Morgunblaðið - 26.08.1986, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986
27
flfotgutiMbifrto
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöí innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakiö.
Söluspari-
skírteina hætt
orsteinn Pálsson, fjár-
málaráðherra, tók af
skarið á föstudaginn vegna
þeirra viðræðna, sem fram fara
milli fulltrúa ríkisstjómarinnar
og lífej'rissjóðanna um kaup
Byggingarsjóðs ríkisins á
skuldabréfum sjóðanna. Eins
og Morgunblaðið benti á í for-
ystugrein á fímmtudaginn
stefndi í óefni, ef ríkissjóður
hefði orðið að greiða 4,5-5,5%
vaxtamun vegna flármögnunar
á húsnæðislánakerfínu. Þá var
einnig vakin athygli á því, að
annars vegar hefur ríkissjóður
ákveðið vexti á spariskírtein-
um, sem hann selur, með það
í huga að standa vel að vígi í
samkeppni um sparifé lands-
manna, og hins vegar er um
það að ræða, að lífeyrissjóðim-
ir fái þessa hæstu vexti á
silfurbakka. Fjármálaráðherra
hjó á vaxtahnútinn með því að
hætta sölu á spariskírteinum
ríkisins. Jafnframt var ákveðið
að eigendur eldri skírteina, sem
unnt er að leysa inn í haust
og bera 3,7-4,2% vexti, geti
skipt á þeim og nýjum skírtein-
um, sem bera 6,5% vexti. Verði
við þá vexti miðað á skulda-
bréfímum, sem lífeyrissjóðir
selja Byggingarsjóði ríkisins,
yrði vaxtamunurinn, sem ríkis-
sjóður þyrfti að greiða 3%.
Ákvarðanimar um að fjár-
magna Byggingarsjóð ríkisins
með þessum hætti eiga rætur
að rekja til kjarasamninganna,
sem gerðir voru í febrúar. Það
var álit fjölmennrar nefndar,
sem vann að úrvinnslu sam-
komulagsins um húsnæðismál,
að yrði „mismunurinn á vöxt-
um á teknum lánum og veittum
hjá Byggingarsjóði ríkisins
meiri en 2-3% til lengdar, muni
lánakerfíð sligast." Ákvörðun
flármálaráðherra nú miðast við
að unnt sé að framkvæma
þetta samkomulag.
Sölu spariskírteina ríkissjóðs
eða ríkisskuldabréfa á að
hætta fram að áramótum.
Framhaldið kemur til ákvörð-
unar við afgreiðslu fjárlaga
fyrir næsta ár. Samkvæmt
fjárlögum líðandi árs er við það
miðað að tekjur af sölu spari-
skírteina ríkissjóðs verði alls
2,1 milljarður króna en af
þeirri fjárhæð renni 380 millj-
ónir króna í ríkissjóð; megin-
hluti fjárins renni sem sé til
þess að endurgreiða eldri
skirteini. Sala ríkisskuldabréfa
í ár hefur hins vegar gefíð
ríkissjóði meiri tekjur en áætl-
að var eða 600 milljónir króna.
í þeim löndum þar sem sala
verðbréfa og skuldabréfa hefur
þróast lengur en hér eru vextir
af ríkisskuldabréfum almennt
hinir lægstu á markaðnum. Þar
ráðast vextir af mati mann á
því hvaða tryggingu um endur-
greiðslu þeir hafa; því meiri
áhætta, þeim mun hærri vext-
ir. Ríkisbréf eru talin gulltrygg
og þess vegna bera þau lægstu
vextina. Öll rök mæla með því
að hið sama eigi við hér á
landi, þótt þróunin hafí orðið
önnur eins og reynslan sýnir.
Sú spuming hlýtur að vakna
hvort djörf ákvörðun Þorsteins
Pálssonar, fjármálaráðherra,
nú stuðli að því að eðlilegt jafn-
vægi skapist á íslenska pen-
ingamarkaðnum að þessu leyti.
