Morgunblaðið - 19.08.1986, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 19.08.1986, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 31 Ný hljómplata tekin upp í London: Krislján syngur með Konunglegn fílharmóníusveitinni Rektorar búnaðar- háskólanna funda REKTORAR landbúnaðarhá- skóla á Norðurlöndunum komu saman til fundar á Hvanneyri fyrir skömmu. Fundinn sátu rektorar og framkvæmdastjórar landbúnaðar- og dýralæknahá- skólanna í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi auk skólastjóra bændaskólans á Hvanneyri og deildarsljóra bú- vísindadeildar skólans. Aðalefni fundarins var hvernig meta beri kennsluhæfileika þeirra sem sækja um störf við skólana. Fram að þessu hefur aðaláherslan verið lögð á rannsókna- og vísinda- störf umsækjenda við mat á hæfni þeirra, en fyrir fundinum lá hins vegar nefndarálit þar sem lagt var til að tekið yrði meira tillit til kennsluhæfni við mat á umsækj- endum um stöður hjá háskólunum. Á fundinum var rætt um stöðu rannsókna við skólana. Fram kom að erfiðara er að fá ungt fólk til rannsóknastarfa en áður var. Einn- ig kom fram að miklar breytingar eru að verða á kennsluháttum þann- ig að meiri áhersla er nú lögð á sjálfsnám og eigið frumkvæði stúd- enta. Góð aðsókn er að öllum háskólunum, en þó heldur minni en verið hefur. Mun fleiri konur sækja um nám en áður, einkum í dýra- lækningum. Loðnan: Júpiter með 1.300 tonn FJÓRIR Ioðnubátar tilkynntu loðnunefnd um afla á laugardag, samtals 2.460 tonn, og um miðjan dag í gær hafði sá fimmti bæst við. Nú hafa 17 bátar hafið loðnu- veiðar. Bátamir sem tilkynntu loðnuafla á laugardag voru: Albert GK 600 tonn, Ljósfari RE 580 tonn, Þórður Jónasson EA 680 og Öm KE 600 tonn. Júpiter RE tilkynnti um 1.300 tonn af ioðnu í gær. Útsetningar Jóns Þórarinssonar á kunnum íslenskum sönglögum Morgunblaðið/Gunnar Unnið að lágningu kantsteinanna sem segir frá í fréttinni. Myndin er tekin i Stigahlíð undir Bolafjalli, þar sem senn rís radarstöð Varnarliðsins. Bolungarvík: Nýjungar í vegagerð við radarstöðina UM HELGINA hefjast í London upptökur á nýrri hljómplötu Kristjáns Jóhannssonar óperu- söngvara. Á plötunni, sem ætlað er að koma á markað fyrir jól, syngur Kristján íslensk sönglög við undirleik Konunglegu fílharmóníuhljóm- sveitarinnar í London undir stjórn Karstens Andersen. Út- setningar eru eftir Jón Þórar- insson tónskáld en upptöku stjórnar Björgvin Halldórsson tónlistarmaður, sem einnig stjómaði upptöku á fyrri plötu Kristjáns. „Þessi plata verður tekin upp í CBS Studios í London eins og fyrri plata Kristjáns," sagði Björgvin í samtali við Morgun- blaðið. „Þá lék Sinfóníuhljómsveit Lundúnaborgar undir en nú höf- um við fengið Fflharmóníuna. Upptökumaður verður Mike Ross, sem er kunnur af góðu einu í sínu heimalandi - og upptakan verður að sjálfsögðu gerð með svokall- aðri „digital“ eða stafrænni tækni. Meðal höfunda laganna, sem Kristján syngur á þessari plötu, em Sigfús Einarsson, Jón Þórar- insson, Sigvaldi Kaldalóns og Þórarinn Guðmundsson, svo nokkrir séu nefndir," sagði Björg- Bolungarvík. í SUMAR hefur verið unnið að vegarlagningu upp á Bolafjall á Stigahlíð þar sem fyrirhugað er að reisa ratsljárstöð á vegum Vamarliðsins. Þama er um að ræða venjulega vegarlagningu eins og við þekkjum þegar um er að ræða heiðarvegi. Fram- kvæmdin hefur gengið nokkuð vel og er nú kominn jeppafær vegur upp á fjallið. Það sem er nýjung við þessa vegarlagningu er að vegkanturinn upp fjallshlíðina er að stómm hluta hlaðinn með svokölluðum „gabíón- um“ eða kantstykkjum, sem em kassalaga plastnet um 3 metrar á lengd, 1 metri á breidd og hæð. Þessum kössum er skipt í þrjú hólf þannig að hvert hólf tekur 1 rúm- metra af efni. Kassar þessir em fylltir með unnu efni, eða steinum sem em af stærðinni 10-20 sm. Með því að nota þessi kantstykki er hægt að spara uppfyllingu og Kristján Jóhannsson vin ennfremur. „Þarna em á ferðinni ýmis lög sem íslendingar þekkja, svo sem Til skýsins, Þú ert og Draumalandið.“ Það er nýtt útgáfufélag, sem nefnist Strandhögg, sem gefur út þessa plötu. hafa vegkantinn brattari. Sömuleið- is fæst með þessu mun varanlegri vegkantur og minni hætta á að efn- ið renni úr veginum. Þar sem vegurinn liggur upp á fjallið er hlíðin mjög brött. Lengd vegarins frá Skálavíkurheiði og upp á fjallið er 3,5 km. Er gert ráð fyr- ir að stykkjunum verði hlaðið á um 2 km kafla. Kemur hæð hleðslunnar til með að vera frá þremur röðum og allt upp í 9 raðir. Gert er ráð fyrir að í þetta fari 1700-1800 „gabíónar". Allar framkvæmdir vegna rat- sjárstöðvarinnar em á vegum Íslenskra aðalverktaka. Það sem af er hefur verkið verið í höndum heimamanna því í vor var gerður verksamningur við Jón Friðgeir Einarsson verktaka hér í Bolung- arvík. Einu utanaðkomandi verk- takamir em frá verktakafyrirtæk- inu Suðurverk, sem sér um sprengingar, og Malarifi frá Flat- Sex eininga Salix hillusamstæða frá VIÐJU á kr. 23.800,- Hvít með bláum eða rauðum skúffum og skápahurðum. 20% ÚTBORQUb 12 MÁMAÐA QREIÐ5LUKJÖR HUSGAGNAVERSLUNIN VIÐJA Smiðjuvegi 2 Kópavogi sími 44444 Þar sem góðu kaupin gerast eyri, sem sér um mölun efnis. Verkfræðiþjónusta er unnin af verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar í Reykjavík. Gunnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.