sumarbústaðnum. Fáanlegar í hvítu og beyki. HUSGAGNAVERSLUNIN Smiðjuvegi 2 Kopavogi sími 44444
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.