Morgunblaðið - 16.08.1986, Page 36
Í!tOÁGÚNéLAÐl,Ð;i LAUGARDAGUR ^'16. AGUST 1986
Margaret Schlauch
prófessor — Minning
Margaret Schlauch prófessor og
heiðursforseti í Pólsk-íslenska vin-
áttufélaginu í Varsjá andaðist þar
í borg 19. júlí sl. Með henni er geng-
in kona sem við Islendingar ættum
að minnast með mikilli virðingu og
þakklæti.
Margaret Schlaúch fæddist í
Bandaríkjunum 25. september
1898. Hún lagði stund á málvísindi
og bókmenntir, varð doktor við
Coiumbia University í New York
1927 og síðar prófessor við banda-
ríska háskóla fram til ársins 1951.
Prófessor Schlauch var raunsæ
kona og fijálslynd og fór ekki dult
með skoðanir sínar. 'Fyrir bragðið
litu liðsmenn hins alræmda manna-
veiðara, McCarthy, hana illu auga,
en um þessar mundir réð hann
miklu í bandarísku þjóðlífi. Hún var
af tilviljun stödd í Englandi þegar
henni bárust til eyrna fregnir um
að í Bandaríkjunum gæti hún ekki
lengur búið óhult.
Þá urðu mikil þáttaskil í lífí henn-
ar. Hún hélt til Varsjár og fetaði í
fótspor systur sinnar, Helen. Helen
var gift pólska eðlisfræðingnum
Leopold Infeld. Þau hjónin hófðu
búið í Bandaríkjunum en þar var
hann einn nánasti samstarfsmaður
Alberts Einstein. Meðal annars
höfðu þeir tveir unnið að merku
vísindariti, The Evolution of Physics
(1938).
Þrátt fyrir frama sinn vesrta
varð Infeld að hverfa úr landi og
kom þar enn við sögu ofstækismað-
urinn McCarthy. Héldu þau hjónin
til Varsjár en hann var pólskur eins
og áður sagði.
Þegar þau hjónin komu til Pól-
lands og Margaret Schlauch nokkru
síðar var ástandið þar í landi óhugn-
anlegt í einu orði sagt.
Örfá ár liðin frá lokum styijaldar-
innar, þýsku nasistarnir höfðu farið
með eldi um landið, lagt borgir og
bæi í rúst en drepið sex milljónir
Pólveija, sérstaklega höfðu þeir
lagt sig í líma við að taka af lífí
gyðinga og alla þá aðra sem notið
höfðu einhverskonar menntunar.
Uppbyggingarstarfið í Póllandi
var því bæði brýnt og margþætt.
Meðal þess sem gera þurfti var svo
að segja að mennta pólsku þjóðina
á nýjan leik. Prófessor Schlauch lá
ekki á liði sínu í því þýðingarmikla
starfí, hennar skerfur varð dijúgur.
Fyrir tæpum tveim áratugum lét
Maöurinn minn. t ÓLAFUR JÓNSSON, loftskeytamaður, Kópavogsbraut 45.
er látinn. Sigriður Gísladóttir.
t
Kona min, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ELÍN VILBORG JÓHANNSDÓTTIR,
lést í Borgarspítalanum 14. ágúst.
Fyrir hönd vandamanna.
Gestur Pálsson.
t
Útför móður okkar,
GUÐBJARGAR VILHJÁLMSDÓTTUR,
Skeiðarvogi 22,
fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 19. ágúst kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á þau félög sem voru
henni kærust, Kvenfélag Langholtssóknar og Slysavarnafélag ís-
lands.
Bergþóra Ólafsdóttir, Hallveig Ólafsdóttir,
Úlfhildur Úlfarsdóttir, Magnús Ólafsson.
t
Þökkum auðsýnda samúð, hlýhug og hjálp við andlát og útför
eiginkonu minnar, móður okkar og ömmu,
KRISTJÖNU JÓNSDÓTTUR,
Víðihvammi 14.
Stefán Karlsson,
börn og barnabörn.
t
Innilegar þakkir til allra er auðsýndu mér samúö og hlýhug við
andlát og jarðarför
ODDGEIRS Á. KRISTJÁNSSONAR.
Sérstakar þakkir færi ég Þóreyju Guömundsdóttur, mágkonu
minni, og börnum hennar.