Þeirri spumingu er ekki
unnt að svara á þessari stundu.
Ríkissjóður hefíir selt spari-
skírteini síðan 1964. Þróunin
hefur orðið sú að sala bréfanna
miðast að mestu leyti við að
standa undir kostnaði við inn-
lausn eldri bréfa. Spariskírtein-
in hafa verið góður kostur fyrir
eigendur sparifjár ekki síst í
óðaverðbólgu. Útgáfa þeirra
hefur mælst misjafnlega fyrir
hjá innlánsstofnunum; þær
hafa talið þau hættulegan and-
stæðing í samkeppninni. Síðari
misseri hefur ávöxtunarleiðum
fjölgað. Hinn 1. nóvember
næstkomandi fá bankar og
sparisjóðir aukið frelsi til að
ákvarða vexti sína sjálfír. Þær
ákvarðanir sem teknar verða
um ríkisskuldabréf við gerð
fjárlaga fyrir næsta ár hljóta
í senn að taka mið af því hvem-
ig ríkið ætlar að standa við
skuldbindingar sínar gagnvart
eigendum spariskírteina og
hvaða horfur almennt ríkja á
peningamarkaðnum.
Þorsteinn Pálsson fer inn á
nýjar brautir með ákvörðun
þeirri er hann tók á föstudag.
Nú reynir á hvort við henni
verður bmgðist með þeim
hætti að vextir lækki og pen-
ingastofnanir og sparifjáreig-
endur lagi sig að nýjum
aðstæðum á fjármagnsmark-
aðnum. Framhaldið hlýtur að
ráðast af því.
Reykjavík í 200 ár
Myndlist
Valtýr Pétursson
Veglega hefur verið staðið að
hátíð þeirri, sem Reykvíkingar
hafa efnt til í tilefni af 200 ára
afmæli höfuðborgarinnar. Ekkert
hefur verið til sparað og tvær
mjög vandaðar og fróðlegar sýn-
ingar hafa verið opnaðar í borg-
inni. Einn ágætur vinur minn og
svolítill fílósóf hefur haldið því
fram við mig, að á komandi tímum
verði það talið eitt merkasta afrek
okkar kynslóðar að hafa gert borg
úr bæ í henni Reykjavík. Það má
vel vera satt og ég nefni þetta
hér, þar sem mér sýnist sýn-
ingin á Kjarvalsstöðum renni
stoðum undir þessa skoðun góð-
kunningja míns. Hvað um það,
hér með þessum línum er ætlunin
að vekja áhuga á hinni gagn-
merku sýningu, sem fyllir út í öll
hom og jafnvel meir en það í
báðum sölum Kjarvalsstaða, í
ganga og allt það rými, sem þar
finnst innan húss og jafnvel utan.
Þama eru ljósmyndir í hundr-
aða tali frá fomri tíð og fram á
daginn í dag. Þama eru og mál-
verk, og vil ég þá einkum og sér
í lagi geta Reykjavfkurmynda
Jóns biskups Helgasonar, sem
gerðar eru af einstakri samvizku-
semi og sérstæðu listfengi og að
mínum dómi hafa um langan tíma
verið nokkuð vanmetnar sem
málaralist. Þama eru hreinustu
snilldarverk ljósmynda, og yrði
of langt mál að tíunda þann fjár-
sjóð, sem til er í þeim efnum.
Þama eru líkön af skipum og
byggðarlaginu í Kvosinni og
myndir af brautryðjendum í flugi.
Enn mætti margt upp telja, en
látum þetta nægja. Hér gefur að
líta í margþættan og merkilegan
spegil af þróun byggðar og
mannlífs þessa staðar, sem við
höfum fært úr bæ í borg á svo
ótrúlega skömmum tíma.
