Morgunblaðið - 19.08.1986, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.08.1986, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 REYKJAVÍK 200 ÁRA Hlaðborðið, sem búið var eftir 200 ára gömlum matseðli úr veislu á Bessastöðum. Frá vinstri má sjá borgarfulltrúana Guðrúnu Ágústsdóttur, Siguijón Pétursson, Magnús L. Sveinsson, frú Vigdísi Fmn- bogadóttur forseta íslands og Sigrúnu Magnúsdóttur borgarfulltrúa. Opinber heimsókn forseta íslands til Reykjavíkur: 200 ára gamall matseðill í hádegisverði í Arbæ í prófessorshúsinu i Árbæjarsafni. Frá vinstri: forseti íslands, Magn- ús L. Sveinsson forseti bæjarstjóraar, Ragnheiður Þórarinsdóttir borgarminjavörður og Hanna H. Karlsdóttir. VIGDfSI Finnbogadóttur, forseta íslands, var afar hlýlega tekið er hún kom ásamt borgarfulltrúum og nokkrum embættismönnum í heimsókn í Víðihlið, dvalarheimili aldraðra í Seljahverfi, i upphafi opinberrar heimsóknar sinnar til Reykjavíkur í gærmorgun. Þegar forseti og aðrir gestir gengu í salinn reis heimilisfólkið, um 80 manns, á fætur og söng frumort Ijóð eftir Hugrúnu (Filippiu Krist- jánsdóttur) undir stjóra Tryggva Tryggvasonar. Þarna urðu og fagnaðarfundir með forseta og fullorðinni föðursystur hennar, Aradísi Þorvaldsdóttur, sem er ein heimilisfólksins i Víðihlið. Kleppsspítala, sem fluttur var í saf- nið fyrir nokkrum árum og hefur nýlega verið gerður upp. Þar eru ýmsir gripir úr sögu borgarinnar og raunar þjóðarinnar allrar til sýn- is. Gestimir gengu um húsið, sem er hið glæsilegasta, skoðuðu gamla muni og þáðu kaffisopa áður en haldið var af stað í strætisvagninum niður í miðborg Reykjavíkur, þar sem tugþúsundir manna voru sam- ankomnar. Tertusneið í mannþrönginni Eftir að hafa ekið löturhægt í gegnum manngrúann á Laugaveg- inum í fylgd tveggja lögreglubíla með blikkandi ljósum var komið að Menntaskólanum í Reykjavík, þar sem erlendir gestir borgarinnar - Uþphafserindi ljóðs Hugrúnar, sem skáldkonan færði forseta að söngnum loknum, hljóðar svo (lag: Uppi á himins bláum boga): „Nú er bjart i borgarranni, býr hún hátíð hvetjum manni. Forsetinn í fremstu linu færir bænum rósakrans. Hingað kemur, birtu ber hún, búendunum héma er hún Heilladís. Og heitar kveðjur henni fylgja úr Seljahlíð. “ 200 ára hlaðborð Eftir þessa stuttu athöfn heilsuðu Vigdís, Davíð Oddsson borgarstjóri, borgarfulltrúar og embættismenn upp á vistmenn og ræddu við þá um iandsins gagn og nauðsynjar. Síðan fór María Gísladóttir for- stöðukona í Víðihlíð með gestina í stutta skoðunarferð um nýjasta elli- heimili borgarinnar áður en forseti og fylgdarlið hennar héldu í blóma- skreyttum strætisvagni að Árbæj- arsafni. Þar tóku á móti gestunum Ragn- heiður Þórarinsdóttir borgarminja- vörður og eiginmaður hennar, Hans Vollertsen. Þau buðu gestum gias af sherryi og síðan að ganga til skemmu, þar sem er sýning á sögu jámbrauta og gatnagerðar í höfuð- borginni. Þar var einnig búið að koma fyrir tveimur hlaðborðum með veislumat: annað var 200 ára gam- alt - búið eftir matseðli úr mið- degisverðarboði með Jóni Sveins- syni landlækni á Bessastöðum 5. júlí 1789. Samkvæmt matseðli úr þeirri veislu var boðið upp á kerfis- súpu, reyktan lax og kartöflusalat með salatblöðum og karsa, soðið og steikt kindaket, súrgraut, hind- beijamauk og rjóma, tertur og konfekt, kaffí og rauðvín frá Mala- ga. Þessar kræsingar voru einnig á „200 ára borðinu" í Skemmunni í Árbæjarsafni en á hinu borðinu var nútímalegri matur, dæmigert