Morgunblaðið - 19.08.1986, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 19.08.1986, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 or - 35 Morgunblaðið/Einar Falur Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, ávarpar borgarstjóm Reykja- víkur á hátíðarfundi hennar í gærmorgtin. um hátíðarfundi í borgarstjóm Reykjavíkur á 200 ára afmæli að þannig verði að öllu staðið varð- andi þjóðargjöfina stóru til afmæiisbamsins að allir lands- menn fá í framtíðinni sem fyrr að njóta þar saman sem einn maður að ganga um grundir og dyr. Þannig á það einnig að vera, því slík er sameignarsaga Reykjavíkur, þjóðarinnar allrar og • Viðeyjar. Gleðilega afmælishátíð! Megi heill og farsæld fylgja höfuðborg okkar, Reykjavík, stjórnendum hennar og öllum íbú- um um ókomna tíma. Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg rgeirsson, flytur predikun í Dómkirkjunni í Reykjavik á sunnudaginn. ig Asgeirsdóttir. Því erum við hér í dag. Kirkjurn- ar í borginni hafa í morgun lofsung- ið þann Guð, sem gaf Reykjavík, og leitt hefur borgina, þjóðina, í gegnum aldimar tvær og tímans straum frá ómunatíð. Við tökum eftir því, að Jesús segir: „Þér eru ljós heimsins,“ — rétt eins og hann sagði um sjálfan sig. En hvernig má það verða, að syndugir menn, geti orðið ljós, — eins og hann? Aheyrendur Jesú þekktu þetta líkingamál. ísraels- menn voru sannfærðir um, að enginn kveikti ljósið af eigin ramm- leik, ekki sjálfur. Heldur var ljósið fengið að láni, — eins og reyndar allt annað, sem við teljum okkar eigið. Jerúsalem lýsti, en það var Guð, sem kveikti á þeim lampa. „Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum," (Davíðs sálm. 119:14) — segir Biblían um Guðs orðs. Reykjavík er borg, sem lýsir, en það er Guð vors lands sem ljósið kveikir. Við tökum eftir, að Kristur segir ekki: Þér eru ljós kirkjunnar. Það þýðir, að við eigum ekki að ein- skorða ljósið við kirkjurnar, heldur vera Ijós í heiminum hvar sem er, í verksmiðjunni, á skrifstofunni, í versluninni, á leikvellinum, í kennslustofunni. Hvað hefði orðið af kristindóminum, ef sá, sem kveikti ljósið í sál okkar hefði dreg- ið sig út úr heiminum, ekki komið á fiskiströndina, við Galileu-vatn, Ræturnar í Reykjavík Ræða Magnúsar L. Sveinssonar, forseta borgar stj órnar, við setningu afmælishátíð- ar Reykjavíkurborgar 18. ágúst 1986 Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir. Góðir Reykvíkingar, aðrir gestir. Fyrir hönd borgarstjórnar Reykjavíkur býð ég ykkur öll hjart- anlega velkomin til þessarar hátíð- ardagskrár við Arnarhól. I dag minnumst við þess, að fyr- •ir 200 árum, hinn 18. ágúst 1786, undirritaði Danakonungur kon- ungsúrskurð um kaupstaðarréttindi Reykjavíkur. Markmiðið með því var að efla atvinnnulífið, sem var mjög bágt í landinu á þessum tíma, svo ekki sé meira sagt. Það sem réð úrslitum að hér myndaðist kaupstaður var að árið 1752 reisti Skúli Magnússon, land- fógeti, fýrsta fyrirtæki landsins hér í Reykjavík, Innréttingarnar, sem kallaðar voru, þar sem margir fengu atvinnu við iðnað og verzlun. Það fer vel á því, að aðalhátíðar- höldin á sjálfan afmælisdaginn séu haldin hér í túnfæti Ingólfs Amar- sonar við Amarhól, en sagan segir að „undir þeim hól höfðu öndvegis- súlur hans fundist reknar", en að þar skyldi hann reisa bæ sinn er öndvegissúlumar ræki að landi. Hér liggja því rætur íslands- byggðar, þar sem fyrsti landnáms- maðurinn tók sér framtíðarbúsetu og síðar varð höfuðborg landsins, sem við öll eigum sem höfuðborg, hvar sem við búum