Elísabet Matthíasdóttir.
Legstemar
granít — marmari
Opið alla daga,
einnig kvöld
og helgar.
Hanit ó.('.
Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi,
símar 620809 og 72818.
prófessor Schlauch af störfum fyrir
aldurs sakir, en hélt lengi vel áfram
kennslustörfum sem gesta-prófess-
or, bæði í Varsjá og við bandaríska
háskóla.
Prófessor Schlauch var þekkt
víða um lönd sem gagnmerk fræði-
manneskja. Hún ritaði margar
bækur og eftir hana liggur fjöldi
vísindaritgerða. Þegar hún varð sjö-
tug var gefín út bók henni til
heiðurs: Studies in language and
literature in honour of Margaret
Schlauch. I liók þessari birtust rit-
gerðir samdar af fræðimönnum í
ýmsum löndum.
Snemma fékk Margaret
Schlauch mikinn áhuga á íslandi
og íslenskri menningu. Hún kom
fyrst hingað til lands á árinu 1930
og vann hún þá að ákveðnu verk-
efni í tengslum við fornbókmenntir
okkar Islendinga. Nokkru síðar kom
út eftir hana bókin Romance in Ice-
land. Fræðimenn hafa sagt mér að
þetta verk sé stórmerkilegt, beri
það glöggt vitni um frábæra
vísindamennsku og aðdáun á forn-
bókmenntunum. Þá skrifaði pró-
fessor Schlauch margar ritgerðir
um íslenskar bókmenntir, flutti auk
þess fyrirlestra um sama efni í
fjölda landa.
Pólsk-íslenska vináttufélagið í
Varsjá var stofnað 1957 og var
prófessor Schlauch aðalhvatamað-
urinn og um árabil var hún formað-
ur félagsins. í félagsskap þessum
er fólk hvaðanæva í Póllandi og
fyrir atbeina félagsins hefur þekk-
ingin á Islandi og íslenskri menn-
ingu stóraukist þar í landi, ekki síst
vegna útgáfu þess á smáritum um
Island og íslensk málefni, en rit
þessi eru nú orðin um 50 talsins.
Margaret Schlauch var sæmd
íslensku fálkaorðunni 1968 fyrir
starf sitt í þágu Islands og íslensku
þjóðarinnar.
Margaret Sehlauch kom nokkr-
um sinnum til íslands og kyntist
þá allmörgum Islendingum, bæði
lærðum og leikum. Þrátt fyrir með-
fædda hlédrægni dró hún að sér
athygli manna hvar sem hún fór.
Ættarmót
Staðarbakka í Miðfirði.
Laugardaginn níunda þessa
mánaðar héldu afkomendur
hjónanna Guðmundar Sigurðs-
sonar og Guðrúnar Einarsdóttur
frá Neðri-Svertingsstöðum í Mið-
firði ættarmót að Laugarbakka.
Guðmundur fæddist 27. mars
1875 en Guðrún 1866. Þau hófu
búskap á Neðri-Svertingsstöðum og
bjuggu þar til 1915. Síðustu ár ævi
sinnar, en Guðmundur andaðist
1923, áttu þau heimili á Hvamms-
tanga en stunduðu búskap áfram,
fyrst á neðri Svertingsstöðum og
síðan á Syðri-Völlum.
Guðmundur var fyrsti formaður
Kaupfélags Vestur-Húnvetninga og
t
Einlægar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför móð-
ur okkar,
SESSEUU JÓNSDÓTTUR
frá Sjávargötu.
Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki Hrafnistu fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda.
Vilborg Guðmundsdóttir,
Þórunn Guðmundsdóttir.
t
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eigin-
konu minnar, systur okkar og mágkonu,
KRISTRÚNAR FINNBOGADÓTTUR NELSON.
Dale K. Nelson,
Geirþrúður Finnbogadóttir,
Guðrún Finnbogadóttir, Armand J. Beaubien,
Sigurður Finnbogason, Camilla Sveinsdóttir,
Kristján Finnbogason, Kristrún Magnúsdóttir,
Ólafur Finnbogason, Kristjana Jónsdóttir.
Þökkum auösýnda samúð viö tengdamóöur, t andlát og útför móöur okkar og
PETRÓNELLU BENTSDÓTTUR.
