Morgunblaðið - 16.08.1986, Síða 2

Morgunblaðið - 16.08.1986, Síða 2
2___________________ Þorsteinn A. Jónsson MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986 Fjöldi BHMR- félagasegir upp 1. október ÚTLIT er fyrir að stór hópur háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna, sem eru í aðildarfélögum launamálaráðs Bandalags háskólamanna (BHMR), muni segja upp störfum frá 1. október næstkomandi. Stjóm launamálaráðsins hefur að undanförnu haldið fundi með stjómum aðildarfélaga BHMR og verða enn haldnir nokkrir fundir eftir helgina. Á þessum fundum hefur verið farið yfir stöðu kjara- og samningsréttarmála aðildarfé- laganna í kjölfar nýlegs Kjaradóms og jafnframt könnuð afstaða stjórna aðildarfélaganna til aðgerða til að knýja á um frekari leiðrétt- ingu launa en þá, sem fékkst með niðurstöðu Kjaradóms. í þamæstu Morgunblaðið/Ámi Sæberg Tileinkað Davíð og borginni Útstillingar í gluggum í versl- unum viða um borgina bera þess merki að Reykvíkingar halda nú upp á 200 ára af- mæli borgarinnar. í verslun- inni Bonaparte á Lækjartorgi getur til dæmis að h'ta styttu af Davíð Oddssyni borgar- stjóra. „Þetta er auðvitað gert í tilefni afmælisins og við til- einkum gluggann Davíð og borginni," sagði Grétar Berg- mann verslunarstjóri. viku verður haldinn fundur í launa- málaráðinu þar sem farið verður yfir niðurstöðu fundaherferðarinnar að undanfömu. Þorsteinn A. Jónsson, formaður launamálaráðs BHMR, sagði í sam- tali við blm. Morgunblaðsins í gær, að enn væri ekki ljóst hversu marg- ir BHMR-félagar myndu segja upp störfum vegna óánægju með laun sín og samningsréttarlega stöðu, en það yrði væntanlega nokkuð stór hópur. „Þetta er enn að mótast en málið skýrist væntanlega í næsta mánuði,“ sagði hann. Þorsteinn kvaðst telja líklegt að í einstökum aðildarfélögum yrðu uppsagnir mjög margar, einkum í heilbrigðis- kerfinu, en aðstæður annarra félaga væru slíkar að uppsagnir hentuðu ekki. „Aðgerðir af hálfu BHMR-félaga, hveijar svo sem þær verða, eru ekki skipulagðar af sam- tökunum sem slíkum heldur hveiju einstöku félagi,“ sagði hann. Annar forystumaður í samtökum háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna sagði að í sumum aðildarfé- lögum BHMR væru uppi áform um að láta uppsagnir koma til fram- kvæmda um næstu mánaðamót en í öðrum væri miðað við 1. október. Hann kvaðst telja líklegt, að reynt yrði að samræma þessar aðgerðir, þannig að uppsagnarbréfín yrðu öll lögð fram í einu. Helg'arveðrið VESTURLAND, Suðurland og Vestfirðir baða sig í sólskini næstu daga. Veðurstofan spáir þessum fjórðungum björtu veðri og hægum andvara alla helgina fram á þriðjudag. Á Austur- og Norðurlandi verður skýjað en þó þurrt og hlýtt. Magnús Jónsson veðurfræðingur sagði að skipta mætti landinu í tvennt þessa dagana. A svæðinu frá Homafírði vestur með og norður á Vestfírði væri sólskin og blíða, sem héldist næstu daga. A annesjum Norðanlands og á Austfjörðum yrði skýjað en nánast engin úrkoma. Mor^unbladid/Árni Sæbcrg Bakað fyrir borgarafmælið Þeir Sigþór Siguijónsson, bakarameistari í I skreyta eiga afmælistertu borgarbúa. Að baki Bakaríi Suðurvers, og Sveinn Kristdórsson, I má sjá hluta af þeim kökubotnum, sem fara í bakarameistari í Sveinsbakaríi, sjá um að baka I þriggja laga, 200 metra tertu sem reiknað er öndvegissúlur og útbúa súkkulaðikúlur, sem | með að skera megi i um 30 þúsund bita. 3,39% kauphækkun um mánaðamótin Meginmarkmið kjarasamninganna standa óhögguð, segir í úrskurði launanefndar ASÍ og VSÍ/VMS LAUN í landinu hækka almennt um 3,39% frá og með næstu mánaða- mótum. Þetta er tæplega 0,4% meiri hækkun en gert var ráð fyrir i samningum heildarsamtaka á vinnumarkaði í febrúar sl. og stafar af því, að vísitala framfærslukostnaðar hækkaði 0,38% meira en ráð var fyrir gert við samningsgerðina. í úrskurði launanefndar ASÍ og atvinnurekenda segir að meginmarkmið kjarasamninganna frá í febrúar standi óhögguð og að endurskoðaðar áætlanir bendi til að hækkun framfærslukostnaðar á árinu verði 8,5—9%. Einnig segir að á fyrri helmingi ársins hafi kaupmáttur kauptaxta verið sá sami og miðað var við í febrúarsamningunum. Fullt samkomulag varð um hækkunina í launanefndum ASÍ og VSÍ/VMS og BSRB og ríkisins þannig að ekki kom til beitingar oddaatkvæðis frekar en þegar laun hækkuðu meira en ráð var fyrir gert 1. júní sl. í launanefnd ASÍ, VSÍ og VMS eiga sæti þeir Ólafur Davíðsson og Vilhjálmur Egilsson frá atvinnurekendum og Bjöm Bjömsson og Hólmgeir Jónsson frá verkalýðshreyfingunni. Úrskurður þeirra frá í gær er svohljóðandi: „1. Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 5,37% frá byijun árs til 1. ágúst. í kjarasamningi aðila var miðað við að vísitalan hækkaði um 4,4% á þessu tímabili. Hækkun vísitölunnar reyndist því 0,93% umfram viðmiðun. Þar af voru 0,55% komin fram í maíbyijun en á tímabilinu frá 1. maí til 1. ágúst varð umframhækkun vísitölunnar 0,38%. 2. Gengi Bandaríkjadollara hefur haldið áfram að lækka á alþjóða- gjaldeyrismarkaði og hefur það leitt til frekari hækkunar á gengi helstu innflutningsmynta umfram það, sem orðið var í maí. Þetta er veiga- mesta ástæða hækkunar vísitölunn- ar umfram áætlanir. Gengisskrán- ing krónunnar hefur tekið mið af markaðri stefnu í gengismálum, þannig að litið er til áhrifa þróunar- innar á alþjóðamarkaði á mikilvæg- ar útflutningsgreinar. „Sá strax að þetta var hlíðið á Austurvelli44 Afhenti borgarsljóra hlið sem hvarf eftir Gúttóslaginn „ÉG ÞEKKTI strax hliðið þegar ég fékk það í hendur rétt eftir 1960 og hef geymt það síðan,“ sagði Ármann Guðnason, safn- ari og kolasali, sem í gær afhenti Reykjavíkursýningunni á Kjarvalssstöðum járnhlið úr girðingunni á Austurvelli, sem var fjarlægð eftir Gúttóslaginn árið 1932. Davíð Oddsson borg- arstjóri veitti hliðinu viðtöku og verður því komið fyrir á Arbæjarsafni eftir sýninguna. Ármann kvaðst hafa verslað með brotajám á árunum eftir 1960 og þá hefði'hliðið rekið á fjörur hans. „Ég sá strax að þama var komið hliðið af Austurvelli og tók það því frá. Ég er nefnilega safnari og hendi aldrei nokkrum sköpuðum hlut, sem hefur eitt- hvert gildi. Ég safna frímerkjum, kortum og málmhlutum og svo auðvitað peningum á bankabók- um. Það eru einu bækumar sem ég safna, það eru bankabækur. Jú, svo á ég allt þjóðvinafélags- almanakið innbundið," sagði Ármann léttur í bragði. „Ég hringdi svo í Erlend Svav- arsson þingvörð og sagði honum frá hliðinu og hann sagði mér að koma niður í þing og tala við sig. Þegar ég var þar hjá honum Morgunblaðið/Einar Falur. Ármann Guðnason afhendir borgarstjóra Austurvallarhliðið, sem verður til sýnis á Reykjavíkursýningxinni á Kjarvalsstöðum, en það hvarf eftir Gúttóslaginn. hringdi hann í borgarstjórann og það var ákveðið á staðnum að setja hliðið á sýninguna. Ég vissi alltaf að það myndi koma að not- um fyrr eða síðar og þess vegna geymdi ég það. Það leynist eflaust eitthvað fleira hjá mér því ég er búinn að kippa ýmsu til hliðar. Annars hef ég verið að losa mig við eitt og annað að undanförnu. Ég fer að hætta enda orðinn 75 ára gamall," sagði Ármann Guðnason, en auk hliðsins góða verður hluti af kortasafni hans til sýnis á sýningunni „Reykjavík í 200 ár“ á Kjarvalsstöðum. 3. Spár Þjóðhagsstofnunar frá apríl um breytingar ýmissa mikil- vægustu hagstærða, svo sem þjóðarframleiðslu og viðskipta kjara, standa enn lítt eða ekki breyttar. 4. Afkoma sjávarútvegsgreina markast mjög af þeim breytingum, sem orðið hafa á gengi gjaldmiðla annars vegar og lækkun olíuverðs hins vegar. Tekjutap frystingar vegna lækkunar á gengi Banda- ríkjadollara er að hluta vegið upp af hækkandi markaðsverði. Afkoma útgerðar hefur batnað mjög í kjöl- far lækkunar olíuverðs. 5. Á fyrri helmingi ársins reynd- ust erlendar lántökur mjög í samræmi við lánsfjáráætlun. Áfram er miðað við, að ekki verði farið út fyrir þann ramma. 6. Á nokkrum mánuðum hefur verðbólguhraði lækkað úr 30—40% niður fyrir 10%. Breyttar ytri að- stæður hafa lítillega hnikað áætlun- um en í meginatriðum hafa spár um framvindu verðlags og kaup- máttar gengið eftir. Endurskoðaðar áætlanir benda til þess, að hækkun framfærslukostnaðar á árinu verði 8,5—9%. Á fyrri helmingi ársins var kaupmáttur kauptaxta sá sami og miðað var við í kjarasamningunum í febrúar. Meginmarkmið kjara- samninganna varðandi verðlags— og kaupmáttarþróun standa óhög- guð.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.