á landinu. Samstaða var í afmælisnefndinni að helga allt árið afmælinu og gera það ógleymanlegt. Ánægjulegt hefur verið að fínna hinn mikla áhuga borgarbúa og raunar landsmanna allra fyrir á ekki farið til Jerúsalem, ekki skipt sér af neyð náungans, ekki flutt ræðuna úti á fjallinu? Hugsum um, hve heimurinn hefði þá orðið ljós- laus og myrkrið mikið. Reykjavík er nú til sýnis á ýmsum sviðum. Hefur trúin, ljós Guðs — nokkuð að gera fyrir hin ýmsu at- hafnasvið borgarinnar, vísindi, listir, tækni og menntun. Já, þar er ljóssins þörf, ekki síður en ann- ars staðar. Heimurinn gæti orðið eins og Jónas Hallgrímsson lýsir í honum í kvæðinu um Pál Gaimard: „Vísindin efla alla dáð, orkuna styrlg'a, viljann hvessa, vonina glæða, hugann hressa, farsældum vefja lýð og láð. Tífaldar þakkir því færa ber þeim, sem að guðdómseldinn skæra vakið og glætt og vemdað fá viskunnar helga fjalli i“ Hér dylst eigi á hverju byggja skal vísindin svo að þau megi „far- sældum vefja lýð og láð“. Guði er fyrst og fremst að þakka. Við þökk- um og þeim, er hafa komið með ljós hans, þökkum bæði lærðum og leikum, að ljós kærleikans fékk að skína. Og meðan einhver er í myrkri og neyð, læknar ekkert nema ljós miskunnar og kærleika. Sannleik- urinn er sá, að það er ennþá margt að meini og margur sem á bágt. Á vaxtarskeiðum sínum hefur Reykjavík orðið að búa við blítt og strítt, — eitt sinn kotbær við Kolla- fjörð, í annan stað um það bil að tapa móðurmáli sínu, óálitlegur bær á stundum. Þegar ég hugsa um þennan feril finnst mér hann minna á ævintýrið um svaninn, sem gat ekki dreymt um þá prýði, sem hann var skapaður til. Þannig er Reykjavík orðin höfuð- prýði í augum Islendinga, og aldrei hefur það komið skýrar í ljós en þessa daga. Eins og landsbyggðin getur ekki verið án höfuðborgar, getur höfuðborgin heldur ekki verið hátíðarhöldunum. Þau hófust með því þann 1. jan- úar að borgarstjórinn í Reykjavík, kveikti á borgarsúlum við borgar- mörkin. Síðan hefur hver viðburður- inn rekið annan og verður svo út árið. Ég vil sérstaklega nefna framlag skólabarna borgarinnar til hátíðar- haldanna. En í skólum borgarinnar var sl. vetur efnt til hátíðarhalda, þar sem nemendur og kennarar stóðu fyrir fjölbreytilegum sýning- um, sem allar áttu það sammerkt, að einkennast af mikilli hugkvæmni og sköpunargáfu unglinganna, en þó fyrst og fremst einlægni þeirra til borgarinnar sinnar. Margháttaðir listviðburðir hafa verið og verða á árinu með þátttöku inrtlendra og erlendra listamanna, en fjöldi heimsþekktra listamanna sækir okkur heim í tilefni afmælis- ársins. Sýningar hafa verið opnaðar, þar sem kynnt er þróun byggðar í Reykjavík, frá kaupstað til nútíma- borgar, og þróun tæknivæðingar. Þegar litið er til baka hafa ótrú- legar breytingar átt sér stað hér á iandi á þeim 200 árum, sem í dag eru liðin frá því að Reykjavík fékk kaupstaðaréttindi. Þá voru íbúar Reykjavíkur 167 að tölu. Atvinna var næsta lítil og flestir voru brenndir fátækramarki, hér eins og víðast hvar annars stað- ar á landinu. Það ástand hélst enn um langt árabil, því framfarir voru mjög hægfara. Á aldarafmæli kaupstaðarrétt- inda í Reykjavík, fyrir réttum 100 árum, eru íbúar Reykjavíkur 3540 og þá voru 170 torfbæir í Reykjavík. án landsbyggðar. í morgun var ég minntur á eitt af merkjum trúarinn- ar í lífi og sögu Reykjavíkur. Skúli Magnússon, faðir Reykjavíkur, lét það vera eitt af sínum verkum að byggja Viðeyjarkirkju, sem nú er orðin ein af kirkjum Reykjavíkur- borgar og í eigu hennar. Skúli lagði fram alla krafta sína til að reisa kirkjuna. Undir altarinu og predik- unarstólnum er hann grafinn. Þegar ég leit altarið og hugsaði til þessa föður Reykjavíkur, gat ég eigi varist þeirri hugsun, hvað Skúli hafði með helgidóminum gert til þess að ljós Guðs mætti lýsa. Um Skúla Magnússon má segja það, sem Opinberunarbókin orðar svo: „Þeir skulu fá hvíld frá erfíði sínu, því að verk þeirra fylgja þeirn." (Opinb. 