en glæsilegt „fermingarborð", eins og forseti orðaði það glaðlega. Þama settust gestimir til borðs eftir stutt ávarp Magnúsar L. Sveinssonar, forseta borgarstjómar, og nutu matarins hið besta. Um þessa veislu sáu matreiðslumenn og þjónar af veitingastaðnum Amarhóli undir stjóm Skúla Hansens matreiðslu- meistara. Að borðhaldi loknu, um kl. 13:30, gengu gestimir spottakom í blíðviðrinu að Prófessorshúsinu svonefnda í Árbæjarsafni, en það er gamli læknisbústaðurinn af Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands heilsar upp á heimilisfólkið í Seljahlíð i Breiðholti Hátíðarfundur í borgarstjórn í tilefni afmælisins: Sólin f ór að skína þegar forseti renndi í hlað Heimilisfólkið í Seljahlíð syngur fyrir forseta íslands og borgarfull- trúa undir stjóra Tryggva Tryggvasonar. Höfundur Ijóðsins, sem sungið var, Filippia Krisljánsdóttir (Hugrún), er önnur frá hægri. SÓLIN fór að skína í Reykjavík um það bil sem forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, renndi i hlað i Skúlatúni 2 laust eftir klukkan tíu í gærmorgun, skömmu áður en þar hófst sér- stakur hátíðarfundur í borgar- stjóra. Davíð Oddsson borgar- stjóri og kona hans, Ástriður Thorarensen, tóku á móti forseta á mörkum Reykjavíkur og Kópa- vogs á slaginu klukkan tíu og þar með hófst opinber heimsókn Vigdísar til Reykjavíkur í tilefni af 200 ára afmæli höfuðborgar- innar. Sú heimsókn stóð fram yfir miðnættið er borgarstjóri og frú, forseti borgarstjórnar, Magnús L, Sveinsson og frú Hanna Hofsdal Karlsdóttir, og lögreglustjórinn í Reykjavík, Böðvar Bragason og frú Gigja Haraldsdóttir, fylgdu forseta að borgarmörkunum á ný. Þetta var í annað sinn í sögu lýðveldisins, sem forseti Islands kemur í ópinbera heimsókn til Reykjavíkur - fyrra sinnið var fyrir 25 árum þegar Ásgeir Ásgeirsson og frú Dóra Þórhallsdóttir sóttu höfuðborgina heim á 175 ára af- mæli hennar. Talsverður hópur manna var staddur við Skúlatún 2 þegar for- seta og fylgdarlið hennar bar að í lögreglufylgd, m.a. nokkrir lopa- peysuklæddir útlendingar, sem þóttust hafa himinn höndum tekið með að fá að sjá forseta lýðveldis- ins, borgarstjóra Reykjavíkur og helstu fyrirmenn höfuðborgarinnar alla á einu bretti. Sameinast um endur- byggingx* Viðeyjar- stofu Raunar segir hvergi berum orð- um í lögum, að Reykjavík sé höfuðborg íslands, eins og Davíð Oddsson borgarstjóri benti á i ávarpi sínu til forseta og borgar- stjómar á hátíðarfundinum, sem hófst kl. 10.18, en enginn vafí leik- ur þó á að sú sé raunin. Það var endanlega staðfest með lýðveldis- stofnuninni, sagði borgarstjóri, þegar fyrsti forseti íslands var kjör- inn og það tekið fram, að embætti hans skyldi vera í Reykjavík. Fjrrir fundi borgarstjómar var aðeins eitt mál: sameiginleg tiliaga allra borgarfulltrúa um endur- byggingu Viðeyjarstofu og Viðeyj- arkirkju og hugmjmdasamkeppni um nýtingu Viðeyjar í framtíðinni. Morguninn áður hafði ríkið fært Reykjavíkurborg að gjöf sinn hluta í Viðey og færði borgarstjóri ríkis- stjóminni og þjóðinni allri hugheilar þakkir fyrir hönd borgarbúa. Hann sagði að Reykvíkingar væm stoltir af eign sinni, sem tengdist sögu borgarinnar svo óijúfanlegum böndum. Tiilagan, sem var síðan samþykkt með atkvæðum allra borgarfulltrúa, gerir ráð fyrir að viðgerð á Viðeyjarstofu verði lokið á árinu 1988 og viðgerð á kirkjunni 1990. Hringnum hefur verið lokað Fjórir aðrir borgarfulltrúar sögðu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.