Morgunblaðið - 19.08.1986, Síða 56

Morgunblaðið - 19.08.1986, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 1986 Guðbjörg Vilhjálms- dóttir — Minning Fædd 9. nóvember 1896 Dáin 8. ágúst 1986 Hún Guðbjörg er dáin. — Það er ótrúlegt. Hún, — sem hafði lifað nær níutíu ár. Svo hraust allt til síðasta æviárs, að hún vann fullan vinnudag vetur, sumar, vor og haust. Kraftar og þrek þessarar fallegu konu voru með afbrigðum í ailri lífsbaráttu svona langrar ævi. Ég man hana fyrst í litlu húsi við hjartastað Eyrarbakka; hins aldna þorps á suðurströnd Islands — að Ásabergi. Þar varpar morgun- sól yfir Austuifyöllum geislafossum yfír sléttuna og hafíð, og kveður aftur að kvöldi með ljóma dýrðar og friðar í vestri. Þessi kona, sem þá mátti heita í blóma lífs og starfs, hafði sem ung stúlka staðið við hlið föður síns, fetjumanns við Ölfusárósa, þegar hann annaðist feijur yfír fljótið. Nú stóð hún þama við hlið hans. Síðan hafði hún sem ung hús- freyja og móðir átt heimili á Suðumesjum með ungum og glæsi- legum sjómanni og bömum þeirra, heilum hópi, sem hann var kallaður frá í blóma lífs. Hún ein eftir með bömin. Sum varð hún þá þegar að kveðja, eins og þá var talið sjálf- sagt, er sorgin kvaddi dyra. Fyrir hinum vann hún heima í fískvinnu á vetrum og kaupavinnu, en svo var heyvinna nefnd á sumrum. Það starf stundaði hún austur í Ámes- eða Rangárvallasýslum. Varð stundum að ganga þangað alla leið utan úr Keflavík með byrði á baki. Fyrst inn ströndina, svo yfír heiðina. Svona liðu árin. Hvem- ig hún gat annast heimili sitt og uppeldi barna sinna er undur þeim, sem nú lifa. En svo lífsglöð og sterk, hjálpsöm og fómfús var hún á vinnustöðum að því gleymir enginn, er mér sagt af þeim sem þekktu. Hún gat alltaf á sig bætt, með framréttar hendur til hjálpar. Svo kynntist hún öðmm manni ekki síður fræknum og góðum dreng. En áður en fyrsta bam þeirra fæddist varð engill dauðans á vegi þessara elskenda og hún varð einn- ig að kveðja þennan eiginmann hinzta sinni. Dóttirin, sem fæddist litlu síðar, ber nafn föðurins, — Úlfhildur. En vart gat henni, þessari sorgmæddu móður, veitzt betri gjöf. Allt fram á þennan dag hafa þessi fagra og góða dóttir og þessi kraftmikla móðir átt nána samleið, eins þótt margar mflur aðskildu þær. Og þannig hefur Guðbjörg notið gleði lífsins alla tíð með brosum gegnum tár í krafti, sem ekkert virtist buga. Hún bar með sér ljós, fegurð, frelsi, frið og manngöfgi hvort sem sporin lágu austur að Kirkjubæjarklaustri eða suður í Garð. Segja mátti, að hún stráði veg sinn geislum og brosum, — gleym- mér-eium, sem áttu sumarilm, sem aldrei týndist og angaði sætast í skuggum og stormum þeirra, sem á vegi hennar urðu. Hvemig hún Guðbjörg hefur get- að annast alla afkomendur sína og engum gleymt, þar eru margir tug- ir ungra manna og kvenna. Það verður öllum algjört undur. Alltaf gat hún gert hið smáa stórt. Og samt á hún auk þeirra ótal þiggj- 1 Faöir okkar, tengdafaðir og afi, m HALLGRÍMUR SVEINN SVEINSSON, fró Hálsi í Eyrarsveit, lést á sjúkradeild Hrafnistu 16. ágúst sl. Siguröur Hallgrfmsson, Erla Eiríksdóttir, Selma Hallgrímsdóttir, Erastus Ruga, Sveinn Hallgrfmsson, Geröur K. Guðnadóttir, Ingibjörg Hallgrfmsdóttir, Kristinn Ólafsson, Halldóra Hallgrfmsdóttir, Peter