Morgunblaðið - 26.08.1986, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986
21
Aðaldalur:
Víg’slubiskups-
hjónin voru
kvödd í veg-
legu samsæti
Húsavík.
VÍGSLUBISKUP sr. Sigurður
Guðmundsson að Grenjaðar-
stað kvöddu um fjögurhundruð
Þingeyingar í veglegu samsæti
að Idölum sl. föstudag. En séra
Sigurður flytur nú heim að
Hólum og situr staðinn, en
síðast sat biskup á Hólum 1798.
Til þessarar kveðjustundar
höfðu boðað söfnuðir Grenjaðar-
staðarprestakalls, Aðaldælahrepp-
ur og kirkjukórasamband
S-Þingeyinga. Veislustjóri var Þrá-
inn Þórisson, skólastjóri Skútu-
stöðum og voru margar ræður
fluttar til presthjónanna og þeim
þökkuð vel unnin störf og dyggileg
þjónustu í meira en 42 ár.
Fyrir hönd sóknarbarna ávarp-
aði Halldóra Jónsdóttir, kennari,
presthjónin Aðalbjörgu Halldórs-
dóttur og sr. Sigurð, „sem setið
hefðu staðinn með mikilli reisn og
væru þau og fjölskyldan öll nú
kvödd með söknuði; en miklu þakk-
læti.“ Kveðju Aðaldælahrepps
flutti Dagur Jóhannesson oddviti,
kveðju Kirkjukórasambandsins
Svanhildur Hermannsdóttir,
kveðju Laugaskóla Óskar Ágústs-
son og kveðju Húsmæðraskólans
að Laugum Hjördís Stefánsdóttir,
kveðju frá bókasafni Aðaldæla
Jóhanna A. Steingrímsdóttir og
kveðju sóknarpresta og samstarfs-
manna í héraði sr. Örn Friðriksson,
auk margra annarra sem tóku til
máls. Auk þess sem skemmt var
með söng kirkjukóra prófasts-
dæmisins.
Margar gjafir bárust presthjón-
unum m.a. málverk frá Grenjaðar-
stað eftir Hring Jóhannesson frá
söfnuðum
Grenjaðarstaðaprestakalls og Að-
aldælahreppi. Vatnslitamynd eftir
Sigurð Hallmarsson frá Lauga-
skóla og mikið hljómplötusafn frá
Kirkjukórasambandi S-Þingey-
inga.
Þessu veglega og virðulega hófi
lauk svo með ávöipum presthjón-
anna, Aðalbjargar Halldórsdóttur
og vígslubiskups sr. Sigurðar, sem
þökkuðu langt og ánægjulegt sam-
starf við Þingeyinga og þá sérstak-
lega samstarf með sóknarbörnum
þeirra síðan 1944 að þau komu
ung að hinum sögufræga stað
Grenjaðarstað, sem þau kváðust
nú flytja frá með söknuði.
Fréttaritari.
Morgunbladiö/Sigurður Pétur Bjömsson
Um 400 Þingeyingar kvöddu sr. Sigurður Guðmundsson vígslubiskup, og konu hans Aðalbjörgu
Halldórsdóttur, með samsæti í ídölum. Þau flytja nú frá Grenjaðarstað, þar sem þau hafa setið
frá 1944, að Hólum í Hjaltadal.
Morgunblaðið/Sigurður Pétur Bjömsson
Að skilnaði voru þeim hjónum færðar margar gjafir, þ. á m. málverk frá Grenjaðarstað og vatns-
litamynd frá Laugaskóla.
TVÆR STÓRSVEITIR
Tvær stórhljómsveitir skemmta gestum Súlnasalar föstudags- og laugardagskvöld.
Hljómsveit Grétars Örvarssonar sem allir þekkja úr Átthagasalnum, kemur nú upp í Súlnasal og gerir
allt vitlaust. Tveir nýjir menn hafa bæst í sveitina og ekki af lakari sortinni, þeir eru Stefán Stefánsson
„super-saxisti" og Björn Thoroddsen „gítar-galdrakarl“. Pottþétt sveit!
Og nú hefur hin stórskemmtilega söngsveit Þokkabót sem naut fádæma vinsælda hér á árum áður
verið endurvakin, öllum til óblandinnar ánægju. Þeir munu svo sannarlega koma gestum Súlnasalar í
gott söngstuð.