Morgunblaðið - 19.08.1986, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 19.08.1986, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 Hátíðarhöldin á ísaf irði: Tíu fjallalömb á glóð- um í stærstu útiveislu sem haldin hefur verið — Blíðskaparveður setti svip á hátíðarhöldin HATIÐARHÖLDIN á Isafirði í tilefni 200 ára afmælis kaupstað- arréttinda bæjarins fóru fram i miklu bliðskaparveðri á Silfur- T**torgi á sunnudag og sá hvergi ský á himni. Fjöldi bæjarbúa sótti skemmtunina á torginu og voru um 1000-1200 manns þar saman- komnir þegar mest var og myndaðist góð stemmning sem meðal annars var góða veðrinu að þakka. Hátíðarhöldin hófust á laugardag klukkan 17.00 i Alþýðuhúsinu með hátíðartónleikum þar sem Kristinn Sigmundsson söng við undirleik Jónasar Ingimundarsonar, og var sú samkoma nokkuð vel sótt. Sunnudagurinn var síðan hinn opinberi hátíðisdagur og fóru öll hátíðarhöldin um daginn fram á Silfurtorgi, þar sem ýmsir aðilar "* höfðu slegið upp sölutjöldum og seldu veitingar. Hófst dagskráin með því að Kristján Jónasson, for- seti bæjarstjórnar, flutti ræðu og að því búnu sýndi Litli leikklúbbur- inn stuttan leikþátt um stofnun kaupstaðarins. Því næst var ávarp flutt af Gunnari Sveinssyni, for- manni stjórnar Sveitarféiaga á Suðumesjum. Klukkan 14.00 riðu hestamenn inn á hátíðarsvæðið og gafst bömum og unglingum kostur á að stíga á bak og fara á tölti eða léttu brokki meðfram sjónum. Um hálffjögurleytið var efnt til hópsigl- ingar á Pollinum af siglingaklúbbn- um Sæfara, og voru þar leiknar allskyns listir, og meðal annars mátti sjá fólk bregða sér á sjó- skíði, jafnframt því sem fólki gafst kostur á að skella sér um borð og njóta siglingar. Stærsta útigrillveisla sem haldin hefur verið á Isafirði hófst klukkan 17.00 og voru 10 fjallalömb á glóð- um ásamt fleiri hundmð pylsum og gerðu gestir réttunum góð skil í boði bæjarsjóðs Isafjarðar. Skemmtidagskráin hófst síðan að nýju klukkan 20.30 á Silfurtorgi þar sem Litli leikklúbburinn sýndi gamanleik, MÍ-kvartettinn söng við góðar undirtektir gesta og hljóm- sveitin Frylist lék nokkur lög. Klukkan 22.00 var síðan gengið fylktu liði með fiðluleikara og harm- onikkuleikara í broddi fylkingar og lögreglufylgd niður í Neðstakaup- stað, þar sem haldinn var dansleik- ur í Turnhúsinu, sem er 200 ára gamalt timburhús. Um 500-600 manns tóku þátt í göngunni að Turnhúsinu þar sem fólk dansaði og skemmti sér. Á miðnætti hófst síðan flugeldasýning, en dansleik- urinn stóð til klukkan eitt um nóttina. Löffreglan bjargaði tveimur mönnum úr sjónum við Ægissíðu Á laugardagskvöldið bjargaði Reykjavikurlögregla tveim mönnum úr sjónum í Skeijafirði, er þeim hlekktist þar á. Var ann- ar þeirra í hraðbáti, en hinn í fallhlíf og féll hann í sjóinn. Ekki hafði mönnunum orðið meint af svo vitað sé. Veður var einstaklega gott þetta kvöld, hlýtt og hvítalogn. Sjónarvottur hefur skýrt Morg- unblaðinu svo frá að þetta hafi gerst milli kl. 19—20. Þá mátti sjá frá Ægissíðunni hvar hraðbátur kom öslandi út Sketjafjörðinn. í allöngu bandi dró hraðbáturinn mann sem var í fallhlíf. Eftir því sem báturinn fór lengra út með ströndinni, í 250—300 m íjarlægð frá landi, hækkaði flug mannsins í fallhlífinni. Voru bátur og maður komnir kippkorn vestur íyrir minnismerkið á Ægissíðunni er sjónarvottar sáu hvar stjómandi hraðbátsins snarsneri bátnum. Vi.t- ist honum fatast stjómin á bátum því hann skrúfaði sig skyndilega niður að aftan og fylltist af sjó á fáeinum augnablikum. Það er af manninum í fallhlífinni að segja að hann kom niður í sjóinn kippkom frá hraðbátnum. Þá stóð stefnið aðeins upp úr sjónum. Þegar hér var komið sögu var þust inn í stofu, en þeir sem höfðu fylgst með Morgunblaðið/Magnús Ingi Óskarsson Lagt upp í hópflug en slíkt atríði er afar sjaldséð. Fremst sjást tvær dráttarvélar komnar vel á loft á meðan sú þríðja er enn á jörðu niðri, og aftast má sjá svifflugurnar þijár sem eru í togi, tvær á lofti og ein ennþá á jörðinni. Myndin sýnir ágætlega hvað dráttarvél- arnar eru misjafnlega kraftmiklar. Ein er hæst á lofti, önnur fylgir fast á eftir, meðan sú þríðja er enn í flugtaksbruninu á brautinni. 