Laszlo, Guðni E. Hallgrfmsson, Bryndfs Theódórsdóttir, Hallgrímur Hallgrfmsson, Guðríður J. Guðmundsdóttir, og barnabörn. t ÁSGEIR ÓLAFSSON, forstjóri, Birkigrund 67, Kópavogi, lést 16. ágúst. Útförin verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 22. ágúst kl. 13.30. Dagmar Gunnarsdóttir, börn og tengdabörn. t Útför móður okkar, GUÐBJARGAR VILHJÁLMSDÓTTUR, Skeiðarvogi 22, fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 19. ágúst kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á þau félög sem voru henni kærust, Kvenfélag Langholtssóknar og Slysavarnafélag ís- lands. Bergþóra Ólafsdóttir, Hallveig Ólafsdóttir, Úlfhildur Úlfarsdóttir, Magnús Ólafsson. t Útför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, EINARS MAGNÚSSONAR, fyrrverandi rektors, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 20. ágúst kl. 13.30. Rósa Guðmundsdóttir, Helga M. Einarsdóttir, Ólafur Guðnason, Sigríður Einarsdóttir, Guðmundur Ingólfsson. endur góðra gjafa úr nær almáttug- um fómandi höndum hennar og hjartaslögum. Hvernig gætum við hér í Lang- holtssöfnuði þakkað, metið og virt þær gjafír að verðleikum? Allt, sem hún lagði fram til safnaðarstarfa, safnana og kirkjubyggingarinnar. Hvar væru allar nýju kirkjumar í Reykjavík, ef ekki hefðu verið slíkir lærisveinar Jesú til starfa? Og þar var hún Guðbjörg Vilhjálms um áratugi í broddi fylkingar. Alltaf nægur tími til starfa, þótt unnið væri langan vinnudag. Alltaf fullar hendur fjár, þótt alla tíð væri skatt- greiðsla hennar til samfélagsii\s tekin fullum fetum. Það var sem henni þætti slík greiðsla heiður en ekki byrði. Hún kærði ekki skattinn sinn. Svona var æviundur þessarar íslenzku húsmóður, prjónakonu og þjónustu á stórum heimilum og físk- vinnslustöðvum áratug eftir áratug í sveit og við sjó. Slík var hennar guðsþjónusta dag hvem. Og kirkjugöngur hennar glöddu alla. Hún kom þar líka fær- andi hendi á margvíslegan hátt. Hver var trúaðri en hún á kærleika Guðs og kraft Jesú, að ekki sé tal- að um eilíft líf, sem hún virtist eiga í barmi sér og augunum björtu? Samt talaði hún lítið um trú sína og allur trúarhroki og bókstafs- þrælkun var henni víðsfjarri. Hún átti Jesú að vini. — Um það þurfti ekki að tala. Það fundu allir eins og vorblómin og ilminn af gleym- mér-eium minninganna, eins þótt árin liðu. Og ellin komst aldrei að, nema örmegnið síðasta árið. Safnaðarheimilið okkar við Sól- heima á Hálogalandshæð var lengi sem hennar annað heimili. Þar sat hún að verki með vinkonum við að sauma, ptjóna og hekla þá hluti, sem áttu að verða gjafír handa Guði kirkjunnar og skapa ríki Guðs ekki sízt í hugum og hjörtum fólks- ins. Hún hafði svo glöggan skilning á því gulli, sem heitir manngöfgi og óttaðist ekkert meira en það, að íslenzka þjóðin, sem hún unni svo heitt, — ekki sízt æskunni, — gæti glatað þeim auði. Þá yrði allt annað gull einskis virði eða verra en það. Líklega er hún þó hvergi bjartari við brautir minninganna en á sínu eigin heimili sem síðast var í Skeið- arvogi 22. Broshýr, blíðleg og björt yfírlitum fagnaði hún þar gestum sínum, sem oft urðu ótrúlega marg- ir, þegar afkomendur, ættingjar og vinir hugsuðu sérstaklega til hennar á stórum stundum. Á stofuborðinu sínu hafði hún útbúið ljós, sem átti að tákna hið