Morgunblaðið - 26.08.1986, Page 17

Morgunblaðið - 26.08.1986, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986 17 Stóryrði breyta ekki staðreyndum eftirÁrna Grétar Finnsson Það er staðreynd, að Hafnar- fjörður hefur mörg undanfarin ár verið eitt_ best stæða bæjarfélag landsins. Á sama tima hafa þar átt sér stað miklar framkvæmdir og uppbygging. Það er staðreynd, að um leið og Hafnarfjarðarbær hækkaði kaup við starfsmenn sína um 8,6% í júní sl.. lýsti Guðmundur Ámi Stefáns- son, nýkjörinn bæjarstjóri, því yfir við fjölmiðla, að launahækkunin bitnaði hvorki á framkvæmdum né þjónustu bæjarins. Það væru nægir peningar til að mæta henni. Það er staðreynd, að rúmum mánuði síðar skýrði Alþýðublað Hafnarfjarðar, aðalmálgagn hins nýja meirihluta, frá því að komið væri „tómahljóð í bæjarkassann" og að lausafjárstaða bæjarins hafi „sjaldan verið jafn slæm og nú“. Y fir lýsingunum verður ekki breytt Það virðist hafa vakið litla gleði hjá hinum nýkjörna bæjarstjóra í Hafnarfírði, að ég skyldi af gefnu tilefni rifja þessar staðreyndir upp í grein í Morgunblaðinu nýlega. Eg skil vel, að honum sárni að minnt Siglufjörður: Búið að bræða sé samtímis á yfirlýsingu hans frá því í júní um að nógir peningar væru til í bæjarkassanum og yfir- lýsingu Alþýðublaðs Hafnarfjarðar rúmum mánuði síðar um að komið sé „tómahljóð" í þennan sama bæj- arkassa og að lausafjárstaða bæjarins hafi „sjaldan verið jafn slæm og nú“ eftir að Alþýðuflokk- urinn og Alþýðubandalagið tóku við stjóminni. Það er áreiðanlega ekk- ert skemmtilegt fyrir bæjarstjórann að þessar yfirlýsingar hans og Al- þýðublaðs Hafnarfjarðar séu birtar hlið við hlið. Þær sýna nefnilega allt aðra mynd af fjármálum Hafn- aifyarðarbæjar en hann er að reyna að bregða upp. Nógir peningar í júní, tómur bæjarkassi í júlílok. í þessu ljósi verður að sjálfsögðu að líta á hina stóryrtu svargrein. Guðmundar Áma Stefánssonar í Morgunblaðinu nýlega. En minna verður bæjarstjórann á, að stóryrði megna ekki að breyta staðreyndum, hvorki um hinn góða fjárhag Hafn- arfjarðarbæjar undanfarin ár né það „tómahljóð“ sem nú er komið í bæjarkassann. Samanburður á pen- ingastöðu bæjarsjóðs Þar sem þessar umræður um skyndilega versnandi lausafjár- stöðu Hafnarfjarðarbæjar eru hafnar á annað borð að fmmkvæði Alþýðublaðs Hafnarfjarðar, þá þyk- ir mér rétt, til viðbótar þeim upplýsingum um stöðu bæjarsjóðs um síðustu áramót, sem fram komu í fyrri grein minni, að gera nokkur samanburð á peningastöðunni hjá bæjarsjóði yfir sumarmánuðina síðasta kjörtímabil og í ár. Eftirfar- andi tölur eru byggðar á upplýsing- um frá fjármálastjóra bæjarins. Peningastaða Bæjarsjóðs Hafn- arfjarðar 1. júlí og 1. ágúst 1982—1985 og 15. júní, 1. júlí og 1. ágúst 1986. ak 1982 Eign 1. júlí Eign 1. ágúst 7.003.000 3.182.000 1983 Eign 1. júlí Skuld l.ágúst 6.892.000 3.552.000 1984 Eign 1. júlí Eign 1. ágúst 20.867.000 11.670.000 1985 Eign 1. júlí Eign 1. ágúst 9.795.000 3.670.000 1986 15.júní l.júU 1. ágúst Eign kr. Eign kr. Skuld kr. 5.987.000 1.782.000 29.719.000 Eins og fram hefur komið hjá bæjarstjóranum, þá er fjárþörf bæj- arsjóðs mest yfír sumarmánuðina, enda sumarið aðalframkvæmdatím- inn. Yfírlitið hér að framan sýnir, að síðasta kjörtímabil hefur lausa- fjárstaða bæjarins yfírleitt verið mjög góð á þessum tíma. Oftast á þá bærinn verulega peninga í sjóði, mest yfir 20 milljónir króna í júlí 1984. Á þessum árum þarf bæjar- sjóður aðeins einu sinni að grípa til yfirdráttar við umrædd mánaða- mót. Það var í ágúst 1983 eftir að verðbólgan hafði áður farið upp í 130%. Þá fer yfirdrátturinn í 3,5 milljónir. Þann 15. júní í ár, þegar Alþýðuflokkurinn og Alþýðubanda- lagið taka við stjóminni, em tæpar 6 milljónir í sjóði og um mánaða- mót júní/júlí em ennþá til um 1800 þúsund í bæjarkassanum. I júlímán- uði, eftir að hinn nýi meirihluti er búinn að hreiðra um sig og virki- lega tekinn til við að stjóma, sígur ört á ógæfuhliðina. Þann 1. ágúst Árni Grétar Finnsson „Þann 2. ágúst sl. er bæjarkassinn orðinn tómur og meira en það, hann er þá yf irdreginn um hvorki meira né minna en tæpar 30 milljónir króna. Ekki er þetta skyndilegum tekjumissi bæjarins að kenna, því bæjarritar- inn hefur nýlega upplýst í Morgunblað- inu, að útsvörin í Hafnarfirði muni í ár gefaum 11 milljónir króna meira í tekjur en áætlað var.