Morgunblaðið - 26.08.1986, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1986
t Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóöir, amma og iangamma HELGA HJÖRDÍS HJARTARDÓTTIR, Hamraborg 30, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum 24. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Siguröur Siggeirsson, börn, tengdabörn og barnabörn.
t Bróöir minn, EINARJ. EIRÍKSSON, er látinn. Skaftahlíö 11, Ragnheiður S. Jónsdóttir.
t Systir mín, móöir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, Fálkagötu 12, lést í Landspítalanum 23. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda. Sigríður Guðmundsdóttir.
t Sonur okkar og sambýlismaöur minn, GUÐMUNDUR BJARNASON er látinn. frá Mosfelli, Aöalbjörg S. Guðmundsdóttir, Bjarni Sigurösson, Sigrún Þóra Magnúsdóttir.
t Eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐMUNDUR MAGNÚSSON, Álftamýri 10, lést í Borgarspítalanum 24. ágúst. Jóhanna Kristjánsdóttir og börn.
t Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR J. LUDVIGSSON, forstjórl, Tjarnarstíg 7, Seltjarnarnesi, lést 23. ágúst. Guöbjörg K. Guöjónsdóttir, börn og barnabörn.
t Útför bróður okkar, ÞÓRÐAR GUÐMANNS ÞÓRÐARSONAR, fyrrverandi bifreiöarstjóra, Hátúni 10A, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. ágúst kl. 13.30. Rut Þórðardóttir, Björn Þórðarson, Þóra Þórðardóttir, Ásta Þórðardóttir, Birna Þórðardóttir.
t Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Neðstutröð 4, fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 27. ágúst kl. 13.30. Jóna A. Guðmundsdóttir, Sigfús Lárusson, Guðsteinn V. Guðmundsson, Fanney Jónasdóttir, Harpa Guðmundsdóttir, Ragnar Sigurjónsson, Aðalheiður H. Guðmundsdóttir og barnabörn.
Legsteinar
ýmsargerðir
Marmorex
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður
Gísli Snæbjörnsson
skipstfóri — Minning
Fæddur 4. maí 1914
Dáinn 16. ágúst 1986
í dag er kvaddur hinstu kveðju
góður vinur og tengdafaðir, Gísli
Snæbjömsson, skipstjóri frá Pat-
reksfirði.
Hann lést á Landakotsspítala
laugardaginn 16. ágúst sl. eftir
skamma sjúkdómslegu. Gísli fædd-
ist á Tannanesi við Tálknafjörð hinn
4. maí 1914, sonur hjónanna Snæ-
bjamar Gíslasonar og Margrétar
Guðbjartsdóttur. Tannanes var
harðbýlt kot og bamahópurinn var
stór svo að ráði varð að Gísli hleypti
heimdraganum 10 ára gamall og
fluttist að Dufansdal í Amarfirði
til Guðmundar Bjama Tómassonar,
bónda þar og konu hans, Sólborg-
ar. Þar var hann til 14 ára aldurs
er hann hafði skipti á fermingarföt-
unum og sjógallanum og hélt til
sjóroðra með mági sínum, Friðþjófi
Þorsteinssyni á Patreksfirði, en þar
bjó hann og starfaði alla tíð síðan.
Til húsráðendanna í Dufansdal
hugsaði Gísli ávallt með hlýju og
virðingu og til marks um það ber
yngri sonurinn nafn húsbónda.
Síðar er hann lét smíða stærsta bát
sinn í Þýskalandi hafði hann ákveð-
ið að hann bæri nafn Sólborgar og
þótti miður að af því gat ekki orðið.
Á Patreksfirði kynntist Gísli eft-
irlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu
Samsonardóttur frá Þingeyri, sem
t
Eiginkona mín,
LÁRA pálsdóttir,
andaðist í fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 24. ógúst.
Fyrir hönd aðstandenda,
Leó Sigurðsson.
t
Móðir mín og tengdamóðir,
HENNÝ OTTÓSSON,
lést í Borgarspítalanum 24. ágúst. Fyrir hönd barnabarna og
barnabarnabarna,
Pótur Goldstein, Hlfn Guðjónsdóttir.
t
Systir mín og frænka okkar,
el(n sæmundsdóttir,
sem andaöist 22. ágúst sl. veröur jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í
Hafnarfirði fimmtudaginn 28. ágúst kl. 15.00 e.h.
Gfslfna Sæmundsdóttir,
Steiney Ketllsdóttlr,
Vigdfs Ketilsdóttlr,
Kristinn Ketilsson.
t
Útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
SIGURRÓSAR JÓHANNSDÓTTUR,
Bragagötu 31B,
sem lést 18. ágúst, fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn
26. ágúst kl. 13.30.
Sigrfður Hannesdóttir,
Jóhann Kr. Hannesson.
t
Þökkum samúö og vináttu við útför konu minnar, móður, tengda-
móður, systur, ömmu og langömmu,
ELÍNAR VILBORGAR JÓHANNSDÓTTUR.
