Morgunblaðið - 19.08.1986, Síða 2

Morgunblaðið - 19.08.1986, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 Patreksfj ör ður: Átján ára piltur lét lífið í um- ferðarslysi ÁTJÁN ára piltur, Gilbert Þráinsson, lét lífið í um- ferðarslysi á Patreksfirði um hádegisbilið sl. sunnu- dag. Gilbert ók á vélhjóli upp Aðalstrætið og hefur að sögn lögreglu að öllum líkindum misst vald á hjólinu, farið út af veginum og lent af miklum krafti á öryggisgirðingu við götuna. Talið er fullvíst að hann hafí látist samstundis. Gilbert var með hjálm á höfði og hjólið fullnægði kröfum um lágmarksöryggisbúnað. Seðlabankinn: Stefnubreyting í vaxta- málum að frumkvæði ríkisslj órnarinnar VEGNA umfjöllunar fjölmiðla um dóm sakadóms Reykjavík- ur í máli ákæruvaldsins gegn lögfræðingi, sem var sekur fundinn um okur, sér Seðla- bankinn ástæðu til að koma eftirfarandi á framfæri: „Seðlabankinn hefur haft heimild til að ákveða vexti við innlánsstofnanir allt frá því á manna að stofnun Viðlagatrygging- ar íslands og var formaður stjórnar hennar frá stofnun 1975 til ársins 1985. Þá var hann jafnframt fram- kvæmdastjóri Viðlagatryggingar frá 1981 og þar til í apríl á þessu ári. Ásgeir starfaði innan Lionshreyf- ingarinnar. Hann var félagi í Lionskiúbbi Hafnarfjarðar um ára- árinu 1957. Bankinn nýtti þá heimild fyrst á árinu 1960. Með lögum um bankann frá árinu 1961, sem enn eru í gildi, hefur bankinn rétt til að ákveða há- mark og lágmark vaxta sem innlánsstofnanir mega reikna af innlánum og útlánum. Hér er um heimild en ekki skyldu að ræða. Heimild þessi nær einnig til að ákveða hámarksvexti sam- tugaskeið. Þá var hann umdæmis- stjóri Lionshreyfingarinnar á íslandi 1971-1972 og fíölumdæmís- stjóri 1982-1983. Eftirlifandi kona Ásgeirs er Dag- mar Gunnarsdóttir og áttu þau fjögur börn. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni nk. föstudag kl. 13.30. kvæmt lögum nr. 58/1960, um bann við okri o.fl. Vaxtaákvarð- anir sínar skv. 13. gr. laga nr. 10/1961 hefur Seðlabankinn undantekningalaust birt í Lög- birtingablaðinu á þann hátt sem þar er kveðið á um. Frá og með 11. ágúst 1984 varð stefnubreyt- ing í vaxtamálum að frumkvæði ríkisstjómar og Seðlabanka. Bankinn gaf frá þeim tíma inn- lánsstofnunum heimild til að ákveða vexti af ákveðnum þátt- um inn- og útlána. Þessi skipan mála er enn við lýði. Við ofangreinda breytingu á árinu 1984 hefur verið litið svo á, að hámarksvextir í lánsvið- skiptum aðila utan innlánsstofn- ana, sem helgast af lögum nr. 58/1960 um bann við okri o.fl., sbr. t.d. ákvæði 3. gr. þeirra, séu Jafnháir og almennir útláns- vextir eru hæstir á þeim tíma, sem til skuldar er stofnað, hjá bönkum og sparisjóðum, sbr. 16. gr. laga 63/1957 (nú lög nr. 10/1961, 13. gr.) eða breytilegir í samræmi við þá vexti." Lög 58/1960 gera ekki ráð fyrir, að greindir vextir séu auglýstir opinberlega. Seðlabankinn hefur skyldað innlánsstofnanir til að auglýsa á áberandi hátt í af- greiðslum sínum þá vexti, sem hver stofnun býður. Seðlabank- inn gefur auk þess reglulega út yfírlit um helstu vexti við banka og sparisjóði til að auðvelda al- menningi aðgang að upplýsing- um á þessu sviði. Starfsmenn bankans hafa að sjálfsögðu svar- að fyrirspumum um þessi efni bæði munnlega og skriflega. Seðlabankinn telur því, að hann hafí sinnt auglýsinga- og upplýs- ingaskyldu sinni á þessu sviði langt umfram lagaskyldu og vísar alfarið á bug áskökunum um, að hann hafí ekki staðið að málaflokki þessum lögum sam- kvæmt," segir í frétt Seðlabank- ans. Fréttatilkynning. * * Asgeir Olafsson forsíjóri látinn ÁSGEIR Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Brunabótafélags ís- lands, lést í Landspítalanum í Reykjavík á laugardaginn, 63 ára að aldri. Ásgeir var fæddur að Hvammi í Dölum 2. desember 1922, sonur hjónanna Ólafs Guðmundssonar og Elísabetar Guðjónsdóttur. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla ís- lands árið 1944 og kynnti sér síðan stjóm og rekstur tryggingafélaga í Noregi. Árið 1944 réðst hann til starfa hjá Brunabótafélagi íslands. Hann var skrifstofustjóri Bruna- bótafélagsins árið 1952 og forstjóri fyrirtækisins árið 1957. Hann átti f mörg ár sæti í stjómum Sam- bands brunatryggjenda á íslandi og Sambands íslenskra trygginga- félaga og formaður stjóma beggja samtakanna. Þá var hann formaður stjómar Brunamálastofnunar frá stofnun 1968 til ársins 1978. Ás- geir lét af störfum forstjóra Brunabótafélagsins árið 1981. Ásgeir Ólafsson var einn hvata- Ásgeir Ólafsson Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason Slökkviljðsmenn að störfum á þaki Pjólugötu 2 í fyrrinótt. Lést af völdum bruna á Akureyri TÆPLEGA 39 ára gömul kona, Margrét Harðardóttir, lést í fyrrinótt af völdum bruna er varð í húsi númer 2 við Fjólu- götu á Akureyri laust fyrir miðnætti á sunnudagskvöld. Margrét var ein í húsinu er eldurinn kom upp og var hún flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri meðvitundarlaus, fljótlega eftir að reykkafarar komust inn í svefnherbergi hússins, þar sem hún var. Margrét lætur eftir sig eigin- mann, Magnús Halldórsson sjómann, og fimm böm á ald- rinum 8 mánaða til 20 ára. Húsið Fjólugata 2 var jám- klætt einlyft timburhús með steyptum kjallara, en það er nú mikið skemmt og jafnvel talið ónýtt. Slökkviliði Akureyrartókst þó fljótlega að ráða niðurlögum eldsins er á vettvang var komið. Þegar Morgunblaðið hafði sam- Margrét Harðardóttir band við rannsóknarlögregluna á Akureyri í gær, voru eldsupptök ókunn, er unnið var að rannsókn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.