14:136) Reykjavík á sér háborg. Á Skóla- vörðuhæð er risin kirkja í minningu um mesta trúarskáld Islendinga, Hallgrím Pétursson. Tilkomumikil sjón er að sjá þennan þjóðhelgidóm og turninn, sem nú er orðinn að tákni Reykjavíkur. Það sem mest er um vert, er að hlusta á hvað kirkjan vill við okkur tala, hvernig hún er ljósið, og hvert hún bendir upp n\eð orðum Hallgríms til him- insins heim: „Upp, upp mín sál“. Reykjavík er og til á himni, eins og Jerúsalem. Það er Reykjavík þeirra, sem famir eru á undan, og hvíla í helgum reitum borgarinnar. Þeirra minnumst við í dag með hjartans þökk og bæn. Hið eilífa ljós lýsi þeim. — Þegar við hugsum til hinna eilífu bústaða, er gott að játa og finna borgina okkar byggða á fjalli Guðs, — borgina og byggð- ina í okkar hjartkæra landi. Guð vaki yfir landi og lýð. Hjartanlega til hamingju blessaða Reykjavík. Látum hamingjuóskimar rætast, með því að vera það, sem Jesús vill að við séum, er hann segir: „Þér eruð ljós heimsins". Amen. Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar, flytur ávarp sit^ á hátíðinni við Arnarhól. Ári seinna flytja 2000 íslending- ar, flestir utan af landi, til Vestur- heims vegna hallæris hér á landi. Þessir erfiðu tímar eru ótrúlega nærri okkur í tímatalinu en mjög fjarlægir í efnahagslegu tilliti. Ásgrímur Jónsson, listmálari, segir í endurminningum sínum frá fyrstu ferð sinni til Reykjavíkur, fyrir rétt 90 ámm síðan. Þá var hann 17 ára unglingur hjá foreldr- um austur í Ámessýslu. Hann hafði smíðað og skorið út skútu, sem hann vildi koma í verð. Hann segir svo frá: „Ætlaði ég að kaupa glaðning til jólanna fyrir andvirðið, því þetta var í desember- mánuði og knappt orðið um matföng á heimilinu. Ég lagði svo einn af stað fót- gangandi snemma dags og bar skútuna á bakinu." Ásgrímur seldi skútuna fyrir 2 krónur. „Keypti ég síðan kaffí, sykur og annað smálegt fyrir peningana, eft- ir því sem þeir hmkku til.“ Síðan hélt hann heimleiðis með varninginn, fótgangandi eins og áður. Þessi saga listamannsins gefur okkur góða innsýn í lífsafkomu fólks á þessum tímum, fyrir aðeins rúmum 90 ámm. Upp úr þessu fer þróunin að verða hraðari í uppbyggingu at- vinnulífsins og íbúum fer ijölgandi, sem í dag em um 90 þúsund. Hin stóm umskipti verða svo hér á og eftir stríðsárin. Þá siglum við hrað- byri inn í veröld tækni og framfara. Á stundu, sem þessari, þegar allir landsmenn fagna 200 ára af- mæli höfuðborgar sinnar og þeim stórstígu framfömm sem orðið hafa, hljótum við að minnast þeirra kynslóða sem á undan em gengnar og í kyrrþey og af trúmennsku hafa unnið sín daglegu störf, sem skapað hafa þessa borg og lagt gmnninn að þeirri velferð, sem við búum nú við. Um leið og við á hátíðarstundu, minnumst hins liðna skulum við horfa fram á veginn og láta af- mælisárið verða okkur hvatningu til nýrra átaka, þar sem við höfum það að leiðarljósi að fegra og bæta mannlífið, svo það verði sífellt betra að búa í þessari borg og landinu öllu. Góðir hátíðargestir! Ég set þessa hátíðardagskrá með því að kveikja eld kvöldsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.