“ sl. er bæjarkassinn orðinn tómur og meira en það, hann er þá yfír- dreginn um hvorki meira né minna en tæpar 30 milljónir króna. Ekki er þetta skyndilegum tekjumissi bæjarins að kenna, því bæjarritar- inn hefur nýlega upplýst í Morgun- blaðinu, að útsvörin í Hafnarfírði muni í ár gefa um 11 milljónir króna meira í tekjur en áætlað var. Meirihlutinn hefur ekki meirihluta kjósenda á bak við sig Guðmundi Áma Stefánssyni er auðvitað vorkunn, þegar hann reyn- ir að kenna fyrri bæjarstjómar- meirihluta um, hversu dapurleg peningastaða bæjarins er orðin í höndum hins nýja meirihluta á ör- skömmum tíma. Umsnúningur til hins verra upp á nokkra tugi millj- óna króna er vissulega mál, sem óskemmtilegt er fyrir hann, að bera ábyrgð á. Stóryrði hans breyta hins vegar ekki þeim staðreyndum, sem yfirlitið hér að framan sýnir glögg- lega. Ummæli bæjarstjórans um mátt og völd meirihluta Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins skal ég að mestu láta liggja á milli hluta. Að- eins vekja athygli á þeirri stað- reynd, að meirihluti kjósenda í Hafnarfirði kaus ekki þennan nýja meirihluta við bæjarstjómarkosn- ingamar í vor. Samtais kusu 46% kjósenda Alþýðuflokkinn og Al- þýðubandalagið, en 54% aðra framboðslista í Hafnarfírði. Mér er ekki kunnugt um, að nokkru sinni fyrr en nú hafi meirihluti bæjar- stjómar Hafnarfjarðar ekki haft meirihluta kjósenda að baki sér. Svo sterkur er nú hinn nýi meirihluti. Persónuleg hnýfilyrði Guðmund- ar Árna Stefánsson í minn garð leiði ég hjá mér. Þau komu mér dálítið að óvart. Ég hefði óskað honum betra hlutskiptis en þess í nýju starfí, að hann teldi sig svo •fljótt þurfa að grípa til ómálefna- legrar umræðu til að verja sínar gjörðir. 1 Höfundur er einn af bæjarfulltrú- um Sjálfstæðisflokks íHafnar- firði. rúmlega 12.000 tonn Siglufirði. UM 12.200 tonn af loðnu hafa verið brædd hjá Síldarverk- smiðju ríkisins á Siglufirði það sem af er vertíðinni. Afköst hennar eru nú um 1.200-1.500 tonn á dag. Bátar sem lönduðu um helgina voru allir með loðnu af vestursvæðinu, að Súlunni undanskildri sem kom að aust- an. í bræðslunni er almenn ánægja með loðnu af Vest- fjarðamiðunum, þykir hún bera af sem hráefni. Gísli Ámi landaði hér 600-650 tonnum á föstudag, og 580 tonn- um á laugardag. Hann fór aftur á veiðar og er væntanlegur að landi í dag. Þorlákur helgi landaði 25 tonn- um á laugardag. Á sunnudag landaði Súlan 785 tonnum, Öminn 580 tonnum, Magnús 520 tonnum og Hrafninn 659 tonnum. Þá kom Hákon að landi í gær með 800 tonn. Fyrir helgina vom nokkrir bát- ar með um 10 tonna afla. Þorleifur landaði 7 tonnum, Svanurinn kom inn með bilað spil og landaði 3 tonnum, Ásbjöm, Sæbjöm og Ingibjöm frá Hólmavík og Kristín frá Þorlákshöfn lönduðu um 10 tonnum hver. Aðfaranótt laugardags lestaði Espafia á milli 60-70 tonn af rækju. í höfninni var þá Ljósfari að taka um borð 8.000 kassa af freðfiski. Um nóttina var unnið sleitulaust í rækjuvinnslunni og hjá Þormóði ramma. Siglfírðingar þurfa ekki annað en að keyra út á Sauðanes til að sjá 15-20 tog- ara á veiðum við bæjardymar. Þeir fá að jafnaði um 25 tonn í kasti. í gærmorgun kom eitt þeirra, Sigluvíkin, inn með 140 tonn af þorski. \M

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.