Morgunblaðið - 19.08.1986, Síða 49

Morgunblaðið - 19.08.1986, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 49 Sekúnda milli fyrstu bílanna TIL upphitunar fyrir Ljómarall- ið alþjóðleg-a óku átta rallkappar í stuttri rallkeppni, „sprett-rall“ um Kaldadal á laugardaginn á vegum Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur. Sigfruðu Ævar Sigdórsson og Ægir Ármannsson á BMW Turbo naumlega, urðu einni sekúndu á undan Eiriki Friðrikssyni og Þráni Sverris- syni á Escort. Orn Stefánsson og Indriði Þorkelsson náðu þriðja sæti á Toyota Corolla. Keppnin varð dýrkeypt bræðrun- um Sæmundi og Bergþóri Bjama- sonum á Subaru. Misstu þeir stjóm á bílnum í beygju og endastakkst bíllinn innan um stórgrýti, valt, en endaði á hjólunum. „Ég skil ekki hvað gerðist. Bíllinn er ónýtur, en við eigum annan eins í næstu keppni,“ sagði Sæmundur léttur í bragði. Fleiri keppendur lentu í óhöppum. „Við komum yfir hæð og lentum harkalega á stómm steini á miðjum veginum. Höggið var svo mikið að ég var ekki alveg með á nótunum í smátíma og við fómm útaf. Skemmdist bíllinn það mikið að við hættum," sagði Hlynur Tóm- asson, sem ók Nissan ásamt Svani Gíslasyni. BMW Friðriks Sigur- bergssonar og Eðvalds Grímssonar fór ekki lengra eftir að afturhjóla- búnaður flaug út í móa. Kaldidalur var ekinn fram og til- baka. Eiríkur og Þráinn á Escort höfðu forystu eftir fyrri hlutann, en í bakaleiðinni tapaði vél bílsins afli vegna brotinnar pústflækju. Á meðan juku Ævar og Ægir hraðann á BMW bílnum og endirinn varð sá að þeir unnu með einnar sekúndu mun. „Svona er nú rallið, maður veit aldrei fyrirfram hvað hendir. Við emm náttúmlega ánægðir með sigurinn," sagði Ævar. Það var fátt heilt i Subaru Sæmundar og Bergþórs Bjarnasonar, sem fór kollhnís innan um stórgrýti. Öryggisbúnaður varði þá meiðslum á harkalegum útafakstri. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Ævar Sigdórsson og Ægir Ármannsson unnu sprett-rall BÍKR á laug- ardaginn á BMW Turbo. Ekið var um Kaldadal og unnu þeir félagar naumlega á lokakaflanum. Fyrir- lestur um alþjóða- flugmál EDWARD Hudson, fram- kvæmdastjóri ECAC (European Civil Aviation Conference, París), mun föstudaginn 22. ágúst nk. klukkan 17:00 halda fyrirlestur á vegum Flugmála- stjórnar íslands i ráðstefnusal Hótels Loftleiða. Fyrirlesturinn, sem haldinn verð- ur á ensku, flallar um nýjustu viðhorf í loftflutningum, ekki síst leiguflugi, fargjaldamálum og fleira, en á þessum sviðum er að vænta breytinga í Evrópu á næstu ámm. Að fyrirlestrinum loknum verður varið tíma til fyrirspuma og umræðna. Þessi fyrirlestur er liður í dag- skrá sem efnt er til af Flugmála- stjóm í tilefni af margföldu afmæli íslenskra flugmála. XJöfðar til Xlfólksíöllum starfsgreinum! s gEjfly&frwMafoifr Samstarf Búnaðarbankans og Brunabótafélagsins gerir þér nú mögulegt að kaupa ferðatryggingu um leið og þú kaupir gjaldeyri í bankanum. Ferðatrygging Brunabótafélagsins er samsett trygging sem bætir tjón vegna slysa, sjúkdóma og ferðarofs, tiuk tjóns á farangri. Búnaðarbankinn býður ferðatékka í 7 gjaldmiðlum, seðla í öllum skráðum gjaldeyristegundum og Visa greiðslukort. Ferðatrygging og gjaldeyrir á sama stað. BÚNAÐARMNKINN / TRAUSTUR RANKI essemm sIa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.