Morgunblaðið - 14.08.1986, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 1986
t
Móðir okkar,
SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR,
Grænuvöllum 6,
Selfossl,
andaðist í Sjúkrahúsi Selfoss þann 12. ágúst.
Börn hinnar látnu.
t
Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi,
GUNNAR JÓNSSON
frá Ölvaldsstöðum,
Safamýri 36,
andaðist í Borgarspítalanum 2. ágúst sl.
Að ósk hins látna hefur útförin farið fram í kyrrþey.
Ragnar Gunnarsson, Ólöf Gestsdóttir,
Þórir E. Gunnarsson, Elsa A. Bessadóttir,
ErtaWaage, Valgeir Gunnarsson
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn,
EINAR MAGNÚSSON,
fyrrverandi rektor,
lést þann 12. ágúst í Borgarspítalanum.
Rósa Guðmundsdóttir.
t
Útför systur okkar,
SIGRÍÐAR BJÖRNSDÓTTUR,
frá Karlsskála við Reyðarfjörð,
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 15, ágúst kl. 13.30. Þeim
sem vildu minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins.
Sigurbjörg B. Stephensen,
Eiríkur Björnsson,
Þorsteinn Björnsson,
Helga B. Ardal.
t
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
DAGMAR G. JACOBSEN,
Ránargötu 26,
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. ágúst kl. 10.30 f.h.
Sigríður og Sverrir Bergmann, Katrín og Egili Á. Jacobsen,
Dagmar, Þóra og Björn, Elrn Ingibjörg og Birgir,
Margrét og Sverrir Egiil, Þorvaldur og Katrín Þórdís,
Sigriður Lovi'sa og Þóra Björg.
t
Útför mannsins míns,
ÞÓRODDS ODDSSONAR,
fv. menntaskólakennara,
verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. ágúst kl. 15.00.
Margrét Þorgrímsdóttir,
Guðrún Þóroddsdóttir, Björn H. Jónasson,
Sigrún Þóroddsdóttir, Árni Þ. Bjömsson.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
BRAGA BJÖRNSSONAR,
skipstjóra,
Suðurgötu 7,
Sandgerði.
Rósa Magnúsdóttir,
Sigurður Sigurðsson, Birthe Sigurðsson,
Guðni Sigurðsson, Sigri'ður Sigurjónsdóttir,
Björn Sigurðsson, Bente Sigurðsson,
Sigríður Bragadóttir, Halldór Georgsson,
Lilja Bragadóttir, Hólmþór Morgan,
Guðjón Bragason, Elfn Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför eiginmanns míns og stjúpföður okkar,
BJÖRNS BALDVINSSONAR,
fyrrum skipstjóra og hafnarvarðar,
Byggðavegi 138,
Akureyri.
Kristín Gunnlaugsdóttir
og stjúpbörn hins létna.
Oddrún Odds-
dóttir — Minning
Amma okkar, Oddrún Oddsdótt-
ir, verður jarðsungin fimmtudaginn
14. ágúst, kl. 3 e.h. frá kirkjugarðs-
kapellunni í Hafnarfirði.
Hún fæddist 13. ágúst 1892 í
ísleifskofa á Hellissandi, dóttir
Odds Bjarnasonar sjómanns og
Guðlaugar Jónsdóttur konu hans
og var einkabarn þeirra. Hún missti
báða foreldra sína þegar hún var
fjiigurra ára gömul og var þá kom-
ið í fóstur tii vandalausra. Á þessum
tíma var lífsbaráttan afar hörð og
átti fólk fullt í fangi með að hafa
í sig og á, ekki síst á stað eins og
ysta hluta Snæfellsness, enda mun
ævi ömmu á þessum tíma ekki hafa
verið neinn dans á rósum. Þegar
hún var tólf ára gömul fór hún í
fóstur til ömmu sinnar, Kristfríðar
Onundardóttur, sem þá bjó á Önd-
verðarnesi ásamt syni sínum,
Frímanni Jónssyni. Kristfríður var
stórvel gefin kona og var henni
meðal annars falið að kenna böm-
um sem vom seinþroska, hún var
hagmælt og stórfróð um marga
hluti.
Þó ekki hafi verið auðsældinni
fyrir að fara þá minnist amma okk-
ar þess tíma sem hún var hjá ömmu
sinni þannig að það hafi verið eins
og að koma úr myrkri og kulda í
birtu og hlýju sem umvafði hana
þar. Minning hennar um samvistir
við ömmu sína var ætíð sá kafli í
lífi hennar sem hún saknaði mest
og hún mat ömmu sína meira en
aðra samferðamenn. Á æskuárum
sínum vann amma víða á Snæfells-
nesi sem vinnukona og var hún
eftirsótt vegna dugnaðar síns. Gekk
hún jafnt í karlaverk sem kvenna
enda kunni hún ekki að hlífa sér.
Árið 1926 flutti hún til Hafnarfjarð-
ar og giftist þar Kristbergi Péturs-
syni sjómanni frá Ólafsvík. Þau slitu
samvistum árið 1932. Bjó hún eftir
það með yngsta syni sínum, Pétri
Kristbergssyni, til ársins 1960, þeg-
ar hann stofnaði eigið heimili.
