Morgunblaðið - 19.08.1986, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986
33
Stjórnvöld í Suður-Afríku:
Nöfn hinna hand-
teknu gefin upp
8.501 sagður í haldi samkvæmt neyðarástandslögunum
Pretoríu og Jóhannesarborg, AP.
I SUÐUR-AFRÍKU voru á mánu-
dag gefin upp nöfn og fjöldi
þeirra, sem handteknir hafa ver-
ið samkvæmt neyðarástandslög-
unum. Þetta er í fyrsta skipti sem
yfirvöld gefa nokkrar upplýsing-
ar um þá sem í haldi eru.
Um helgina sprungu í Iandinu
jarðsprengjur og létust fimm
blökkumenn, tvö smábörn og
þrjár komur. Stjórnvöld kenndu
„Afríska þjóðarráðinu“ (ANC)
um, en talsmenn þess vildu
hvorki játa né neita þeim áburði.
Nöfnum hinna handteknu fylgdu
engar frekari upplýsingar, hvorki
um ástæður handtöku né hvar hinir
handteknu væru í haldi.
Að undanfömu hafa jarðsprengj-
ur valdið nokkrum usla í Suður-
Afríku, en þessi síðasta sprenging
hefur þótt öðrum óhugnanlegri.
Talsmaður stjórnvalda sagði að
„Afríska þjóðarráðið“ bæri ábyrgð
á sprengingunum og bætti við að
þetta væru vinir manna eins og
Edwards Kennedy öldungardeildar-
þingmanns, Bob Hawke forsætis-
ráðherra Astralíu og fleiri. Hann
sakaði Vesturlandabúa um tvöfalda
siðferðisvitund, þar sem þeir segð-
ust berjast gegn hryðjuverkastarf-
semi, en styddu á hinn bóginn þá
sem stæðu að hryllilegum hryðju-
verkum í Suður-Afríku og færu
ekki í felur með það.
Á sunnudag sagði utanríkisráð-
herra Suður-Afríku, R.F. Botha, að
samþykkt öldungadeildar Banda-
ríkjaþings um beitingu refsiaðgerða
gegn Suður-Afríku myndi gera til-
raunir til að semja nýja stjórnarskrá
erfiðari. Hann sagði að refsiaðgerð-
irnar kæmu Vesturlandabúum og
svertingjum í Suður-Afríku verst
og sagðist furða sig á því að öld-
ungadeildin gerði sér ekki betri
grein fyrir því hveijir væru hags-
munir Bandaríkjanna en raun bæri
vitni.
Mótmælaalda og
átök í Pakistan
Lahore, Pakistan. AP.
STJÓRN ARANDSTAÐAN í Pakistan efndi í gær til mikilla mót-
mæla um allt Iandið. Hefur ekki í annan tíma verið gerð meiri atlaga
að völdum Zia Ul-Haq, forseta, sem náði þeim með byltingu árið
1977. A.m.k. 4 létust og fjöldi særðist í átökum við lögreglu.
í borginni Karachi kveiktu mót- hvatt landsmenn til að láta ekki af
mælendur i bifreiðum og komu fyrir
götuvirkjum en lögreglumenn börðu
fólkið með kylfum og dreifði mann-
fjöldanum með táragasi. Á sunnu-
dag kom líka til mikilla átaka í
borginni og beitti þá lögreglan skot-
vopnum. Á.m.k. tíu manns særðust
og létust þrír þeirra í gærmorgun
á sjúkrahúsi.
Hreyfing, sem berst fyrir endur-
reisn lýðræðisins í Pakistan, samtök
tveggja stjórnarandstöðuflokka,
undir forystu Benazir Bhutto, hefur
mótmælunum fyrr en Zia segir af
sér.
Mótmælin hófust sl. miðvikudag
eftir að stjómvöldin létu til skarar
skríða gegn pólitískum andstæðing-
um en þá voru fundahöld bönnuð
og mörg hundmð manna handtekin.
Bhutto sjálf var handtekin á
fimmtudag og er enn í haldi.
Zia, forseti, er utanlands, í
pílagrímsferð til Mekka í Saudi-
Arabíu, og er ekki væntanlegur
heim fyrr en á föstudag.
GENGI GJALDMIÐLA
London, AP.
GULLIÐ lækkaði allmikið í verði í gær, um sex dollara únsan
i London og nærri átta í Ziirich, en gengi dollarans hækkaði
hins vegar gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum.
Mikil gullsala átti mestan þátt
í verðlækkuninni og er haft eftir
gullkaupmönnum, að þegar gull-
únsan var komin niður í 380
dollara hefðu margir reynt að losa
sig við eðalmálminn af ótta við
enn frekari lækkun. Það hefði
haft sömu áhrif og olía á eld. I
gærkvöldi fengust fyrir gullúns-
una í London 376,50 dollarar en
382,50 á föstudagskvöld.
í gærkvöld fengust fyrir enska
pundið 1,4930 dollarar en 1,4935
á föstudag. Gengi annarra gjald-
miðla gagnvart dollar var þetta:
2,0650 v-þýsk mörk (2,0615). „
1,6655 svissneskir frankar (1,6610).
6,7125 franskir frankar (6,7000).
2,3255 hollensk gyllini (2,3230).
1.420,75 ítalskar lírur (1.419,00)
1,3933 kanadískir dollarar (1,3930).