Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.08.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 43 Álftröð 3, hvort sem leiðin lá í bílskúrinn, þar sem Ágúst var löng- um við smíðar, þegar hann var heima, eða í eldhúsið til Guðrúnar konu hans, þar sem drukkið var kaffi og spjallað. Þeirra vinsamlegu samskipta er hér minnst með sökn- uði en einnig með þakklæti í huga fyrir það ómetanlega hlutskipti að hafa átt jafnlengi svo góða granna. En þó að þögnin væri nefnd hér í upphafi þessara orða var hún eng- inn fylgifiskur Ágústar Pétursson- ar. Hann vann sitt ævistarf á trésmíðaverkstæði, og heima var hann einnig tíðum í félagsskap trésmíðavéla sinna. Sjálfur var hann hins vegar ekki hávær maður heldur umfram allt hógvær og mik- ið prúðmenni en glaðvær og hlýr. Og eins og allir vita, sem hann þekktu, þá var Ágúst gæddur mörg- um listrænum hæfileikum. Hann var afburðasmiður og smekkvís, enda ber heimili hans þess ljósan vott bæði utandyra og innan Þá átti hljómlistin ekki síður sinn stað í hugarheimi hans. Fallegu dægur- lögin hans hafa verið sungin og spiluð um land allt í áratugi. En þó að þau eigi eftir að hljóma enn um sinn, þá heyrist ekki lengur daufur niðurinn í litiu trésmíðavél- unum hans Ágústar Péturssonar á kyrrum kvöldum. Sú „rnúsik" var hluti af okkar litla og friðsæla götu- samfélagi. I Álftröð er skarð fyrir skildi við fráfall hans. Við hjónin og böm okkar vottum Guðrúnu og bömum dýpstu samúð. Blessuð sé minning Ágústar Pét- urssonar. Jón H. Guðmundsson. Kveðja frá Félagi harmon- ikuunnenda í Reykjavík í dag kveðjum við félaga okkar Ágúst Pétursson. Hann var einn af okkar áhugasömustu og ötulustu félagsmönnum, ávallt boðinn og búinn að veita hverju því máli lið er til hagsbóta mætti verða fyrir félagið enda vom honum fljótlega falin trúnaðarstörf í því og sat í stjóm þess er hann lést. Hann átti einnig sæti í nefnd þeirri er sá um lagaval og útsetningar fyrir hóp- starf og hljómsveitir félagsins og tók mjög virkan þátt í hljómsveitar- starfmu sjálfu með sínu létta og lifandi spili og þá jafnan sem leið- andi maður í fyrstu rödd. Hann var löngu landsþekktur fyrir lögin sín sem nutu sín jafn vel sem sönglög í góðra vina hópi og sem danslög í stærstu sölum. Eitt af lögum sínum, „Harmonikumarsinn", til- einkaði hann félaginu og lék það sjálfur inn á hljómplötu sem félagið gaf út fyrir nokkrum árum. I stjómarstarfinu var hann eink- ar málefnalegur, sagði jafnan sína skoðun umbúðalaust en hlustaði gaumgæfilega á umræður og dró af þeim sínar ályktanir sem æði oft urðu síðan til lausnar á því máli er um var rætt. Fyrir hönd allra félagsmanna þakkar stjóm þess Ágústi Péturs- syni vel unnin störf í þágu félagsins og vottar eiginkonu hans og böm- um dýpstu samúð. Sérstakar kveðjur og þakkir era frá hópnum sem kenndi sig við hann, „Gústa-hópnum", og spilaði með honum í nafni félagsins nú síðustu mánuðina, þeim Sigurði, Þorsteini, Elsu, Jakob, Gunnari, Sigurgeiri, Þóri, Kristínu og Jóni Inga. Blessuð sé minning hans. F.h. stjómar Félags harmoniku- unnenda í Reykjavík, Jón Ingi Júlíusson Öðlingurinn Ágúst Pétursson er