Morgunblaðið - 26.08.1986, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 26.08.1986, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986 5 Veiðimaður kastar flugu á Landaklöppinni í Soginu fyrir nokkru, en hann hafði ekki erindi sem erfiði frekar en vel flestir sem bleytt hafa færi í landi Syðri-Brúar í sumar, þar hafa veiðst inn- an við 20 laxar í sumar. Enn einn stórlaxinn ... Enn einn risalaxinn hefur verið dreginn á þurrt á þessu mikla stórlaxasumri. Var það 28 punda hængur sem Árni Gíslason hjá ísco veiddi í Hnausastreng í Vatnsdalsá í gærmorgun á maðk. Viðureignin var að sögn ekki söguleg, það var togast á í hálf- tíma en þá gafst hængurinn mikli upp og lét draga sig upp úr. Fisk- urinn var nokkuð leginn og því trúlega nokkuð þyngri þegar hann var nýrunninn, e.t.v. um 30 pund. Þá voru komnir 1075 laxar á land af aðalsvæði Vatnsdalsár og talsvert meira úr allri ánni, því fyrir nokkru höfðu 130 laxar ver- ið skráðir í veiðibækur silunga- svæðisins og milli 60 og 70 höfðu veiðst á „milli fossa", efst á lax- genga hluta árinnar. Þetta er talsvert meiri veiði heldur en greint var frá í frétt Morgun- blaðsins um heildarlaxveiði á landinu á sunnudaginn. Hópurinn sem lauk 3 daga veiði á laugardaginn hélt heim með 57 laxa í bílskottunum og þar á und- an veiddust 97 laxar á jafn löngum tíma. Þar á undan var fyrsti íslendingahópurinn eftir útlendingatímann og veiddust þá 125 laxar á þremur dögum. Veitt er með sex stöngum. Laxinn er um alla á, hefur dreift sér vel og það eru engin „dauð svæði“, meira að segja ýmsir hyljir á miðsvæðunum sem eru oft slappir síðsumars eru nú fullir af laxi og gjöfulir eftir því. Laxinn er bæði smár og stór, viku- lega veiðast nokkrir 16-20 punda fiskar, sumir nýrunnir, 20-24 punda laxar eru orðnir' um 30 talsins og sá stærsti fram til gærmorguns var 27 punda hæng- ur sem veiddist á silungasvæðinu fyrir nokkrum dögum og greint var frá í Morgunblaðinu á sunnu- daginn. Uppsveifla í Miðfjarðará... „Það er talsvert af físki í ánni, en hann er farinn að taka illa í vatnsleysinu. Þó hefur verið að koma upp nýr fiskur og hópurinn sem nú er að hætta, „Fjaðrafok- ið“, fékk t.d. 72 laxa og var það mikil bót frá hollinu á undan sem fékk aðeins 34 laxa,“ sagði Böðv- ar Sigvaldason formaður Veiðifé- lags Miðfjarðarár í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Sagði Böðvar að 1531 lax væri kominn á land, en aðeins væri veitt til 5. september. Samkvæmt skýrslum Veiðimálastofnunar var metveiði í Miðfjarðará sumarið 1977, en þá veiddist 2581 lax í ánni, 1978 2337 laxar og 1979 2132 laxar. Ekki er víst að veiðin verði alveg eins mikil nú, en ef það gerði almennilega rigningar- gusu gæti hún farið nálægt því. Svo er þetta allt á uppleið og kemur næst eins og sagt er í fót- boltanum. Stærsti lax sumarsins í Mið- fjarðará veiddist á flugu í Ármótunum og var það Banda- ríkjamaður að nafni Sidney sem fékk happadráttinn. Þá hafa nokkrir 20-23 punda fiskar komið á land, flestir úr Miðfjarðaránni sjálfri og sumir þeirra merktir. Álls hafa um 40 merktir laxar komið á land í sumar sem er miklu mun minna en í fyrra. Samt er miklu meiri fiskur í ánum nú en þá. Nýja áfangakerfið sem við tókum upp um áramótin auð- veldar nemendum að meta framfarir við tungumálanámið. Áfangamir em fjórir: bvriendur, lærlinear. sveinar og meistarar. Námskeiðin sem nú fara í hönd em í a) og c) flokkum allra áfanganna. Góð málakunnátta er Islend- ingum alger nauðsyn - en hvern- ig náum við bestum árangri? Fyrst er að hugsa málið, síðan hringja til Mímis. Mímir hefur um langt árabil sérhæft sig í vönduðu tungumálanámi og kappkostað að tryggja nemandanum bestu fáanlegu kunnáttu á sem skemmstum tíma. Áratuga reynsla og ánægðir nem- endur eru besta auglýsingin. ENSKA ÞÝSKA FRANSKA SPÆNSKA ÍTALSKA ÍSLENSKA fyrir úttendinga Ef þú veist lítið um raunvem- lega kunnáttu þína í tungu- málinu leysa stöðuprófin úr þeim vanda. Strax í fyrsta tíma bjóðum við uppá stöðupróf fyrir þá sem vilja. Tíma ættu fleí að geta fúndic við sitt hæfi. Við kennum á kvöldin, um miðjan dag og á morgnana. október Kennt er tvisvar í viku, tvær klukkustundir í senn. Öli námsgögn em innifalin í nám- skeiðsgjaldi og við bjóðum uppá veitingar í frímínútum. Öllum d) námskeiðunum lýkur með prófi í aprfl og þá útskrifúm við fyrstu lærlingana, sveinana og meistarana! Viltu læra önnur tungumál en þau sem hér eru nefnd? Láttu það ekki aftra þér frá því að grípa til símans - hringdu til okkar og berðu fram óskir þínar. Við reynum að koma til móts við alla. Allar frekari upplýsingar og innritun í síma 10004/21655/11109 MÁLASKÓLI RlTARASKÓLl 10% afsláttur gildir fýrir hjón, systkini, öryrkja, ellilífeyrisþega og félagsmenn Stjórnunar- félagsins. Munið: starfs- menntunarsjóðir ríkisins og Reykjavíkurborgar taka þátt í að greiða námskeiðsgjöld sinna félagsmanna á námskeiðum Mímis. Mímir ÁNANAUSTUM 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.