Þessi sýning á Kjarvalsstöðum
er ein skemmtilegasta sýning,
sem ég hef lengi séð. Hún er afar
umfangsmikil og nokkuð erfið til
skoðunar. Satt að segja verður
maður að hafa mjög góðan tíma
til að kynnast henni að nokkru
ráði, og það er ekki nægilegt að
hafa tímann fyrir sér, maður verð-
ur einnig að hafa líkamsþol til að
rannsaka hvem krók og kima í
því völundarhúsi, sem gert hefur
verið úr Kjarvalsstöðum. Ef að-
finnslur eiga að vera einhvetjar
við þessa sýningu, þá er hún of
viðamikil fyrir minn smekk, en
ég álasa engum, þar sem efnivið-
ur er gimilegur og erfitt að velja
og hafna. Eftir að hafa eytt morg-
unstund í að skoða það, sem fyrir
augu ber á Kjarvalsstöðum um
þessar mundir, verð ég að játa,
að ég er furðu lostinn yfir þeim
ijölda sýningarhluta, sem hægt
hefur verið að koma fyrir á staðn-
um, og í sannleika sagt vildi ég
ekki missa nokkum hlut út af
þessari sýningu.
Krambúðin er augnayndi, sem
vonandi verður varðveitt í þeirri
ágætu mynd, sem hún nú birtist
í. Með þessum línum fylgja nokkr-
ar myndir, sem teknar em af
handahófi úr sérlega vandaðri
sýningarskrá, sem útbúin hefur
verið. Ég vil að lokum skora á
alla þá, sem áhuga hafa á sögu
Reykjavíkur, að láta ekki þetta
einstæða tækifæri sér úr greipum
ganga. Sýningin verður áreiðan-
lega ekki endurtekin í bráð, en
munið það að ætla henni nægan
tíma. Það á hún vissulega skilið.
Sjón er sögu ríkari.
Morgunblaðið/Einar Falur
Ekkja Agnars Kofoed-Hansens, frú Björg Kofoed-Hansen, afhjúpar
styttu af honum í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli á laugardag.
Ráðgert er að styttan muni eiga fastan stað á safni Flugsögufélags-
ins, þegar það verður byggt á næstu árum.
Stytta afhjúp-
uð af Agnari
Kof oed-Hansen
STYTTA af Agnari Kofoed-Hansen var afhjúpuð í skýli nr. 1 á
Reykjavíkurflugvelli á laugardaginn að viðstoddu miklu fjöl-
menni.
Haukur Ilauksson, aðstoðarflugmálastjóri, flutti stutta tölu við
upphaf athafnarinnar og síðan flutti Pétur Einarsson, flugmála-
stjóri, ræðu þar sem lífsferill og þáttur Agnars í sögu flugs á
íslandi var reifaður. Ekkja Agnars, frú Björg Kofoed-Hansen,
afhjúpaði svo styttuna.
Agnar fékk alþjóðlegt flugstjóra-
rskírteini árið 1937, en árið áður
hafði hann verið skipaður flugmála-
ráðunautur ríkisins. Því starfi
gegndi hann til ársins 1945, en
hann var einnig aðalhvatamaður
stofnunar Flugfélags íslands árið
1937 og var flugmaður og forstjóri
félagsins til ársins 1939. Hann
gegndi embætti lögreglustjóra í
Reykjavík og ríkislögreglunnar frá
1940 til 1947 og var formaður loft-
vamamefndar á stríðsárunum.
Agnar var einn af stofnendum
Flugmálafélags íslands árið 1936
og einnig Svifflugfélags íslands,
sem stofnað var sama ár. Hann var
flugvallarstjóri ríkisins frá 1947 til
1951, en í byijun ársins 1951 var
hann skipaður flugmálastjóri. Því
starfi gegndi hann til æviloka, en
Agnar Kofoed-Hansen lést í des-
ember 1982.
