Morgunblaðið - 26.08.1986, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986
7
Þúsund starfs-
menn IBM á ráð-
stefnu hér á landi
1% af ferðamönnum sem koma
til landsins
RÚMLEGA eitt þúsund manns,
starfsmenn IBM í Þýskalandi
ásamt mökum munu sitja ráð-
stefnur á Islandi næstu daga.
Þetta er í annað sinn sem IBM
heldur ráðstefnur á íslandi en i
fyrra komu hingað tæplega átta-
hundruð starfsmenn IBM á
Norðurlöndum og í Austurríki.
„Það má því segja að á vegum
IBM komi um 1% af öllum ferða-
mönnum, sem til landsins koma í
ár,“ sagði Gunnar M. Hansson for-
stjóri IBM á íslandi. Ráðstefnugest-
ir koma í þremur hópum því ekki
er aðstaða til að halda þúsund
manna ráðstefnu hér á landi. Að
sögn Gunnars verður fjallað um
rekstur IBM í Þýskalandi og hvað
framundan er.
Farið verður með ráðstefnugesti
í skoðunarferðir um Reykjavík og
nágrenni. „Þeir útlendingar sem
sótt hafa ráðstefnur hingað hafa
allir verið yfir sig hrifnir af að koma
til landsins og líkað það alveg ein-
staklega vel,“ sagði Gunnar. „ís-
land á svo sannarlega framtíðina
fyrir sér sem ráðstefnuland svo
framarlega sem við höfum aðstæð-
ur til en okkur vantar stærri
ráðstefnusali. Að öðru leyti er allt
hér sem stuðlar að því að þetta
megi takast." Ráðstefnurnar eru
haldnar í húsakynnum Háskóla Ís-
lands.
Mikil þröng var í flugstöðinni á Keflavikurflugvelli í gærmorgun enda komu tvær svissneskar leiguflug-
vélar með hinn stóra hóp IBM-manna á sama tíma.
TOYOTA
V estmannaeyjar:
Minna um
ölvunarakstur
Vestmannaeyjum.
LÖGREGLAN í Vestmannaeyj-
um var með stífa herferð um
helgina að kanna hvort ökumenn
ækju ölvaðir. Voru 178 ökumenn
stöðvaðir og reyndist enginn
þeirra vera ölvaður.
Herferð lögreglunnar stóð frá
fimmtudegi og fram á aðfaranótt
mánudags. Á þessu tímabila voru
178 bifreiðar stöðvaðar og ástand
ökumanna kannað. Lögreglumönn-
um til mikillar ánægju reyndist allt
í stakasta lagi og engin ölvunartil-
felli fundust hjá ökumönnunum.
Frá áramótum hafa 29 ökumenn
verið teknir fyrir meinta ölvun við
akstur en á sama tíma í fyrra höfðu
40 ökumenn verið teknir. — hkj.
Grein í Newsweek:
Upplifun að
vaða út
í Laxá
í Aðaldal
Stór og áberandi mynd af
tveimur köppum í lopapeysum
að laxveiðum á Islandi prýðir
opnugrein nýjustu útgáfu banda-
ríska tímaritsins Newsweek.
Greinin, sem er á íþróttasiðum
blaðsins, fjallar um áhuga velefn-
aðra Bandaríkjamanna á veiði-
ferðum til framandi landa og
ísland kemur við sögu í einni
setningn.
Stangveiðar eru í tísku meðal
auðugs fólks í Bandaríkjunum og
ferðaskrifstofur hafa komist á
bragðið. Þær bjóða veiðiferðir til
Alaska, Belize, Panama, Jólaeyju (
Kyrrahafi, Síberíu og víðar fyrir
offjár. Svo virðist sem enginn sé
lengur maður með mönnum nema
hann, eða hún, hafí rennt fyrir fisk
í Qarlægri heimsálfu og kennslu-
stundir í flugukasti eru orðnar
vinsælar.
Myndin af íslandi er góð kynning
fyrir landið. Hinir nýju veiðimenn
kippa sér ekki upp við þótt það sé
nokkuð dýrt að renna þar fyrir lax.
Ánægður veiðimaður sagði News-
week að „upplifunin að vaða út í
fjarlæga á eins og Laxá í Aðaldal
í norðurhluta íslands" væri jú inni-
falið í verðinu.
P. Samúelsson & Co. hf. hefur rekið
bílasölu fyrir notaða bíla samhliða sölu nýrra
Toyota bifreiða að Nýbýlavegi 8 í Kópavogi.
Nú hefur verið gerð breyting þar á og sala
notaðra bifreiða flutt í nýtt húsnæði í
Skeifunni 15. Þar er öll aðstaða eins og best
verður á kosið fyrir þá sem eru að kaupa,
vilja selja, eða skipta notuðum bíl.
Sýningarsalurinn er nokkuð stór á íslenskan
mælikvarða, enda mun þægilegra að skoða
bifreiðar innan húss en utan.
Bifvélavirki tekur alla okkar bíla í söluskoðun
áður en þeir eru settir í sölu. Með því
móti getur kaupandi kynnt sér mun betur en
áður ástand hverrar bifreiðar.
Sölumennirnir eru þaulvanir og leggja sig
fram um að veita góða þjónustu.
P.S.
Við seljum ekki eingöngu góðar, notaðar
Toyota bifreiðar, því við höfum flestar
tegundir bíla á söluskrá.
SKEIFUNNI 15 108 REYKJAVÍK SÍMl’(91)687120