eilífa starf safnaðarins, „ljósið bak við krossinn", sern við nefndum það á táknrænan hátt. Ljósið, sem að síðustu sigraði alla skugga og skap- aði vor eilífðar, þar sem trú, von og ást, vemdardísir mannssálar, stæðu helgan vörð um alla framtíð. Við þetta ljós viljum við muna þessa íslenzku konu, móður, ömmu og ættmóður búna skartklæðum sínum. Falleg með hina fomu reisn hins íslenzka aðals um aldur. Ljóss- ins bam leidd og studd af Sólarföð- ur kærleikans. Þangað langar mig að læðast til hennar á landamærum hins sýni- lega og ósýnilega, þar sem hún stendur nú, svo að við gætum hvíslað saman, með kveðjum og þökkum í huga ásamt óskum til ástvinahópsins hennar stóra: „Fagna þú, sál mín, lít þú víðlend veldi vona og drauma, er þrýtur rökkurstíginn. Sjá, hina helgu glóð af arineldi eilífa kærleikans á bak við skýin. Fagna þú, sál mín, dauðans kyrra kveldi - kemur upp fegri sól, er þessi er hnigin." J. Smári. Guð blessi og huggi alla og allt, sem hún unni, alla sem kveðja hana og sakna hennar. Árelíus Hún Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, systir mín, lést 8. ágúst í Borg- arspítalanum. Hún fæddist 1896 og vantaði því lítið í níutíu árin. Við höfum unnið saman hjá Prjónastofunni Peysunni í full tutt- ugu ár og það er gott til þess að hugsa að þar hefír aldrei borið skugga á. Nú þegar lokið er löngum vinnu- degi með mér og öðrum vil ég þakka henni af alhug fyrir fallegu vönduðu vinnuna, sem hún leysti af hendi t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim er sýnt hafa okkur samúö og hlýhug vegna andláts ÁSLAUGAR RÖGNU JÓNSDÓTTUR, Vfðigrund 1, Akranesi. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Guðmundur Smári Guðmundsson, Hafþór og Jökull Guðmundssynir, Jón og Halla. Lokað eftir hádegi í dag, þriðjudaginn 19. ágúst, vegna jarðar- farar Guðbjargar Vilhjálmsdóttur, Skeiðarvogi 22, Reykjavík. Peysan, Bolholti 6, Reykjavík. Legsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður fyrir okkur með einstakri alúð og samviskusemi. Ég óska henni góðrar ferðar og kveð hana að sinni. Soffía Vilhjálmsdóttir Trúðu á tvennt í heimi tign, sem æðsta ber. Guð í alheims geimi, Guð í sjálfum þér. Amma Guðbjörg er farin, öll viss- um við að hún færi frá okkur, en alltaf er jafn erfitt að sætta sig við það. Ævi ömmu var orðin löng og líf hennar var ekki alltaf dans á rósum þó alltaf hafí hún reynt að miðla öðrum af sínum andlega og verald- lega auði. Við systumar þökkum ömmu fyrir alla hjálpina og gjafmildina í gegnum árin og við vitum að þar sem hún er nú mun henni líða vel. Soffía, Ólöf, Selma og Guðbjörg Bæjarráð Ólafs- víkur lýsir yfir áhyggjum vegna alvarlegs ástands vega „BÆJARRÁÐ Ólafsvíkur vUl lýsa yfir áhyggjum sínum vegna alvarlegs ástands vega á sunnan- verðu Snæfellsnesi og á Fróðár- heiði. Vill bæjarráð benda samgöngu- ráðherra og vegagerð ríkisins á óeðlilega tíðni alvarlegra umferð- aróhappa á síðastliðnum vikum vegna of mjórra og holóttra vega á þessu svæði og mikillar lausamal- ar. Bæjarráð telur mjög brýnt að varanlegri vegagerð verði lokið á fyrmefndu svæði á næsta sumri, en krefst þess að samgönguyfirvöld lagfæri þegar í stað verstu kaflana og slyagildrumar á varanlega hátt." Blómmíofa FríÖfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.