Aðalheiður Helgadóttir, Jósef Sigurðsson,
Þórey Jónatansdóttir, Þórir Thorlacíus,
Ólafía Jónatansdóttir, Þórir Atli Guðmundsson.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúö og margvís-
legan vinarhug viö fráfall og útför
KRISTÍNAR ODDSDÓTTUR.
Óttar Kjartansson, Jóhanna Stefánsdóttir,
Oddný K. Óttarsdóttir, Kjartan S. Óttarsson.
Ég kynntist henni fyrst fyrir
rúmum aldaifyórðungi. Samfundir
okkar urðu ekki ýkja margir, ýmist
í Varsjá eða hér í Reykjavík, en ég
kynntist henni mætavel vegna þess
að bréfin sem hún skrifaði mér
voru mörg.
I bréfi sem núverandi forseti
Pólsk-íslenska vináttufélagsins í
Varsjá Leon Ter-Oganian, skrifaði
mér í tilefni af láti prófessors
Schlauch segir svo m.a.:
„I mínum augum var Margaret
ekki aðeins prófessor, mikil mann-
eskja og sérstæður persónuleiki.
Hún var einnig vinur í bestu merk-
ingu þess orðs. Hún var alltaf
reiðubúin að hjálpa, hún var holl-
ráð, hún var úrræðagóð, hún hvatti
til dáða ...“
Ég tek undir þessi orð. Þau eru
að mínu viti hárrétt lýsing á Marg-
aret Schlauch.
Ég þakka henni fyrir góða sam-
vinnu og mikla vináttu. En fyrst
af öllu vil ég sem íslendingur þakka
henni fyrir að vinna svo vel — í
orði og verki — Islandi og íslenskri
menningu.
Haukur Helgason
í Miðfirði
einnig fyrsti framkvæmdastjóri
þess. Hann gegndi einnig ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir sína sveit,
var m.a. oddviti í fímm ár. Hann
var dugnaðarmaður að hveiju sem
hann gékk, ósérhlífínn gáfumaður,
enda mikils metinn í sínu héraði.
Þau hjón eignuðust átta mann-
vænleg böm, fjóra syni og íjórar
dætur og ólu einnig upp að mestu
leyti tvö fósturböm. Þijár systumar
eru á lífi en tvær gátu ekki mætt
vegna vanheilsu. A mótinu voru
mættir 150 ættingjar og makar.
Fór mótið hið besta fram og var
ánægjulegt í alla staði.
— Benedikt
Tímarit lögfræðinga:
Sýslumenn og
f ramtíðarskipan
umboðsstj órnar
ÚT ER komið fyrsta hefti Tíma-
rits lögfræðinga á þessu ári. Þar
er að finna itarlega grein eftir
Steingrím Gaut Kristjánsson,
lögfræðing, um sýslumenn og'
framtíðarskipðan umboðsstjórn-
ar.
Amljótur Bjömsson skrifar af
vettvangi dómsmála grein sem fjall-
ar um Hæstaréttardóm frá 21.
mars á þessu ári, og að lokum er
að fínna sitt af hveiju Á víð og dreif.
Ritstjóri er Jónatan Þórmunds-
son.
Dregið í happ-
drætti Sam-
bands íslenskra
kristniboðsfélaga
NÝLEGA var dregið í happ-
drætti Sambands ísienskra
kristniboðsfélaga.
Vinningur nr. 1, Lancer 1500
GLX, kom á miða nr. 18671, annar
vinningur, hljómtækjasett, kom á
miða nr. 14404, þriðji vinningur,
örbylgjuofn, kom á miða nr. 3945,
fjórði vinningur, kæliskápur, kom á
miða nr. 12389, og fimmti og sjötti,
hvorttveggja hrærivélar, komu á
miða nr. 1304 og nr. 9739.
Vinningar nr. 7—11, sem voru
brauðristar, komu á miða nr. 3687,
6785, 10946, 14263 og 18643.
Vinningar nr. 12—20, sem voru
bóka- og plötupakkar, komu á miða
nr. 2165, 5503, 7018, 12380,
12996, 16382, 16452, 17167 og
19602.
Vinninga má vitja á skrifstofu
kristniboðssambandsins, Amt-
mannsstíg 2B, Reykjavík. Þökk
fyrir veittan stuðning.
(Birt án ábyrgðar)