Armando Valladares sat í fangelsi á Kúbu í 22 ár:
Trú hans varð ekki brotin
ARMANDO VALLADARES, sem sat í fangelsi á Kúbu í 22
ár og sætti þar refsingum og pyntingum, virðist hafa tekist
að aðlaga sig að algjörlega breyttum lífsháttum. Nýlega kom
út bók eftir Valladares þar sem hann lýsir þeim hörmungum
sem hann og aðrir pólitískir fangar á Kúbu þurftu að líða.
I enskri þýðingu nefnist bókin Against All Hope og er það
Alfred A. Knopf-forlagið sem gefur hana út. Gagnrýnendur
eru sammála um að fáar frásagnir lýsi betur þeirri grimmd
og þvi miskunnarleysi sem menn geta sýnt meðbræðrum
sínum.
Þegar Valladares var aðeins 23
ára gamall var hann handtekinn
sakaður um að hafa gagnrýnt hin
kommúnísku stjómvöld landsins.
Árið 1982, 22 árum síðar, lét Fid-
el Castro hann lausan einkum
vegna þrýstings ýmissa alþjóðlegra
samtaka.
Þrátt fyrir barsmíðar og mis-
þyrmingar neitaði Valladares
ávallt að ganga í bláa búningnum,
sem glæpamenn klæðast í fangels-
um á Kúbu, og var ófáanlegur til
að taka þátt í pólitískri innrætingu
sem skipulögð var í fangelsinu.
Þegar Valladares fékk frelsið á ný
þjáðist hann af tímabundinni löm-
un og lungnaþembu auk ýmissa
hörgulsjúkdóma. Eftir því sem seg-
ir í bókinni var trúarsannfæring
hans það eina sem pyntingameist-
arar einræðisherrans höfðu ekki
megnað að bijóta á bak aftur.
Armando Valladares þýr nú í
Madrid á Spáni og starfar þar við
útvarpsstöð. Hann skrifar einnig
greinar fyrir ein 25 dagblöð í Suð-
ur-Ameríku. í nýlegu viðtalið við
The New York Times sagði Valla-
dares að hann myndi líkast til sitja
enn í fangelsi ef ekki hefði komið
til ötul barátta fjölmargra einstakl-
inga og samtaka fyrir frelsi hans.
Hann nefndi einkum eiginkonu
sína, sem var óþreytandi við að
afla stuðnings við málstað eigin-
manns síns á alþjóða vettvangi,
mannréttindasamtökin Amnesty
Intemational, og samtök rithöf-
unda í Bandaríkjunum, Frakklandi
og Svíþjóð.
Harðstjórn á Kúbu
Valladares hóf að yrkja ljóð í
fangelsi. Honum tókst að smygla
mörgum þeirra út og birtust þau í
vestrænum blöðum og tímaritum.
Margir þekktir menn létu sig mál
hans varða, þar á meðal leikritahöf-
undurinn Eugene Ionesco og norska
leikkonan Liv Ullmann. Það var þó
ekki fyrr en Francois Mitterrand,
forseti Frakklands, blandaði sér í
málið að Fidel Castro fékkst til
þess að sleppa Armando Valladares.
Um það leyti sem Valladares
fékk að fara fijáls ferða sinna
skýrðu fjölmörg dagblöð frá því að
rithöfundurinn þekkti, Gabriel
García Marquez, hefði talað máli
hans við vin sinn Fidel Castro.
Valladares, sem segist bera mikla
virðingu fyrir Marquez, kveður
þetta vera rangt.
Armando Valladares segir
stjórnvöld á Kúbu ábyrg fjrir
skipulegum pyntingum og morð-
um á pólitískum föngum
í viðtalinu andæfði Valladares
þeirri skoðun, sem hann sagði nokk-
uð almenna, að hagur pólitískra
fanga á Kúbu væri best tryggður
með þögninni. Hann sagði að eina
vemd sem væri hugsanleg þeim til
handa fælist í frásögnum fjölmiðla
af mannréttindabrotum og þrýst-
ingi frá almenningi og alþjóðlegum
samtökum.