Aðrir synir ömmu eru Krist-
mundur Georgsson trésmíðameist-
ari í Hafnarfirði og Sveinbjörn
Jóhannsson verkamaður í
Reykjavík. Þeir ólust ekki upp hjá
mömmu sinni, en reyndust henni
ávallt góðir synir. Allan þann tíma
sem amma bjó í litla bænum í Hell-
isgerði, eða í tuttugu ár sótti, faðir
okkar hana í mat hvern einasta dag
og hugsaði að öðru leyti um hana
eins vel og hægt er að hugsa sér,
og síðustu 10 árin bjó systir okkar
t
Innilegar þakkir til allra er auösýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför,
VALDIMARS SIGURJÓNSSONAR,
frá Hreiðri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hjúkrunarheimilisins að
Ljósheimum Selfossi fyrir einstaka umönnun þann tíma er hann
dvaldi þar.
Sigurjón Valdimarsson,
Albert H.N. Valdimarsson,
Laufey S. Valdimarsdóttir,
Jóna H. Valdimarsdóttir,
Valgerður Valdimarsdóttir,
Auður K. Eiriksdóttir,
Ingibjörg Sigmundsdóttir,
Hafsteinn Kristinsson,
Hjalti Sigurjónsson,
EinarOrri Hrafnkelsson.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa,
SIGURJÓNS ÁRNASONAR,
Pétursey, Mýrdal.
Elín Sigurjónsdóttir,
Þórarinn Sigurjónsson,
Árni Sigurjónsson,
Eyjólfur Sigurjónsson,
Sigurður Sigurjónsson,
Sigurbergur Magnússon,
Ólöf Haraldsdóttir,
Ásta Hermannsdóttir,
Erna Ólafsdóttir,
Bergur Örn Eyjólfs
barnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför eigin-
manns míns, föður, tengdaföður, afa og bróður,
GARÐARS JÓNSSONAR,
skipstjóra,
Flateyri.
Unnur Brynjólfsdóttir.
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins i Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
{ minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð um
hinn látna. Leyfilegt er að birta
Ijóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi
og skal þá höfundar getið. Sama
gildir ef sálmur er birtur. Megin-
regla er sú, að minningargreinar
birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru birt-
ar greinar um fólk sem er 70 ára
eða eldra. Hins vegar eru birtar
afmælisfréttir með mynd í dagbók
um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að
handrit séu vel frá gengin, vélrit-
uð og með góðu línubili.
og nafna ömmu hjá henni og nutu
þær þess báðar í ríkum mæli. Ámma
hafði mikla ánægju af því að fá
okkur í heimsókn og minnumst við
þess með hlýju og söknuði.
Þótt lífið á Snæfellsnesi hafi oft
veiið erfitt, þá minntist hún oft
æskustöðva sinna með söknuði, og
á efri árum þegar heilsan var farin
að bila og ellin að hijá, átti hún
nokkrum sinnum kost á að ferðast
á Nesið með föður okkar, og þá var
eins og sjúkdómar hyrfu og æsku-
þróttur vaknaði á ný er minnst var
á ferð á Nesið.
Áttatíuogþriggja ára fór hún sína
síðustu ferð þangað, kom þá m.a.
á Öndverðarnes og fann þá brunn-
inn sem hún sótti vatn í 70 árum
áður.
Öll framkoma ömmu einkenndist
af því að tala beint út og skipti þá
ekki máli hveijir áttu í hlut, jafnvel
þó að sumum þætti nóg um, en
flestir mátu hreinskilni hennar og
heiðarleika í framkomu. Árið 1980
missti amma heilsuna og gat ekki
búið lengur í litla bænum sínum í
Hellisgerði, og dvaldi upp frá því á
Sólvangi í góðri umsjón starfsfólks
þar. Þrátt fyrir sinn háa aldur og
veikindi var á góðum stundum
grunnt á glettni hjá henni eins og
hún hafði áður í svo ríkum mæli.
Nú, á skilnaðarstundu, þegar
amma hcfur gengið inn á þá braut
sem okkur öllum er ætlað að ganga,
koma margar minningar í hugann,
minningar um yndislega ömmu sem
okkur þótti svo vænt um, minning-
ar sem lifa munu með okkur um
ókomin ár.
Guð blessi ömmu okkar.
Oddrún Pétursdóttir,
Kristbergur Pétursson,
Sigurður Pétursson og
Guðlaug Pétursdóttir.
Listskreyt-
ingarsjóður
gefur út
kynningarrit
Listskreytingarsjóður ríkisins
hefur gefið út kynningarrit um
starfsemi sína. Sjóðurinn starfar
samkvæmt lögum frá 1982.
Markmið hans er að fegra opin-
berar byggingar með listaverk-
um. Skulu tekjur hans nema 1%
af samanlögðum fjárveitingum
ríkissjóðs til þeirra bygginga sem
ríkið stendur að.
í ritinu segir að arkitekt bygg-
inga sem lög sjóðsins taka til beri
að hafa samband við stjórn List-
skreytingarsjóðs. Hönnun mann-
virkis og listskreytingar eiga
þannig að haldast í hendur frá upp-
hafi. Þó heimila lögin einnig kaup
á eldri listaverkum, og fé er veitt
til skreytinga á eldri húsum.
Að lokum eru í ritinu upplýsingar
um hvernig listamenn eiga að haga
umsóknum til sjóðsins. Ber að veita
sem gleggstar upplýsingar um gerð
og staðsetningu listaverksins,
ásamt greinargerð og kostnaðar-
áætlun. Umsókn skal undirrituð af
forráðamanni byggingar og árituð
af arkitekt hússins. Sérstök um-
sóknareyðublöð fást hjá sjóðnum.