Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 gíðan hann sneri aftur frá Wash- ington eftir 24 ára sendiherrastarf. Hann ræðir oft við erlenda leiðtoga og sendinefndir og flytur stefnu- ræður. Hann hefur nokkrum sinnum hitt Arthur A. Hartman, sendiherra Bandaríkjanna, og embættismenn frá Bandaríkjunum í opinberri heimsókn. Þótt Dobrynin sé iðinn við að móta stefnuna í utanríkismál- um virðist hann láta dagleg samskipti Bandaríkjamanna og Sovétmanna Eduard A. Shevardn- adze, utanríkisráðherra, og skó- sveinum hans eftir. Vestrænn stjórnarerindreki sagði um Dobrynin: „Hann hefur áhuga á að ræða stefnuna í utanríkismál- um á almennum grundvelli, en vill síður gera sérstaka samninga." Þegar Dobrynin var í Washing- ton var hann oft og tíðum maðurinn bak við tjöldin í samskiptum risa- veldanna. Hann kom á sambandi milli leiðtoga Sovétríkjanna annars vegar og forseta Bandaríkjanna hverju sinni, sem nýr maður var kjörinn í embætti, og vamarmála- ráðunauts hans hins vegar. Flokkurinn yfirtekur utanríkismál Ekki er nema ár um liðið síðan Andrei Gromyko hafði töglin og hagldirnar í utanríkismálum Sovét- manna. Gromyko var utanríkisráð- herra frá 1957 þar til hann var !hækkaður í tign og skipaður for- seti. Það embætti er valdalaust og virðingarstaða. Vegna reynslu sinnar var Gro- myko þess umkominn að halda völdum í utanríkismálum innan ráðuneytis síns. En Gorbachev gerði heyrinkunnugt skömmu eftir að hann komst til valda í mars 1985 að hann vildi að flokkurinn yfirtæki utanríkismálin. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar innan utanríkisráðuneytis- ins. Hópur stjómarerindreka hefur verið skipaður í embætti. Settar hafa verið á fót nefndir til að fást við afvopnunarmál, mannréttinda- mál og endurskipulag deilda, sem reknar höfðu verið án veigamikilla breytinga frá tímum Rússakeisara, svo dæmi séu nefnd.. Norðurlönd lækka í sessi Endurskipulag þessara deilda, sem hver hefur ákveðið svæði jarð- ar á sinni könnu, leiddi til þess að ýmis afbrigðileg fyrirbæri og frá- vik, sem voru kvistir á meiði stjóm- sýslu nítjándu aldar, vora afnumin. Til að mynda heyra Ástralía og Nýja-Sjáland ekki lengur undir aðra Evrópudeildina, þar sem fjallað er um málefni Bretlands, Írlands, Kan- ada og Möltu. Tvö fyrrnefnd ríki hafa nú verið flutt um deild og flokkuð undir Kyrrahafslönd. Kan- ada hefur verið skipað á bás með Bandaríkjunum. Aftur á móti hefur vægi Norðurlanda heldur betur minnkað 'í utanríkisráðuneytinu. Fýrir endurskipulagningu deilda fór sérstök deild með málefni Norður- landa. Nú heyra þau undir aðra Evrópudeildina. Vestræn ríki þurfa vegna þessara breytinga að taka upp nýjar um- gengnisvenjur við Sovétmenn í utanríkismálum. Ný vandamál koma fram, en einnig fá vestræn ríki tækifæri til að fá framgengt málum, sem áður virtust óleysan- leg. Þessar breytingar og sveigjan- leikinn, sem að nokkru leyti ei' kominn í stað kreddu og bókstafs- trúar, gefa aukna möguleika. Vestræn ríki eiga þess nú frekari kost en nokkru sinni áður að bæta samskiptin við Sovétríkin ef rétt er að farið. Tíminn leiðir í Ijós hvort það tekst. Höfundur er blaðamaður New York Times. Fv. Bomers biskup, séra Jan Hebets og' B. Voets. Hollenskur biskup heim sækir Stykkishólm Stvkkishólmi. NYLEGA komu hingað til Stykk- ishólms tignir og góðir gestir frá Hollandi til að heimsækja ka- þólsku regluna hér og hitta að máli Jan Habets, sóknarprest þeirra kaþólsku hér í Hólminum. Var þetta hollenski biskupinn í Haarlem, Bomers, en Haarlem er eitt af stærstu biskupsdæmum í HoIIandi. Með .Bomers biskup var einnig skjala- og aðstoðarmaður hans, B. Voets. Þeir höfðu áður heimsótt biskupinn í Landakoti, Dr. H. Freh- en, og hvatti hann þá félaga til að heimsækja trúbræður í Stykkis- hólmi. Þeir