„Þegar Amnesty Intemational eða
PEN, alþjóðasamtök rithöfunda,
ásaka Castro um mannréttindabrot
veldur það honum áhyggjum.
Castro vill viðhalda þeirri mynd sem
margir Evrópubúar hafa dregið upp
af honum þ.e.a.s. að hann sé fyrst
og fremst framsækinn og sérvitur
leiðtogi," sagði Valladares.
Gagnrýnendur hafa margir
hvetjir borið bók Valladares saman
við frásögn sovéska andófsmanns-
ins Alexandres Solzhenitsyn af
þrælkunarbúðum í Sovétríkjunum.
I dómi um bókina sem birtist i The
New York 7Ymessegir Ronald Ra-
dosh, prófessor í sagnfræði við City
háskólann í New York: „Það hefur
tekið okkur 25 ár að komast að
hinum hræðilega sannleika. Castro
ríkir í skjóli áður óþekktrar harð-
stjómar og beitir pyntingum í því
skyni að viðhalda völdum sínum."
Fangar pyntaðir
og myrtir
í bók Valladares em átta síður
lagðar undir myndir af kúbönskum
föngum sem höfundurinn segir að
hafi ýmist verið skotnir og stungnir
til bana eða kæfðir. Fjölmargir
munu einnig hafa látist á rannsókn-
arstofum kúbanskra „vísinda-
manna". í bókinni em einnig
myndir af mönnum sem ýmist hafa
sturlast af völdum pyntinga eða
verið aflimaðir á hinn hroðalegasta
hátt.
í viðtalinu vitnaði Valladares oft-
lega í nýlega skýrslu bandarísku
mannréttindasamtakanna Watch,
þar sem segir að hvergi í heiminum
líði fangar þjáningar svipaðar þeim
sem fangar á Kúbu verða að þola.
í inngangi bókar sinnar,Aga/nst
All Hope segir Armando Valladar-
es: „Nú, á þessari stundu, liggja
hundmð fanga naktir á gólfum
gluggalausra fangaklefa. Þeir njóta
hvorki dagsbirtu né rafmagnsljósa.
Heimsóknir em bannaðar og þeir
fá enga læknishjálp. Allar em þess-
ar hörmungar tilkomnar vegna þess
að þeir neituðu að taka þátt í áætl-
un stjómvalda um pólitíska endur-
hæfingu þeirra.“
Valladares minntist á Roberto
Martin Pérez-Rodriquez, sem hefur
setið í fangelsi á Kúbu í 27 ár. Á
nýafstöðnu þingi PEN, alþjóðasam-
taka rithöfunda, kom fram að hann
hefur setið í fangelsi lengst þeirra
pólitísku fanga sem vitað er um.
„Á Pen-þinginu var einnig fíallað
um mál 14 fanga á Kúbu, sem all-
ir hafa setið að minnsta kosti 20 ár
í fangelsi," sagði Valladares.
Aðspurður sagði hann að bylting-
in á Kúbu hefði í engu breytt
ástandinu í mennta- og heilbrigðis-
málum. „Ef réttlæta á framferði
Fidels Castro með tilvísun til bygg-
ingar skóla og sjúkrahúsa má
réttlæta framferði Hitlers og
Stalíns með nákvæmlega sömu rök-
um,“ sagði Valladares. „Það þarf
að reisa sjúkrahús og skóla og jafn-
framt tryggja að frelsi manna sé í
heiðri haft,“ sagði hann ennfremur.
Trúarsannfæring og staðfesta
Valldares kemur vel fram í síðasta
ljóðinu sem hann orti í fangelsi.
Ljóð þetta skrifaði hann með blóði
sínu eftir að fangaverðir höfðu tek-
ið af honum allan pappír. I einu
erindi þess segir:
Þeir hafa svipt mig öllu
- næstum því öllu-
því enn get ég brosað,
enn er ég frjáls
og get ræktað eilífan
blómagarð sálu minnar.
Úr New York Times.