50 ára afmælisflug- hátíð Sviflugfélagsins SI. laugardag gekkst Svifflug- félag íslands fyrir flughátíð á Sandskeiði i tilefni af 50 ára af- mæli sínu, sem er nú i ágúst- mánuði. Hátíðin tókst vel í alla staði og milli fjögur og fimm hundruð gestir komu á Sand- skeið. Magnús Ingi Óskarsson, tals- maður Svifflugfélagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þeir hefðu lagt í mikla undirbúnings- vinnu fyrir flughátíðina. „Við emm himinlifandi yfir því hvað þetta tókst vel og hvað veðrið var gott. Fólk hafði greinilega gaman af því að heimsækja okkur, horfa á svif- flugið og njóta útiverunnar í veðurblíðunni enda mikið um fjöl- skyldufólk." Fyrirhugað var að halda flug- hátíðina helgina áður en henni varð að fresta vegna veðurs. Segja má að veðrið á Sandskeiði sl. laugardag hafí verið jafn gott og það var vont helgina sem hátíðinni var frestað. Á dagskránni vom 10 atriði sem öll tókust samkvæmt áætlun. Sam- tals 16 svifflugur tóku þátt í flughátíðinni og 3 dráttarflugvélar. Auk þess komu flugmenn í heim- sókn á nokkmm vélflugvélum og sýndu þeir listflug á þremur þeirra. Sú svifflugvél sem vakti tvímæla- laust mestu athyglina á Sandskeiði á laugardaginn var TF-ONI, sem er heimasmíðuð smá mótorsviffluga með 20 hestafla hreyfli og aðeins 108 kíló að þyngd. Þegar flug- maðurinn var sestur um borð samsvaraði hann helmingnum af lengd vélarinnar. þessu kvöldævintýri, stóðu úti í húsagarði. Var lögreglunni gert viðvart. Svo sem 10 mínútum síðar kom fyrsti lögreglubílinn út á Ægissíðuna og 10 mínútum síðar kom annar lög- reglubíll. Var sá með gúmmíbjörg- unarbát með utanborðsmótor. Var báturinn settur á flot. Voru þá báð- ir mennimir sem farið höfðu í sjóinn við bátinn, sem maraði í kafi. Þar björguðu svo lögreglumennimir þeim upp í björgunarbátinn og fluttu í land við Ægissíðu. Þar vom þá komnir fleiri lögreglubílar, sjúkrabíll og slökkviliðsbíll. Ekki virtist köppunum tveimur verða meint af. Báðir voru þeir í flot- göllum. Annar gallinn hafði reynst lekur þegar til kom. Þá sáu sjónar- vottar síðast að stærri, hraðskreiður bátur kom á vettvang. Var búið að setja dráttartaug í bátinn, sem maraði í kafi, til að draga hann að landi. Morgunblaðið/Magnús Ingi Oskarsson Innandyra á Sandskeiði voru sýningar er tengdust svifflugi og starf- semi Svifflugfélagsins. í loftinu hékk gömul sviffluga frá 1954, Gríinau Baby, sem verið er að gera upp. Þessi sviffluga þótti góð á sínum tíma, en líklega þætti svifflugmönnum ekkert sérstaklega til hennar koma nú. Lögreglan kemur með mennina tvo að landi á laugardagskvöldið. 200 ára afmæli Eskifjarðar: Þrír menn kjörnir heiðursborgarar P.sLifírAi Eskifirði. HÁTÍÐARHÖLD vegna 200 ára afmælis Eskifjarðar fóru fram í blíðskaparveðri í gær. Að lokinni guðsþjónustu í Eskifjarðar- kirkju gengu bæjarfulltrúar til hátíðarfundar í félagsheimilinu Valhöll þar sem kjörnir voru þrír heiðursborgarar Eskifjarðar. Þeir eru Jóhann Klausen fyrrverandi bæjarstjóri, Arnþór Jensen fyrrverandi framkvæmdastjóri Pöntunarfélags Eskfirðinga og Einar Bragi rithöfundur. Annars hófust hátíðarhöldin á laugardag með tónleikum í mið- bænum þar sem fram komu hljómsveitimar Skriðjöklar og Dúkkulísur. Auk þess fór fram hljómsveitarkeppni, þar sem þátt tóku fjórar unglingahljómsveitir og fór hljómsvéitin Bjony frá Neskaupstað með sigur af hólmi. I öðru sæti varð hljómsveitin App- alon frá Eskifirði. Nokkuð fjöl- menni sótti hljómleikana þrátt fyrir kalsaveður og blástur að norðan. Um kvöldið var dansleik- ur í Valhöll, þar sem Skriðjöklar léku fyrir troðfullu húsi. Á mánudag kom út fyrsta tölu- blað dagblaðsins Eskiíjörður sem gefið verður út alla hátíðarvikuna. Þá hóf Útvarp Eskifjörður útsend- ingar klukkan 15 þennan sama dag og má því segja að fjölmiðla- byltingin hafi skollið á Eskifírði á afmælisdegi bæjarins. Ingólfur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.