fengu hér hinar ágætustu móttökur hjá reglunni og fóni þeir ekki dult með aðdáun sína á íslandi og landsmönnum. Þar sem þeir máttu ekki tefja lengi var reynt að gera eins mikið úr heimsókninni sem hægt var. Þeir fóru svo um eyjasund á hrað- báti Einars Bjarnasonar og fannst mikið til um. Þeir voru heppnir með veður, náðu myndum og fannst þetta allt sem ævintýri líkast. Þeir höfðu heyrt mikið talað um ísland og landnámið. Biskupinn sagði okk- ur frá því, að hann hefði verið trúboði í Eþíópíu frá 1966 til 1983 og þar hefði hann kynnst kristni- boðunum islensku, sem starfa í Konsó og lauk hann mikiu lofsorði á dugnað þeirra. Hann sagði, að Konsóbúar væru dugnaðarfólk og vildu bjarga sér og því væri þama góður jarðvegur. Þá komu þeir í prentsmiðju systranna og voru mjög hrifnir af öilu það. Þeir fóru svo í fylgd með séra Jan út í Bjamarhöfn. Þar skoðuðu þeir litlu kirkjuna og gömlu og at- hyglisverðu kirkjugripina þar. í Bjamarhafnarkirkju er mynd af ferðinni til Emmausar í altaristöfl- unni og eins kaleikar sem mikið voru skoðaðir. Kirkjuklukkan hefir sérkennilegan hreim og var hún óspart reynd. Þá var gengið á Helgafell eftir hinum gömlu og góðu reglum, en eitthvað fór það nú úrskeiðis eða í það minnsta held ég, að óskirnar hafi gleymst og kannske eitthvað fleira. Þá var kirkjan skoðuð og enda fannst þeim mikið til um þessa einföldu og stílhreinu kirkju. Fréttaritari hitti þesa heiðurs- menn og það fór ekki fram hjá honum aðdáun þeirra á landi og þjóð. Séra Jan var feikilega ánægð- ur með heimsóknina og kvað þetta vera góða landkynningu, því þessir menn myndu miðla landsmönnum sínum fróðleik við heimkomuna og sagði séra Jan að þeir hefðu jafnvel í huga að koma aftur. Mikið fjör var á útimarkaði á Neskaupstað þann 8. þ.m. Morgunblaðið/Sigurbjörg Eiríksdóttir Útimarkaður á Neskaupstað Neskaupstað. ÚTIMARKAÐUR setti svip á bæjarlífið föstudaginn 8. ágúst. Það var margt um manninn í miðbænum á Neskaupstað þann dag. Á annan tug fýrirtækja og einstaklinga kynntu þar og seldu vörur sínar í blíðskaparveðri. Mikið var af ferðafólki í bænum og einnig settu liðsmenn Grimsby Town svip á bæinn en þeir voru hér í heim- sókn í boði íþróttafélagsins Þróttar. Tíðarfar hefur verið hér nokkuð gott í sumar og útlit er fyrir góða beijasprettu. Sigurbjörg Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands tók til starfa haustið 1985. í upphafi var Ijóst að áhugi fyrir aukinni menntun er tengdist tölvum og tölvuvæðingu var mikill. Á haustmisseri 1986 tekur skólinn til starfa 1. sept. og verður kennt í 4 klst. á dag í 14 vikur (samt. 280 klst.). Námsefni: □ Kynning á tölvum______________________________ □ Stýrikerfi og skráarkerfi_____________________ □ Kerfisgreining________________________________ □ Kerfishönnun__________________________________ □ Forritun______________________________________ □ Gagnasaf nsf ræði_____________________________ □ íslenski tölvumarkaðurinn_____________________ I Til að uppfylla kröfur atvinnulífsins Miklar kröfur eru gerðar til nemenda með prófum og heimaverkefnum. Einnig hefur reynst nauðsynlegt að gera kröfur um lágmarksmenntun nemenda, sem nú eru stú- dentspróf, sambærileg menntun eða starfsreynsla. Auk þess þurfa nemendur að taka inntökupróf í skólann. | Nemendur sem útskrifast úr Tölvuskóla Stjórnunarfélagsins geta að námi loknu unnið | með tölvunar-, viðskipta- og kerfisfræðingum við hugbúnaðarframleiðslu og rekstur tölvukerfa. Með því að gera miklar kröfur til nemenda uppfyllir Tölvuskólinn kröfur g atvinnulífsins. Tölvuskólinn hefst 1. september og stendur í 14 vikur. o Allar nánari upplýsingar í síma 62 10 66 Stjórnunarféldg íslands TÖLVUSKÓU ' Ánanaustum 15 • Simi 62 10 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.