Gestur Pálsson,
Jóhann Löve, Slgríður Pálsdóttir,
Ólöf Gestsdóttir, Ragnar Gunnarsson,
Páll Gestsson, Þórunn Jónsdóttir,
Fríður Gestsdóttir,
Guðmundur Breiðfjörð Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður
minnar, tengdamóður, ömmmu og langömmu,
GUÐRÚNAR VIÐAR.
Óttar Viðar, Aðalheiöur Viðar,
Ingileif Ólaf sdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Alúöarþakkir til allra er minntust andláts og jarðarfarar móður
okkar,
GUÐBJARGAR VILHJÁLMSDÓTTUR,
Skeiðarvogi 22.
Guð blessi ykkur öll.
Bergþóra Ólafsdóttir, Hallveig Ólafsdóttir,
Úlfhildur Úlfarsdóttir, Magnús Ólafsson.
þá vann á heimili Garðars Jóhann-
essonar þess kunna athafnamanns
á Vatneyri.
Gæfusporin þeirra beggja stigu
þau 1938 er þau gengu í hjóna-
band. Þau virtu hvort annað að
verðleikum og voru samrýmd, þó
annað virtist oft á yfirborðinu. Gísli
glettinn og gáskafiillur, en Guðrún
ábyrgðarfyllri og stjómsamari
heima fyrir eins og títt er með sjó-
mannskonur sem oft í langri fjar-
veru eiginmannanna eru nánast
húsráðendur heimilanna. Gísli var
traustur heimilisfaðir og nutu böm-
in, tengdabömin og þó ekki síst
bamabömin mikils af vináttu hans.
Þeim hjónum varð 6 bama auðið
sem öll em á lífi, starfsamt dugnað-
arfólk. Þau era: Stella, fædd 1939,
gift Richard Kristjánssyni; Bjamey,
fædd 1943, gift undirrituðum;
Sigríður, fædd 1946, gift Magna
Steingrímssyni; Snæbjöm fæddur
1952, kvæntur Kristínu Finnboga-
dóttur; Guðmundur Bjami, fæddur
1954, sambýliskona Hildur Vals-
dóttir og Margrét, fædd 1958,
sambýlismaður Hálfdán Þórhalls-
son. Bamabömin era orðin 17 og
bamabamabömin 4.
Sjómennska og störf tengd sjó-
sókn vora lífsstarf Gísla Snæbjöms-
sonar. 17 ára gamall fer hann á
togara Ó. Jóhannesson á Vatneyri
og er þar til 1936 er hann verður
skipstjóri á bát er hann keypti
ásamt félögum sínum. Árið 1955
ræðst hann í það í samvinnu við
Hraðfrystihús Patreksfjarðar að
smíða í Þýskalandi 70 tonna stál-
bát. Mér er sagt að með tilkomu
Sæborgarinnar hafi orðið kafla-
skipti í línuútgerð frá Patreksfirði,
enda gafst nú kostur á að sækja
lengra út á fengsælari mið en áður
meðan bátar vora smærri. 1959 fer
Gísli í land og gerist útgerðarstjóri
hjá ört vaxandi útgerð Hraðfrysti-
húss Patreksfjarðar og gegndi því
starfi uns hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir árið 1984.
Hann var alla tíð farsæll og feng-
sæll skipstjóri, kom vel að sér
mannskap enda góður félagi og
sanngjarn yfirmaður. Ég kynntist
Gísla ekki nema af afspum, fyrr
en ég fór að gera hosur mínar græn-
ar fyrir dóttur hans. Er mér
minnisstætt mitt fyrsta erindi á
hans fund. Það var að fala víra og
fleira smáræði fyrir brúarvinnu-
flokk er ég starfaði í. Eðlilega var
ég valinn til fararinnar af stakri
vinsemd félaganna í flokknum og
vitað var að Gísli var ekki útaus-
andi á efni sitt.' Vírana fékk ég, þó
afgreiðslan væri ekki greiðleg né
viðmótið þýtt, en ég sá góðviljaðan
glettnisglampa er ég átti eftir að
kynnast vel síðar og hlýjunni sem
hann stafaði frá. Nú að leiðarlokum
eftir nær aldarfjórðungs samleið
era það veiðiferðimar okkar, sem
orðnar era æði margar, sem framar
öðra koma í hugann. Á bökkum
ánna naut Gísli efri áranna. Þar
kom gamla veiðigleðin fram, þó
með undantekningarlausri virðingu
fyrir mótheijanum í vatninu. Úti í
náttúranni ræddi hann meir en
venjulega um skoðanir sínar og
reynslu og margt mátti af honum
læra. Eitt vinsælt umræðuefni var
tekið af dagskrá fyrir all löngu,
stjómmálin, enda fóra skoðanir
ekki saman í þeim efnum og Gísli
fastur fyrir, en aldrei spillti það
heilli vináttu.
Við höfðum nýlokið 2 velheppn-