fallinn að foldu langt um aldur fram. Ljúflingurinn, húmoristinn, músíkantinn og lagasmiðurinn, sem sífellt var veitandi, svo að maður fór jafnan hressari og oft með bros á vör af hans fundi. Vinar og sam- starfsfélaga er sárt saknað eftir áratuga samfylgd. Um leið og honum era færðar hjartans þakkir fyrir samfylgdina í gegnum árin, vottum við konu hans og börnum og öðram ástvinum alúðarfyllstu samúð. Minning um góðan dreng lifir lengi. t Útför SIGRÍÐAR SIGURJÓNSDÓTTUR hjúkrunarfræðings, Meiri-Tungu, fer fram fró Árbæjarkirkju, Holtum laugardaginn 9. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Arndís Eiríksdóttir, Jóna Bjarnadóttir, Kristin Bjarnadóttir. t Útför móöur okkar, tengdamóður og ömmu, , INGIBJARGAR J. KALDAL, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavik föstudaginn 8. ágúst kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Barnaspítala Hringsins. Leifur Magnússon, Oddrún Kristjánsdóttir, Kristmann Magnússon, Hjördís Magnúsdóttir og barnabörn. Faöir okkar, t VALDIMAR SIGURJÓNSSON frá Hreiðri, Holtahreppi, síðasttil heimilis á Þelamörk 40, Hveragerði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjaröarkirkju föstudaginn 8. ágúst kl. 13.30. Börnin. t Útför föður okkar, SIGURJÓNS ÁRNASONAR bónda, Pótursey, fer fram frá Skeiöflatarkirkju, Mýrdal, föstudaginn 8. ágúst kl. 14. Börnin. t Útför ÞÓRÐAR GUMUNDSSONAR, Syöstu-Görðum, ferfram frá Kolbeinsstaðakirkju laugardaginn 9. ágúst kl. 14.00. Lára Guðnadóttir og börn. t Útför móður okkar og tengdamóður, SÓLVEIGAR DAGMAR ERLENDSDÓTTUR, Laugavegi 162, fer fram í dag, fimmtudaginn 7. ágúst, kl. 15.00 frá Fossvogskirkju. Þórir E. Magnússon, Alma Magnúsdóttir, Erla B. Magnúsdóttir, Magnús Magnússon, Erlendur Magnússon, Anna Einarsdóttir, Jón V. Ottason, Hafþór Sigurbjörnsson, Margrét Ellertsdóttir, Fanney Júlfusdóttir. t Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og hlýhug við andiát og útför eiginmanns míns, föður okkar, sonar og bróður, INGÞÓRS ÞÓRÐARSONAR, Sólvöllum, Mosfellssveit. Aðalheiður Finnbogadóttir og böm, Guðrún Jónsdóttir, Þórður Ingþórsson og systkini. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu viö andlát og útför mágkonu okkar og vinkonu, OKTAVÍU SÓLBORGAR SIGURSTEINSDÓTTUR, Hringbraut 111. Júlina Mathiesen, Sólan Lárusson, Maria Jónsdóttir, Einar Siggeirsson, Gyða Siggeirsdóttir, Egill Bjarnason. SIEMENS Fjöihæf hrærivél frá Siemens Blandari, grænmetiskvörn og hakkavél fylgja með! lAllt á einum armi. MHrærir, hnoðar, þeytir, blandar, brytjar, rífur, hakkar og sker — bæði fljótt og vel. Mtarlegur leiðarvísir á íslensku. Smith & Norland Nóatúni 4 — s. 28300 Circus Arena sýnir í Reykjavík vestan húss TBR og Glæsibæjar Frumsýning miðvikudaginn 6. ágúst kl. 20.00. Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 20.00. Föstudaginn 8. ágúst kl. 16.00 og 20.00. Laugardaginn 9. ágúst kl. 16.00 og 20.00. Sunnudaginn 10. ágúst kl. 16.00 og 20.00. Mánudaginn 11. ágúst kl. 20.00. Forsala aðgöngumiða á sýningarsvæði á hverjum degi tveimur klukkustundum fyrir sýningu. JPJ NCKRRA 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.