Morgunblaðið - 19.08.1986, Síða 5

Morgunblaðið - 19.08.1986, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 5 Á hátíðarfundi borg-arstjórnar í gærmorgun. Innan hringsins sitja frá vinstri: Halldór Reynis- son, forsetaritari, Hanna H. Karlsdóttir, eiginkona Magnúsar L. Sveinssonar, forseta borgar- stjórnar, frú Vigdís Finnboga- dóttir forseti Islands, Ástríður Thorarensen borgarsljórafrú, Böðvar Bragason lögreglustjóri og Jón G. Tómasson, borgarrit- ari. þeirra á meðal borgarstjórar og/eða forsetar borgarstjórna höfuðborga hinna Norðurlandanna - voru kynntir fyrir forseta íslands. Að því búnu gekk hersingin niður í Lækjar- götu, þar sem tertan fræga var á mörgum langborðum. Þar var þröngt á þingi - raunar svo þröngt, að fjöldi þeirra, sem voru í fylgdar- liði forsetans, komust illa leiðar sinnar. Veglegasti hluti tertunnar, skreyttur með skjaldarmerki borg- arinnar og áletruninni „Reykjavík 200 ára“, var á borði á Skólabrú. Þar var forseta, borgarstjóra, Ástríði konu hans og öðrum virðu- legum gestum skorin sneið af kökunni áður en öðrum borgarbúum og hátíðargestum var boðið að smakka. Eftir það gengu forseti og borgarstjóri og kona hans um mið- borgina í fylgd lögregluþjóna og skoðuðu miðpunkta hátíðarsvæðis- ins, föndurgarð við Alþingishúsið, fjölskylduskemmtun í Hljómskála- garðinum og fleiri staði. Kvöldverðarboð í Höfða Klukkan flögur var gert hlé á heimsókninni en dagskrá hennar var haldið áfram tveimur tímum síðar þegar kvöldverðarboð borgar- stjórnar Reykjavíkur hófst í Höfða. .Þar voru auk forseta og forsetarit- ara, Halldórs Reynissonar, borgar- fulltrúar og makar þeirra og örfáir ernbættismenn. í Höfða hafði Skúli Hansen enn útbúið veglegt veisluborð, s_em hófst með kampavínskokkteil. I forrétt var gufusoðinn humar með spínat- sósu, í aðalrétt hreindýrasteik með títuberjasósu og í eftirrétt kiwi-, súkkulaði- og jarðarbetjafrauð. Á eftir var boðið upp á kaffi og koní- ak eða líkjör. Kvöldverðarboðinu lauk kl. 20 og þá héldu gestirnir í strætisvagninum niður í miðborg- ina, þar sem kvöldskemmtunin var að hefjast. Á eftir strætisvagninum fór forsetabíllinn og borgar- stjórabíllinn þar á eftir. örfá orð um tillöguna og mikilvægi Viðeyjar fyrir sögu Reykjavíkur, þau Siguijón Pétursson frá Al- þýðubandalagi, Bjami P. Magnús- son frá Alþýðuflokki, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir frá Kvennalistan- um og Sigrún Magnúsdóttir frá Framsóknarflokknum. Siguijón minnti á þá skyldu borgarbúa að varðveita menningararf þeirra, „perlu Sundanna", og skila honum aftur til næstu kynslóðar; Bjami kvað brýnt að koma sem fyrst upp aðstöðu fyrir fatlaða og hreyfihaml- aða í Viðey, svo einnig þeir gætu notið útivistar þar; Ingibjörg Sólrún minnti á þátt „mæðra Reykjavíkur" í 200 ára sögu borgarinnar og Sig- rún fór nokkmm orðum um fomt mikilvægi Viðeyjar fyrir mjólkur- framleiðslu borgarbúa. í lok fundarins flutti Vigdís for- seti stutt ávarp og sagði meðal annars: „Á þessum afmælisdegi votta íslendingar allir, hvar í sveit sem þeir eru settir, Reykjavík vináttu sína. Þjóðin hefur af rausn afhent höfuðborginni til umsjár og varð- veislu hluta sinn í hinni sögufrægu Viðey og þær þjóðargersemar, sem þar em. Hringnum hefur verið lok- að á ný í innsta kjama landnáms frumheijans Ingólfs Arnarsonar. Megi heill og farsæld fylgja höfuð- borgokkar, Reykjavík, stjómendum hennar og öllum íbúum um ókomna framtíð." Morgunbladið/Einar Falur ÁUÁNDMSAR AFLORIDA Fmms&m- loridaferðirnarerualltafaðlækkaíverði, þökk sé hagstæðum m samningum Ferðaskrifstofunnar Polaris og beinu flugi Flugleiða. Nú bjóða Poiaris og Flugleiðirsérstaktkynningarverð 1.og 8. nóvember, kr. 24,500.-fyrir 18sæludaga á Florida. £eiðin liggur beint til Orlando og þaðan er ekið til St. Petersburg i og dvalið ígóðuyfirlæti við Mexicoflóann. Fram til 1. nóvemberer flogið um New York til Tampa en við það hækka fargjöldin um kr. 4,000. - Okkarfarþegarláta velafhótelunumAlden, Sun DialogCoral Reef. Allarhótelíbúðirnareru með velbúnueldhúsi, smekklegum húsgögnum, sjónvarpi og öllum þægindum. Og ekkimá gleyma sundlaugunum og hótelgörðunum. I 3 eynslan sýnirað viðskiptavinir Polaris kunna að meta lága verðið mu og góðu þjónustuna. Starfsfólk Polarisvinnurfyrirþig. fnnifalið íþessu ótrúlega verði er flug, akstur til og frá flugvellinum í Orlando og hótelgisting. DisneyWorld, EpcotCenterogSea World eru ævintýrastaðirsem gera ferðina ógleymanlega. Florida ersamnefnari fyrirsumarog sól. Pantið fljótt, núna eru ferðirnaródýrari en í vorog þærseldust upp á svipstundu. Æk llt þetta færðu fyrir24,500. - Já, það er einmitt þess vegna sem fólk talar um Ferðaskrifstofuna Polaris. Þetta er ótrúlegt og ódýrt! * Verð miðað við 4 í íbúð. POLAFUS ws Kirkjutorgi4 Sími622 011 FERÐASKRIFSTÖFAN FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.