Morgunblaðið - 07.08.1986, Page 44

Morgunblaðið - 07.08.1986, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 Konunglegar brúðir í tímans rás í Bretaveldi þann 23. júlí sl. og er víst óþarfi að fjölyrða um það hvaða hjú voru þar á ferð, — svo mikið var tilstandið. En þar sem kóngabrullaup hafa að hefur varla farið fram hjá neinum löngum verið skrautlegar uppákom- ur er e.t.v. ekki úr vegi að líta aðeins um öxl og rija upp hveiju forverar ungfrú Ferguson, sem nú ber titilinn hertogayngjan af York, að konungleg brúð- kaup hafa verið mjög í sviðsljósinu að undanfömu, eða réttara sagt eitt tiltekið brúðkaup, sem fram fór Móðir núverandi Bretadrottningar var klædd samkvæmt hátísku þriðja áratugarins er hún gekk að eiga tilvonandi konung. skrýddust á sínum merkisdögum. Mikil leynd hvílir jafnan yfir út- liti brúðarinnar áður en hún birtist í skrúðanum og þá sérstaklega þeg- ar tískuheimurinn heldur niði-i í sér andanum af eftirvæntingu yfir því hvernig til hafi tekist hjá viðkom- andi tískuhönnuði, sem hreppt hefur hið eftirsótta hnoss að hanna flík, er búast má við að líkt verði eftir um allan heim eftir að hún hefur komið fyrir almenningssjónir. Og þó að fjölmiðlafárið hafi sótt í sig veðrið og vel það síðan Alex- andra drottning steig sporin upp að altarinu, blómum skiýdd, árið 1863, þá hafa kynsystur hennar varla haft minni áhuga á því hvern- ig til tækist en seinni tíma áhuga- fólk um brúðarskart hefðarkvenna. Þijátíu árum síðar hafði heldur dregið úr blómskrúðinu á brúðar- kjól Mariu drottningar og meira máli virtist skipta að mjótt mitti brúðarinnar nyti sín til fullnustu. Öðrum þijátíu árum seinna var mittið hins vegar heldur betur kom- ið úr tísku, eins og sjá má á brúðkaupsmyndinni af foreldrum núverandi Bretadrottningar. Alexandra blómum skrýdd á seinni hluta síðustu aldar. Mitti Maríu drottningar var látið njóta sín til fullnustu og heldur dregið úr blómskrúðinu. fclk í fréttum „Aðdáendur mínir sýndu mér svo mikla trú og tryggð í veikindunum, að mér finnst ég bókstaflega skulda þeim þetta hljómleikaferða- lag,“ segir söngkonan Barbara Mandrell. Barbara ásamt eiginmanni sínum í tuttugu ár, Ken Dudney og dóttur þeirra, Jamie. „íguðs bænum, spennið þið beltin “ - biður sveitasöngkonan Barbara Mandrell Sveitasöngkonan Barbara Mand- rell var ein þeirra sem ávallt hugsaði er slys og sjúkdóma bar á góma: „Það kemur ekki fyrir mig.“ Flest þekkjum við þennan hugsunar- hátt af eigin raun, ríghöldum í þá trú, að við séum undir einhveiri sérstakri vemd, ekkert slæmt geti hent okkur. Mandrell hafði verið á faraldsfæti í 25 ár, á fleygiferð, ýmist akandi eða fljúgandi og aldrei hirt um að tryggja sig neitt sérstaklega, hvað þá heldur að spenna beltin — þar til haustdag einn árið 1984. „Ég var að koma út úr stórmarkaði einum ásamt börnun- um mínum tveimur, þegar allt í einu grípur mig þessi einkennilega tilfinn- ing um að ég verði að kenna bömum mínum góða siði. Án þess að vita af hveiju stakk ég upp á að við spenntum nú öll öryggisbeltin áður en við héldum heim á leið. Vart vorum við fyrr kom- in af stað en ég sé bíl koma á fleygiferð beint á móti mér. Hvað gerðist ná- kvæmlega kem ég sennilega aldrei til með að muna, né heldur vikumar þijár sem á eftir fóru. í mér brotnuðu flest öll bein, ég marðist og missti meðvit- und. Til allrar hamingju sluppu bömin sem sátu í aftursætinu, með marbletti og skrámur — en ég varð óvinnufær í tvö ár,“ segir Mandrell. „Það er æði kaldhæðnislegt, en það var ekki fyrr en eftir þetta slys, sem ég gerði mér grein fyrir hvað lffið væri mér í raun- inni mikils virði. 1 fleiri daga gátu læknamir ekki lofað ættingjum mínjm neinu. Ég var í lífshættu og allir vissu að bmgðið gat til beggja vona. Þegar ég svo loksins rankaði við mér þjáðist ég af minnisleysi og var afskaplega viðkvæm og lítil í mér. Þetta hefur svo lagast með tímanum, en þó er ég allt önnur mann- eskia nú en ég var fyrir óhappið. Sumar persónubreytingamar eru mjög af hinu góða, aðrar á ég erfítt með að sætta mig við. En þetta er nokkuð sem ég verð bara að taka með jafnað- argeði — nokkuð sem enginn getur útskýrt. Til að mýnda var ég mikill lestrarhestur hér áður fyrr. Nú get ég aftur á móti ekki lesið, verður bara óglatt og líður mjög illa er ég tek mér bók í hönd.“ — En er hún orðin nógu frísk til að haida alla þá hljómleika sem fyrir- ætlaðir em nú í sumar? „Já, ég held það,“ segir hún. „Alla mína ævi hef ég verið afskaplega opin fyrir fólki, vil helst faðma allan heiminn að mér. Með ámnum hefur mér þó lærst að það eitt tryggir mér ekki vináttu og velvild. Þó svo að ég elski allan heim- inn er ekki þar með sagt að heimurinn elski mig. Sú lexía var bæði sársauka- full og tormelt. Þegar ég lenti í slysinu Sl i // Rúmu ári eftir slysið eignaðist Barbara litla dótt- ur, Natalie. „Sú meðganga var martröð, en barnið er blessun Guðs,“ segir hún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.