Morgunblaðið - 16.08.1986, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986
Biskupar á Norðurlöndum vara við
hættunni af vaxandi efnishyggju
Viðtal við biskup íslands Pétur Sigurgeirsson um norrænan biskupafund
NORRÆNIR biskupar héldu fund á Gotlandi í Svíþjóð 6.-10. ágúst
síðastliðinn, báru saman bækur sínar um kirkjustarfið og ræddu
verkefni og vandamál. Biskup íslands, Pétur Signrgeirsson, sótti
fundinn og í viðtali við Morgunblaðið segir hann frá því helsta sem
þar gerðist.
„Fundir sem þessi hafa verið haldnir á þriggja ára fresti allt frá
árinu 1920. Tilgangur þeirra er að gefa okkur tækifæri á að kynn-
ast og bera saman ráð okkar um starfið en síður tii að taka
ákvarðanir eða gera samþykktir,“ sagði biskup.
„Fundinn að þessu sinni sóttu til Gotlands á miðvikudag, flestir
42 biskupar af 45 og komum við með konum okkar. Það kvöld var
fundurinn settur og dagskráin
kynnt. Á fimmtudagsmorgun hófst
umfjöllun um dagskrárefnið:
Kirkja, samfélag og menning og
hét fyrsta erindið Lýðræði, efnis-
hyggja og þjóðfélag margra trúar-
bragða. Það var biskupinn í
Linköbing, Martin Lönnebo, sem
það flutti og talaði annars vegar
um þá öfugþróun að fólk hafí trúna
alfarið sem einkamál og hinsvegar
ítök efnishyggjunnar (sekularism)
Það er sameiginlegt áhyggjuefni
okkar allra. I umræðum sem spunn-
ust um efnishyggjuna urðu allir
sammála um að þýðingarmikið er
að kristið uppeldi eigi sér stað svo
fljótt sem mögulegt er. Framtíð
kristindómsins grundvallast frekar
við sæng bamsins en á kirkjuþing-
um eins og John Vikström erkibisk-
up frá Finnlandi orðaði það. Þá
benti Andreas Aarflot, biskup frá
Noregi, á að það nægði ekki að
Þessi mynd var tekin á biskupa- ö,-
fundinum í Gotlandi. Frá vinstri
Pétur Sigurgeirsson biskup Is-
lands, Andreas Arflot biskup í
Noregi, Bertil Werkström erki-
biskups Svíþjóðar, Ole Bertelsen
biskup í Danmörku og John
Vikström erkibiskup í Finnlandi.
úc
'fiC
0>
3<
<L<
okkar kirkjur væm þjónustukirkjur
heldur ættum við að taka trúar-
starfið í þriðja heiminum til fyrir-
myndar og gera þær einnig að
trúboðskirkjum. Ole Bertelssen,
biskup í Danmörku, benti á að kirkj-
an, sem hefði þrátt fyrir allt sterka
stöðu, yrði að fylgjast með. „Kirkja
sem talar í dag eins og í gær er
dauð á morgun," sagði hann meðal
annars.
Þennan dag var einnig rætt um
kirkjuna og siðfræði læknisfræðinn-
ar hvað varðar líf og dauða og
komum við þar inná fóstureyðingar
og tækniftjóvgun. Þá var talað um
hið nýja menningarástand sem nýir
fjölmiðlar hafa skapað, vankanta
og vandamál sem því fylgja og
nefndi einn okkar það að í sumum
löndum væri nú samkeppni milli
sjónvarpsins og sunnudagaskólans
um börnin.
Á föstudegi votu tekin fyrir önn-
ur verkefni fundarins. Biskupar
fluttu skýrslur um stöðu kirkjunnar
í sínu landi. Þá var rætt um til-
Reg’lug'erð um
svæðabúmark
eftir Pálma Jónsson
Þann 22. júií sl. setti landbúnað-
arráðherra reglugerð um búmark
og fullvirðisrétt til framleiðslu
mjólkur- og sauðfjárafurða á næsta
verðlagsári. Veigamesti þáttur
hennar er skipting framleiðslunnar
eftir svæðum til ákvörðunar á svo-
kölluðu svæðabúmarki.
Fáum dögum áður hafði drögum
að þessari reglugerð verið dreift á
fundi þingflokks Sjálfstæðismanna.
Þar var þess óskað að tilteknir þing-
menn flokksins kynntu sér drögin
og skiluðu athugasemdum til for-
manns flokksins og til landbúnaðar-
ráðherra.
Með bréfi dags. 21. júlí skilaði
ég athugasemdum til þessara aðila.
Þótt umræður um þessa reglugerð
hafí ekki orðið miklar í blöðum,
eftir að hún kom fram, hafa þar
birzt ummæli sem gefa mér tilefni
til að birta athugasemdir mínar.
Þær voru svohljóðandi:
„Athugasemdir
við drög að reglugerð um búmark
og fullvirðisrétt til framleiðslu
mjólkur- og sauðfjárafurða verð-
lagsáríð 1986—1987.
1. Þegar landbúnaðarráðherra setti
reglugerð sl. vetur varðandi
framleiðslu mjólkur á þessu
verðlagsári hlaut hún verulega
gagnrýni. Sú gagnrýni var um
„Þó að aðrir bændur,
jafnvel í allt öðrum
landshlutum, hafi verið
„hættir að taka mark á
búmarkinu“, eins og
sést hefur í blaðavið-
tali, er ekkert réttlæti
í því að móta reglur um
svæðabúmark, sem
hygla sérstaklega
slíkum bændum ogþar
með jafnvel tilteknum
landshlutum en þrengja
enn kosti þeirra, sem
virt hafa stjórnunarað-
gerðir síðustu ára og
um leið tilmæli forystu-
manna um samdrátt.“
minni háttar atriði varðandi
skiptingu fullvirðisréttar milli
einstakra framleiðslusvæða,
enda var þar að verulegu leyti
^yggt á samanlögðu búmarki
jarðanna á hveiju svæði. Á hinn
bóginn var gagnrýnin hörð og
alvarleg varðandi þá reglu sem
upp var tekin við skiptingu full-
virðisréttar milli einstakra
bændá, enda var búmarkinu í
því tilviki að mestu kastað fyrir
róða en framleiðslumagn síðustu
ára gert ráðandi. I drögum þeim
að reglugerð, sem nú liggja fyr-
ir og hugsuð eru fyrir mjólkur-
framleiðsluna næsta verðlagsár
virðist ekkert tillit hafa verið
tekið til þessarar gagnrýni, og
er hún því í fullu gildi ennþá og
ítrekuð hér.
2. I drögum að reglugerð fyrir
næsta verðlagsár eru ákvæði um
skiptingu fullvirðisréttar til
framleiðslu sauðfjárframleiðsl-
unnar milli einstakra fram-
leiðslusvæða, sem er gagnólík
þeirri sem notuð er í mjólkur-
framleiðslunni. Ekkert tillit er
tekið til búmarks nema fram-
leiðslan hafí farið fram úr
búmarki, en sauðfjárinnlegg
annars hvors síðustu tveggja ára
algerlega lagt til grundvallar.
Undirritaður leyfír sér að láta
þá skoðun í ljós, að þessi regla
sé fráleit og hætt við að hún
geti leitt af sér óþolandi rang-
læti.
Nokkrar helstu röksemdir eru
þessar:
a)Búmarkið hefur á margan
hátt verið lagt til grundvallar
af opinberri hálfu og í viðskipt-
um. Nægir að nefna að það hefur
átt þátt í verðgildi jarða, þegar
þær hafa gengið kaupum og
sölum, lánveitingar Stofnlána-
deildar landbúnaðarins hafa
Pálmi Jónsson
tekið mið af búmarki, búmark
jarðar hefur verið keypt eða tek-
ið á leigu af Framleiðnisjóði
landbúnaðarins og til þess varið
miklum fjárhæðum af opinberu
fé, búmarksnefndir hafa starfað
á vegum bændasamtakanna og
landbúnaðarráðuneytisins og úr-
skurðað ný og eldri búmörk að
heita má fram á þennan dag.
Allt í einu á þetta að verða einsk-
is virði og að engu hafandi við
skiptingu framleiðslu milli
svæða.
b)Gengið er þvert á allar ráð-
leggingar forystumanna bænda
á undanförnum árum varðandi
takmörkun framleiðslu og nýt-
ingu búmarks, þar sem bændum
hefur m.a. verið ráðlagt að fram-
leiða helst ekki yfír 80% af
búmarki og sagt að það myndi
aldrei koma þeim í koll.
e)Komið er aftan að bændum á
þeim svæðum landsins þar sem
framleiðslutakmarkanir síðustu
ára hafa verið betur virtar en
annars staðar. Bændum á þess-
um svæðum er enn refsað meðan
starfsbra?ðrum þeirra á svæðinu
þar sem framleiðsla hefur vaðið
á súðum er hampað og fenginn
aukinn réttur. Þetta er óhæfa.
d) Aðeins er miðað við innlagt
kjötmagn í afurðastöð á viðmið-
unarámnum. Ekkert tillit er
tekið til áfalla, t.d. vegna sjúk-
dóma svo sem iambaláts, ekkert
tillit tekið til sveiflna í ásetningi
líflamba, t.d. ef áföll hafa orðið
fyira árið og óvenjulega mikill
ásetningur líflamba síðara árið.
Ekkert tilllit er tckið til sölu
líflamba, nema þar sem líflömb
eru seld vegna útrýmingar sjúk-
dóma að opinberum fyrirmælum.
Ekkert tillit er tekið til annarra
sveiflna í kindakjötsframleiðslu,
sem oft eru ótrúlega miklar og
misjafnar eftir einstökum lands-
svæðum og milli einstakra
bænda.
e) Framleiðsluferill kindakjöts
endar í byijun verðlagsárs. Verði
þessi drög að reglugerð staðfest
nú an breytinga gerist það að
vísu fyrir byijun verðlagsárs, en
um leið undir lok framleiðsluárs,
þegar bændur hafa litla sem
enga möguleika til að laga fram-
leiðsluna að hinum nýju og
gerbreyttu skerðingarreglum.
Það er því tæpast við hæfi að
slíkar reglur taki gildi fyrr en
haustið 1987 þannig að bændur
fái svigrúm til að bregðast við
þeim með nothæfum fyrii'vara.
Af því sem að framan greinir er
Ijóst að undirfitaður er andvígur
þeim drögum að reglugerð sem fyr-
ir liggja um skiptingu sauðfjárfram-
leiðslunnar milli einstakra
framleiðslusvæða. Reglu um verð-
skerðingu á framleiðslu einstakra
bænda þyrftu og nánari athugunar
við, ekki síst vegna margháttaðra
aðstæðna og sveiflna í framleiðslu
kindakjöts. Ég skora á hæstvirtan
landbúnaðan-áðherra að athuga
þessi mál betur og að lágmarki að
fresta gildistöku þess hluta reglu-
gerðarinnar sem fjallar um fullvirð-
isrétt sauðfjárafurða til verðlags-
ársins 1987—1988."